Vísir - 05.07.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 05.07.1965, Blaðsíða 9
VÍSIR . Mánudagur 5. júlí 1965, 9 2. ÞÁTTUR FRÁ TIRÓL Tók í nefið. Stundum voru það kaþólskir sjálfir sem risu upp gegn yfir boðurum sínum. Frægastar urðu nunnurnar í klaustrinu Sonnerberg hjá Brixen fyrir mótþróa sinn gegn biskupnum. Þær hlýddu í engu boði hans né banni, heldur fóru sínu fram hvað sem tautaði, oft með lík- amlegu ofbeldi enda höfðu þær her í þjónustu sinni. Seint á 18. öld dó meykerlíng ein, rík og voldug í þessu sama klaustri. Hún hafði raunar aldrei gengið undir nunnuheiti, en vegna þess að hún var rik og arfleiddi klaustrið að eigum sínum fékk hún leyfi til að dvelja þar — lifa og deyja. Hún var guðhræddari en nokkur nunna, fastaði ákafar og oftar en þær og hýddi hold sitt. 1 einu tilliti fékk hún þó ekki staðizt freistingar djöfulsins. Hún tók i nefið svo ferlega að hreinni hneykslun olli. Andlit sitt, og þó einkum nef, smurði hún svo daunillum smyrslum að engum var vært í návist hennar og allir fögnuðu þegar hún loks gaf upp öndina. Merkilegur dalur. Drjúgan spöl fyrir sunnan letrað að skarðið væri lokað vegna snjóskriðuhættu. Daginn áður hafði fjöldi manns farizt í Ölpunum vegna þess að menn hlýddu ekkj varúðarráðstöfun- um og lögðu inn á hættusvæði ýmist á skíðum eða í bifreiðum og urðu svo undir snjóskriðum sem steyptust fyrirvaralaust yf- ir þá og grófu lifandi. Og þar sem við höfðum í huga að reyna að lifa fáeina daga leng ur ákváðum við því að snúa til baka og reyna að komast eftir öðrum leiðum til Ausur-Tíról. Vígvöllur. Leiðin lá nú til baka til Brix en, en þar lögðum við að nýju inn á hliðarspor, sem lá sunnar eftir Tírólölpunum, framhjá Spinges og Bruneck, eftir dal sem Pusterdalur' heitir. Hjá Spinges unnu Tírólbúar frægan sigur gegn ofurefli liðs Napóle- ons mikla, en einmitt í Tíról varð Napóleon sér þess meðvit andi í fyrsta skipti, að her hans var ekki ósigrandi þótt sigur sæll væri, Pusterdalur er langur og við ast hvar frjósamur, með mörg um þorpum eða einstökum býl- um og grassléttum ökrum eða skóglendi til skiptis. Hann ligg Um mánaðamótin apríl-maí er enn vetur á hæstu fjallvegum í Suður-Tíról, enda margir lokaðir vegna snjóþunga. einnig brátt úr rekkju og klukk an hálf níu vorum við enn lögð af stað. Við héldum þó aðeins stutta stund eftir aðalleiðinni sem liggur suður á Pósléttuna, heldur beygðum brátt inn í þrönga og djúpa, afskekkta og fámenna þverdali vestur i Dólo mitafjöllin. Vegurinn er örmjór, víðast hvar lagður utan í ægi- brattri fjallshlíð svo menn sundlaði við að horfa út úr bif- reiðinni. Ég braut oft heilann um það hvernig færi ef við mættum bifreið eða einhverju öðru farartæki. En til þess kom ekki, við vorum einráð á þess um afskekktu fjallaslóðum. Þess sáust engin merki að neinir aðr ir ferðalangar kærðu sig um að kanna þennan óþekkta afdala- heim. Einstök bændabýli eða afskekkt þorp blátt áfram héngu utan i hlíðunum, sem voru svo brattar að illmögulegt virtist að fóta sig í þeim. Eftir að hafa farið yfir 1537 metra hátt fjallsskarð lentum við niður í djúpum dal sem heit ir Zontadalur. Við ætluðum upp úr honum yfir annað skarð sem var 100 metrum hærra yfir sjó en það sem við höfðum kom ið yfir. Þar urðum við samt að snúa við, því að nóttina áður hafði snjóskriða fallið yfir veg inn og á honum lá nú 4 metra djúp leðja. Þrautalendingin var annað fjallsskarð, sem lá i 1800 metra hæð yfir sjó. Sem betur fór reyndist það fært, en víða lágu 1—2 metra háir skaflar FaríB Brixen beygjum við til austurs út af þjóðveginum suður til Stalin. Við höfum ákveðið að heimsækja dal, sem Grödnerdal ur heitir. íbúar hans tala tungu mál, sem er ólikt þvi sem ná- grannarnir tala. Það er retoróm anska ævagamalt mál, sem hvergi hefur haldizt í veröld- inni nema í fáeinum afskekkt- um fjallsdölum í Sviss og Suður Tiról. Enginn Austurríkismaður Þjóðverji eða ítali skilur orð af því sem íbúar þessa dals tala. Fyrir annað eru íbúar Grödnerdals þó enn frægari. Það er fyrir útskurð sem þeir hafa stundað öldum saman og stunda enn í dag. Hann er aðalatvinnugrein þeirra og fyrir þessa listgrein hafa þeir hlotið Evrópu — ef ekki heimsfrægð. Nú