Vísir - 29.06.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 29.06.1965, Blaðsíða 2
Þaö er ekki á hverjum degi sem stúlka með þetta útlit giftist eignalausum gamlingja 25 ára vin- kona Farúks giftist eignalausum öldungi á elliheimili Ein af vinkonum Farúks heit ins áður kóngs í Egyptalandi hefur leyst vandamál á óvenju legan hátt. Hún heitir Sonia Romanoff og er 25 ára gömul kvikmyndastjarna. Vandamálið var það að hún þurfti að fá ítalskan ríkisborgararétt til að geta tekið stórt t'ilboð frá kvik ihyndafélagi í Róm. heimili til að leita sér að manns efni. ☆ ☆ Laúsnin fyrir þessa fallegu kvikmyndastjörnu og fyrrvér- andi fylgikonu Farúks var sú að hún giftist 81 árs mann'i og að eigin sögn aðeins til þess að öðlast ftalskan rfkisborgararétt, sem siðan . . 'r henni atvinnu- réttindi á ítaliu þannig að hún gétur fengið starfið sem hún hefur svo mikinn áhuga á. 1 garðinum sat 81 árs gam- all maðúr, Lorenzo Berni. Hann var settur 'inn í málið og gerði sér vandræði ungu stúlkunnar ijós. Og sá gamli var strax til í ☆ Sonia þekkti engan ítala, þeg ar henni datt þetta snjallræði I hug, en hún var ekki af baki dottin. Hún 1 rakléitt á elll- Lorenzo Bemi Svartsýni — crð ástædulausu Sérfróðir segja, að ekki sé néin ástæða til svartsýni, þó að laxinn sé tregur — bara að hafa þolinmæði, hann bltur á fyrr eða síðar. Það er eins og við höfum einhverntíma heyrt eitthvað svipað, gott ef það var ekki hjá bóndanum, sem seldi manni rándýrt veiðileyfi i hyln Uhl förð ...n — engin ástæða til að örvænta, þó að hann verði dálltið tregur fyrst, sagði bónd inn, hann bítur á fyrr eða seinna! Það má lfka vel vera, að það hafi verið orð að sönnu ... að hann hafi bitið á seinna, þégar við vorum farnir og véiði leyíið út runn'ið, hann kom því að minnsta kosti ekki í verk á meðan við vorum þar. Raunar sagði nágranni þessa bónda okkur það f óspurðum fréttum, að ef við drægjum lax úr þess um hyl, mættum við prísa okk ur sæla fyrir að ekki væri lengur f tfzku að brenna galdra menn á báli — sér vitanlega væri þess ekki einu sinni getið f munnmælum að nokkurntíma hefði veiðzt branda úr þessum hyl. Hinsvegar var annar hylur í hans landareign, þar sem oft mátti fá sæmilega veiði — ekk ert að marka þó að 'hann biti þar ekk'i á strax, hann kæmi alltaf á fyrr eða seinna! Auð- vitað var hann lfka dálftið dýr seldari á veiðileyfið en ná- granni hans, hvað ekki var nema eðlilegt* En semsagt... maður vildi ekki hætta á að verða grunaður um galdra af nágranna þessa nágranna, jafn vel þó maður þyrfti ekki bein- línis að óttast bálið ... en, sem sagt, nú hafa allir þessir ná- grannar og þei-rra nágrannar, sem land eiga að einhverri lækjarsytru orð hinna sérfróðu fyrir því að ekki sé néin á- stæða til svartsýni, þó að lax inn : ynist tregur — hann bíti á fyrr eða seinna, bara að hafa þolinmæði, það er sveimér ekki ónýtt að hafa orð sérfræðing- anna fyrir því! Og þó að lax- inn hafi einhvera hluta vegna, ekki komið því við að ganga í viðkomandi ár, er engin ástæða til svartsýni ... hann gengur fyrr eða seinna og þá bftur hann á, fyrr eða seinna . sem sagt, þolinmæðin er og verður veiðisælasta beitan ... ☆ „Lorenzo sagði mér ýmislegt um sjálfan sig“ -r.gði brúðurin unga við blaðamenn