Vísir - 30.06.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 30.06.1965, Blaðsíða 2
ORÐAN VAKTIATHYGLI M. B. E. er nánast stytt'ing á „Member of British Empire“ en Ringo Starr heldur því blá kalt fram að það sé stytting á Mr. Brian Epstein, umboðs- manni bftlanna. Orðan, sem bítlarnir fengu er í raun’inni sú allra lægsta f langri röð, þar sem fyrir koma K. B. E. (Knight of The. .) og fleiri. En þótt þetta sé frekar léleg orða, þá vakti það gífurlega athygli. er Bítlunum var veitt hún, og þrír menn.í sem feng'ið höfðu þessa orðu, skiluðu henni aftur. Dag lega streymir fjöldi bréfa til- brezkra dagblaða, og sam- kvæmt fréttum í brezka útvarp inu, B. B. C„ er um 80% bréf- ritara hlynntir veit'ingunni. En aðrir eru á móti henni, og sjó- maður sem fengið hafði þessa orðu fyrir að bjarga nfu manns lífum skr'ifar: — Með þvf að veita hana Bítiunum hefur þessi orða ver ið gerð að skopleik Og 52ja ára gamall lögreglu- þjónn sem skilaði sinni orðu skrifaði: — Mér var talin trú um að ég hefði fengið hana fyrir hreysti. . Aðspurður hvort þeir félagar hygðust íklæðast sjakket og pípuhatti þegar þeir kæmu t'il drottningarinnar að taka á móti orðunni, svaraði Ringo: — Jú auðvitað, svo ætlum v'ið að töfra kanínpr iipp úr höttun- um. Herpian er einn vin- sælastur f Bandaríkjun- Nýjar plötur um. Fyrir helgina kom ný plötu- sending í Fálkann og var þar margt góðra muna, eins og sagt er um hlutaveltur. Semsagt, engin núll. Þar á meðal var hin vin- sæla plata Hermans Hermits, Mrs Brown, '’ou’ve got a Love ly Daughter og hinum megin Wonderful World. Bbeði þessi lög eru ákaflega sikemmtileg, í hinu fyrra er leik’ið á banjó, sem heita má alveg nýtt hljóð- færi í „beat-tónlistinni*. Lagið er ekki e'ins hratt og öskrandi eins og mörg fyrri „bítlalög", á rólegan mðta segir Herman frú Brown frá sviksemi dóttur hennar. Hitt lagið er frekar í gamla stílnum en skemmtilegt þó. ........immm. Réttdræpir Það er haft eftir einhverri meiriháttar kvensnift, að karl- menn ættu að vera réttdræpir, þegar þeir fara ð viðurkenna kvenfatatízkuna athugasemda- laust, þar eð það sanni að þá séu þeir búnir að missa ger- samlega allan áhuga á konunni sem konu. Samkvæmt því er ekki nema rökrétt að álykta, að sumir af fáránlegustu útúr- dúrum kvenfatatízkunnar væru í rauninni ekki annað en ör- væntingarkennd tilraun kon- unnar til að komast að raun um hvað af karlkyninu bæri að leiða til slátrunar, mætti kven- kynið ráða. Er þetta til athug- unar fyrir eiginmenn — á öll- um aldri — ef þið viijið kom ast hjá rifrildi og móðgunum með því að láta sem ykkur þyki nýjasta hattskrípi konunn ar bæði snoturt höfuðfat og alls ekki óheyrilega dýrt, þá er Uð þið einungis að gera illt verra. Þá eruð þið semsagt, að sannfæra konuna um að ykkur standi svo nákvæmlega á sama um hana, að hún megi, ykkar vegna, gera sig að athlægi með þessari hattfrollu. Svona er konan i eðli sínu, alltaf að reyna karlmanninn, alltaf að leita sannana fyrir þvi, að hún sé honum allt, og fái hún ekki þær sannanir, verður hann henni einskisvirði. Sem sagt — gætið þess vandiega, hvenær sem konan kaupir sér eitthvað nýtt, að finna því ailt til for- áttu og umfram ailt að halda því fram að það klæði hana ekki... Þar með veitið þið henni tvöfalda gleði, sannfærið hana i fyrsta lagi um það, að því fari fjarri að þ'ið séuð bún- ir að missa allan áhuga á henni og veitið henni í öðru lagi tæk'i færi til þess að stríða ykkur og skaprauna með því að vera á gagnstæðri skoðun og sýna það í verki, að hún taki ekk'i minnsta mark á ykkur — með öðrum orðum, að sanna að um gagnkvæman áhuga sé að ræða ... þetta segja þessir sálfræð- ingar, sem rannsakað hafa sál- arlíf konunnar, þeir fullyrða jafnvel, að mætti eiginkonan ráða dómsmálum í landi, mundi ein dauðasök eiginmanna og einungis ein . .. að viðurkenna athugasemdalaust smekkvísi hennar á klæðavali... Herman's Hermits: WonderfuE worid Don’t know much about history, Don’t konw much biology, Don’t know much .about science books, Don’t know much about the French I took, But I do know that I love you, And I know that if you love me too, What a wonderful world this would be. Don’t know much about geography, Don’t know much trigonometry, Don’t know much about