Vísir - 23.06.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 23.06.1965, Blaðsíða 7
V í SIR . Miðvikudagur 23. júní 1965 iSM 7 ☆ ■jl/Tanlio Brosio er hressilegur maður í framgöngu og ung legri en maður gæti búizt við af nær sjötugum manni, sem ára- tugum saman hefur gegnt hin um vandasömustu embættum lands síns. í framkomu ber hann möt hins suðræna ættem is, skjótur til svars og talar af skaphita þjóðar sinnar. Hann hefur ekki lengi farið með starf aðalframkvæmdastjóra Atlants- hafsbandalagsins, en á þeim tíma náð góðum tökum á starf inu að flestra dómi, enda fágað ur diplómat og samningamaður frá dvöl sinni sem sendiherra Ítalíu í London, Washington og Moskvu. Hann talar gjarnan um dvöl sína í Moskvu og góðar endurminningar þaðan, kynni sín af rússneskum bókmennt- um, Tolstoj og Túrgenev, mað- ur sem greinilega hefur áhuga á fleiru en starfinu einu saman. I dag heldur hann fund með íslenzkum blaðamönnum. Það er óvanaleg ráðabreytni, en frá því hann tók við starfi, sem yfir maður bandalagsins hefur hann aðeins haldið einn opinberan blaðamannafund, í Bonn. — — Þeim hættir til að leggja alls kyns merkingar í orð mín, blaðamönnunum, segir Brosio og brosir við. Svo ég varð að hafa alla gát á. Líklega býst hann við því að íslenzkir blaða- menn láti ekki fara milli mála hvað hann segir og hverjar hans skoðanir eru á alþjóðamál um! íslenzka sendinefndin. Á fundi félaganna um vest- ræna samvinnu í Sigtúni í fyrra dag gat Brosio sérstaklega um það hve ágætt starf sendiherra Islands hjá bandalaginu, Pétur Thorsteinsson hefði lagt af mörkum. Kvaðst hann sakna mikilshæfs samstarfsmanns, er hann hyrfi frá París og tæki við embætti í Washington. I um- ræðunum sem áttu sér stað að loknu ávarpi Brosio var varpað fram athyglisverðri spurningu um það hvort íslenzka sendi- nefndin hjá bandalaginu gæti smæðar sinnar vegna tekið full kominn þátt f störfum þess, hvort hún hefði fundið hinn rétta meðalveg, ef svo mætti að orði kveða. Hér hefði gefizt tækifæri til gagnrýni, ef ástæða hefði þótt til. Spumingunni svaraði Manlio Brosio hins veg ar þannig að enginn viðstaddra var í vafa um að þótt fsland sé smæsta ríki samtakanna rækir það hlutverk sitt þar á þann hátt sem bezt verður á kosið. Karnival - þjóðhátíð. Ég var einn þeirra sem fylgd ust með hátíðahöldunum þann 17. júní ásamt þúsundum sam- borgara. Þau fóru vel fram að vanda. Áfengisneyzla þann 16. og 17. júní var áberandi minni en á fyrri árum, þökk sé Magnúsi Jónssyni fjármálaráðherra, þótt ákvörðun har.s að láta loka rfk inu hafi reyndar ekki mælzt jafn vel fyrir hjá öllum. En ég er ekki einn um þá skoðun að harma bann karnevalsbrag sem kominn er á hátíðahöldin á Lækjartorgi og Austurstræti að kvöldi þjóðhátíðardagsins. Mað ur gæti jafnvel látið sér detta í hug að maður væri staddur á Rosenmontag í Köln eða Mainz, fremur en á þjóðhátíð íslend- inga. Trúðar veltust um götur í skrautlegum búningum, æskan skartaði pappírshöttum og kábojklæðnaði og sölubúðirnar voru í algleymingi. Allt setti þetta leiðinlegan og óþjóðlegan blæ á hátíðahaldið. Þjóðhátíðamefnd ætti sannar lega að leggja blátt bann við því að þannig vamingur væri seldur þennan dag og unga fólk ið ætti að sjá sóma sinn f því að klæðast ekki slíkum afkára- búningum á þessum árlegu tíma mótum. Ef menn vilja klæðast