Vísir - 23.06.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 23.06.1965, Blaðsíða 15
V1SIR. Miðvikudagur 23. júní 1965 J § RACHEL LINDSAY: ástir Á RIVERIUNNI Svo hristi hún hægt höfuðið — Þakka þér fyrir ,að þú spurð ir Lance. En ég get ekki gifzt þér. — Hvers vegna ekki? — Vegna þess, að ég geri mér vonir um að giftast einhvern tíma — af ást, ekki af meðaumkun. — Ég skil, ég skil sagði hann j og nú kom eins og vottur af 10 yfir i hann og hann settist á rúmstokk- ; inn. hjá henni. ; — Ég játa það, að ég er ekki ; ástfanginn af þér, og það væri I rangt gugnvart sjálfum mér og ; rangt gagnvart þér, ef ég segði ; það. En ég spurði þig ekki af með i aumkun vegna þess sem fyrír þig ! kom. — Hvers vegna spurðirðu þá, ; sagði hún. Ég hefi sagt þér, að ég i get komizt af án þinnar hjálpar. — Vegna þess, að ég þarf á þér ' að halda svaraði hann alvarlegur. Rose horfði á hann með efasvip. — Við hvað áttu? 1 — Ég — ég þarf verndar þinnar við sagði hann óstyrkur. Það kann að láta þér annarlega í eyrum, en það er satt. Ég er orðinn þreytt- ur á að vera eins og hundelt veiði dýr. Ég hélt, að þar sem Enid var hefði ég fundið þá réttu, en það , kom annað i ljós. Ég verð aldrei ástfanginn aftur — þú getur verið viss um það. Ég verð að komast úr þessu kviksyndi, Rose, og eina konan, sem ég þori að ganga að eiga ert þú. — Og þú þekkir mig í rauninni ekkert. — Ég veit, að þú ert heiðarleg, hjálpsöm og góð. Mér þykir vænt um þig. Og þér hlýtur að þykja svolítið vænt um mig líka ella hefðirðu ekki reynt að hjálpa mér, Rose svaraði engu, horfði bara á hann með furðu í augum. — Rose, hélt hann áfram, gerðu þér ljóst, að ég get hjálpað þér og verndað þig, þótt ég taki þig ekki fyrir konu, ég á við efnahagslega. Það er hægt að koma slfku fyrir á margan hátt. Og ég veit, að ég ber ábyrgð á að þú liggur hér. Við skulum aldrei deila um það — en ég spyr þig hvort þú viljir gift ast mér af því að ég þarfnast þín. Ég er þreyttur á að vera einn . . . Rose varð að stilla sig, að leggja ekki hendumar um hálsinn á hon- um, — en samtímis fannst henni fjarstæðukennt og heillandi í senn, að eiga þess kost að verða konan hans, af því að hún elskaði hann og erfitt þess vegna, eins og við- horf hans var. Gat hún borið þá byrði sem þvi hlaut að vera sam- fara fyrir hana, að verða kona hans. 1 ástlausu hjónabandi af hans hálfu — nema viðhorf hans breytt ist, en kannski við hann svo djúpt særður, að hann mundi bera þess æVilangt mein. Mundi hann geta elskað hana síðar meir? Hún vissi það ekki. Hún gæti aðeins vonað. — Ég skil þig, Lance, viðhorf þitt og þörf þína og þar sem ég elska ekki neinn annan segi ég já. Hann brosti til hennar og þrýsti hönd hennar. — Ég skal gera allt, sem í mínu valdi stendur til þess að þú þurfir aldrei að sjá eftir að hafa játazt mér, sagði hann alvarlegur á svip. Svo stóð hann á fætur. Hann kyssti hönd hennar og sagði: — Þakka þér fyrir, að þú sagðir já, Rose. Hún lá kyrr hugsi langa stund. Var það rangt af henni að giftast honum. Hefði ekki verið réttara að fara burt og reyna að gleyma honum. Hún komst ekki að neinni niðurstöðu annarri en þeirri, að það gæti framtíðin ein leitt í ljós. 9. kapituli. Rose sat upp við dogg í rúminu og neytti morgunverðar. Hve auð- velt það var að