Vísir - 28.06.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 28.06.1965, Blaðsíða 2
SíÐAN Eintómar stúlkur hlutu verðlaunin Nýtt lag á listanum — John bitill er góður á skiðum — Hljómsveit ársins bráðum kosin VT'egna spurninga skal þess getið, að þegar lögin eru metin fær lag nr. 1 þrjú stig en hin tvö hvort. Að þessu sinni munaði aðeins einu stigi á fyrsta og öðru lagi, svo heita má að þau séu jöfn. í heild er listinn sáralítið breyttur, að- eins eitt nýtt lag hefur komið á hann, lagið „Concrete and Clay,“ sem leikið er af „Unit 4 + 2“. Lag þetta er ákaflega skemmtilegt og á áreiðanlega eftir að verða vinsælt hér á landi. Aðeins eitt íslenzkt lag er á listanum, en hið nýja lag Ellýar Viihjálms, Heyr mína bæn, sem er rólegt. en ákaflega fallegt, hefði komið í 14.-15. sæti. 1. verðlaun, „Long-piaying“ plötu að eigin vali úr Fálkanum hlaut Gylfi Hauksson, Grettis- götu 69, Reykjavík. Næstu fimm verðiaun, sem voru EP-plata að eigin vali, einnig úr hljómplötudeild Fálk as, fengu eftirtaldir lesendur Vísis: Anna Harðardóttir, Kópa vogi, Vigdís Hansdóttir, Hjalla Kjós, Guðbjörg Edda Eggerts- dóttir, Hafnarfirði, Stefanía Kjartansdóttir, Reykjavík og Guðrún Halldórsdóttir, Selfossi Það vildi svo til, að það voru allt stúlkur, og hafa þær fengið sendar í pósti tilvísanir á plötu, og mega ná f hana næst þegar þær eiga leið í Fálk ann. Enn höldum við áfram með listann, fyllið út seðilinn og sendið gjarnan línu með. Það er alltaf hjartastyrkjandi að fá stutt bréf, hvort sem það er til lofs eða lasts. arsins HÆ GÆ Hvernig er það maður, væri það ekki alveg upplagt að fara að kjósa vinsælustu hljómsveit ina aftur? Ég er alveg viss um að smekkur unga fólksins er allt öðru vísi nú heldur en hann var síðast. Það hafa svo margar hljómsveitir skotið upp kollinum. Ég vona að þetta verði framkvæmanlegt bráðlega og verði þá háttað eins og vin sældarlistakjörinu. Er ekki upp lagt að kynna íslenzkar hijóm sveitir á síðu 2? Bommi Þetta er einmitt mjög góð hugmynd og einhvern næstu daga kemur fyrsta hljómsveit- in: Dumbó og Steini frá Akra- nesi. Þegar kynningu 'á íslenzk um hljómsveitum er lokið verð ur kjörin hljómsveit ársins og verðlaun veitt einhverjum þeirra er kosið hefur vinnings- hljómsveitina. Skíðaleikni Bítlanna Áður en The Beatles byrjuðu að leika í hinni nýju kvik- mynd sinni „Eight arms to hold you,“ eða „Help“ hafði John Lennon eyt,L npkjcrpm, yiitWW * það að læra á skíði og sýndi ’ hann þar að hann vár efní í á- gætis skíðamann. En þegar taka myndarinnar hófst og hinir þrír, Paul, Ge- orge og Ringo fóru að æfa sig Að eiga — og eiga ekki bíl Það má skipta mönnum i hverju landi í ýmsa hópa og eftir ýmsum ’-eglum, sem ekki verður farið út í hér að sinni, en þó mun algengast að láta trúmál, stjórnmál, stétt eða kynþætti ráða þeirri skiptingu. Hér á landi kemur ekkert af þessu til greina, eigi að skipta landsfólkinu nánara en í karl- kyn og kvenkyn. Við höfum alltaf verið frjálslyndir í trú- málum, að ekki sé sterkara að orði kveðið, allt frá því við skiptum á „heiðni" og „kristni" á einum sólarhring, athuga- semdarlaust — neiha þá helzt að einhverjum þótti þægilegra að skírast upp úr volgu vatni en köldu, fyrst ekki varð hiá komizt að væta sig til merkis um sannfæringuna! Hvað stjórn málin snertir. hefur sú skipting jafnan verið nokkuð á reiki hvað kjósendur snertir, eftir því við hvern þeir