Vísir - 05.07.1965, Síða 2

Vísir - 05.07.1965, Síða 2
V í S IR . Mánudagur 5. júlí 1965. 12. landsmót Ungmennafélags Islands, sem holdið var að Laugarvatni nú um helgina var ungmenna- félagshreyfingunni til mikils sómo 12. landsmót Ungmennafélags íslands, stærsta íþróttahátíð, sem fram hefur farið hér á landi fór fram í mikilli veðurblíðu nú um helgina að Laugarvatni. Keppendur og starfsmenn mótsins voru um eitt þúsund talsins, en gizkað er á að um 20-25 'is. manns hafi verið á mótinu, þegar flest var. Nýr og glæsilegur íþróttaleikvang- var vígður á mótinu, sundlaug sett upp og fyrri íþróttamannvirki endurbætt. áraðssambandið Skarphéðinn sá um undirbúning þessa glæsilega móts, sem var sambandinu og ungmennafélagshreyfingunni í heild til mikils sóma. Laugarvatn skartaði sinu feg- ursta, þegar keppendur gengu f fylkingum inn á hinn nýja le'ik- vang íþróttakennaraskólans til setningarathafnarinnar. Alls tóku 17 sambönd og félög þátt í þessu glæsilega íþróttamóti. Hápunktur landsmótsins var svo hátfðardag- skrá sem hófst með messu kl. 13.15 en eftir það fóru m.a. fram stórar hópsýningar, ræður voru fluttar og forseti íslands, herra Ásgeir Ás- geirsson, ávarpaði mótið. Setningarathöfnin Strax á föstudag voru flestir keppendur og starfsmenn mótsins mættir að Laugarvatni og þá síð- degis höfðu risið upp myndarlegar tjaldbúðir. Þegar mótssetningin fór fram kl. 9 á laugardagsmorgun voru nokkur þús. manns komin að Laugarvatni. Allir þátttakendur gengu í fylkingum til leikvangsins í skrautlegum íþróttabúningum og undir fánum félaganna. Fremst fór Lúðrasveit Selfoss og síðan kom fánaberinn, Ármann J. Lárus- son glímukappi með íslenzka fán- ann og við irlið hans gekk Þor- steinn Einarsson mótsstjóri. Eftir að fylkingin hafði farið einn hring um völlinn röðuðu þátttakendur sér upp á vell'inum. Ámi Guð- mundsson, skólastjóri íþróttakenn araskólans flutti ávarp, en Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, flutti vígsluræðu og lýsti því yfir að leikvangur íþróttakennaraskól- ans væri tekinn í notkun. Á eftir voru fánar dregnlr að hún, en auk fslenzka fánans blöktu á móts- svæðinu bláhvíti fáninn og fánar Norðurlandaþjóðanna. Sungið var: „Rís þú unga Islands merki,“ sam bandsstjóri U.M.F.I., séra Eiríkur J. Eiríksson flutti setningarræðu. Fyrri dagur Setningarathöfnin var hátíðleg og svipmikil Tók hún um 45 mín. Strax á eftir hófst íþróttakeppnin. Fyrsta grein mótsins var 100 m. hlaup karla. Fljótlega hófst keppni einnig í sundi og starfsíþróttum. Keppni f sundi hófst kl. 9,45 og var fyrsta greinin 100 m. frjáls aðferð kvenna, en kl. 10 um morg- uninn byrjuðu skrifleg verkefni í starfsíþróttunum. Fyrsti knatt- spyrnukappleikurinn var á laug- ardagsmorguninn og áttust þá við Ungmennafélag Keflavíkur og Skag firðingar. Lauk þeim le'ik með sigri Keflvíkinga 1:0 Eft'ir hádegið ’hélt mótið áfram, en kl. 18.30 voru verðlaun afhent fyrir þær gre'inar, sem úrslit voru kunn f. Kl. 20.00 hófst kvöldvaka við sýningarpall- inn með fjölbreyttri dagskrá. All- an daginn hafði verið stöðugur straumur fólks að mótssvæðinu og um kvöldið höfðu t.d. öll bifreiða- stæði fyllzt. Á kvöldvökunni var körfuknattléikur, leikfimi og dans i sýndur. Karlakór Kjósverja, Karla kór Selfoss og stúlknakór frá Sel fossi sungu, en kl. 22.00 var byrj að stiga (lans og stóð hann til kl. e'itt eftir miðnætti. Úrslit í frjálsum íþróttum á laugardag Kúluvarp kvenna: Oddrún Guðmundsd., UMSS, 9.94 Ragnhéiður Pálsdóttir, HSK, 9.81 Ólöf Halldórsdóttir, HSK, 9.43 Stangarstökk: Sigurður Friðriksson, HSÞ 3.60 Ársæll Guðjónsson, UMSK, 3.40 Magnús Jakobsson, UMSK, 3.30 Ragnheiður Pálsdóttir úr Skarp- héðni. — Hún varð stigahæst sam- tals í kvennakeppninni. Verðlaunaafhending fyrir frjálsar iþróttir Langstökk kvenna: Elísabet Sveinbjörnsd., HSH, 4.77 Lilja S'igurðardóttir, HSÞ, 4.75 Guðrún Guðbjartsdóttir, HSK, 4.74 ||g|§igcú'r m.'íIIl '00 m. hlaup að hefjast. — Ræsir er Benedikt Jakobsson. I Kringlukast: j Erlingur Jóhannesson, HSH, 42.30 Þorsteinn Alfreðsson, UMSK, 41.85 Guðm. Hallgrímsson, HSÞ, 40.05 1500 m. hlaup: Þórður Guðmundss., UMSK, 4:15.2 Marinó Eggertsson, UNÞ, 4:18.4 Hafsteinn Sveinsson, HSK, 4:21.0 Hástökk kvenna: S'igrún Sæmundsdóttir, HSÞ, 1.41 Björk Ingimundard. UMSB, ’ 1.41 Ragnheiður Pálsdóttir. HSK, 1.30 Kúluvarp: Sigurþór Hjörleifsson, HSH, 14.35 Erling Jóhannesson, HSH, 14.30 Þóroddur Jóhanness., UMSE, 13.79 j 400 m. hlaup: I Helgi Hólm, UMFK, 54.0 I Guðbjartur Gunnarsson, HSH, 54.1 | S'igurður Geirdal, UMSK, 54.5 Spjótkast: Emil Hjartarson, HVI, 52.10 Sigurður Þ. Jónsson, HSH, 47.31 Ronald Rader, UMSK, 46.67 Langstökk karla: Gestur Þorsteinsson, UMSS, 6.73 Sigurður Hjörleifsson HSH, 6.63 Sigurður Friðriksson, HSÞ, 6.59 Eft'ir fyrri daginn var Héraðs- samband Snæfellsnes- og Hnappa- dalssýslu efst í frjálsum íþróttum með 47 stig. Næst kom Héraðs- sambandið Skarphéðinn með 34

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.