venjast þæginda- lífi þeirra, sem allt gátu veitt sér. Lance hafði krafizt þess, að hún færi sem allra varlegast, og hún var heldur ekki óðfús að reyna neitt á sig, því að hún fann hve hún var enn máttfarin. Sólin og hvíldin höfðu þó haft stórbætandi áhrif þegar og hún var að byrja að safna kröftum. Faðir hennar var kominn og hafði með tregðu fallizt á að vera gestur í skrauthýsi Hammond-fjöl skyldunnar. Eins og hana hafði grunað gat hann sér undir eins til um hvernig í öllu lá. Það var eng- inn efi, að honum geðjaðist að til- vonandi tengdasyni sínum, en hann var ekki sammála henn'i, er hún var staðráðin í að verða kon an hans, vildi ekki hvika frá þeirri ákvörðun, sem hún hafði tek'ið í því efni. Rose gat aldrei óbrosandi hugs- að um þá stund, er faðir hennar fyrst sá Didi Hammond, Hann var augljóslega hneykslaður, að þessi miðaldra kona skyld'i sperrast við að líta út eins og ung stúlka og haga sér eins, og hún daðraði óspart við hann, svo að hann vissi oft ekki hvað segja skyldi eða gera. Lance var tíðast á snekkjunn'i. — Það er heppilegra, sagði hann eitt sinn, þá færð þú meiri ró og hvild: Rose hafði spurt hann af hverju hann vildi ekki vera heima, en hún tók öllu með ró, las mikið, og var oft með föður sínum, þeim báðum til óblandinnar ánægju, þótt þau væru ekki alltaf sammála. — Ég vild'i, að þú hættir við þetta, að giftast Lance, sagði fað ir hennar eitt sinn við hana. — Það var kvöld og þau sátu fyrir utan húsið. Ég er hræddur v'ið þetta hjónaband. Segjum nú sem svo, að Lance verði ástfanginn í annarri en þér? Hvað þá? — Ég hefi hugleitt þetta, sagði Rose, en ég vil samt g'iftast hon- um. — Ég trufla vist alltaf, sagði Did; Hammond sem kom til þeirra allt í einu og kveikti sér í síga- rettu. — Ósköp eruð þið alvarleg á svipinn? Er eitthvað að? — Mér líður alveg prýðilega, sagði Rose brosand'i. — Það þarf ekki nema að horfa á þig til þess að sjá það, sagði frú Hammond. Nú verðum við að fara að skreppa til Parísar til þess að kaupa föt. — En — ég get þó fengið hér í Cannes allt, sem ég þarfnast, sagði Rose. — Föt, væna mín, föt er ekki hægt að kaupa nema í París. Þegar þú ert orðin konan hans Lance elta þig fréttaljósmyndarar hvert sem þú ferg — þú verður að lfta vel út mannsins þíns vegna. — Hvaða maður sem er verður vel sæmdur af Rose, sagði faðir hennar stuttlega. Þér hugsið allt of mikið um það yfirborðslega frú Hammond. Frú Hammond varð dálítið hissa á svip. — Það lítur þó út fyrir, að það yfirborðslega fari ekki alveg fram hjá karlmönnunum, sagði hún. — Þá þekkið þér ekki sanna karlmenn, sagði hann. 1 þessu kom Lance og Rose stóð upp og flýtti sér til hans. til þess að losna við að heyra framhald viðræðunnar milli föður síns og frú Hammond. — Mér finnst það nú blátt á- fram vera skylda konunnar að gera það sem hún getur til þess að líta vel út. Þér getið ekki álasað mér, þótt ég reyni það. — AIls ekki, en þér eruð nógu fögur án þess. Hún horfði á hann alveg dol- fallin. — Vitið þér nú hvað, þetta er í fyrsta skipti, sem þér hafið sleg ið mér gullhamra. Hún ljómaði af ánægju. •— Þér skiljið, að mig langar bara til þess að yður geðjist að mér. Hann stóð upp. — Ég á ekki heima í flokki þeirra karlmanna, sem yður fellur við, en ég aðvara yður — ég er karlmaður. Ég