Vísir - 28.06.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 28.06.1965, Blaðsíða 9
V I S I R . Mánudagur 28. júní 1965. Q ★ fjann 20. ágúst verður í ” þriðju deild Eystri Lands- réttar í Kaupmannahöfn, háð merkilegt dómþing, sem fylgzt mun verða með um allt ísland, þótt sjaldnast gefum við gaum störfum þess danska réttar. Þá verður stefna stjórnar Árna- safns í handritamálinu tekin fyrir fyrsta sinni í réttinum. Þar verður mættur Christrup hæstaréttarlögmaður, sem með málið mun fara af hálfu vís- indamannanna í stjórn Árna- safns, í sínu bezta pússi með skjalatösku úttroðna af réttar- skjölum. Af hálfu menntamála- ráðuneytisins danska mætir þar lögfræðingur þess, sem á dönsku emættismannamáli nefnist „kammeradvokaten" Snjall lögmaður næðis til smábústaðar. Þar var niðurstaðan sú sama, í Hæsta- rétti, ríkið var sýknað af kröfunum. Þannig hefur Hæstiréttur Danmerkur aldrei komizt að þeirri niðurstöðu að lög brytu i bág við stjórnarskrána í þeim fimm málum, sem til hans kasta hafa komið í því efni. Þrátt fyrir það verður vit- ánlega ekki sú ályktun af því dregin að í sjötta skiptið hljóti dómur hans að falla á sama vég, en stjórn Árnasafns telur að handritalögin brjóti í bág við ákvæðið í 73. grein stjórn- arskrárinnar um friðhelgi eign- arréttarins. En engu að síður er Ijóst að bæði lögfræðilegir ráðunautar ríkisstjórnarinnar dönsku og fjölmargir lögfræð- ingar danskir telja að fullyrð- ingar Christrups og stjórnar Árnasafns séu ekki á rökum reistar. í öllum fimm málunum sem hér voru nefnd var megin athugunarefnið það hvort nægi En hitt er verra að veitinga- hús landsins fá ekki þann mat, sem þau telja skyldu sína að hafa á sínum matseðlum og sá matur er ekki til í landinu. Konráð Guðmundsson hinn öt- uli og framtakssami veitinga- maður á Hótel Sögu hefur ný- lega lýst erfiðleikum veitinga- húsanna í þessu efni. Holda- nautakjöt fæst ekki nema af mjög skomum skammti vegna þess að svo fá holdanaut eru til í landinu og innflutningur þeirra ekki leyfður. Og ástandið er litlu betra í fiðurfjármálum. Hér hafa að vísu risið upp ágæt anda og kjúklingabú á síðustu árum, sem framleiða fiðurfé eftir vís- indalegri forskrift með aðstoð nýtízkulegs vélakosts. En sá böggull fylgir hér skammrifi að þetta er ung atvinnugrein og framleiðslan fullnægir hvergi nærri eftirspurninni. Afleiðingin er sú að veitinga- hús og hótel borgarinnar geta unum leyfi til þess að fram- kvæma það sem þau hafa beð- ið um: að fá að flytja inn fuglakjöt og nautakjöt til þess að hafa á borðum sínum. Eng- inn spónn er tekinn með því úr aski íslenzkra bænda. Þeirra efnahagur er ekkert við það skertur. Enga' röksemdir virð- ast því finnanlegar gegn þeirri ráðstö.öfun, og vissulega mundi hún gera líkurnar fyrir því minnj að fiðurfénaður væri ólöglega til landsins fluttur. Lífeyrissjóöur: Stórfellt framfaramál Frá því hefur áður verið skýrt hér í blaðinu að í gangi er athugun á því hvort ekki sé ÚR DAGBÓK veruleg hækkun frá því sem er í dag. Auðvitað verður að gjalda varhug við þvi að útgjöld rík- isins aukizt í sífellu og hér á landi ber vissulega að rifa segl- in í þeim efnum, meðan ein- staklingar og félög eru svo umsvifamikil í fjárfestingu og framkvæmdum sem raun ber vitni. En hér þarf að velja af