Vísir - 25.06.1965, Blaðsíða 10

Vísir - 25.06.1965, Blaðsíða 10
V í S 1 R . Föstudagur 25. júm 12$$. r r ' u borgin i dag borgin í dag borgin í dag SLYSAVARÐSTOFAN Opið allan sólarhringinn. -Simi 21230. Nætur- og helgidagslæknir i sama sima Næturvarzla vikuna 19.—26. Vesturbæjar Apótek Næturvarzla i Hafnarfirði að- faranótt 26. júní: Eiríkur Björns- son Austurgötu 41 sími 50235. Íítviírpið Föstudagur 25. júní Fastir iiðir eins og venjulega 15.00 Miðdegisútvarp 16.30 Síðdegisútvarp 17.05 Endurtekið tónlistarefni 18.30 Lög úr söngleikjum 20.00 Efst á baugi 20.30 „Fresturinn er úti“: Ge- orge London söngvari og Fílharmoníusveit Vínar- borgar flytja atriði úr „Hollendingnum fljúgandi.“ 20.40 Um Hvalfell og Hvalvatn. Gestur Guðfinnsson vísar hlustendum til vegar 21.05 Einsöngur: María Markan óperusöngkona syngur. 21.30 Útvarpssagan: „Vertíða- lok,“ eftir séra Sigurð Ein- arsson XIII. 22.10 Kvöldsagan: „Bræðurnir" eftir Rider Haggard XXV. 22.30 Næturhljómleikar 23.25 Dagskrárlok Sjónvarpið Föstudagur 25. júní 17.00 Dob'ie Gillis 17.30 Sea Hunt 18.00 I’ve got a secret 18.30 Bold Venture 19.00 Fréttir. 19.30 Grindl 20.00 Skemmtiþáttur Edie Adams 21.00 Voyage to the bottom of the sea. 21.30 Rawhide 22.30 Fréttir 22.45 í hjarta borgarinnar 23.15 Northem Lights Playhouse „Enginn maður hennar eign.“ % % STJÖRNUSPÁ Spáin gildir fyrir laugardaginn 26. júní. Hniturinn, 21. marz til 20. apríl: Stutt ferðalag, sem þú hefur í hyggju, virðist æskilegt og að það muni vel takast. Yfir leitt mun helgin verða ánægju leg og verða þér og þínum nán ustu til heilla. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Þú ættir að vinna að því fyrir hádegið að undirbúa helgina og ætla þér sem rúmastan tíma í þeirri áætlun, þar eð ekki er ólfklegt að ýmsar tafir verði á framkvæmd hennar. Tvíburamir, 22 mal til 21 júní: Þú virðist mega vænta góðrar og óvæntrar aðstoðar í sambandi við lausn einhverra vandamála, sem valdið hafa þér áhyggjum að undanförnu. Róleg helgi í vændum. Krabbinn, 22. júni til 23. júli: Þú ættir að varpa frá þér öllum áhyggjum og njóta helgarinnar Hyggilegast ~>undi fyrir þig að halda þig heima, en láta ferða- lög biða að sinn’i. Ljónið, 24. iúli til 23. ágúst: Þér virðist bjóðast tækifæri til að auka þér álit og bæta að- stöðu þlna fyrir hádegið. Um helgina munu vinir þfnir reyn- ast þér hjálpsamir og allt útlit fyrir að hún verði þér ánægju- leg. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept Notaðu hvert tækifæri til að treysta vináttubönd og vera með þeim sem þú kýst helzt að hafa sem nánastan kunriings- skap við. Einkum skaltu leggja áherzlu á þetta eftir hádegið. V :in, 24. sept. t’il 23. okt.: Þér getur unnizt vel, ef þú tek ur daginn snemma og miðar við að koma sem mestu I fram- kvæmd fyrir hádegið. Líklegt er að þú hafir óvenjulega hepprii með þér I fjármálum. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Þú vinnur mest á með því móti að taka frumkvæðið og hafa for ustuna hvað snertir áætlanir þínar og fjölskyldu þinnar eða annarra þinna nánustu Láttu langferðalög bíða. Bogmaðurinn, 23. nóv. til des.:Dragðu þig heldur í hlé og reyndu að njóta næðis og hvíld ar eftir hádegið. Farðu gætilega ef þú kemst ekki hjá ferðaiög- um. Láttu skemmtanir lönd og leið. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Leggðu þig allan fram við störf þln fyrir hádegið. Ef þú hefur ferðalög I huga skaltu leggja sem fyrst af stað og búa þig undir að ekki gangi allt eft ir áætlun. Vatnsberinn, jan. til 19. febr.: Margt tekst vel f dag, en annað miður. Þú ættir ekki að reka um of á eftir, varðandi þau mál, sem snerta helgarleyf ið. Þetta leysist smám saman af sjálfu sér I tæka tíð. