Vísir - 25.06.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 25.06.1965, Blaðsíða 7
V í S IR . Föstudagur 25. júní 1965. 7 VONIN UM SÆTTIR AUSTURS OG VESTURS Mikil breyting hefur orðið frá lögreglueinræði Stalins. ví verður ekki neitað, að töluverðar breytingar hafa orðið á síðustu árum innan hins kommúníska veldis í Aust ur Evrópu. Við þurfum ekki annað en að bera það saman við ástandið fyrir rúmum 15 árum, þegar Atlantshafsbanda lagið var stofnað 1949. Þá var framferði hins rússneska vald hafa bæði heima fyrir og út á við í alþjóðamálum þannig, að það vakti alheims geig. Sannar lýsingar af að- förum þeirra í leppríkjunum voru líkastar hryllingsskáldsög um. Mannslífið var einskis virði í þessum löndum. Fólk sem hafði unnið sér það eitt til óhelgi að taka ekki virkan þátt i dýrðarlofsöngnum og fleðuhættinum fyrir harðstjór- anum, var unnvörpum tekið, varpað í fangelsi og pyndað þar Þannig var ástandið í raun og sann, þrátt fyrir það þó að vissir hópar manna afneit- uðu fréttum af þessu og köll- uðu það áróðurslygar. Auðvitað var svona hörm- ungarástand algerlegt á þessari upplýsingarinnar öld. Að vísu var eins og menn væru hálft í hvoru orðnir ónæmir fyrir þessum ósköpum, það væri ekki annað en að sætta sig við að hálfur heimurinn yrði á- fram undir harðstjórnar hendi. Georg Orwell skrif- aði sína bók „1984“, þar sem hann sýndi fram á í vísinda- legri skáldsögu, hvernig ein- ræðisríkið gæti þróazt með fullkomnum tækninnar Qg breytt mannfólkinu í vélar, sem létu valdhafana hugsa fyr ir sig. En þó hlaut þetta ástand að vekja upp sterk og ákveðin andsvör. Hvar sem drepsótt geisar hlýtur að verða gripið til ákveðinna gagnaðgerða. Ég gæti sannað það með tölum, að veldi Stalins var verra en nokk ur drepsótt, fleiri líflát heldur en manndauðar í pestum. Og við skulum þá fyrst víkja að því, að alveg eins og far- sóttir berast út, var útlit fyrir að veldi kommúnismans væri að breiðast út. Það má iieita að öll Vestur Evrópa hafi þá legið sóttvarnarlaus gegn þessu fári. Stofnun Atlantshafsbanda lagsins var eðlileg afleiðing af þessu. Er nú eigi hægt að ef ast um það lengur, að þær að- gerðir hafa borið hinn bezta árangur. Eftir að bandalagið komst á hefur engin breyting eða tilfærsla orðið í Evrópu til útbreiðslu á veldi kommúnis mans og Vestur Evrópa hefur fengið frið og öryggi til að framkvæma sína stórfelldu endurlausn. Að sjálfsögðu vakti harð- stjórnin einnig mjög ákveðin andsvör í sjálfum kommúnista ríkjunum. Þær þjóðir sem bjuggu við þessi ósköp fylltust hatrammri andúð á lögreglu- eipræði. Ég held að það sé enginn vafi á því að sú and- úð er undir niðri ákaflega sterk í þessum ríkjum. Meðan harð- stjómin var sem mest, þorði fólkið ekki að hreýfa sig. Það lá eins og f helju. Hér gilti það sama og í Þýzkalandi á dögum Hitlers. Margir áfellast þessar einræðisþjóðir fyrir það að rísa ekki upp gegn kúgurun um, en mér virðist það sann- gjarnt, með þeim vísindalegu kúgunaraðferðum sem fundnar hafa verið upp á þessari öld virðist vera mögulegt að binda allt þjóðlíf í viðjar og allar samgöngur og fjarskipti ásamt áróðursmeðulum orðið svo full komið að harðstjórar geta með í skjótum hætti bælt niður hvers kyns mótspymu. Og sjálfur Stalín var slík persóna, orðinn goðmagnaður eftir forystu á styrjaldar og hetjutíð en lá jafn framt sem mara á þjóð sinni, eins og ófreskja sem menn titruðu fyrir f óumræðilegri skelfingu. En ekki leið á löngu frá því Stalín féll frá, áður en hatrið á lögreglueinræðinu fékk útrás, fyrst með mótmælaaðgerðum og uppreisnartilraunum í Aust ur Þýzkalandi í júnf 1953 og síðan með uppreisnunum í Pól landi og Ungverjalandi haust- ið 1956. Það eftirminnilegasta úr þessum atburðum var ein- mitt hvernig hatrið gegn hinni pólitfsku ofsóknarlögreglu brauzt fram alveg hamslaust. Mun það t. d. seint gleymast hvernig múgurinn f Búdapest réðist á hina svokölluðu Avóa og gaf hefndarþorsta sfnum út rás. Það er einmitt þetta hatur á Iögregluríkinu sem hefur verið sterkasta aflið bak við þær breytingar sem orðið hafa f veldi kommúnismans á síðustu árum. Þetta afl knúði Krúsjeff til að fordæma Stalín og nokkru síðar gerðust þeir stór viðburðir, að megnið af hinum hræðilegu nauðungarfangabúð- um var leyst upp og var þá sennilega nokkrum milljónum manna veitt frelsi. Lausn þeirra og samruni við almennt þjóð- líf hafði svo enn frekari áhrif og mátti segja að stormsveip- ar frelsisins færu um landið. Á öldutoppnum komu fram ný sönn þjóðskáld, eins og hinn ungi maður Yevtúshenko, sem hefur túlkað þetta hatur á