Vísir - 28.06.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 28.06.1965, Blaðsíða 7
7 V í S IR . Mánudagur 28. júní 1965. TREUEBORG SAFEVRIDE er með ávölum brúnum, sem koma í veg fyrir „rásun“ í stýri og gerir bifreiðina stöðuga á vegi. Bremsuhæfni og slitþol SAFE-T-RIDE er mjög mikið. — Berið saman verð. — TRELLE- BORG SAFE-T-RIDE er sænsk framleiðsia. Sölustaðir: Akranes: B. Hannesson. — Stykkishólmur: K. Gestsson. — ísafjörður: Verzl. M. Bemharðsson. — Blönduós: Hjólið s.f. — Akureyri: Þórshamar h.f. — Egilsstaðir: Vignir Brynjólfsson — Reykjavík: Hraunholt Miklatorgi og Vitatorgi. MINNING; Guðbjörg Breiðfjörð Guðmundsdóttir Fædd 12. ágúst 1880. Dáin 18. júní 1965. Þar sem góðir menn ganga eru Guðs vegir, var einhvern tímann sagt fyrir iöngu. Við kynni mín af Guðbjörgu Breiðfjörð eftir því sem þau urðu meiri, fann ég sann- leiksgildi þessara orða æ betur. Hún var ein af þessum fágætu perlum sem maður mætir á lífs- leiðinni og gjörir samferðamenn- ina ríkari og betri af að umgang- ast. Stundum á unglingsárum mín- um, eftir að ég kynntist henni, flaug mér í hug, að sál þessarar konu hlyti að vera einn demantur af talnabandi Drottins, sem hann hefði látið falla til jarðar á með- al okkar til að vera hinum smáu huggari og leiðarstjarna. Til henn- ar gátum við komið með hryggð okkar og gleði og hún gat verið þátttakandi í hvoru tveggja. Þegar ég kcm með fyrsta harm lífs míns til hennar, sagði hún: „Þakkaðu fyrir sorgina, bamið gott, því í henni heyrir þú rödd Guðs eins og fiskimennirnir á Genesaretvatninu forðum heyrðu rödd hans 1 storminum. Því með því að kynnast sorginni kannt þú fyrst að meta gleðina og lífið sjálft“. Mér fundust þetta undarleg orð, og ég skildi þau ekki þá, en eftir því sem árin hafa liðið hef ég séð hve mikill sannleikur þetta var, ásamt svo mörgu sem hún miðlaði bæði mér og öðrum af lífsreynslu sinni og þroska. Því að líf hennar var ekki alltaf dans á rósum. Nei, þar var hinn strangi skóli harðrar lífsbaráttu kynslóðarinnar, sem nú er að kveðja, aðaluppistaðan. Hún tók á móti gleðinni og sorginni sem gjöf frá Guði, því að hún byggði allt sitt líf í trausti og trú á hann og leit á jarðvistina sem undir- búningsskóla fyrir lífið handan landamæranna. Nú er hún horfin sjónum okkar og henni fylgja þakkir og bless- unarorð samferðamannanna. Ég efast ekki um að hún fái laun sinna góðu verka og uppfyllingu æðstu vona sinna í landi ljóssins. Blessuð minning hennar. Sigurunn KonráSsdóttir. TIL SÖLU Höfum til sölu 4 herb íbúð í háhýsi við Sól- heima á II. hæð ca. 110 ferm. Harðviðarhurðir og harðviðarskápar. Teppi á holi og stofu. Mjög glæsileg íbúð. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Austurstræti 10. 5. hæð. Simi 24850 og kvöldsími 37272 Tilboð óskast í Suðurlandsbraut 16 — Sími 35200. 'I i K.S.Í. K.R. K.R.R. Úrvalslið K.S.Í. og úrvalslið S.B.U. Leika á Laugardalsvelli í kvöld. Mánudaginn 28. júní kl. 8,30 e.h. Dómari. Karl Bergmann. Línuverðir: Hreiðar Ársælsson og Guðmundur Guðmundsson. Nú verður spennandi leikur. Nú fara aliir inn í Laugardal og sjá spennandi leik. Verð aðgöngumiða: stúkusæti kr. 125,00 — stæði 75,00 — Börn kr. 25,00 Böm fá ekki aðgang að stúku nema gegn stúkumiða. Forsala aðgöngumiða við Útvegsbankann. Knattspymufélag Reykjavíkur. eftirtalin tæki: 1. Vélaflutningavagn, 15 tonna 2. Garant ’58, yfirbyggður 3. Ford ’42, yfirbyggður (ógangfær) 4. Priestman — krani (Panter) 6 tonna Tækin nr. 1—3 eru til sýnis í porti Véla- miðstöðvar Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 1, en nr. 4, kraninn, við bifreiðaverkstæði Reykjavíkurhafnar við Ármúla, næstkomandi mánudag og þriðjudag. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri Vonarstræti 8, miðvikudaginn 30. júní n.k. kl. 10,00 f.h. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. Aðstoðarmaður óskast við fiskirannsóknir, stúdentsmenntun eða hliðstæð menntun æskileg. Skriflegar umsóknir sendist Atvinnudeild Háskólans, fiskideild, Skúlagötu 4.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.