Vísir - 30.06.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 30.06.1965, Blaðsíða 4
. Miövikudagur 30. júní 1965. farþegaflugið var flogið frá Norðurlöndum til Ameríku. Vélin sem fór þessa fyrstu ferð var „Fljúgandi virki“, gömul herflugvél, sem Svíar höfðu krækt sér í. Vélin var ein af 7 vélum sem nauðlentu í Svíþjóð eftir sprengjuárásir á Þýzka- land. Svíar fengu fimm af þessum vélum og Danir tvær. Saab-verksmiðjurnar í Linköbing breyttu vél unum í 14 farþega flugvélar sem nolaðar skyldu í langflug og þann 29. júní hóf fyrsta B-17 vélin sig til flugs frá Bromma-flugvelli við Stokkhólm og lenti á La Gardia-flugvelli við New York 24 tím- um síðar. Fyrsta flugvélin á leiðinni frá Norðurlöndum til Bandaríkjanna. Fyrir farþegana um borð í „Felix“ en svo hét þessi fyrsta flugvél á þessari „gullrútu“ flugsins, var ferðin ekkert sæld arbrauð. Þegar við í dag hugs- um um farþega á leið yfir Atl- antshafið sjáum við fyrir okkur borðalagða þjóna og þernur á þönum með kræsingar, flug- vélin æðir áfram á ógnarhraða skýjum ofar og í bezta veðri mönnunum á í það og það skipt sem radarinn getur bent flug- ið. Nei, það var ekkert þessu líkt um borð í „Felix", fljúgandi virkinu, sem flaug frá Sviþjóð til íslands og þaðan til Kanada og Bandaríkjanna. Vélin mundi ekki þykja upp á marga fiskana nú og þá hafði fólk ekki mikla trú á fyrirtækmu. Veður höfðu þá miklu meiri áhrif á fiugið en nú er og aöbúnaður allur fyrir farþegana á þessu langa flugi var slæmur. Eí einhver ætlaói að nota salerni varð hann fyrst að fara fram í til flugmannanna og biðja þá að setja niður stél- hjólið, því það var dregið upp í salernisklefann og var þar fyrir. Fyrst í stað var flogið þrisvar í mánuði til Bandaríkjanna en smám saman fóru vélarnar að verða betri, flugleiðin var flog- in á styttri tima og farþega- fjöldinn óx hröðum skrefum. Samt var verðið á flugfarmið- um mjög dýrt á þessum tíma, t. d. kostaði farmiði frá Stokk- hólmi til New York með fyrsta fluginu rúmar 30 þús. krónur fram og til baka. Það þætti held ur dýrt í dag. í dag fljúga mörg flugfélög á þessari flugleið og meðal þeirra eru Loftleiðir og má raunar segja að vart líði sú mínúta að Loftleiðavé! sé ekki einhvers staðar í Ioftinu á þessari flug- leið. Þá er SAS mjög stór aðili á flugleiðinn'i og flutti yfir 134 þús. farþega á s.l. ár frá Kaup- mannahöfn til New York. Verð- ið á þessári flugleið er ekki hátt í dag miðað við það sem frum- farþegarnir þurftu að inna af hendi. Fram og til baka kostar farmiðinn ekki nema 18000 krónur enda þótt verðbólgan hafi leikið gjaldmiðil Norður- landanna grátt á þessum 20 ár um. Og nú tekur það aðeins 8 —9 tíma að fljúga þessa sömu vegalengd. Suður á Keflavíkurflugvelli var tekið á móti „Fljúgandi virkinu" frá sænska félaginu SILA af tveim starfsmönnum Flugfélags íslands, fyrst Hilmari Ó. Sigurðssyni og siðar af Jó- hanni Gíslasyni, deildarstjóra. Það hafa miklar breytingar orð- ið frá þeim tíma, bæði fyrir farþega og starfsmenn. Flugið er ekki lengur haldið bernsku- sjúkdómunum. Það hefur unnið stórkostlega sigra ekki sízt þessi síðustu 20 ár. —í— Sagt frá upphafi flugsins frá Norður- löndum til Banda- ríkjanna fyrir 20 HEKLA var fyrsta íslenzka flugvélin á leiðinni USA—Skandinavía er Loftleiðir hófu sitt milli- landaflug 1947. arum síðan Þannig er umhorfs að næturlagi á flughöfnunum. Véi frá Pan American að taka vörur um borð. Vélin er af DC—8 gerð. ^ í gær átti flugið eitt af sínum merkisafmælum. Tuttugu ár voru liðin þann dag frá því að fyrsta á „fljúgandi virkinu 24 tíma yfir Atlanzhaf

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.