lög regluríkinu ákaflega sterkt í kvæðum sínum. Kosygins. Það var slík þrumuraust sem fór um landið, að valdhafarnir fóru að verða uggandi um það, að öll þessi púðurtunna ætlaði að springa f loft upp og alls- herjarbylting að brjótast út. Meðan þessi uppreisn beindist gegn því lögreglueinræði, sem Stalfn hafði viðhaldið treysti Krúsjeff sér til að fylgjast með henni og komast í fararbrodd þeirrar mótmælahreyfingar. En í mótmælunum leyndist einnig uppreisnarhugur gegn öllu valdi, gegn sósíalisma og öllu kerfi ríkisins. Móti þessari hreyfingu varð hann að snúast, ef allt ríkisvald átti ekki að bresta. Þegar honum hafði tek izt að festa sig í valdasessi herti hann þvf aftur tökin, að vísu ekki með beinum lög- regluofsóknum, heldur með ým iskonar óbeinum þvingunarráð stöfunum. Þrátt fyrir þessa miklu þró- un, er enn fjarri þvf, að raun- verulegt 'ýðræðisfyrirkomulag sé á komið í kommúnistaríkjun um. Pólitísk kúgun viðgengst þar enn og stofn pólitískrar lögreglu er þar enn fyrir hendi og hótanir um beitingu hennar kunna að hafa enn veruleg á- hrif f innbyrðis valdabaráttu hinna æðstu manna. En breytingin f Sovétrfkjun- um er samt svo mikil, að það er eðlilegt, að sú spurning vakni, hvort sama þörfin og áður sé fyrir samtök Atlants- hafsbandalagsins. Mikilsmetnir stjórnmálasérfræðingar hafa sett fram þær kenningar, að éins og nú sé komið, sé Atlants hafsbandalagið fremur til traf- ala fyrir því sættir og sam- vinna takist milli þjóðanna f Vestur og Austur Evrópu. Benda þeir m. a. á það að kommúnisku leppríkin ráði sér nú miklu meira sjálf en áður, þau hafi meira að segja leyft sér að hafna þátttöku í því viðskiptabandalagi og efnahags samræmingu sem Rússar ætl- uðu að efna til. í stað þess beinist nú allur hugur þeirra að sem nánustum tengslum við Vestur Evrópu. Það eina sem virðist standa í veginum fyrir þessu sé Atlantshafsbandalagið, sem Austur Evrópuþjóðirnar geti litið á sem hernaðarbanda lag er beinist gegn þeim. Ef það væri leyst upp yrðu samskipt in við þessi lönd miklu frjáls- legri og þá yrði um leið rutt steinum úr vegi fyrir sam- komulagi og samstarfi við Rússa. Þetta mál kom m. a. til um ræðu á fundi þeim sem Sam- tök um vestræna samvinnu og. Varðberg héldu til að rabba við Brosio framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Þar varaði hann mjög við því að taka slfka stefnu. ' Röksemdir hans voru mjög einfaldar og skiljanlegar. Hann hélt því fram, að breytingarnar f komm únistaríkjunum hefðu einmitt orðið að miklum mun fyrir til vist Atlantshafsbandalagsins. Þegar Rússar hefðu mætt hin um sameinaða styrk vestrænna þjóða, hefðj árásarhyggja þeirra lyppazt niður. Það gæti verið mjög hættulegt að fleygja frá sér þessu varnartæki, enn væri tvísýnt um það hvemig málin myndu þróast í Sovét- ríkjunum og betra að vera enn um skeið við öllu búinn. En það sem mér virtist merk ast af orðum Brosios var að ráða mátti hjá honum, að hann byggist við að á næsta áratug eða svo myndu lfkurnar fara vaxandi fyrir því að allsherjar- samkomulag tæk’ist við Rússa. Þetta væri nú ein bjartasta von mannkynsins og mætti ekkert tækifæri láta ónotað til að koma á slíkum friði, yfirvinna kalda stríðið. En slíka samn- inga sagði hann að væri ekki hægt að gera með öðrum hætti en með gagnkvæmri virðingu og skilningi aðilanna. Eins og Atlantshafsbandalagið hefði gegnt mikilvægu hlutverki að vernda öryggi Vestur-Evrópu, ættl það nú að gegna miklu hlutverki til að vinna að þessu samkomulagi. Mér finnst þessar skoðanir Brosio framkvæmdastjóra mjög þekkilegar og vænlegar. Það er varasamt að sinni að veikja At lantshafsbandalagið, slíkt myndi aðeins veikja samningsaðstöðu vestrænna þjóða í því mikil- væga samkomulag’i sem við vonumst allir eftir. Hitt er svo annað mál, að skipulagsbreyt- ingar á NATO eru sjálfsagðar og eðlilegar árið 1969, þegar endurskoða á Atlantshafssamn- inginn og þær þurfa að miða að því að Evrópumenn beri meira vanda bandalagsins en verið hefur. Ég held, að sáttfýsi kommún- istaríkjanna ftukvst stórlega á næstu árum crg figgja þar til grundvallar fyrst og fremst við skiptalegar og efnahagslegar ástæður. Mér virðist að þegar við lítum yfir þróun mála í Sovétríkjunum frá stríðslokum þá höfum við þar ákaflega glöggt dæmi um það, að þróun efnahagsmálanna verður á end anum sá ævarandi Akkillesar- hæll, sem einræðisskipul. fell ur á. Þess vegna rísa nú upp Lieber manns-kenningar í Rúss landi, þar sem viðurkennt er, þar sem mistök áætlunarbú- Framhald á bls. 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.