Vísir - 29.06.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 29.06.1965, Blaðsíða 4
á V í S I R . Þriðjudagur 29. júní 1965. Hækkun bræSslusíldar- verSsins nemur 21% — Greinargerð oddamnnns yfirnefndar ¥erðlagsráðs, Bjarna Braga Jónssonar Vísi barst í gærkveldi eftirfar- í.ndi greinargerð fyrir atkvæði oddamanns yfimefndar verðlags- ráðs sjávarútvegsins í deilu um verð bræðslusíldar fyrir Norður- og Austurlandi sumarið 1965: Greinargerð fyrir atkvæði oddamanns yfirnefndar verðlags ráðs sjávarútvegsins i deilu um verð bræðslusildar fyrir Norð- ur- og Austurlandi sumarið 1965. Þau deiluatriði, sem vísað var til yfirnefndar, má greina í tvennt, annars vegar hvort gilda skuli eitt eða tvö verð á veiðitímabilinu, og hins vegar, hvert lágmarksverð skuli úrskurðað. Hið fyrraermegin regluvandamál, og felldi yfirnefnd úrskurð um það, áður en verðið var tekið til úrskurðar. Verður hér gerð grein fyrir afstöðu odda- manns til þessara atriða í sömu röð. SKIPTING í VERÐTÍMABIL. Fyrir yfirnefnd lá eindregin krafa fulltrúa kaupenda í verðlags- ráði þess efnis, að verðtímabilin yrðu tvö, með skil um 15. júnf, og var sú krafa úrslitatilefni þess, að deilunni var vísað til yfirnefnd- ar. Samkvæmt reglugerð um verð- lagsráð sjávarútvegsins er veiði- tímabil sfldar á Norður- og Austur- landssvæðinu talið standa frá 10. júní til 30. september. Þetta á- kvæði hefur þá þýðingu, að ráð- inu ber að leitast við að ákvarða verð fyrir allt tímabilið.áðurenþað hefst. En það bindur ekki hendur verðlagsráðs eða yfirnefndar við að skrá eitt og sama lágmarksverð fyrir allt tímabilið. Enda hefur ráðið, þegar henta þótti, skipt veiðitímabilum sfldar á Suður- og Vesturlandssvæði í fleiri verðtfma- bil. Um síld veidda á Norður- og Austurlandssvæðinu utan tfmabils ns 10. júnf til 30. september segir svo í reglugerð: „Veiðist síld á öðrum tíma á þessu svæði, skal verðlagsráð ákveða verð á þeirri síld.“ Lá því IjCst fyrir, að yfirnefnd væri bær að fjalla um málið og á- kveða, að eitt eða fleiri verð skuli ‘aka gildi. Var sá skilningur odda- manns eigi vefengdur af öðrum fulltrúum í yfirnefnd, enda þótt lýst væri eftir því. Fordæmi fyrri verðákvarðana ærðlagsráðs og yfirnefndar hefur verið á þann veg, að árin 1962 og 1963 var sumarverð bræðslusfldar látið gilda frá 10. júní til 30. sept ember, en árið 1964 var það Iátið gilda á sumarsfldarvertíð án tíma- bilsákvörðunar, þannig að verðið gilti frá þvf að veiðarnar hófust og meðan þær entust. Enda þótt veiðarnar hæfust þá óvenjulega snemma, hinn 31. maí, varð gildis- tími verðsins ekki að ágreinings- efni, þar sem síldin var þá óvenju- lega feit svo snemma vors. Yfir- standandi síldarvertfð hófst enn fyrr, eða hinn 24. maí, og barst sérstaklega mikið magn í fyrstu hrotunni, eða alls um 454 þús. mál til og með 14. júní og var síldin sérstaklega mögur. Reynslan af fituinnihaldi snemmveiddrar sfldar á síðastliðnu sumri getur ekki talizt fullnægj- andi grundvöllur þess, sem vænta mátti á yfirstandandi sumri. Al- kunna er, að haust- og vorsíld og ennfremur sumarsíld veidd við Suðurland hefur allt annað fitu- innihald en sumarsíld við Norð- ur- og Austurland, og verður þvi að skoðast sem önnur vara. Þessu til sannprófunar fór yfirnefnd yf- ir heimildir kaupenda um fitu- mælingar