Vísir - 29.06.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 29.06.1965, Blaðsíða 7
V1 S I R . Þriðjudagur 29. júní 1965. Njáll Ófeigur Arinbjarnarson: „Einhver harðasta raun, sem ég hef lent f, var að vera skoðaður af kvenlækni“. Ljósm. I. M. JTangabúðastjórinn jap- anski lét kalla mig fyrir sig. „Af hverju gerðuð þér þetta?“ spurði hann. „I just did it“ sagði ég. Hann jós yfir mig skammaryrðum. Svo lét hann mig fara. Ég komst að raun um það, að Japanir pynduðu eða drápu þá, sem reyndu að bera fyrir sig afsak- anir . . . “ Útfararstjórinn frá Winni- peg, Njáll Ófeigur Arinbjarnar- son (það er hans stolta nafn á Islandi — fyrir vestan kallast hann hins vegar Nial Ofeigur Bardal) fékkst til að segja frá hörmungum, sem hann varð að þola fjögur ár samfleytt sem stríðsfangi Japana í síðustu styrjöld. Áður hafði sitt hvað drifið á daga hans: Hann strauk að heiman 18 ára gamall og lagði leið sína til Chicago: Þá var óöld mikil þar svipað og árin 1820-1830 í Langadal í Húna- vatnssýslu eins og Espólín get- ur um í árbókunum: menn gerð ir höfðinu styttri af litlu eða engu tilefni, rændir, limlestir. Þetta var 1922 eða um það ieyti sem A1 Capone var að komast til valda. Ófeigur var einn af „the untouchables" — hann bitu engin vopn — slapp ódrepinn úr hildarleiknum, sem A1 Capone háði (og ennfremur úr viðureigninni við japanska stríðsguðinn síðar meir á öðr- um blóðvelli), enda heitir hann nafni, sem merkir ekki feigur. Hann var ekki f lög- reglunni, heldur vann við járn- brautirnar sem kyndari (fire- man) á eimlestunum. Það var virðuleg sérgrein í þá daga, áð- ur en dieselvélarnar komu til sögunnar.... Lífsorka Njáll Ófeigur Bardal (þ. e. frá Bárðardal í S.-Þing.) er með kot rosknari mönnum, hár vexti, skortir einn sentemeter á sex fet, þykkur undir hönd, með andlit, sem er svo þrungið af lífi, að það flýtur út fyrir eins og nóg sé af varaforða, enda komið að notum f reynslu hans. „Ég verð talsvert furðuleg- ur á köflum eins og kannski eðlilegt er,“ sagði hann, „en það bjargar mér, hvað ég tek lífinu létt. Pabbi var svona líka þar til hann stöðvaðist við starf sitt, útfararstjórnina, („quite a big job“) — hann hét Arinl j ^rn Sigurgeirsson Páls- sonar frá Svartárkoti í 3árðar- dal, en han fluttist vestur um haf 1883. Mamma er ættuð úr Miðfirði; Ingibjörg Ólafsdóttir — ég er fæddur 18. nóvember 1904. I Kaupmannahöfn, Stokk hólmi og víðar urðum við hjón in alltaf að skrifa fæðingardag- inn á hótelunum — isn’ funny?“ sagði hann. Njáll Ófeigur talaði amerfsku (kanadiska ensku) — en get- ur þó hæglega brugðið fyrir sig íslenzkunni. Á köflum talar hann tungu feðranna reiprenn- and'i, enda gekk hann sem strák ur í íslenzkan skóla í Winnipeg — Jóns Bjamasonar skóla — „þar lærðum við íslenzk ljóð, lásum fomsögur og ævintýri, og ég hef alltaf lesið íslenzku blöðin — það held ég nú mað- ur,“ sagði hann. Uppi á herbergi hans á Hó.tel Borg pantaði hann bjór handa sér: Egil veika, af því að annað var ekki að fá — hann var í stemningu eftir gleðina hér heima — hafði setið margar veizlur, síðast með forsetanum okkar, sem hann dásamaði: „Hann er stórkostlegur persónu leiki - leiðtogar okkar heima eru hreinir apar í samanburði Við hann —- ég er viss um, að hann er mesti forseti í heiminum i dag. Njáll var greinilega þjóð- höfðingjahollur eins og fom-ís- lendingar voru, sem fluttu kon ungum drápur. Hann leysti frá skjóðunni um sjálfan sig, kvaðst skilja starf blaðamanns — „góðvinur minn var blaðamaður.