Vísir - 05.07.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 05.07.1965, Blaðsíða 6
6 V1SIR . Mánudagur 5. júlí 1965. Iþróttir — Framh. af bls 2. tirslit í sundi á sunnudag. 100 m. baksund karla: Davíð Valgarðsson, UMFK, 1:12.0 Gfsli Þór Þorvarðars., HSH, 1:08,4 Þór Magnússon UMFK, 1:27.0 800 m. frjáls aðferð karla: Davfð Valgarðsson, UMFK, 10:19.5 Birgir Guðjónsson, UMSS, 11:45.5 Ing’im. Ingimundars., HSS, 12:13.8 50 m. baksund kvenna: Ingunn Guðmundsdóttir, HSK, 38.6 Auður Guðjónsdóttir, UMFK, 38.8 Ingi'björg Harðardóttir, UMSS, 42.5 400 m. frjáls aðferð kvenna: Ingunn Guðmundsd., HSK, 6:10,9 Auður Guðjónsdóttir, UMFK, 6:23.5 Andrea Jónsdóttir, HSK, 7:01.7 Fjölbreytt héraðssamkoma á sunnudag. Keppni í gær hófst kl. 9.15 og var þá fyrst keppt í hástökki karla, þrfstökki og kringlukast'i kvenna. Fyrir hádegið kepptu einnig S.- Þingeyingar og Keflvfkingar í handknattleik. Kl. 13.15 messaði séra Eiríkur J. Eiríksson, kór Skálholtskirkju söng undir stjórn Róberts A. Ottóssonar. Stefán Jas- onarson, form. Landsmótsnefndar flutti ávarp. Að ávarpi hans loknu tók til máls forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson. En á eftir ræðu forsetans söng Söngfélag Hreppa- manna undir stjóm Sigurðar Á- gústssonar. Þá fór fram vikivaka- sýning undir stjóm Hafsteins Þor- valdssonar. Bjami Bjamason, fyrr verand'i skólastjóri, sem jafnframt • var heiðursgestur Landsmótsins flutti ræðu. Á eftir ræðu Bjarna fór fram sögusýning: Álftamýrar- . samþykktin, eftir séra Sigurð Ein arsson í Holti. Sýningin var flutt i af Ungmennafélagi Hrunamanna, en hún var byggð á hinum sögu- fræga fundi, sem bændur f Árnes- sýslu héldu á Álftamýri 1596 til þess að mótmæla m.a. vanefndum á Gamla sáttmála og yfirgangi Bessastaðavaldsins. Á eftir flutti Sigurður Gre’ipsson, form. Skarp- " héðins stutt ávarp. Lúðrasveit Sel foss undir stjórn Ásgeirs Sigurðs- sonar lék milli atriða á hátíðarsam komunni, sem fór fram við sýn- ingarpallinn. Á eftir var dagskrá- in færð yfir á hinn nýja leikvang 1 íþróttakennaraskólans. Þar fóru » fram m.a. tvær glæsilegar hóp- 1 sýningar undir stjórn Þóris Þor- ! geirssonar og Mínervu Jónsdóttur. > Kl. 16.45 hófst glímusýning og sýndu þar m.a. margir af þekkt- ustu glfmumönnum landsins. ■ Vel heppnað mót. I Keppni var lokið fyrir kvöld- 1 mat, en um kvöldið var stiginn [ dans. Sigurvegari í knattspyrnu á v Landsmótinu var Ungmennafélag v Keflavíkur, er hlaut 14 stig. Sigur- » vegari í handknattleik varð Ung- mennasamband Kjalarnessþings v einnig með 14 stig. í körfuknattl. sigraði Héraðssambandið Skarp-1 héðinn. Það fór einníg svo að Skarphéðinn sigraði á þessu móti, hlaut 271 stig og var langt fyrir ofan næsta félag, sem var Héraðs- samband Suður-Þingeyinga, er hlaut 188 stig. Ungmennafélag Keflavíkur varð þriðja í röðinni með 93 stig. Númer fjögur Ung- mennasamband Kjalarnessþings og í fimmta sæti Héraðssamband Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu með 80.5 st’ig. Ekki er hægt að segja, að margir mjög góðir árapgrar hafi náðst á þessu móti, en keppni í mörgum greinum var ákaflega jöfn og þeir sem fylgdust með 12. landsmóti Ungmennafélags