snemmsumars allt frá árinu 1955. Staðfestu þær heimild- ir, að fituinnihaldið fer yfirleitt ekki að komast f eðlilegt horf sum arvertíðar fyrr en eftir miðjan júní. Með aukinni tækni við síldar- leit og síldveiðar hafa skapazt skil yrði til veiða yfir lengri tíma árs og á fleiri og fjarlægari veiði- svæðum en áður hefur verið, og án þess að sú staðreynd breyti nokkru um þau skilyrði, er ráða fituinnihaldi síldarinnar á hinum ýmsu árstíðum. Verðákvörðun sumarsíldar bygg ist á meðalútkomu afurða úr hverju máli bræðslusíldar um fimm undanfarin ár. Sú reynsla er að yf- irgnæfandi hluta fengin af tímabil inu frá því um miðjan júní, og veit ir því ekki grundvöll til að byggja á áætlun um afurðaútkomu vor- síldar, Gegn eindregnum mótmælum fulltrúa kaupenda er því ekki fært að gera kaupendum að skyldu að greiða sai i verð fyrir vorsíldina og samsvarar áætlaðri afurðaút- komu sumarsíldar. Ekki verður heldur talið fært að gera jöfnun á milli vorsíldar og sumarsíldar. Veiðar vorsíldarinnar falla mjög misjafnt á bátaflotann í saman- burði við sumarveiðarnar, án þess að nokkur ástæða sýnist til að valda verðjöfnun þeim bátum í hag er hefja veiðarnar snemma, en öðr- um í óhag. Sömuleiðis hefur skipt- ingin á einstakar verksmiðjur reynzt verulega misjöfn. Niðurstaðan af hlutlægu mati allra aðstæðna hlýtur því að verða sú, að verðlagstímabilin verði tvö. Eftir atvikum þykir rétt, að mörk in séu sett á milli 14. og 15. júní. ÁKVÖRÐUN VERÐSINS Lög um verðlagsráð sjávarút- vegsins mæla svo fyrir ,að meiri- hluti atkvæða í yfirnefnd ráði úr- slitum. Fordæmi er fyrir þvf, að oddt iður skeri sjálfstætt úr um ágreining deiluaðila, ef langt er á milli úrslitakrafna þeirra og odda- maður getur á hvoruga fallizt. Oddamaður er bundinn þagnar- skyldu um tilraunir sínar til að ná Ósóttir vinningar 17. júní var dregið í happdrætti Krabbameinsfélagsins. Aðalvinning urinn, sem var bifreið, kom á miða nr. 32381 og hefur eigandinn gefið sig fram. Hinn vinningurinn var hjólhýsi og kom hann upp á miða nr. 26201, og er sá vinningur ó- sóttur. Eigandi miðans getur sótt vinninginn á skrifstofu Krabba- meinsfélagsins. samkomulági og um afstöðu full- trúanna í nefndinni að öðru leyti en fram kemur við endanlegan úr- skurð verðsins. Rejmt var til þraut- ar að ná samkomulagi allra aðila í nefndinni. En fyrir atbeina odda- manns gátu kaupendur fallizt á tillögur hans um, að verðið yrði kr. 190.- á mál til og með 14. júní, en kr. 220.- mál á tímabilinu 15. júní til 30. september, en við síð- ara verðið bætist gjald skv. sér- stökum lögum kr. 15.- á mál. Hækkun sumarverðsins frá fyrra ári nemur 21% ef miðað er við bæði verðin án tillags í flutninga- og jöfnunarsjóð, en 27% ef þau til lög eru meðtalin. Við samningu þessara verðtil- lagna hefur verið höfð hliðsjón af þeim atriðum, er lögin mæla fyrir, þ.e. markaðsverði afurðanna á er- lendum mörkuðum svo og fram- leiðslukostnaði þeirra bæði að því er tekur til veiða og vinnslu, eftir þvi sem gögn voru tiltækileg. Raunhæfa áætlun um meðalverð mæti afurða úr hverju máli sum- arsíldar telur oddamaður vera kr. 385.00 f.o.b. að frádregnum útflutn ingsgjöldum. Urskurðuð skipting er kr. 150.000 í hlut verksmiðja, eða 39%, en til bátanna og í flutnings- og jöfnunarsjóð kr. 235. 