kostgæfni og fyrirhyggju. Hvað á að framkvæma og hvað á að láta bíða? Vissulega má ekki binda þjóðinni of mikla baggja í tryggingarútgjöldum. En lífeyrissjóður fyrir alla ís- lendinga er þó slíkt þurft- armál að það ætti að ganga fyrir flestum öðrum fram- kvæmdum á vegum ríkisisins. Innan skamms mun Haraldur Guðmundsson, fyrrverandi ráð- herra, skila álitsgerð um mál- ið sem hann vinnur nú að af hálfu ríkisstjómarinnar. Gefst þá kostur á að hyggja nánar að því og rita um það frekar. 750 krónur á dag BLAÐAMANNS Christrup er einn af kunn- ustu lögfræðingum Danmerkur, þykir harður í hom að taka og ekkert lamb að leika sér við. Hefur hann m. a. fyrr flutt mál gegn danska ríkinu, sem mikla athygli hafa vakið og ítarlega verið rakin í blöðum. Fyrir málssóknina í handrita- málinu mun hann fá 150 þús- und danskar krónur, eða um eina milljón íslenzkra króna, en hann er einn þeirra danskra lögfræðinga sem hæst laun getur heimtað fyrir þjónustu sína, vegna þess orðs sem;af honum fer með harðskeyttum málafærslumanni. Aldrei ógilt lög En handritamálinu mun Christrup eiga við ramman reip að draga, Aðeins fimm sinnum áður hafa verið á það bornar brigður fyrir dómstólum f Danmörku að lc væru í sam- ræmi við stjórnarskrá landsins. Og í öll skiptin hafa danskir dómstólar komizt að þeirri nið- urstöðu að hin umdeildu lög væru í fulli’ samræmi við stjórnarskrá landsins. Þær niðurstöður bera vott um að danskir dómstólar sýna hina ítrustu varkárni er þeir eru beðnir um að ómerkja lög sem þjóðþingið hefur sett á þeim grundvelli að þau séu stjórn- staklingum. Fjórða málið þessa efnis spruttu vegna laga- setningar árið 1919, en með þeim lögum voru sjóðir og rfk- iseigur ýmsar fengnar ein- staklingum. Fjórða málið spratt vegna lagasetningar árið 1933 um aldurshámark dóm- ara. í því máli töldu dómararn- ir að ekki mætti skerða efna- hagsstöðu þeirra með lögunum og ætti hún að vera slík sem hún tíðkaðist áður en lögin voru samþykkt. Hér komst Hæstiréttur að öndverðri nið- urstöðu og taldi lögjn ekki stjómarskrárbrot. Fimmta mál- ið spratt út af samþykkt laga árið 1949 um útvegun jarð- legar og réttmætar bætur hefðu verið greiddar stefnend- unum samkvæmt ákvæðum þeirra laga, sem stjórnarskár- brot voru af þeim talin vera. í handritamálinu standa sakir hins vegar þannig, að engar bætur " -u ákveðnar vegna af- hendingar handritanna. Er það megin uppistaðan í stefnu Christrups að hér sé rangt að farið og um brot á eignarréttar ákvæði stjómarskrárinnar að ræða. Og það sem gerir þetta atriði enn erfiðara úrlausnar er að í þessu máli er krafizt bóta fyrir menningarverðmæti, sem ekki verða metin til fjár á sama hátt og þau verðmæti sem ágreiningur reis um i hinum fimm fyrri málum. Má þó reyndar við því búast að stjórn Árnasafns meti handrit- in til peningagildis til rökstuðn ings kröfu sinnar og verður fróðlegt fyrir íslendinga að sjá þær tölur þegar þar að kemur, þótt væntanlega verði þær aldrei skráðar landinu til hagn- aðar á gjaldeyrisskýrslur, er afhendingin fer fram. Leyfum erlent fiöurfé Undanfama daga nafa les- endur fylgzt með þeim fregn- um sem blöðin hafa birt um kjötskortinn í verzlunum, og reyndar þekkir hver húsmóðir hann ar eigin reynd. Það kostulega í málinu er það að þótt kjöt skorti