eftir gift- inguna, þegar hún var komin heim til sín í lúxushverfi Róma borgar, hann aftur á elliheimil- ið sitt, en þau snæddu saman hádegisverð á einum bezta mat sölustað f Róm. „Hann sagð'i mér að hann hefði verið settur í fangelsi 1913 og setið þar f 7 ár. Þetta var eftir að stúlka dó af slysförum, allavega var það aldrei ljóst hvort hún hafði dottið eða hvort henn'i var hrint en Lorenzo fékk sinn dóm. ☆ „Mér líkaði vel Við gamla manninn. Hann hafði á yngri ár um átt talsvert af peningum og eytt miklu lfka. Hann var sann- kallaður sællífisseggur, þekkti öll beztu veitingahús'in. Við heimsóttum nokkur og ókum tuskið og kvaðst reiðubúinn til að giftast júgóslavnesku stjöm unni henni til hjálpar. Gamli maðurinn hafði bara gaman af öllu saman, enda kannski ekk- ert óeðlilegt, þvf hann hefur ekki haft neitt saman við fjöl- skyldu sína að sælda f 10 ár og ekki feng’ið eina einustu heimsókn á þessum tfma. Sonia Romanoff um borgina. Það þótti honum mjög skemmtilegt og ekki sízt þegar hann renndi í hlað á stóra Mercedes bílnum heima á elliheimilinu. Eftir giftinguna fór ég með hann á veitingahús og brúðkaupsdagurinn endaði í brauðbúð, þar sem ég keypti heilmikið af kökum handa gamla fólkinu á he’imilinu. Kári skrifar: Jæja, þá hefur enn eitt skír- tenið bætzt við í veskið og f þetta skiptið er það hvorki meira né minna en nafnskír- teini. Það var á síðasta alþingi sem lög um útgáfu nafnskírteina voru samþykkt og núna er lok ið við að framleiða 140 þús. skfrte'ini, eða fyrir alla lslend- inga 12 ára og eldri. út persónuskilríki til ungs fólks allt að 25 ára aldri.“ — Það má þvf ætla að í kjölfar þessara skírteina komi ýmislegt eins og strangt eftirlit með aldurstak- mörkun ungmenna á veitinga stöðum og kvikmyndahúsum, svo eitthvað sé nefnt. Áfengislöggjöfin og Takmörkun á athafna- kvikmyndaeftirlit. frelsi barna og unglinga. Einn tilgangurinn með út- gáfu nafnskírteinanna er að skapa grundvöll fyrir fram- kvæmd gildandi ákvæða um takmörkun 1 athafnafrels'i barna og unglinga og segir í fréttatilkynningu frá Hagstof- unni: „að reynslan hafi sýnt að þessi ákvæði séu ekki fram kvæmanleg nema að gefin séu Á undanförum árum hefur verið mikið deilt á áfeng'islög- gjöfina og reglur um kvik- myndaeftirlit og þeir eru án efa marg’ir sem hallast að þeirri skoðun að ef fylgja á eftir nú- verandi aldurstakmörkum á veitingastaði og kvikmynda- hús, sé kominn tími til að end- urskoða bæði áfengislöggjöf- ina og reglur um kvikmynda- eftirlit. Hér skal engu ákveðnu haldið fram um þetta síðast nefnda, en gaman væri ef les- endur vildu láta ljós sitt skína og ida mér bréf um þetta mál. Einnig ökuskírteini. Þau eru víst orðin nokkuð mörg skírte'inin sem maður ber á sér, og mér finnst að þarna hefði mátt slá tvær flugur í einu höggi og útbúa nafnskír- teinin einnig sem ökuskfrteini. Fengi þá hver og einn sem náð hefði 12 ára aldri nafnskírte’ini með mynd, en þeg^r hann tæki bílpróf yrði aðeins stimplað í þess til gerða eyðu á skírtein inu, eða nota báðar hliðar þess og hafa nafnskírteinið á annari hliðinni og ökuskirteinið á h’inni. Einnig mætti setja blóð- flokkinn með og þá væri maður laus við blóðflokkakortið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.