Vísir - 30.06.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 30.06.1965, Blaðsíða 5
V I S IR . Miðvikudagur 30. júní 1965. útlönd í norgun útlönd 1 morgua útlönd í morgun utlörid í morgim NÝR ÞÁTTUR VÍETNAM STYRJALDAR Bandifiríkja- og AstraBíuhermenn taka heinan þátt i hardögum Nýr þáttur Vietnamstyrjald- irinnar er talinn hafinn með dví að bandarískir hermenn og ástralskir eru nú farnir að berj- ast með stjórnarhernum í Suð- ur-Vietnam, en bandarískir fall- hlífahermenn og ástralskir, hin- ir síðarnefndu um 500 talsins, fóru í gær til árása á svæði, sem til þessa hefir verið alger- lega á valdi Vietcongmanna. Fyrirlesari Tassfréttastof- unnar sovézku Nosyrev segir, að svo virðist sem það sé áform Bandaríkjanna að taka alla herstjórn í sínar hendur í Suð- ur-Vietnam. Bandarískar sprengjgflugvél- ar föru í gær til árása lengra norður á bóginn en nokkru sinni fyrr. Gerðar voru árásir á hermannaskála ekki ýkja langt frá landamærum Norður-Viet- nam og Kína. Bardagasvæðið þar sem ofan- nefnd sókn er háð er mörg þúsund ferkílómetrar og er tal- ið, að þar séu um 8000 Viet- conghermenn. Þegar sóknin hófst í gær létu Vietcongmenn undan síga og létu frumskógana skýla sér. Sóknin er mesta hernaðarað- gerð sem Bandaríkjamenn hafa tekið þátt í f Suður-Vietnam til þessa. Westmoreland hershöfðingi yfirmaður liðs Bandaríkja- manna segir ákvörðunina hafa verið tekna í samræmi við þá reglu, sem farið sé eftir, að veita Suður-Vietnam þá að- stoð, sem stjórnin þar biðji um. Franskir kommúnistar styðja BEN BELLA Franskir kommúnistar hafa nú tekið þá afstöðu að hvetja Alsír- búa til baráttu fyrir Ben Bella og til þess að hrekja Boumedienne frá völdum. Hinir nýju valdhafar í Alsír leggja nú mikið kapp á, að sann- færa fréttamenn frá öðrum lönd- um um, að ýktar séu eða ósannar fréttir um andspyrnu gegn bylt- ingarráðinu. Meðal annars hafa verið birtar fréttir um bardaga f Constantine, og sendi byltingarráðið þangað í gær 30 erlenda fréttamenn til þess að þeir gætu kynnzt ástandi þar af eigin sjón og reynd. Talsmaður byltingarráðsins neitaði, að bardagar hefðu átt sér stað þar og andstæðingar Boumed ienne verið handteknir þar, en allt Janos Kadar hefir beðizt lausnar sem forsætis- ráðherra Ungverjalands, en er á- fram flokksleiðtogi. Sbr. frétt i blaðinu f gær. frá upphafi byltingarinnar hefir verið talað um ókyrrð í Constan- tine, aðallega í frönskum fréttum. Tveimur fréttamönnum frá L’humanité, aðalmágagni komm- únista í Frakklandi, hefir verið vísað úr landi í Alsír fyrir að síma blaðinu lygafréttir frá Alsír. Franski kommúnistaflokkurinn birti svo tilkynningu í gærkvöldi og hvatti Alsír-búa til andspyrnu gegn Boumedienne og til þess að frelsa Ben Bella. Kappkostum örugga og góða þjónustu. BÍLA- og BENZÍNSALAN Vitatorgi — Sími 23900 TI L SOLU Stórglæsileg jarðhæð við Rauðalæk 3 herb. og eldhús. Sér inngangur, sér hiti. Vönduð 4 herb. íbúð við Eskihlíð enn fremur íbúðir í smíðum í miklu úrvali. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN Austurstræti 12 — Símar 14120 og 20424. Eftir kl 7 -30794 og 20446. T I L SOLU Til sölu 5 herb. íbúð við Hjarðarhaga selst tilbúin undir tréverk eða fullfrágengin. Bíl- skýli fylgir. Góður staður. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN Austurstræti 12 — Símar 14120 og 20424. Eftir kl 7 30794 og 20446. CAPE TIL SÖLU Ljós minka cape til sölu. Tækifærisverð. Sími 30949 eftir kl. 1 e.h. Símanúmer Sjúkrasam- lags Reykjavíkur verður 18-4-40 frú 1. júlí Sjákrasamlag Reykjavíkur Húseigendur Verzlanaeigendur Iðnrekendur Malbil&um innkeyrslur og bílastæði við verzlanir, íbúðarhús og iðnfyrirtæki Með því að malbika, komið þér í veg fyrir **' að óþrif berist inn í íbúðir og verzlanir. — Auk þess er það til mikillar prýði og hag- ræðis. MALBIKUN hf. - Sími 23276

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.