Vísir - 25.06.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 25.06.1965, Blaðsíða 11
V1S IR . Föstudagur 25. júnf 1965. SYNTI EFTIR BOLTANUM „Blessaður, góði. Þetta var nú ekki neitt“, sagði einn af hin um hraustu prentsmiðjulærling- um hjá Vísi um daginn, þegar hann ias próförk af íþróttasíð- unni, þar sem sagt var frá þeim heldur óvenjulega atburði, að bátur var sendur út eftir bolt- anum, sem notaður var í 2. deildarleik á Isafirði milli heima manna og liðs Hafnfirðinga. „Ég synti eftir boltanum", sagði hann hróðugur. Lærlingur- inn vaski heitir Brynjar Braga- son og leikur með 2. deildar liði Víkings. Brynjar varð að yfirgefa völlinn vegna litilshátt ar meiðsla í leiknum. Þegar boltinn flaug yfir götótta varn- argirðinguna milli vallarins og sjávar var Brynjar ekki lengi að fara eftir boltanum og synti eina 30 metra út eftir honum, en mjög aðdjúpt er við völlinn á Torfnesi. Vel gert hjá hinum meidda! Brynjar nálgast boltann úti á sjónum. . og leggur sigri hrósandi með hann til Iands. 'Leyfið leiknum að ven eins og haaii er“ hvað eftir annað skipzt í tvo hópa sinn á hvorum vallarhelm- ingi, en miðbik vallarins verið autt. segja bl'óðin eftir að nýju reglurnar voru reyndar i leiknum i Edinborg „Látið þið knattspym- una vera eins og hún er“. Þetta virðist vera álit flestra gagnrýnenda í Eng- landi og Skotlandi á til- íslandsmótið r handknattleik ó Hörðuvöllum íslandsmótið í handknattleik karla utanhúss fer fram í júlflok á Hörðuvöllum í Hafnarfirði. Þátttökutilkynningar skulu send- ast til FH, pósthólf 144 fyrir 1. júlí n. k. Tilkynningunni skulu fylgja kr. 100 sem þátttökugjald. raunáleiknum, sem fór fram í Edinborg um síð- ustu helgi, miili Hearts og Kilmarnock, tveggja efstu liðanna í skozku deilda- keppninni í vetur. Leikurinn fór þannig fram að annar hálfleikurinn var leikinn eftir þeim reglum sem nú eru gildandi og vann Kilmarnock þann hálfleik 2:0, en sá siðari fór 6:2 fyrir Kilmarnock en þá var leikið eftir nýju reglunum. sem dómaranefnd FIFA og ein- stakir stjórnarmeðlimir komu til að horfa á. Blöðin segja að leikurinn hafi verið lélegur og heldur leiðínleg ur í seinni hálfleik og leikmenn Að vísu er ekki mikið að marka reglurnar eftir einn hálf- leik og verður án efa haldið áfram að reyna reglurnar og séð til hvort þær eru þess megn ugar að gera leikinn að enn meiri og skemmtilegri leik fyrir áhorfendur og leikmenn. Hvernig reiðir Kefla vík af gegn SBU í kvöld kl. 20.30 hefst á Laugardalsvellinum leikur Keflvíkinga og SBU, sjá- lenzka úrvalsliðsins. Eftir jafntefli KR í fyrra- kvöld búast margir við að íslandsmeistaramir spjari sig vel gegn þessu velleik- andi liði. K. S. í. K.R. K. R. R. Sjúlandsúrval og Keflavík íslandsmeistarar Leikur á Laugardalsvellinum í kvöld kl. 8,30 Dómari Grétar Norðfjörð. Línuverðir. Einar Hjartarson og Þorlákur Þórðarson. Komið og sjáið spennandi leik. Tekst íslandsmeisturunum að vinna Danina. Verð aðgöngumiða: Stúkusæti kr. 125.00. Stæði kr. 75,00. Börn 25,00. Börn fá ekki aðgang að stúku nema gegn stúkumiðum Forsala aðgöngumiða við Útvegsbankann. Knattspyrnufélag Reykjavíkur. Nýi skálinn í Kerlingarfjöllum. Kerlingarfjöll „vakna'- Ferðir þangað að hefjast Um næstu helgi hefjast ferðir í „sumar- og sólarland“ þeirra Valdimars Örnólfssonar og fé- laga í Kerlingarfjöllum. Og nú er glæsilegur skáli risinn í Ár- skarði á fallegum stað og þar geta 30 manns rúmazt á góðan hátt. Á laugardaginn fara þeir félagar f undirbúningsferð, sem stendur fram á fimmtudag, en f þá ferð eru farþegar einnig bókaðir og eru nokkur sæti enn laus. Nánari upplýsingar gefur Farið frá Reykjavík: 1. ferð 6. júlí þriðjudag 2. — 13. — — 3. — 20. — — 4. — 27. — — 5. — 3. ágúst — 6. — 10. — — 7. — 17. — — 8. — 24. — — 9. — 31. — — Ferðafélag íslands og Valdimar Örnólfsson. I sumar verða síðan 9 ferðir og er þegar búið að taka frá mikið af miðum, en þeir kosta 3000 krónur og eru ferðir, fæði, gisting, skfðakennsla og leið- sögn f gönguferðum innifálið í verðinu. Sé hins vegar dvalizt f hálfan mánuð kostar miðinn 5000 krónur. Ferðirnar í sumar verða sem hér segir: Komið til Reykjavíkur: 11. júlí sunnudag 18. — 25. — — 1. ágúst — 8. — — 15. — — 22. — — 29. — — 5. sept. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.