töluðu, nema hvað alltaf hefur þótt karlmann legra að vera á móti stjórninni hverju sinni. Stéttaskipting er svo gersamlega úr sögunni, að orðið er ekki lengur til í mál- inu annarrar merkingar en gangstétt, og hvað kynþætti við kemur, er vitað að Við erum all ir af konungakyni am.k. í þann legginn, sem óvissari er og þvl alltaf rakinn. Það eina seia þarna virðist koma til greina, er að skipta landsmönn um f þrjá hópa: Þá, sem ekki eiga bíl, — og mundi sá hópur fámennastur, þá, sem éiga bíl, og mundi það fjölmennur hóp- ur, og loks þá, sem eiga bíl og eiga hann ekki — og mundi sá hópur langsamlega fjölmennast ur, ef öll kurl kæmu til grafar. En nóg um það — því að svo tekur við flókin sérgréining í undirflokka. Að vísu er fyrsti og fámennasti hópurinn þar und anskilinn, eigi maður ekki bíl, á maður hann ekki og þar með basta! Þeir, sem eiga bíia, skipt ast í jafnmarga undirflokka og tegundirnar eru, síðan hver slfk ur hópur í jafnmarga flokka og árgerðirnar eru. Þriðji og fjöl- mennasti hópurinn skiptist svo ekki einungis líka þannig, heldur kemur þar flóknari sund urliðun til greina, allt niður í það, hvort bíllinn, sem viðkom andi á — og á ekki — getur tal- izt bíll eða ekki, og sé þar þá ekki farið eftir mati þess, sem á hann og á hann ekki. Sem sagt — þarna er fyrir hendi verðugt sérfræðilegt rannsókn- arefni þeim vísindamönnum, sem skortir viðfangsefni til dokt orsnafnbótar og um leið gilda ástæðu til að sækja um rífleg- an styrk til nokkurra ára úr vísindasjóði — og fá hann. Kannski mætti svo taka tvö- falda doktorsgráðu á tvöföldum styrk fyrir rannsókn á því hverj ir hefðu efni á að eiga bíl og hverjir ekki... eigi eftir að komast 1 fyrsta sæti. Nefna má fleiri lög eins og „For Your Love“ með „Yard birds" en það lag var í fyrsta sæti 1 Englandi fyrlr skömmu. Væri annars ekki hægt að hafa atkvæðagreiðslu um 5 virí sælustu LP-pIöturnar í annað hvert s'kipti sem þið birtið list ann um 10 vlnsælustu lögin? Lubbi. Vissulega væri það hægt, en i þessu tilfelli er einungis um lög að ræða, en ekki vinsæl- ustu plöturnar. Þvi miður verða nokkur bréf að biða örfáa daga, en haldið bara áfram að skrifa — b. sigtr. Herman: Mrs. Brown you’ve got a lovely daughter. * á skíðum, kom það í ljós að Paul var beztur þe'irra, leikn- ari en John, sem hafði þá nokk uð mikið vald yfir sér á skíð- um. Paul hafði aldrei áður kom ið á skíði. Ef hann hefði byrjað fyrr væri hann áreiðanlega methafi núna, sagði gamall skíðakappi frá Obertauern. (Bærinn þar sem myndatakan fór fram). Auður Eiríksdóttir 10 efstu lögin Númar lagsins síðast innan sviga. 1. (2) Yes, it is .................... The Beatles 2. (1) Mary Anne .................... The Shodows 3. (4) Good Bye My Love.............. he Searchers 4. (3) Ticket to Ride ...............The Beatles 5. (6) Play With Firc................ Rolling Stenes 6. (5) The Last Time.................Rolling Stones 7. (7) Fyrsti kossinn .................... Hljómar 8. (8) True Love Ways ............. Peter & Gordon 9. (10) Mrs. Bro;n, You’ve go a Lovrey Daughter ................... Hermans Hermits 10. (—) Concerte & Clay..................Unit 4 + 2 „Flott lög“ Kæra síða Ég var hissa er ég sá „Shad ows“ í fyrsta sæti með lagið „Mary Anne “ Þptto frolr?.T gamalt lag og varð ekktrí sér- lega vinsælt á sínum tíma í Engl andi. Lagði er jú að vísu flott en það eru líka mörg lög sem eru flottari núna. eins og „True Love Ways“ með Peter and Gordon ég vona að það Y insældarlistinn Þrjú efstu lögin: 1......................... 