sneri baki við öllu sem heitir ást er ég missti konuna mína, en þar með er ekki sagt, að ég líti aldrei framar á konur. Didi Hammond hafði einnig stað ið á fætur. Andlit hennar var hvítt undir farðalaglnu. — Ég biðst afsökunar, ég ætlaði ekki að daðra við yður, það er víst bara gamall vani. Ég skal reyna að koma fram öðru vísi héð- an í frá — vera ömmulegri. Hún mælti þurrlega, og var auð- heyrt, að henni hafði þótt. — Ég óska alls ekki eftir, að þér lítið út eða komið fram sem gömul amma, svaraði Desmond Tiverton rólega. Mig langar bara til þess að sjá yður koma fram eins ‘og þér eruð í raun og veru. — . . . eins og ég er I raun og veru?, hálf stamaði frú Hamm- ond. — Já, þegar enginn horfir á yð ur eruð þér allt öðru vísi á svip- inn en þegar athygli allra beinist að yður, — en það er ekki alltaf svo auðvelt að sjá þetta — undir öllum farðanum. — Þér dirfizt að gagnrýna mig, sagði hún reiðilega. Sýnið mér þann mann, sem ekki óskar eftir að konan sem hann er með sé ungleg. — Gleðjizt yfir gagnrýninni, sagði herra Tiverton og lét sér sem vind um eyru þjóta óánægju- orð Didi Hammond yfir gagnrýni hans, Ég botna bara ekkert i, að þér skulið vera að hafa fyrir að reyna að vera það, sem þér ekki eruð. Hvi ekki að meta það rétt sem yðar eigið er og ekki verður frá yður tekið. — . . . eins og til dæmis? — Ég gæti nefnt margt, hlýleika hjartans, kvenlega eiginleika, góða greind . . . — Ég trúi yður ekki, sagði frú Hammond, það er sama á hvaða aldri menn eru, þeir vilja allir, að konur séu unglegar. Desmond Tiverton brosti. — Hafið þér aldrei heyrt talað um að vera ung í sálinni? Hún horfði á hann stórum aug- um. — Didi, sagði hann, af óumræði legri hlýju, er hann breiddi út faðminn móti henni og þrýsti henni að sér. 10. kapituli. Rose sat á bakka garðlaugarinn ar, þegar faðir hennar kom til hennar. Hann tók pípuna sína og fór að hreinsa hana. Rose vissi hvað klukkan sló. Er vanda- mál kom til sögunnar var hann van ur að fara að hreinsa pípuna sina til þess að vera viss um að fá hreinan, svalan reyk úr hen._ .il þess að stilla taugarnar. Og hún fór að hugleiða hver það gæti ver ið sem hefði komið taugum hans í ólag. Var eitthvað milli hans og Didi Hammond. Einhvern veginn var henni ekki um það, ef hann yrði hrifinn af henni. í^.2SSS KÓPAV06UR Afgreiðslu VlSIS í Kópa vogi annast frú Bima Karlsdóttir, sími 41168. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. HAFNARFJÖRÐUR Afgreiðslu VÍSIS í Hafnarfirði annast frú Guðrún Ásgeirsdóttir, sími 50641, Afgreiðslan skráir nýja kaupendur. og þangað ber að snúa . sér, ef um kvartanir er að ræða. KiFLAVÍK Afgreiðslu VÍSIS í Kefla vík annast Georg Orms- son, sími 1349. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. Ég segí aftur við ykkur, látið ekki með vöruskiptum heldur ar mínir getn ekki alveg ráðið ur, í Afríku. Ég hef séð marga mig sjá verzlunarleyfi ykkar. Þið með byssum. Hverju ég leita að, við fingurna, sem þeir hleypa af menn deyja vegna þess. virðizt vera að leita að gulli, kemur ‘mér e’inum við. Og félag- með. Það er hættulegur sjúkdóm VÍSIR ASKRIFENDAÞJONUSTA Áskriftar- ... simmn er Kvartana- 11661 virka daga kl. 9-20, nema iaugardaga kl. 9—13, wwwwwvaaaaaaaa/

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.