algebra, Don’t know what a slide rule is for, But I knoW that one and one is two, And if this one could be with you, What a wonderful world this would be. Now I don’t claim to be an „A“ stedent, But I’m trying to be. Well may be by being an „A“ student, baby, I can win your love for me. Don’t know much about history, Don’t much bioiogy, Don’t know much about science books, Don’t know much about the French I took, But I know that I love you, And I know that if you love me too, What a wonderful world this wouid be. But I do know that I love you, And I know that if you love me too, What a wonderful world this would be. \ Kári skrifar: Fyrir nokkrum mánuðum sótti ég um að fá nýjan síma hjá bæjarsímanum, þar eð leigjandi minn, sem hafði leyft mó. afnot af síma sínum er hann fór frá okkur þar til hann þyrfti hans með. Sími léigjanda míns var tengdur hér innan- húss á tveim hæðum með sér- stökum innstungum og var hægt að hafa simann uppi eða niðri að Vild. I gær komu svo hingað menn frá bæjarsíman- um og tóku símtæki fyrrver- andi leigjanda míns og tengdu nýtt í staðinn. Það furðanlega við þessa tengingu var það að símamennirnir rifu í burtu báð ar gömlu innstungumar þrátt fyrir mótmæli eiginkonu minn ar, og tengdu svo hinn nýja síma þannig að ekki væri hægt að flytja hann neitt til I húsinu. Sögðu starfsmenn símans að það þyrfti að leggja inn sér- staka umsókn fyrir tveim teng ingum í húsinu, sem greiða þyrfti sérstaklega. Tilkynntu þeir konu minni einnig að sim inn nýi yrð’i tengdur þá síðar um daginn eða í síðasta lagi daginn eftir. Ég er ekki vanur að skipta mér að vinnubrögð- um annarra og sízt af öllu opin berra stofnanna. En mér fannst mælirinn vera orðinn fullur í samskiptum mínum við bæjar- síann, og ég hyag að ófáir hafi svipaða sögu að segja. Það hefði vitanlega verið heppile^ist bæði fyrir mig og sfmann að þeir hefðu sett kló á tengisnúru hins nýja síma þannig að ekki þyrfti annað en stinga henni f innstungurnar eftir þörfum og senda mér sfð an reikn’inginn. Þetta hefði einn ig sparað bæjarsímanum mikla fyrirhöfn og mér óþægindum. Ef vinnuhagræðingin í bæjar- símanum er í samræmi við þetta og skipulag þá fer maður að skilja hin himinháu afnota- gjöld og þær aðferðir, sem not aðar eru við innheimtuna. Nú vænti ég þess að geta talað f símann f dag, þar eð mér er brýn nauðsyn á slíku vegna atvinnu minnar, það brást hinsvegar, eins og ég hafði raunar búizt v’ið vegna fyrri samskipta minna við bæj- arsímann. Ég hringdi í bilana- t’ilkynningar og fleiri staði og var mér tilkynnt að því miður væri þetta nýja númer f notk- un til 1. júlí en þá yrði það sett f samband við hið nýja símtæki mitt. Ég Vil að lokum segja smá sögu af kunningja mínum, sem var miður sín af reiði út í bæj arsímann, hann sagði mér sögu sfna. Þannig var að hann bjó í sömu blokk og ég. Hann hafði lagt inn umsókn um nýjan síma einu eða tvéim árum áður en atvik það gerðist, sem ég vil nú skýra frá. Það var dag nokk urn nokkru áður en ég flytti úr blokkinni að hann kom að máli við m’ig um það hvort ég gæti ekki veitt sér afnot af símtæki mínu með því að ég léti flytja það inn í íbúð hans, þar eð hann hafði rætt Við skrifstofu bæjarsfmans og ver- ið tjáð þar að óvíst væri um að hann gæti fengið síma næstu mánuðina og honum var einnig kunnugt um að ég mund’i ekki þarfnast sfmans í eitt ár. Taldi maðurinn að margir sem sótt hefðu um síma sfðar en hann hefðu fengið tæki, þrátt fyrir að þeir hefðu ekki atVinnulegar þarfir fyrir tækið eins og hann. Ég fyrir mitt leyti féllst á að iána manninum síma og gerði mínar ráðstafanir í sam- ræmi Við það hjá bæjarsfman um, og brugðu starfsmenn hans skjótt við og lögðu símann inn í íbúð kunningja míns, sem greiddi fyrir flutninginn. Var nú kyrrt nokkra daga, en þá fær maðurinn tilkynningu frá bæjarsímanum um að umsókn hans sé komin í gegn og sím- inn verði tengdur eftir nokkra daga. Ég er ekki frá þvf að það sé eitthvað mei: a en lítið athuga vert við rekstur bæjarsímans hér í Reykjavík og það þyrfti að endurskoða hann frá rótum. Ég hygg ei að starfsl’ið ó- nefndra deilda bæjarsímans ætti að víkja og sæmilega kurt- eist og skynsamt fólk ætti að koma í staðinn. S. S.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.