í verzl- unum er nóg til af því f land- inu, en einhver ótætis stöðvun virðist komin á línuna sem liggur i verzlanirnar. Úr því verður sennilega bætt af þeim landsfeðrum sem um dreif- ingu Iandbúnaðarafurða fjalla. ekki boðið gestum sínum þann mat sem þau og þeir helzt kjósa. Á sama tíma og þetta Konráð Guðmundsson: Flytj- um inn fiðurfé og holdanaut. gerist heyrist hvarvetna talað um það að nauðsynlegt sé að bæta viðurgjörninginn við G. L. Christrup: Milljón fyrir handr'tamálið. ferðamenn sem hingað leggja leið sína. ->eir voru á síðasta ári ..m 20.000 talsins og fer fjölgandi ár frá ári. Þess vegna sýnist það ekkert áhorfsmál að veita veitingahús- ráðlegt að stofna hér á landi lífe$-issjó&,,/ýífefi^jav landsr,,7 menn. Þetta er hin þarfasta hug- mynd og hefur Vísir áður lagt til að henni yrði komið í fram- kvæmd. Nú eru starfandi hér á landi fjölmargir lífeyrissjóðir og er ekkert nema gott eitt um starfsemi þeirra að segja. En margar stéttir og starfs- hópar standa utan þessara líf- eyrissjóða og njóta engra rétt- inda, nema hinna lögbundnu eftirlaunaréttinda almanna- trygginga. Meðal þeirra eru ýms'" þær stéttir sem mesta þörfina hafa fyrir Iífeyrisréttindi í auknum mæli, vegna þess að þær eru tekju- lægstar, svo sem bændur og verkamenn. Þess vegna sýnist það hið mesta framfara og nauðsynjamál að stofna lífeyr- issjóð fyrir alla landsmenn, sem þó ekki skerði starfsemi þeirra sjóða sem fyrir em i landinu. Fordæmi Norðmanna Inn á þessa braut hyggjast nú frændþjóðir okkar á Norð- urlöndum fara og telja með réttu að hér sé ur,. eitthvert mesta þjóðfélagsmálið að ræða sem nú er á dagskrá. í Noregi er ætlunin að slíkur heildarsjóður taki til starfa þann 1. janúar 1967. Eftir því sem „Aftenposten" hermir mun eftirlaunaupphapð norskra hjóna þá nema á ári 8.100 norskum krónum, og er bað Ástandið í vinnu og verka- lýðsmálunum mun vera algeng- asta umræðuefnið á heimilun- um og á vinnustöðunum um þessar mundir. Flestir munu vera sammála um það að að enginn fjöl- skyldumaður geti dregið fram lífið á 7—8 þúsund krónum á mápuði, ívej,:. þótt hann sé verkamaður. Rétt er að vísu að það sem á er bent, að verka menn beri mun meira en þetta úr býtum vegna þess að mikil yfirvinna og næturvinna sé í boði. Því skal ekki neitað. En hlýtur það ekki að vera mark okkar allra, og inntak þjóðfé- lagsframvindunnar þessi árin, að allir geti lifað vel af átta stunda vinnudegi? í þrældómi njóta menn hvorki lífsins né fagurra lista. Það þarf tíma til að geta lifað eins og maður. Ein leið út úr kaupgjaldsbar- áttunni, í því formi sem hún hefur áratugum saman tíðkazt hér á landi, er ákvæðisvinnu- fyrirkomulagið. Ég hygg að þar liggi lykill mjög bættra lífskjara ef rétt er á haldið. í einu norð- anblaðanna sé ég frásögn frá heimsókn í frystihúsið á Akur eyri. Þar segir blaðamaðurinn frá 16 ára stúlku, sem þar vinn ur sumartímann og haft hefur í kaup 750 krónur fyrir daginn og 90 krónur á tímann. Vitan- lega byggist þetta á miklum dugnaði meðan unníð er. Og íuðvitað eru ekki slíkar skorp ur alla daga allt árið um kring. En bendir þetta dæmi ekki ó- tvlrætt í þá átt sem hér er skynsamlagt að 'halda á sem flestum sviðum vinnumarkaðar ins? Vestri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.