Vísir - 23.06.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 23.06.1965, Blaðsíða 11
VÍSIR . . -l.adagur 23. júní 1965 n Húsgagnaverzl. Austurbæj- ar vann fírmakeppni í goífí Þorvaldur Ásgeirsson, form. G.R., afhendir þeim verðlaunin Páli Ás- geiri Tryggvasyni, kylfingi Húsgagnaverzlunar Austurbæjar og Guð- rnundi Halldórssyni, sem mætti fyrir fyrirtækið, í kaffisamsætinu í gær. Páll Ásgeir Tryggvason, ráðuneytisstj., vann firma- keppjii Golfklúbbs Reykja- víkur, fyrir Húsgagnaverzl un Austurbæjar, á 83 högg um á 18 holur. Var keppn- in afar hörð og munaði að- eins einu höggi á fyrsta og þriðja fyrirtæki. Mjólkur- samsalan (Jón Þ. Ólafss.) og Glóbus h.f. (Ólafur Haf berg) urðu í öðru og þriðja sæti með 84 högg. Golfklúbburinn bauð forráða- mönnum þessara fyrirtækja, svo og þeim fyrirtækjum, sem í 10 ár hafa styrkt klúbbinn með þátt- töku, til kaffidrykkju á Hótel Sögu. Fengu þau firmu skrautritað og Hér eru kylfingarnir, sem hlutu verðlaun ásamt fulltrúum fyrirtækj- anna, sem Ientu f þrem fyrstu sætunum. Frá vinstri: Páll Ásg. Tryggva- son, Guðm. Halldórsson, Jón Þ. Ólafsson, kylfingur fyrir Mjólkursam- söluna, Oddur Magnússon fulltrúi Samsölunnar, Ólafur Hafberg, sem keppti fyrir Glóbus h.f. og Ragnar Bemburg, fulltrúi Glóbus. innrammað heiðursskjal frá klúbbn um. Alls tóku 256 firmu þátt f keppninni að þessu sinni og kvaðst formaður GR, Þorvaldur Ágústs- son, vilja beina þakklæti sínu til þessara aðila, en aðstoð þeirra gerði klúbbnum það m. a. mögu- legt að halda áfram þeim fram- kvæmdum sem vel eru á veg komn ar í Grafarholtslandi. Guðmundur Halldórsson tók á móti verðlaunum Húsgagnaverzl- unar Austurbæjar, en þetta er í annað sinn sem það fyrirtæki vinn ur hinn veglega bikar. Síðast vann það 1959, en keppt hefur verið síðan 1945. Kvaðst Guðmundur mæta í forföllum forstjórans, Ragn ars Björnssonar. Færði hann klúbbnum að gjöf ávísun að upp- hæð 5 þús. krónur með þeim orð- um að fyrirtækið og stjórnendur þess litu á golfið sem holla og nytsama íþrótt og vildu styðja það með ráðum og dáð. Fisnéargerðarhókin var mér haidgóB — segir Grétar Norðfjörð, fyrrverandi formaður KDR um „stjórnarbyltinguna## í félaginu :.vön filag Úlfaþyturinn vegna „stjórnarbyltingarinnar“ í félagi knattspymudómara í Reykjavík hefur vakið mikla athygli. Fimm stjórnarmeðlima KDR sök- uðu formann sinn, Grétar Norðfjörð, um að hafa farið ólýðræðislega með völd sín og sýnt einræð- ishneigð. Knattspyrnuráð Reykjavíkur sá, að í ó- efni var komið og boðaði annan aðalfund, þar sem 20 dómarar af 52 starfandi dómumm í Reykja- vílc mættu á fundinn á Hótel Skjaldbreið. Þarna kvaddi formaðurinn félag sitt, KDR, með ágætri ræðu, þar sem hann hnekkti hreinlega öllum „ákæruatriðunum“ og gerði jafnvel samsær- ismennina nokkuð grunsamlega, því eftir því sem hann sagði, höfðu meðstjórnarmenn hans ekki æv- inlega farið að stjórnarsköpum og reglum. „Ég hætti ekki að dæma knattspyrnu þó ég hætti í KDR. Ég dæmi í framtíðinni fyrir Kópavog, þar sem ég bý“, sagði Grétar. Grétar er einn af okkar elztu dómurum og hefur starfað frá 1950, og hefur allan þann tíma dæmt fyrir Knattspyrnufélagið Þrótt. Það er rétt að minnast þess, að ekki fyrir mjög mörg- um árum var KDR heldur aumt félagsmerki. Þar kom að, að góð ir menn og starfsamir fengust f stjórn og árin 1958 og 1959 drifu þeir Einar Hjartarson og Grétar Norðfjörð félagið upp. Leikjum var ekki lengur frest- að og litlir knattspymudrengir þurftu ekki Iengur að fara snökt andi heim til sín og segja, að dómarinn hefði ekki mætt og því hefði enginn leikur farið fram. Næstu árin gekk félagið vel, en síðustu árin hefur allt verið að fara i sama horf og ekkl þótt tíðindum sæta þótt dómari mætti ekki til leiks. „Við endurskipulögðum allt starf KDR 1958“, sagði Grétar Norðfjörð f viðtali nýlega um dómaramálin. „Til þess tíma hafði mikill ólestur verið á allri starfsemi og þurfti talsvert á- tak og vinnu til að rétta málin af. Ný stefna og nýtt skipulag var tekið upp. Okkur var vel þakkað um haustið og man ég sérstaklega eftir þvf hve vel KRR þakkaði