“ Vopnuð árás í Chicago. Hann byrjaði að lýsa því, þeg ar hann hljóp að heiman og hélt til þessarar guðs-fordæmdu borgar Chicago og lærði til vélamanns, sem er þriggja ára nám, en alls dvaldist hann sex og hálft ár I borginni. Hann bjó í Clearing, sem er beint á móti Cicero. þar sem A1 Capone og dárar hans óðu uppi. „Sástu A1 oft?“ „Nokkriim sinnum." „Talaðirðu við hann?“ „Ekki hann, en ég kynntist og’ talaði við nokkra af gang- sterum hans. Það voru karlar í krapinu." „Hvern'ig leit A1 ut? Var hann eins og i „The Untouc- hables“?“ , „Mjög áþekkur. Hann var feit ur, hvapkendur, yfirskrautleg- ur í klæðaburði með ljósan Fed- ora-hatt á höfði. Hann var voldugur í þann tíð, hafði oll hótel i borginni í hendi sér. Hann ferðaðist alltaf með líf- vörð. Þeir voru jafnan margir saman á ferð, æddu um í bílum og ófeimnir við að láta sklna i hlaupin á afsöguðum hagla- byssunum og Tommy-vélbyss- unum.“ „Varðstu aldrei fyrir barðinu á A1 Capone?" „Eitt sinn lenti ég 1 vopnaðri árás, þar sem ég vann við jám- brautina. Það var flutningslest og ég þurfti að gera við brems- umar, og þá komu menn úr öllum áttum og miðuðu á mig byssum. Þetta voru menn Cap- one að stela úr lestinni, sem flutti mjög dýrmætan farm af gulli og whisky eins og oft kom fyrir. Annars var ég mjög heppinn að öðru leyti, þótt því sé ekki að neita, að ég hef oft lent í ýmsu ævintýralegu á þessum árum.“ Hann hló snöggt, svolítið kaldrifjað. Á honum var að skilja, að freistandi donnur hefðu verið í Chicago. Njáll viðurkenndi veikléika sinn fyrir heimsins lystisemdum. Njáll kom aftur til Winnipeg án þess að eiga penný í vasan- um. kvæntist árið 1936 dóttur Helga Jónssonar frá Esk'iholti í Borgarfirði. „Tengdafaðir minn er sérkennilegur fugl.“ í japanskri prísund. Hann var kallaður í herinn, 1 „Canadian Army field forces" og hafði feng'ið þjálfun nokkur ár fyrir stríð og hlotið liðsfor- ingjatign, þjónaði sem höfuðs- maður á orrustuvellinum. Hann lýsti því, þegar l'ið hans var flutt um borð £ skip í höfninni I Vanoouver í október 1941 og þaðan var haldið til Havanna, og þá fyrst fengu þeir að vita, að þeir ættu að fara t'il Hong Kong. — Þangað komu þeir 16. nóvember, en 7. desember byrj aði djöflagangurinn. Hundruð flugvéla steyptu sér yfir eyj- una. Fjandinn var laus, stríðið var byrjað fyrir alvöru. Barizt grimmilega. „Við misstum einn þriðja af mönnum okkar. Einn úr okkar deild fékk Viktoríu- krossinn; hann lék sér að þvf að taka handsprengjur óvinanna á lofti og grýta þeim til baka; af enskum uppruna, ég þekkti hann mjög vel, sá var mjög hreykinn af uppruna sfnum — einkennir stríðshetjur. Við gáf- umst upp samkvæmt fyrirskip- un herforingjanna. Það var okk ur þvert um geð. Okkur