00 eða 61%. Til samanburðar má geta þess, að áætlaður vinnslu- kostnaður síldarverksmiðja ríkis- 'ins í fyrra, en þá náðist sam- komulag um verðið, var kr. 161.00 á mál, eða 11 kr. hærra en verk- smiðjunum er nú skilið eftir. En hærri magnáætlun nú gerir meiri dreifingu fasts kostnaðar mögu- lega. Tillagan um verð vorsíldarinnar byggist á könnun allra tiltækra heimilda um fituinnihald síldarinn ar skv. vinnsluútkomu og fitumæl- ingum. Á þeim grundvelli má telja tryggt, að lýsisútkoman verði innan v' 13 kg. úr hverju máli. Er verðtillagan miðuð við það, að síldarverksmiðjurnar haldi einung- is eftir af verðmætinu sem svarar breytilegum kostnaði vinnslunnar af þessu magni ,en ekki reiknað með, að af þessu magni sé staðið undir fyrningum né vöxtum af stofnkostnaði. Er það gert með fyrirvara af hálfu oddamanns, að sú viðmið- un sé ekki sérstaklega til fordæm- is við tilsvarandi verðákvörðun síðar. Reykjavík 28. júní, 1965 Bjami B. Jónsson. Þeir byggja — Framh af bls. 8 inni, sem lokið er við að steypa upp, ásamt Ásmundl Vilhjálms- syni múrarameistara og Sigurði Jónassyni úttektarmanni frá Reykjavíkurborg. „Ég byggi hér þrjú stigahús með alls um 27 íbúðum, 2ja, 3ja, 4ra og 5 herbergja að stærð“, segir Ingimar. Stigahúsin snúa að Rofabæ og eru byggð um 12 m. frá götunni. Hins vegar tilheyra þau Hraunbæ og verða nr. 2—4—6. Ingimar byrjaði fyrir mánuði og vinnur nú í hús inu ásamt 4 smiðutn. „Ég hef unnis við húsbyggingar síðan 1930 og hef sjaidan átt við eins góðan grunn og þennan, og ef allt gengur vel verður fyrsta stigahúsið tilbúið undir tréverk í jan.-febr. sagði Ingimar. MINNING: Guðmundur Halldórsson Guðmundur Halldórsson, forseti Landssambands iðnaðarmanna lézt að heimili sínu mánudaginn 21. júní s.I. 61 árs að aldri. Guðmundur var kosinn forseti Landssambands iðnaðarmanna á 22. Iðnþingi íslendinga í Reykja- vfk 4. nóv. 1960 og endurkjörinn á 25. Iðnþinginu í Reykjavík 26. okt. 1963. Guðmundur Halldórsson naut trausts og vinsælda meðal iðnaðar | manna, enda var hann maður í drenglundaður og kostaði fremur kapps að vinna menn til fylgis við skoðanir sínar en að þvinga fram aðgerðir í skjóli meirihluta- valds. Hann gjörþekkti málefni iðn aðarmanna enda voru afskipti hans af þeim drjúgur þáttur í ævistarfi hans. Reynsla hans og þekking á þessu sviði reyndist iðnaðarmönn um oft bæði dýrmæt og heilla- drjúg. í starfi sínu sem forseti Lands- sambandsins gerði Guðmundur sér far um að byggja upp Iífræn tengsl milli sambandsfélaganna til að efla einingu og samstöðu meðal iðnað- armanna. Hann lét ekkert tækifæri ónotað til að vekja áhuga iðnaðar- manna á þeim málum sem þá vörð uðu, enda var honum vel ljóst, að ekki var að vænta mikils árang- urs af starfi heildarsamtaka iðn- aðarm. nema ríkjandi væri almenn ur áhugi meðal þeirra sjálfra á hin um faglegu málefnum og réttar- stöðu þeirra f þjóðfélaginu. Hon- um var það kappsmál að efla iðn- menningu þjóðarinnar og auka veg íslenzkra iðnaðarmanna og skapa þeim álit og virðingu meðal sam- borgara sinna. Störf Guðmundar Halldórssonar í þágu félagssamtaka iðnaðar- manna eru svo margþætt, að þau verða ekki rakin hér í smáatriðum. En allt sem horfði til framfara á sviði iðnaðar voru hans áhugamál, og hann var jafnan reiðubúinn til að styðja hverja þá