hafa íbúarnir aðaltekjur sín ar af ferðamannastraumi og engan veginn að ófyrirsynju. Grödnerdalurinn er langur og mynni hans svo þröngt að mað ur veitir því naumast athygli að þar sé til smuga fyrir ak færan veg. En vegurinn vindur sig áfram í gegnum djúpa skógi vaxina skoru eða gljúfur og brátt opnar dalurinn sig. Hann er við fyrstu sjón ekki frábrugð inn öðrum Alpadölum, háar og brattar hliðar grasi — eða skógi vaxnar rísa upp á báða vegu og bæir og sel standa hátt uppi í hlíðunum. En brátt risa undarlega fagurmótaðir tindar upp úr umhverfinu og gnæfa við himinn, það eru rauðbrúnar hamraborgir sem rísa upp i hrikahæð — fyrstu forboðar Dólómitafjallanna. Við höfðum upphaflega ætl- að okkur að halda áfram upp úr Grðdnerdalnum yfir svokall að Seilaskarc sem er í 2200 metra hæð yfir sjó, en þegar við vorum komin langleiðina lá slá þvert yfir veginn, og á hana §0191 TiiJiJBT.bcrrí': ur hæst í um það bil 1500 m. hæð yfir sjó og þar náði snjór sums staðar niður að veginum, þó hvergi á veginum sjálfum. Þegar við áttum eftir um 30 km. i áfangastað, Cortina, lá vegurinn allt í einu inn í hrika djúpt fjallskarð. Þar voru áður landamæri Austurríkis og italíu og þar var barizt mánuðum og árum saman í heimsstyrjöldinni fyrrri, barizt upp á líf og dauða og þessi dalbotn má heita einn samfelldur valur. Þar eru kirkju garðar og grafir frá þessum tíma, legsteinar og minnismerki sem gefa nöfn þeirra til kynna, austurr. og ítalskra sem létu lífið fyrir ættjörðina. Sundur- skotin virki í dalsbotninum gefa bezt til kynna þau átök, sem þarna hafa átt sér stað. En yfir k markaði f Suður-tírólskri b*»rg. þessum feigðarval gnæfa fjalla- tindar yfir þrjú þúsund metra háir og hömrum girtir til efstu brúna. Heimur vetrarlþrótta. Hálfri stundu seinna vorum við í Cortina, einum frægasta vetraríþróttastað Ítalíu ,og þar voru vetrarolympíuleikarnir háðir árið 1956. Bærinn ber beggja megin-vegar. Allan þennan dag, frá morgni til kvölds, lá leið okkar ýmist um hyldjúpa dali eða gljúfur, hátt utan í snarbröttum fjalla hlíðum eða yfir há og óhugnan leg fjallaskörð. Það hæsta lá i 2239 metra hæð yfir sjó, rúm lega 100 metrum hærra en Hvannadalshnúkur. Þar voru sams staðar 6—10 metra háir skaflar meðfram vegabrúninni. þess minjar í ríkum mæli. Risa stór gistihús, ríkulegar hallir auðkýfinga og vezlunargötur, þar sem hver búðin reynir að yfirstíga hina í dýrum lúxus vamingi. Þar er allt til reiðu sem falboðið er i London, Róm eða París — en á margföldu verði. Það er-ðt maí þeniaan dag' óg það er T0 $tiga hití þegar við, komum. Ibúárnir í Córtíriá 'kalíá það veti'aítkuldá' áf verstu'éráðú ' Morguninn eftjr, .þegar ég; leit útjívar klukkan hálf séx. Samt vom allir fjallstindar baðaðiri’f margunsól., Það var falleg sjón.. Þótt rúmið væri hlýtt og nota legt freistaði þessi fagra sýn mín og ég gat ekki stillt mig um að fara á ætur og leggja leið mína um bæinn. Þó mun- aði minnstu að ég sæi eftir því fyrst þegar ég kom út. Það var ísköld gola — sannkölluð nepja og ég varð að hlaupa við fót til að fá hifa í líkamann. En það svaraði kostnaði. Umhverfi Cortina er hrikafagurt. Hver tindurinn öðrum fegurri og hrikalegri gnæfa í himinhæð yf ir dalbotninum, þar sem Cort- ina liggur. Á hrikalegum fjallaslóðum. Rifu kjaft Undir kvöld komum við til Bozen, stærstu borgarinnar í Suður-Tíról. Kjami hennar er frá því á miðöldum, gamaldags í, með þröngum götum, bogagöng um, skrautlegum kirkjum og £- burðarmildiurii höllum. Borgin . ljggur ,ropli ^narbrattra gróður 'váxínria íiæSa og í frjósömum ' -' ÖaBf b&inOitfaámhaldi af Brenn- . erskapðinu.,. Hér erum við ná- Tægt þvi aí 'vera á mörkum fT Suður-ÍTÍtóSIs 6g Italiu, enda má þeitg að- íuinarhver maður tali itölsku ' Óg 'hinn þýzku. Álfka glöggt era ó§ útlitsmerki fólks ins. Forn og mikill kastali, Greif enstein, liggur á klettabrún skammt fyrir utan Bozenborg. Hann var talinn vera óvinnandi í gamla daga vegna legu sinnar Það vissu eigendumir og ábú endumir líka mæta vel og rifu kjaft við konunga og fursta eins og þóknaðist hverju sinni. Framh. ð 4. srfðu. EFTIR ÞORSTEIN JÓSEPSSON Ferðafélagar mfnir risú nú ss . /o

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.