búningum þá eru peysufötin enn í góðu gildi. Annars er þvf ekki að leyna að okkur íslend- ingum er annað betur gefið en gleðjast á slíkum útihátíðarhöld um eða dansa á götunum Danskur blaðamaður sem ég hitti á förnum vegi þetta kvöld hafði orð á því í glensi að aldrei hefði hann áður séð fólk með jarðarfararsvip á þjóðhá- tíð. Kannski er dálítið satt f þeim orðum. En sannarlega verður enginn jarðarfararsvipur á þeirri þjóðhátíð sem haldin verður þegar handritin koma heim frá Danmörku. Dýr er laxinn Þessa dagana tygja laxveiði- menn sig, raða flugum og smyrja hjólin. Enn sem komið er hefiir veiðin verið heldur dræm, einkum í Elliðaánum en beztu heimildir svo sem veiði- málastjóri Þór Guðjónsson, gefa góðar vonir um að hún muni glæðast. En eitt helzta umræðuefnið í sambandi við laxveiðimar er jafnframt það hve verðíð á veiði leyfum er orðið hátt f öllum lax veiðiám landsins. Óhætt er að segja að meðalverðið sé 2000 krónur á stöngina yfir daginn, sumstaðar þó mun hærra. Við þetta bætist ferðakostnaður og uppihaldskostnaður f, veiðihús- unum. Við stöndum því frammi fyrir þeirri staðreynd að lax- veiði á Island er að verða millj ónerasport, svo sem í öllum öðr um nágrannalöndum okkar. Við stöndum líka frammi fyrir þeirri staðreynd að mörgum sinnum færri Islendingar geta notið þessarar skemmtilegu f- þróttar af þessum sökum nú en fyrir nokkrum árum. Erlendu laxveiðimennirnir flykkjast inn í landið.Út af fyrir sigerekkert við því að segja að þeir skuli leita hingað með gjaldeyri f vös um. En þó er illa farið ef æ færri landsmenn geta veitt í sfn um eigin ám vegna óhemjulegs kostnaðar. Við það eru menn sviptir miklum landsgæðum Landið er minnkað í þeirra aug- um, og gert fátækara og verra. En er nokkurt ráð til við þessu? Laxveiðiár eru í einka- eign og öllum mönnum er heim ilt að verðleggja þau gæði ^em þeir eiga að eigin vild. Því þarf grundvallar skipulagsbreytingu ef úr þessu á að bæta. Þá getum við litið til Bandaríkjanna og hugað að því hvernig þessum málum er þar fyrir komið. Fyrir löngu síðan keypti Bandaríkja- stjórn veiðiréttindi í ám og vötnum landsins. Var það gert með tvennt fyrir augum. Bæði það að gera þessar auðlindir enn verðmætari með rækt- un fiskjar í þeim og í öðru lagi ekk'i síður til þess að veita öllum sem vilja kost á því að dvelja sér til hvíldar og hress ingar við veiðar í ám og vötn um landsins gegn hóflegu verði. Veiðileyfin eru því seld á því verði sem öllum er viðráðan legt og þannig séð um að veiði árnar verði ekki leikvöllur olíu kónganna einna. Ef núverandi þróun í þessum efnum hér á landi heldur áfram er sannarlega kominn tími til þess að athugað verði hvort sömu leið hér á landi. Þá þyrftu menn ekki að leita til ír- lands til að fara á laxveiðar — eða Grænlands eins og nú er byrjað á! Við þurfum að tryggja það að íslendingar sjálf ir njóti sinna eigin veiðiáa og þeirra gleði sem í laxveiði felst og hver veiðimaður þekkir svo vel af eigin raun. Áróðurinn gegn bókinni. Undarlegt er þeta nöldur út af bókasafnskaupunum til Skál holts. I kaupin eru lagðar rúm ar þrjár milljónir króna, sem aflað er með frjálsum framlög- um, væntanlega að öllu leyti. Það er svona álíka upphæð og ferðamannahópar íslenzkir eyddu í páskaferðir til Kanarí- eýja og Mallorca. Svo á ekki að unna þjóðkirkjunn'i þess að fólk