Vísir


Vísir - 05.07.1965, Qupperneq 8

Vísir - 05.07.1965, Qupperneq 8
8 VISIR Qtgefandi: Blaðaútgáfan VISIB Ritstjófi- Gunnar G. Schram AfistoSarritstjðri: Axe) Thorateinson Fréttastjörar JOnas Kristjánsson Þorsteinn 0 rhorarensec Ritstjðrnarskrifstotur Laugavegi 178 Auglýstngar og afgreiðsla Ingólfsstraetf 3 AskriftargjaM er 80 Itr á mánuOi f lausasölu 7 kr. eint. - Slmi 11680 (5 linur) PrentsmiOis Vfsi« - Frfda * Nýjar hugsjónir Nú um helgina var haldið mikið mót Ungmenna- félaganna á Laugarvatni. Minntust Ungmennafélögin við það tilefni sögu sinnar og starfs síðustu hálfu öldina og margra maetra manna, er þar hafa lagt hönd á plóginn. Framan af var starf Ungmennafé- laganna mikil driffjöður í þjóðlífinu og félögin vermi- reitur manngildishugsjóna, samhygðar og heilbrigðr- ar þjóðerniskenndar. á áranna rás breyttust þjóð- félagshættir, sveitimar tæmdust að miklu leyti og mörg baráttumál Ungmennafélaganna urðu að veru- leika. Við þessa þróun breyttist verulega sá jarð- vegur, sem Ungmennafélögin voru sprottin úr og þau töpuðu að mörgu leyti áttunum. Víða í sveitum er starf þeirra þó öflugt, en Ungme^mfélög í^þétt-. býli virðast eiga æði erfitt uppdráttar^ Laugarvátns- mótið vekur þá spurningu i hugum þeirra mörgu, sem eitt sinn hafa verið félagar í Ungmennafélög- unum og fylgzt með þjóðnytjastarfi þeirra á liðnum áratugum hvort þau muni ekki geta átt sér endur- nýjun í starfi sínu og eflt með sér nýjar hugsjónir til gagns fyrir land og lýð á þeim miklu umbylting- ar- og umbrotatímum, sem nú ganga yfir þjóðina. Vissulega er þörfin á þjóðhollu menningar- og fé- lagsstarfi engu minni í dag en þá var, en starfið allt er erfiðara, þar sem svo ótalmargur félagsskapur skiptir kröftum æskunnar í ólíka farvegi. IJm eitt mál gæti æskan í sveitum og borgum sam- einazt undir merki Ungmennafélaganna, mál, sem reyndar er gamalt hugsjóna- og baráttumál félags- skaparins og þar sera nýs átaks er nú mjög þörf. Náttúrufræðingar okkar hafa fyrir skömmu bent á þá ískyggilegu staðreynd, að landið blæs óðum upp og eykst landauðnin raeð hverju árinu sem líður. Jafnframt hafa þó skapazt skilyrði, með atbeina tækninnar, til þess að vinna miklu ötullegar með árangri að landnámsstarfi á þessu sviði en nokkru sinni áöur hefur verið unnt. Hér er fyllsta ástæða til þess að sveitir ungmenna séu stofnaðar um land aUt til þess aðvinna i þegnskyidu$*arfi að uppgræðslu landsins. það er okkur ekki vanwlaust þeim kyn- siððum, sem nú byggjum iandið, af '<<ia þvi gróð- ursnauðara og verra í hendur næstu ættliðum. Um þjóðnytjastarf á þessum vettvangi getur æskan í bæj- unum tekið höndum saman við sveitaæskuna og þannig að auki skapað vaxandi skilning og þekk- ingu á högum fóiksins, sera í borg og byggð býr. £r hér ekki um verðugt framtfðarverkefni að ræða fyrir Ungmennafélagihreyfinguna f iandinu, Merkur fomleifafundur í Noregi Fyrir nokkru fundu menn af tilviljun fornmanna haug eða kuml í Setesdal í Noregi og hefur haugur þessi reynzt geyma óvenjumikið af fornum menjum. Stendur uppgröfturinn enn yfir og hafa fjölmargir mun ir komið þar fram. sem sýna að hér er um fund að ræða frá víkingaöld. Menn komu niður á fundinn við það að verið var að grafa grunn að húsi á bændabýli einu í Rysstað f Setesdal. Hér var um að ræða litla viðbótarbygg ingu við íbúðarhús sem fyrir var á bænum og var ekki mikill gröftur. En þá kom mjög fljótt upp málmhlutur sem reyndist síðar vera forn skjaldarbóla. Ekki skildi bóndinn þó hvers kyns var fyrr en spjótsoddur kom upp. Var fomleifafræðing um nú gert viðvart um þetta. Brugðu þeir skjótt við og hafa síðan unnið í þessu. Virðist sem þarna hafi verið þrír víkinga- haugar. Síðast þegar til fréttist var búið að finna þarna þrjú sverð, þrjár axir, tvær skjaldarþólur, 15 örvarodda, tvö kvendjásn úr látúni, eina skrautnál konu, tvö beizli og mjög margar glerperl- ur ýmist með gylltri áferð eða i bláum lit. Ýmislegt fleira er þarna að finna m. a. leifar af ofnu klæði. Hluti fornleifafundarins í Setesdal í Noregi, sést hér greinilega m. a. eitt sverðið, axarblað og skjaldarbólurnar tvær. VILJA AUKA TIL MUNA Fí TIL VmiMÁLA Tillögur hafa verið lagðar fram til breytinga á laxveiðilögunum Þessar upplýsingar komu fram á aðalfundi landssambands veiðifélaga, sem haldinn var fyrir nokkru. Aðalf. gerði ákv. samþykkt, þar sem skorað er á Alþingi og ríkisstj. að auka til muna starfsemi í þágu veiði- mála. Aðalfundur landssambands- ins, sem haldinn var f Borgar nesi 20. júní s.l. sátu fulltr. veiðifél. úr 3 landsfjórðungum Eftirfarandi samþykkt var gerð: „Þar sem ræktun og veiði göngufiska er sívaxandi og arð bær þáttur í þjóðarbúskap ís- lendinga, ályktar aðalfundur Landssambands Veiðifélaga, haldinn í Borgarnesi 20. 6. 1965 að skora á ríkisstj. og Alþingi: 1. að veita það ríflegt fé til Veiðimálastofnunarinnar að hún geti sinnt aðkallandi verkefnum í rannsóknar og upplýsingaþjónustu á viðun- andi hátt. 2. að séð verði fyrir, að fé sé fyrir hendi til að styrkja nauð synlega fiskvegagerð og veiðieftirlit. 3. að ríkisvaldið styðji með löng um og hagkvæmum lánum eldisstöðvar fyrir nytjafisk.." Stjórn Landssambands veiði félaga var endurkjörin, en í henni eiga sæti Þórir Steinþórs son, skólastjóri, Reykholti, for- maður, Hinrik Þórðarson, Út- verkum, og Óskar Teitsson Víðidalstungu. TJALDSTÆÐI í BORGINNI Fyrir skömmu skoðuðu borg- milli gömlu Sundlauganna og arráð og fréttamenn tjaldstæða þelrrar nýju. Þarna er stæði svæðið nýja, sem nýkomið er fyrir bifreiðir aðkomufólks, Upp. Er það staðsett miðja vegu tjaldstæði er öðrum megin inn m*' -Ti’HBS'j&W&lll*' --- keyrslu en snyrtiherbergi hinum megin. Stutt er í Sundlaugarnar þannig að þarna virðist vera um að ræða hinn ákjósanlegasta stað. u

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.