störf okkar á að- alfundi ráðsins. Einnig skrifuðu dagblöðin' mjög vinsamlega í okkar garð. Ég minnist þess, að við skipuðum 232 sinnum dóm- ara á leiki sumarið 1958 og enginn þeirra brást. Og í þessu fari tókst okkur að halda i nokkur ár, a. m k. meðan ég var með í starfinu“. — En hvernig stóð á að þú komst aftur inn f stjórnina? „Nokkrir félaganna f KDR komu til mín í hitteðfyrra og báðu mig að vinna með sér að endurskipulagningu á félaginu, sem þá var orðið æði dauft. Ég hafði þá ekki starfað í stjórn inni frá 1959. En 1963 má segja að hafi farið að haila undan fæti aftur hjá KDR“. — Og hvemig gekk? „Ágætlega. Við lögðum gmnd völl að nýju skipulagi og að loknu starfsári lýstu einstakir stjórnarmenn því yfir við mig að aldrei hefði starfið verið jafn vel skipulagt". — En það blés heldur ébyr- legar í ár? „Já það er ekki laust við það. Mér fannst f upphafi að ég hefði fengið einvalalið með mér og á stjórnarfundum lék allt f lyndi. Á þessum stutta tfma sem við höfum setið var 21 mál tekið fyrir og afgreitt. Og það furðulega fannst mér_ að öll málin voru samþykkt sam- hljóða. Englnn mótmælti á fund um, en í skúmaskotum virðist óánægjuplantan hafa verið ræktuð af fimmmenningunum. Það urðu mér því sár vonbrigði að lesa það í Tímanum einn morguninn, að fimm menn úr stjóminni hefðu sagt af sér í mótmælaskyn' við mig. Enginn þeirra hafði nokkru sinni mót- mælt neinu, sem ég hafði að- aðhafzt, að minnsta kosti ekki á stjórnarfundum, en Ifklega þvi kröftugar úti á götunni“. — Þú mættir á framhaldsaðal fundinum? „Já ég gerði það vissulega og leið ekkert vel, satt að segja. Fimmmenningamir sendu fram Bergþór Úlfarsson, sem las yfir mér ákæruatriðin, sem voru jafnmörg þeim félögum, fimm at riði, sem ég átti auðvelt með að reka beint ofan í þá. Það voru dómar að, Mér var t. d. börið á brýn að hafa komið með tillögu um niðurröð un dómara á leiki í júnimánuði og lesið hana upp. Þetta fannst þeim einkennileg meðferð, enda þótt þeir sjálfir hafi samþykkt hana eins og sjá má í fundar- gerð, og eins það að þeir komu ekki með eina einustu breyting artillögu, sem þó var beðið um. Bergþór sagði að þetta hefði verið einstakt ofríki hjá mér. Þama vann ég bara eftir þeirri aðferð, sem hafði geíizt okkur svo vel fyrir nokkrum árum. Hann vildi láta ræða niðurröð- unina á fundinum en það var einmitt það sém samstjómar- menn mínir vildu ekki, — eða gerðu ekki, því orðið var gefið laust am þessa tillögu, en eng- inn vildi segja neitt. Önnur á- kæra var. eitthvað á þá leið, að fjögur mál hefðu verið afgreidd á 8 mínútum! Ég veit ekkert um Hfrr £vorú ,.t;ímaseining er •; rétt eða ekki, en,£kæraín er jafn furðuleg eftir sem áður. Nei, ég þurfti ekkert að gera á þessum fræga fundi annað en að blaða í fundargerðarbókinni, þar stóð allt, sem ég þurfti til að gera piltana að viðundrum“. — Og þú vékst af fundi? „Já, hvað átti maður annað að gera. Mínu starfi var greini- lega lokið. Ég vildi víkja fyrir mér betri mönnum, mér áhuga- samari mönnum alla vega. Ég gat að sjálfsögðu haldið áfram að vera félagi í KDR, en vil ekki starfa undir stjóm manna, sem hafa komið fram á þennan Framh. á bls. 6 KR - SBU í kvöld í kvöld kl. 20.30 mætast á Laugardalsvellinum lið KR og hinna < dönsku gesta þeirra, úrvalsliðs SBU. en þá gefst áhorfendum tæki-J færi til að sjá Þórólf Beck í leik, en hann verður sennilega með < í tveim leikjum hér heima í sumar, næst I iandsleiknum við Dani j 5. júlí n.k. — Liðin, sem leika 1 kvöld, eru þannig skipuð: < S.B.U. Mogens Johansen Leif Gram Petersen Kre.sten Bjerre Knud Petersen Niels Yde Sören Hansen Jörgen Jörgensen Ove Andersen Palle Reimer Arne Dyremose Finn Wiberg Larsen © Sigurþór Jakobsson Baldvin Baldvinsson Gunnar Felixson Þórólfur Beck Guðmundur Haraldsson Ellert Schram Þorgeir Guðmundsson Sveinn Jónsson Bjarni Felixson Kristinn Jónsson Heimir Guðjónsson K.R. Fyrirliði S.B.U, er markvörðurinn Mogeris Johansen, sem leikur í kvöld 25. leik sinn með úrvalsliði S.B.U. Fyrirliði K.R. er Ellert Schram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.