Vísir - 30.06.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 30.06.1965, Blaðsíða 8
8 V í S I R . Miðvikudagur 30. júní 1965. VÍSIR / Öll íslenzk handrit sem er- Otgefandi: Blaðaútgðfan VISIH Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstióri: Axe) Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn ó. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstrætd 3 Áskriftargjald er 80 kr ð mánuði 1 lausasölu 7 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur) Prentsmiðja Visis — Edda h.f Lausn síldveiðideílunnar JTimm síldveiðiskipstjórar, þeir sem í gær áttu við- ræður við nefnd L. í. Ú. um stöðvun síldveiðiflotans hafa sent frá sér greinargerð um sjónarmið sín í deil- unni. Er þar sagt að þegar síldveiðar hófust í maí- mánuði hafi sjómenn farið til veiðanna í þeirri góðu trú að verðlag á bræðslusíld mundi hækka mjög mik- ið. Almennt hafi verið vitað að heimsmarkaðsverð á mjöli og lýsi hefði hækkað verulega frá því að bræðslusíldarverðið var ákveðið á s.l. ári. Hins vegar beri hið nýákveðna bræðslusíldarverð þess ekki vitni, þ. e. það verð sem meiri hluti yfirnefndar Verðlags- ráðs sjávarútvegsins ákvað s.l. föstudag. Hér kem- ur fram sú skoðun skipstjóranna, sem þeir hafa áður gert grein fyrir, m.a. í viðtölum hér í Vísi, að síldar- verksmiðjunum sé unnt að greiða hærra verð fyrir síldarmálið en lágmarksvéfð“'þaði!§értíi'yfirnefridin' á»'< kvarðaðiít’ Nefndu skipstjóraiK 14. júní, svo sem skýrt var frá hér í blaðinu í fyrra- dag. ]\|eð þessi atriði í huga er eðlilegt að sú spurning vakni hvort ekki sé unnt að leysa síldveiðideiluna á þann veg að síldarbátarnir hefji aftur veiðar á þeim grundvelli að þeir fái reikningsverð fyrir þann afla sinn sem þeir leggja upp 1 síldarverksmiðjumar. Það þýðir að þeir verði ekki bundnir lágmarksverðinu, sem ákvarðað hefur verið, heldur því verði sem í ljós kemur að verksmiðjurnar geta greitt að lokinni vertíð. í fyrra sömdu 10 síldveiðibátar um veiðar upp á reikningsverð en ekki hið fastákveðna lágmarksverð. Niðurstaðan varð sú að í þeirra hlut komu 67 kr. á hvert mál í viðbót við hið fyrirframákveðna lág- marksverð, að lokinni vertíð. Var þá raunar um ó- venju hagstæða markaðsþróun að ræða eftir að verð- ið var ákveðið. Nú er það sannfæring síldarskip- stjóranna að markaðir hafi farið mjög hækkandi fyrir síldarafurðir. í rökréttu framhaldi af því ættu þeir að telja sér hag í að taka við reikningsverði fyrir aflann, sem þá yrði óumdeilanlega sannvirði, í stað þess lágmarksverðs sem nú hefur verið ákveðið. Öll- um síldveiðiskipum er nú fyllilega heimilt að fara þessa leið, ekki síður en í fyrra. Er hér ekki um raunhæft úrræði að ræða og greið- færa leið út úr þeim ógöngum sem nú hafa skapazt í síldveiðimálunum? Reynslan frá í fyrra gaf til kynna að verulega hærra verð var greitt þeim bátum sem um reikningsverðið sömdu. Og sé það rétt að síld- arverksmiðjurnar geti greitt hærra fyrir síldina en ákveðið lágmarksverð, þá ætti það ekki síður að 1 koma í Ijós á þessu hausti. lendis eru, verði Ijósprentuð Menningarmálastofnun Sam- einuðu þjóSanna, UNESCO, sem íslendingar gerðust aðilar að á síðastliðnu ári, hefur sam- þykkt tvær fjárveitingar vegna íslenzkra handritarannsókna. Er önnur ætluð til þess að kosta mann, er kynni sér varð- veizlu fomra handrita, og til að semja skýrslu um íslenzk handrit erlendis, en hin til kaupa á tækjum til ljósmynd- unar fomra islenzkra handrita, sem varðveitt era utan íslands. Um fjárveitingarnar var sótt í samráði við Handrita- stofnun Islands, og eru þær veittar af því fé, sem stofnun- in ráðstafar vegna verkefna, sem talin eru hafa alþjóðlegt gildi. 