hugmynd og vinna að framgangi sérhvers mál- efnis, sem stuðlaði að aukinni iðn- menningu og auknum hróðri iðn- stéttanna. Með Guðmundi Halldórssyni er fallinn valinn forystumaður í sveit iðnaðarmanna. Landssamband iðn- ðarmanna þakkar honum óeigin- gjörn og heilladrjúg störf f þágu íslenzkra iðnaðarmanna. Það gagn, sem hann vann stétt sinni, verður seint fullþakkað. Bardal — Framh at ols 7 really rough“). Hún var sér- fræðingur í kynsálfræði." Hann minntist annarra atvika úr fangabúðunum, t.d. þegar hann hitti Japanann, sem var kristinnar trúar: „Hann stóð vörð um tunglskinsbjarta nótt, kraup á kné, spennti greipar og leit til him'ins og tautaði Kristo Kristo — það var tilbreytni. Annars líkaði mér ekki illa v’ið Japanana að sumu leyti. Þeir eru músfkalskir, og ég hef allt af haft unun af músík. Það, sem forðaði mér frá þvf að verða vitlaus, var músíkin — ég hafð’i lært að leika á banjó í Chicago, og ég var konsert- meistari fanganna — og var oft efnt til hljómleika." Njáll Ófeigur virtist hafa hrist af sér martröð fangabúðaár- anna e'ins og slæma timbur- menn: Allt fr'. þvf að herflokk- ur hans gafst upp á jóladag 1941, þegar þeir börðust sem óðir væru gegn ofureflinu á Hong-Kong-eyjunni. Þeir voru látnir dúsa í prísund Japananna sem voru ekki betri en dyfliss- ur í Kalkútta, eins og hann sagði. Og svo tók hungrið að þrælkunin við, limlestingar og pyndingar, aftökur vina og fé- laga allt í kringum mann Þetta sagð'ist hann hafa farið f gegnum eins og annað f lífinu og hann sagðist ekki hafa vilj að missa af því að hafa ver- ið á „fjögurra ára námskeiði í mannskynsfræðum í Háskólan um í Shan-Shúi-Po,“ en svo kall aði hann japönsku fangabúðirn- ar þar sem hann var hafður í haldi. Fyrst eftir stríðið mættu hon um ýmsir erfiðle'ikar, (real trouble), sagði hann, en nú hefði hann sigrazt á þeim. í þeim svifum kom kona hans inn. Hún sagð'ist vera hrædd við blaðamenn. Njáll Ófeigur, sem hefur séð hann svartari, talaði hana til eins og hús- bónda á sfnu heimil'i ber að gera. „Elskuðuð þér manninn yðar eftir að hann kom úr fangabúð- unum?“ „Ekki minna en áður,“ sagði hún. Og nú fóru þau bæði að tala um ísland og íslendinga. „ís- land er alveg sér á part'i. Eng- inn staður í heiminum kemst í námunda við þetta land. Alls staðar erum við að rekast á svo yndislegt, svo yndislegt fólk („lovely, lovely people") „Finnið þér mun á Vestur-ls- lend'ingum og Islendingum hér?“ „Engan," svöruðu þau bæði, „við hugsum alveg eins.“ Njáll Ófeigur sagði, þegar út á Austurvöll kom: „Ég vona, að þið haldið áfram að vera eins og þið eruð — í guðanna bæn um ameríkaniserist ekki, það væri ógæfa. Haldið áfram að vera heiðarleg og hrein og bein. Það væri dapurlegt, ef þið seld uð ykkur. Seljið ykkur aldrei, ella mun heimurinn fyrirlíta ykkur. Ég var næstum því bú- inn að berja einn Ameríkana niður norður á Akureyri við barinn á hótelinu, vegna þess að ég fann hjá honum fyrirlitn- ingu á minni þjöð,“ sagði þessi ævintýramaður að vestan hjá styttunni af Jóni Sigurðssyni, kominn á sjötugsaldur, en ó- myrkur í máli eins og nítján ára unglingur með ástríður og og skap sem umhverfi og að- stæðum tókst aldrei að lama. Síðustu orð hans voru þessi: „Guð blessi ísland." — stgr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.