ís- lands efast ekk’i um að þarna tók margt ungt fólk þátt í keppni, sem án efa á eftir að ná langt ef það heldur áfram. Yfirleitt gekk keppn in vel og góð skipulagning var á mót’inu. Hefur Landsmóts- nefnd og framkvæmdastjóri henn- ar, Hafsteinn Þorvaldsson, unnið mjög gott starf og var þessi glæsi lega íþróttahátíð Ungmennafé- lags íslands til mikils sóma. Báða mótsdagana var sólskin frá morgn’i til kvölds og í gær mældist hitinn 25 stig 1 forsælu. Laugarvatn — '>nald at bls l. mændar. Starf okkar var mest fólgið í umferðarstjórn, en bæði á laugardag og sunnudag mátti heita að það hafi verið samfelld röð bíla hér á vegunum. Þá er al veg sérstök ástæða til þess að geta Hjálparsveitar skáta, sem vann mjög m’ikið starf hér. Þegar líða tók á sunnudag fór fólk að halda frá Laugarvatni og var allmargt manna far’ið á sunnu dagskvöldið. Flest allir keppendur og starfsmenn mótsins voru hins vegar á stgðnum í nótt. Landsleikurinn — Framh. af bls 16 „11 beztu“ nota í sjálfum leikn- um. Ekki var vitað um neinar breytingar á landsliðinu í morg- un, nema að líkur voru á að Ellert Schram, fyrirl’iði ís- lenzka landsliðsins, mundi ekki verða með. Hafði Ellert fengið uppköst og ógleð’i á laugar- daginn og var ekki orðinn vel góður í morgun. Sagðist hann ekki mundu taka neina ákvörð unum, hvorthann yrði með fyrr en eftir hádegi. Fari svo, að Ellert verði ekki með, mun Rík harður Jónsson koma inn og mundi þetta verða hans 33. landsléikur. Dönsk blöð hafa að undan- förnu skrifað mikið um lands- leikinn. Ole Madsen, fyrirliði landsliðsins segist vera kvíða- fullurumleikinn. Danir séu nú í hlutverki Rússanna, en ísland geti orðið erfitt, enda muni hann vel tvo síðustu leiki, sem báðir voru í Olympíukeppninni þeim síðari lauk með 1:1, en hinum með 4:2 hér í Reykjavík. Ellert Schram, fyrirliði ís- lenzka landsliðsins sagði í gær: Faðir minn JOHN LINDSAY lézt á ferðalagi í Frakklandi 30. júní. Jarðarförin aug- lýst síðar. F. h. fjarstaddrar móður minnar og systur John Ólafur Lindsay. Eiginmaður minn, KARL SIGURÐSSON, leikari, andaðist að morgni 3. júlí. Fyrir hönd föður hans og barna, Anna Sigurðardóttir. „Ég er bjartsýnn á þetta. Það er líka rétt, sem komið hefur fram um áhorfendur. Þeir geta aðstoðað mikið. Við viljum heyra hvatningarhróp, en ekki skammir í okkar garð, eins og svo oft kemur fyrir.“ Flugskaftur — Framh. af bls. 16 á flugleiðum innanlands og er áætl að gjaldið fyrir farþega £ utanlands flugi verði um 100 krónur. Fé þv£ sem þannig safnast verð- ur að öllum likindum varið til að bæta þjónustu við farþega á flug- völlum landsins, ekki einungis £ Reykjavik og Keflavfk, þar sem það er innheimt, heldur og úti á landi. Vantar vfða fullnægjandi flugskýli o. fl. sem að aðbúð far- þega lýtur. • Gjald þetta mun ná til allra þeirra farþega, er útlendingaeftirlit ið hefur afskipti af, en að öllum lfk indum þó ekki þeirra sem hér hafa millilendingu, t. d. með vélum Loft leiða. Nokkurn tíma tekur að koma slfku gjalðkerfi á, og ósennilegt að það verði nú f sumar. Húsmæðrakennarar Framhald at bls 1. um fornan íslenzkan vefnað. Einnig fóru þáttíakendur í heim sókn í þjóðminjasafnið, sem