var smalað saman á þröngan stað, þar sem við vorum látnir standa upp á endann klukkutfmum sam an, heila nótt. Síðan vorum við fluttir á annan stað og svo loks í fangabúðir, sem við köll- uðum „College of Sham-Shui- Po“ sem var eiginlega fjögurra ára nám í „mannkynsfræðum". Það voru strangar lexíur." Njáll Ófeigur var spurður, hvort hann hefði verið pyndað- ur. „Ég var hreinlætisvörður í okkar búðum, og eitt sinn höfðu safnazt fyrir á gólfinu tóm sápuhylki sem ég hafði lát ið fleygja út f sjó, sem Japan- irnir höfðu ætlað að selja þeim innfæddu. Ég var kallaður fyrir fangabúðastjórann, og hann spurði, hvers vegna ég hefði gert þetta. Ég reyndi ekki að afsaka mig. Þess vegna slapp ég. Ég lærði á hugarfar Japan- anna. Þeir þoldu ekki afsakanir jafnvel þótt þær væru réttmæt- ar. Nokkrir reyndu að flýja, höfðu smíðað sér bát úr trjá- berki. Fjórir þeirra voru gerðir höfðinu styttri með japönsku sverði og af því að þeir höfðu verið „einn af oss“ vorum við látnir standa upp á endann alla nóttina í afleitu veðri. Annars refsuðu þeir jafnan með þvf að láta fangann í holu, sem hann gat ekki hreyft sig f, þar sem höfuðið eitt náði rétt upp úr alveg éins og sýnt er í kvik- myndinni „Brúin yfir Kwa'i- fljótið". Einn vinur minn var barinn 60 högg f andl'itið (ég taldi þau) með stálkeðju. Hann var óþekkjanlegur á eftir og höfuðið eins og stór hnöttur. Hann dó fáum árum seinna f Winnipeg, og maðurinn, sem bjó um líkið furðaði sig á því, hve erfitt var að smyrja hann, hann fann svo mörg brotin bein Ég sagði honum að það væri ekki að undra eftir meðferðina f fangabúðunum." Sálarlífið Margir drápust af völdum pyndinga og hungurs. „Við lifð um á hrísgrjónum, grasaseyði og tesulli — engu öðru. Ég létt ist um rúm 100 pund f fanga- búðunum, og það var skrýtið, að skilningarvitin breyttust. Það tók mann tvö ár að fá sitt eðl'ilega skynbragð til baka." Njáll Ófeigur hélt áfram: „Þegar brezki liðsforing- inn tróð inn í fangabúðimar til þess að frelsa okkur í sept ember 1945, þá fannst okkur ódaunn af honum. Hann lyktaði e'ins og grís. Ég skildi þá fyrst það, sem litaðir kynflokkar meina með þvf, að sé vond lykt af hvítum mönnum." „Höfðu þessar aðstæður ekki óeðlileg áhrif á kynlíf fang- anna?“ . „Við höfðum okkar sjó — nokkrir voru kvengervingar. Það var dálítið skrýtið, þegar við sáum þessa kvengervinga næsta dag og þeir voru orðnir eins og þeir áttu að sér að vera, komnir í einkennisbúningana, maður kom fram við þá eins og þe'ir væru ennþá dömur, mað- ur forðaðist að klæmast og reyndi að vera kurteis." „OIli fangabúðavistin ekki brenglun á sálarlífinu?" „Við þurftum all'ir að vera hjá sálfræðingum á eftir. Einhver harðasta raun, sem ég hef lent f, var að þurfa að afklæðast fyr ir framan kvenlækni, sem skoð aði mig eftir stríðið („that was Frh. á bls. 4 Vestur-íslendingurinn Njáll Ófeigur Arin- bjamarson segir blaðamanni Vísis frá ógnar- tímabilinu í Chicago, þegar A1 Capone réð þar ríkjum. Ennfremur lýsir hann dvöl sinni í japönskum fangabúðum í síðustu heimsstyrj- öld. «IN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.