2......................... 3. ....................... Nafn ...................... Heimilisfang .............. Kári skrifar: Frá Neytendasamtökunum hefur Kára borizt þetta um kartöflrnar: Þær kartöflur, sem undanfarið hafa verið hér á markaði, hafa verið í svo ömurlegu ástandi, að engan veginn- verður talizt boðlegt til manneldis nema í neyð. Að vísu hafa þær verið seldar sem annars flokks, en einungis vegna hins erlenda uppruna þeirra, þar sem þær e’iga ekki heima í neinum flokki heldur verða að teljast algjör- lega utanflokka. Af hálfu Neyt- endasamtakanna hefur máli ver ið rannsakað, og þykir rétt að skýra almenningi frá ýmsum at riðum í því sambandi, um leið og neytendur eru hvattir til hinna einu, eðlilegu viðbragða, enda hefur því fúslega verið heitið af hálfu Grænmetisverzl- unarinnar, að þeim verði mætt með samúðarfullum skilningi. Á markaðnum hafa verið pólsk ar kartöflur, sem keyptar hafa verið samkvæmt viðskiptasamn ingi Póllands og íslands. Þær hafa reynzt vel í vetur, sem þaðan hafa komið, en það ber að viðurkenna, að þetta er hættulegasti tími ársins, hvað þennan jarðávöxt snertir. Síð- asti farmurinn átti að sjálf- sögðu að vera „duftborinn" þ. e. vandlega úðaður dufti, sem kemur í veg fyrir spírun. Það þykir sannað, að hiuti farmsins hafi hlotið lofaða meðhöndlun en til hennar hefur verið svo höndum kastað að rriikill hluti hans hefur spírað og skemmzt og skemmt út frá sér. Að sjálfsögðu voru kartöflurnar keyptar samkvæmt heilbrigðis- vottorði, og mun þetta þó ekki vera í fyrsta sinn, sem þeim sé ekki fyllilega treystandi þaðan. Á hitt ber einnig að lfta, að það eru eindregin tilmæli, ef ekk'i fyrirmæli af hálfu ís- lenzkra stjómarvalda, að kart öflur séu fluttar inn sam- kvæmt viðskiptasamningi land- anna. Nú er það svo, að kartöflur eru Islenzkum neytendum sllk dagleg nauðsynjavara, að helzt verður llkt við mjólk. Er það án efa samróma álit neytenda, að slíka vöru beri að kaupa, þar sem hún er örugglegast bezt og það sjónarmið eitt eigi að rfkja nema um mjög alvarleg- an gjaldeyrisskort sé að ræða. Hafa Neytendasamtökin marg- sinnis haldið fram þvl sjónar- miði. Þær kartöflur, sem undanfar ið hafa kom'izt á borð neytenda I svo ömurlegu ásigkomulagi, eins og raun ber vitni, hafa það þó sér til afsökunar, að þær þarf samkvæmt reglugerð ekki að meta á sama hátt og inn- lendar kartöflur áður en þær eru sendar á markað'inn. Neyt- endasamtökin krefjast þess, að ekki verði gerður neinn kartöflu munur, hvaðan sem þær koma. SKILIÐ AFTUR SKEMMDUM VÖRUM. Neytendur ber ávallt að skila aftur skemmdum vörum, ann ars halda þeir áfram að fá þær. Von er nýrra ítalskra kart aflna, en ekki fyrr en viku af júll. Sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar af hálfu Græn- metisverzlunarinnar og yfir- matsmanna til að flokka burt áberandi skemmdar kartöflur og plokka burt spírur. Ekki er um nelnar aðrar kartöflur að ræða nú en hinar pólsku og margar þeirra eru betrl en eng ar. En kannið innihald pok- anna þegar við kaupin og skil ið þeim aftur, sem hafa að geyma of mikið af því, sem þér eigið ekki að borga neitt fyrir. Grænmetisverzluninnl kemur það ekki á óvart, og henni þykir þetta leitt. Ksmssmn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.