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz: Haltu þig he’ima við, ef þú kemst hjá ferðalögum, Hvíldu þig og taktu lffinu með ró. Fyrir hádegið færðu góðar fréttir, sem létta af þér nokkr um áhyggjum. NAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/ Senn líður að iokum leikárs ins hjá Þjóðleikhúsinu. Nú er aðeins sýnd þar óperan Mad- ame Butterfly, sem hlotið hef- ur góða dóma og þá sérstak- Iega sænska ’ óperusöngkonan Rut Jacobson, sem syngur að- alhlutverkið. Síðasta sýning ó- perunnar verður miðvikudag- inn 30. júní og eru því aðeins fimm sýningar eftir. Myndin er af Guðmundi Guð jónssyni og Rut Jacobson í hlut verkum sínum. Ferðalög og fundir Kvennadeild Slysavamarfélags ins f Reykjavík fer í tveggja daga skemmtiferð f Þórsmörk þriðjudaginn 29. júní kl. 8. Allar upplýs’ingar gefnar f verzluninni Helmu, Hafnarstræti sfmi: 13491 eða í síma 14374 og 17561. Nefnd in. Kvenfélag Hallgrimskirkju fer í skemmtiferð þann 29. 6. 1965 kl. 8y2 frá Hallgrímsk’irkju. Far ið verður um Borgarfjörð. Takið með ykkur gesti. Upplýsingar í símum: 14442 og 13593. KÓPAVOGUR Konur Kópavogi. Orlof hús- mæðra verður að þessu sinni að Laugum f Dalasýslu dagana 31 júlf-10. ágúst. Uppl. f símum 40117, 41002 og 41129. — Orlofs- nefnd. litla krossgátan ri R fí P Tff Lárétt: 1. dvalarstaður, 6. fæða 7. svörð, 9. vegna, 10. slæm, 12. hlemmur, 14. tveir eins, 16. fé lag, 17. kona, 19. Jðtækur. Lóðrétt: 1. foringja, 2. leit, 3. neyta, 4. leikur, 5. slangrar, 8. band, 11. pollur, 13. fjall, 15. gani 18. úttekið. Ég verð hundur og vfst að segja góði hræddur, hann bftur þig ekki. Ég var ekki hræddur við það, allt það. Vertu ekki IT ISN'T THAT. X'M AFRAIP HE'LL hrædd ur að hann stigi á mig M.’CE POC&E, ANPALL ' -fAT SORTOF HINS:., wmafcutfcfaiaa.'. JMnm’.itR. *mtMai,UCTii rn ii—wimiinUf. r. • VIÐTAL DAGSINSI Baldur Jóns- son, vallar- vörður. — Hvenær stendur keppnis tímabilið I Iþróttum utanhúss yfir? — Það er frá apríl-septemb- er. Aðalkeppriisdagamir eru um helgar, á laugardögum t.d. er keppt á öllum völlum bæj- arins, sem eru sjö talsins með félagsvöllunum. Og á laugar- dögum eru uppundir 30 leikir þann dag, eða getur farið upp í það. Starfsmenn vallanna sjá um undirbúning að leikjum, slátt á grasvöllum og þvíumiíkt Einmitt núna starfa unglinga- flokkar, sem I eru á annað hundrað unglingar við hreinsun á völlunum en það er geysileg vinna. — En hvemig er með notkun vallanna fyrir utan keppnir? — Þeir em notaðir allan dag inn. Mörg þessara svæða eru notuð sem sparkvellir fyrir böm á daginn og kl. fimm taka við æfingar hjá félögunum og standa yfir fram eftir kvöldi. — En leikir? — Allir stórleikir eru haldnir á Laugardalsvellinum og það er óhætt að segja að sá völlur er boðlegur hverjum sem er. Ut- lendingar hafa haft orð á því að öll aðstaða sé ágæt. Og gamli góði Melavöllurinn er einn bezti malarvöllur, sem við vitum um og er alltaf mjög mikið notaður. — Hvernig er eð áhorfenda- fjölda á slíkum leikjum? — Mesta aðsókn sem ég man eftir eru 12 þús. og 600 manns og það hefði vel verið hægt að koma 2-3 þús. manns fyrir í viðbót, en Laugardalsvöllurinn rúmar 14-15 þús. manns. Þessi leikur var fyrsti landsleikurinn á Laugardalsvellinum og var á m’illi Noregs og íslands. — En alls keyptu sér inn hér á völlunum á árinu 1964 102.795 manns, en það er hæsta tala, síðan árið 1957, með tæp 140 þús. manns. Þá voru frjáls íþróttir og knattspyrnan I góðu gengi. En undanfarin ár hefur áhorfendatala farið niður í 71 þús. manns árið 1959. Þess ar tölur fara mikið eftir því hversu marga stórleiki við söf um og einnig getur veðrið spil að jnn f. — Hafa íbúarnir í grennd Við fþróttavellina ekki kvartað undan hávaðanum sem fylgir oft þegar leikir eru háðir. — Allt fólk í nágrenni vió okkur er ósköp indælt. Oft hafa ópin frá Laugardalsvellinum heyrzt inn að Elliðaám og frá Melavellinum hafa þau leikið um allan Vesturbæinn en íbú- ar í Vesturbænum eru orðnir vanir hávaðanum og kippa sér ekki upp við hann. Þetta er elskulegasta fólk þarna í Vest urbænum og Austurbænum reyndar Hka.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.