Kristján Eldjám þjóðminjavörð ur sýndi þeim. Hádegisverður var snæddur í Húsmæðraskóla Reykjavfkur. Síðdegis flytur Halldóra Eggertsdóttir náms- stjóri erindi um húsmæðra- fræðslu á íslandi og eftir það verður farin kynnisför um ná- grenni Reykjavíkur. Á morgun flytja fyrirlestur Steingrímur Þorsteinsson ,pró- fessor um íslenzkar bókmennt ir, Björn Th. Björnsson um fs- lenzka list og Sigurður Þórarins- son erindi um jarðfræði íslands. Hádegisverður verður snæddur í ráherrabústaðnum og eftir há degi verður farin kynnisför um Reykjavík og nágrenni, skoðuð Hitaveita Reykjavfkur. Sfðasta mótsdaginn verður farin skemmtiferð til Hveragerðis, Gullfoss, Geysis og Skálholts og snætt á Þingvöllum. Þátttakendur munu dveljast hérna fram í miðjan mánuðinn og fara í ferðalög um landið, einnig munu nokkrir þeirra fara •í stutta ferð til Grænlands. Bílveltur — Framh. af bls 16. ók á stúlkuna hélt brott af á- reksturstað, án þess að öku- maður sinnt’i hinum slasaða né tilkynnti slysið. Var Iýst eftir bílnum og hafin mik’il leit að honum unz hann fannst í rjóri á Laugarvatni og tveir umráða menn hans, sem grunaðir voru um að hafa verið und’ir áhrif- um áféngis. Á laugardagskvöldið um kl. 9 varð harkalegur árekstur milli tveggja bíla í Grímsnesi. Báðir bflarnir skemmdust mik- ið og var annar með öllu óöku hæfur á eftir. Kona og barn, sem voru í annarri bifreiðinni slös. just, þó ekki alvarlega að talið var. Aðfaranótt sunnudagsins fór bifreið út af veginum og valt í Grímsnesinu. Hún fór mjög illa, en slys varð ekki á fólki. Síðdegis á laugardaginn varð bílvelta á Skeiðavegi. Auk bíl- stjórans var einn farþegi í bif- reiðinni, og slasaðist hann all- mikið, hlaut höfuðhögg og skrámur eða áverka á höfuðið. Hann var fluttur til lækn’isað- gerða í sjúkrahúsið á Selfossi, en þaðan síðan í sjúkrahús í Reykjavík. í gærkvöldi kviknaði í bif- re’ið á þjóðveginum f Ölfusi. Rafkerfið í bilnum skemmdist það mikið af eldinum að draga varð bifreiðina burt. Þá varð umferðarslys á Reykjanesbraut hjá Hvassa- hrauni um helgina. Kona var þar á ferð í bifreið ásamt 3ja ára syni sínum. Af e’inhverjum ástæðum missti hún stjóm á bílnum þannig að hann kastað- ist út af veginum valt og stór- skemmdist. Var hann með öllu óökuhæfur á eft’ir. Konan slas- aðist allmikið og var flutt til Reykjavíkur í læknisaðgerð, en drengurinn slasaðist t’iltölulega lítið. NYTT! KANTERS brjóstahöld, nýjar tegundir. Magabelti í miklu úrvali nýkomið. með fafriaðinn á fjölskylduna Laugaveg 99, Snorrabrautar megin - Sími 24975 Skrifstofumaður Reglusamur maður óskast til skrifstofu- og verzlunarstarfa nú þegar. — Vélritunar- og enskukunnátta æskileg. Uppl. í símum 15977 og 15460. BILL OSKAST árg. ’60—’63, helzt Opel eða Taunus Station. Þó koma aðrar tegundir til greina. Uppl. í síma 16525 frá kl. 2—6 og 51069 eftir kl. 7 e.h. Loftpressa til leigu Tökum að okkur hvers konar múrbrot úti og inni. Vanir menn. Steindór Sighvatsson, sími 30435. Kveðjudansleikur fyrir dönsku knattspyrnumennina er í kvöld kl. 10 í Sigtúni. Dansað til kl. 2. Ókeypis að- gangur. Knattspyrnusamband íslands.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.