megi gefa til hennar svip- aðar upphæðir til kaupa á einu gagnmerkasta bókasafni lands- ins! Undarlegur nánasarháttur það. Hingað til hefur mönnum þó verið talið frjálst að gefa á- tölulaust til þeirra þarfa og stofnana, sem þeir hafa talið alls góðs maklegar. Og hlngað til hefur félögum og stofnunum sem vinna að merkum málefn- um verið talið heimilt að efna til fjársöfnunar. En þegar Skálholtsnefnd leit ar eftir samskotafé til bóka- safnskaupa ætlar allt vitlaust að verða. Hefði það þó einhvem tímann þótt tíðindum sæta að bókmenntaþjóðin legðist gegn bókakaupum til sjálfs Skál- holts, eins elzta menntaseturs landsins, sem á síðari öldum hefur verið bókrúinn staður og vanræktur á allan hátt. Ég held að ýmsir hafi tekið heldur bet- ur skakkan pól í hæðina í þessu máli. Og jafnvel þótt ríkið hefði átt að sjá eitt um bóka- safnskaupin hefði verið ástæðu laust að telja það eftir Fram lagið hefði hvort sem er efcki nægt nema svo sem í hálft félagsheimili, sem þá hefði gjaman mátt fresta að byggja nokkra hríð. Viðbrögð fjand- manna bókasafnskaupanna minna á þá staðreynd að enn erum við íslendingar furðu lítil og smá þjóð í andlegum efnum, þrátt fyrir allt stærilætið í há- tíðarræðunum. Hippokrates og Mammon. I fyrradag gisti eitt af særstu lyst'iskipum Þjóðverja Reykja- vfk. Þýzkan hljómaði 'þann dag um Austurstræti þvert og endi- langt. Það minnti á þá staðreynd að Þjóðverjar hafa allra manna mest trú á fágætum lækningar mættj leir og vatnsbaða alls- kyns, og telja þau allra meina bót. Mun sá maður vandfund- inn í Þýzkaland’i sem einhvem tímann hafi ekki tekið sinn „kúr“ og talið sig hafa haft gott af. Ekkert land í Evrópu er eins vel fallið til þess að út- re'iða alls kyns kúra sem þetta land, eins og Gísli í Ási hefur réttilega marg sinnis bent á. Draumur hans er stór baðhöll í Hveragerði, þar sem þúsundir Þjóðverja og annarra þjóða manna velti sér daglangt í is- lenzkri leðju og fari hressir f bragði heim aftur. Hér er ekki aðeins um bjartsýnan lækninga draum að ræða, heldur stórkost legt viðskiptamál og innlegg í baráttu um að gera Island að ferðamannaland'i. Laxveiðiárn- ar viljum við helzt sjálfir eiga, en leirinn er óþrjótandi og al- þjóðlegur. Hugsið ykkur hve stórkost- legt það er að geta farið i bað úr Surtseyjarleðju, nýmnninni úr iðrum jarðar. Hvaða önnur þjóð getur boðið upp á slik und ur og stórmerki? Hér er hið merkasta framfaramál á ferð inn; og reyndar sæt’ir undrun að ekki skuli hafa verið stofnað almannahlutafélag fyrir löngu til þess að hrinda fyrirætlunum Gísla Sigurbjörnssonar úr naust. Allir sem ferðazt hafa um baðstaði Þýzkalands og Tékkóslóvakíu gera sér ljóst að hér er mikill framtíðaratvinnu- vegur og stórkostleg verkefni fyrir íslenzka heilsugæzlumenn og lækna. Eftir nokkra mánuði ætlar ríkið að byggja sjónvarp fyrir 200 millj. króna og almenning ur hefur þegar eytt öðrum 200 milljónum í kaup átækjum. Það sýnir að féð skortir ekki. Eitt hvað af því ætti að renna til stórbaðstaðar í Hveragerði, þar sem sameinuð yrði list Hippo- kratesar og Mammons, svo allir yrðu fegnir og glaðir. Vestri. ekki sé ástæða t'il þess að fara Manlio Brosio, framkvæmdastjóri NATO og Pétur Thorsteinsson, ambassador Islands I Washington áður í París. ÚR DAGBÓK BLAÐAMANNS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.