1 tilefni af ofangreindri frétt, sem Vísi hefur borizt frá Menntamálaráðuneytinu sneri Vfsir sér til forstöðumanns Handritastofnunarinnar dr. Einars Ólafs Sveinssonar prófessors og innti hann nán- ari frétta af þessum styrk. — Það er rétt, sagði prófes- sor Einar, að við sóttum um styrk til þess arna í fyrra, en ég er ekki búinn að fá neina tilkynningu um hve miklu hann nemur. — Hefur Handritastofnunin nokkurn ákveðinn mann í huga, sem á að sénda þessara erinda? — Um það hefur ennþá ekki verið neitt ákveðið. — Hvar myndi þeirra hand- rita helzt vera að leita, sem þarf að skrá? — Þau eru nokkuð víða. Við höfum ágæta og fullkomna skrá um íslenzk handrit í Danmörku og þurfum því ekki að leita Vidtal við próf. dr. Einar Ólaf Sveinsson for- stöðumann hand- ritastofnunar- innar þangað. Sömuleiðis höfum við nokkuð góðar skrár um íslenzk handrit í Svfþjóð, en þó gæti hugsazt að þar væri eitt eða annað, sem þyrfti nánari at- hugunar eða rannsóknar við. Aftur á móti er mikið um íslenzk handrit í Bretlandi, en næsta ófullkomnar skrár. Jón Helgason prófessor í Khöfn hefur reyndar verið að kanna meira eða minna af þessum handritum í Englandi að und- anförnu og við gerum ráð fyrir að það létti mikið undir þessu starfi okkar. Auk þess vitum við um íslenzk handrit í Dýflinni, svo og í Þýzkalandi, í Frakklandi og víðar, þó ekki í stórum stíl. Við teljum okkur vita um mestan hluta islenzkra handrita Prófessor Einar Ól. Sveinsson. mynduð erlendis, þar sem að- erlendis og í mörgum tlifellum höfum við góðar skrár að styðjast við, en samt sem áður þarf að ganga úr skugga um hvort ekki leynist fleiri hand- rit, og jafnhliða að skrásetja þau öll. — Eru tæki til ljósmyndunar handrita dýr? — Já, ef um fulikomin tæki er að ræða, þá eru þau mjög dýr. Það þarf m. a. marghátt- aðan ljósaútbúnað og loks þarf sérmenntaðan mann til að fara með þau. Alþingi hefur þegar veitt fé til byggingar húss yfir handritastofnunina, en fé til tækjakaupa skorti og um það sóttum við til Unesco í fyrra. — Er gert ráð fyrir að ljós- mynda mikið af íslenzkum handritum, sem nú eru í er- lendri vörzlu? — Það vakir fyrir okkur að fá filmur af öllum íslenzkum handritum erlendis, sem við eigum ekki von á að endur- heimta. — Myndu þau þá verða fengin hingað að láni til ljós- myndunar, eða verða ljós- mynduð erlendis? — Þau myndu verða ljós- Jeppaflokkurinn er þriðji leikflokkurinn, sem leggur land und'ir fót og fer af stað í leik för um landið með leikritið „Jeppi á Fjalli.” Leikförin á að taka um 5 vikur og verður far ið um norðanvert og vestanvert iandið en Suðurlandsundirlend- inu sleppt þar sem Jeppi á Fjalli var sýndur á Selfossi í vetur og einnig á nokkrum stöð um í Rangárvallar- og Árnes- sýslu. Höfuðpaurinn sjálfan, Jeppa, staða er til þess og hillkomin tæki eru fyrir hendi. Að öðrum kosti myndum við reyna að fé handritin að láni á meðan þau yrðu ljósmynduð. — Hvað er að frétta af út- gáfustarfsemi Handritastofn- unarinnar? — Hún tt í fuilum gang;. Ég veit ekki annað en að í haust komi út þrjú eða fjögur bindi handrita og ein vísinda- útgáfa. — Hvaða handritaútgáfur eru það? — Það er eiginhandarrit Jónasar Hallgrímssonar á kvæð um hans, Sýnisbók íslenzkra handrita frá upphafi og fram til ársins 1270, en það verður stór bók og mikil. Loks er svo útgáfa á teikningum og athuga- semdum um íslenzk innsigli, sem Árni Magnússon lét gera á sínum tíma, stórmerkilegt verk, og verður í fleirum en einu bindi. — En hvaða vísindaútgáfa er á döfinni í haust? — Það er Svarfdæla. Af henni hefur ekki verið gefin út fullkomin vísindaleg útgáfa til þessa, og fyrir bcagðið varð hún fyrir valinu. Jónas Krist- jánsson sér um útgáfuna. leikur Valdimar Lárusson en konu hans, Nillu, Emilía Jónas dóthtir, en aðrir leikendur eru: Bjarni Steingrímsson, Borgar Garðarsson, Jón Júlíusson, Jón Kjartansson og Karl Guðmunds son. Leiktjöld verða með í förinni en þau gerði Lárus Ingólfsson, leikstjórinn, sem var Gísli Al- freðsson er önnum' kafinn við að leika í Hver er hræddur.... og æfði Bjarni Steingrímsson Ieikinn síðustu þrjár vikumar. Jeppaflokkurinn út á Innd

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.