Vísir - 05.07.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 05.07.1965, Blaðsíða 15
V1SIR • Mánudagur 5. júlí 1965. /5 hver ævintýrahetja sagði Linda og var vottur aðdáunar og virðingar í rödd hennar. — Það er hann líka f raun og veru, játaði herra Schmidt. Hann reis á fætur. — Nú verðið þér að afsaka mig, ungfrú Redfern. Ég verð að fara og gegna skyldustörfum mfnum. JENNIFER AMES: Mannrán og ástir SAGA FRÁ BERLIN — Hvflík endaleysa. sagði Ree- fern kjarnorkuvisindamaður og há- skólakennari og sló plpuhausnum sfnum við borðröndina. Hvaða á- stæðu gæti nokkur haft til þess að fara að ræna mér? Linda hrærði hugsi á svip í kaffibollanum sínum og ekki bros- andi og hlýlega, eins og ávallt, þeg ar hann talaði við hana. Hún var mjög áhyggjufull og vottaði fyrir uppgjafarsvip á andliti hennar. Margir hinna ungu manna, er gengu fram hjá gistihúsinu, veittu henni athygli, og sumir litu um öxl til þess að virða hana betur fyrir sér. Hún var fríð sýnum, grönn, með hrokkið jarpt hár og stór grá- leit augu. Augnsvipurinn bar því vitni, að hún var vökul og áhuga- söm. Þetta. var snemma sumars og ó- vanalega hlýtt í veðri. Hún var klædd ljósum rósóttum baðmullar- kjól. Hún leit á föður sinn: — En þU veizt það, pabbi, að hér getur hvað sem er gerzt, — mannrán hafa átt sér stað. Blöðin segja frá slíku við og við og það getur ekki hafa farið fram hjá þér. Ég vildi, að þú værir ekki eins mikið á ferli og þú ert án þess að hafa mig með. Og þú veizt að ég lofaði vinum þínum heima á Eng landi, að hafa vakandi auga á þér. Faðir hennar þuklaði um anann eyrnasnepilinn og reyndi að leyna brosi. Hann var fremur lágvaxinn maður, gáfulegur, ennið hátt og hvelft, hárið næstum grátt, og auguri grá eins og augu Lindu og þó nokkru dekkri. Þótt hann brosti bar svipur hans vitni seiglu — og þráa - og að þetta tal dóttur- innar hafði farið í taugarnar á hon um. — Ha, næstum hvæsti hann, þú hefir verið að hugsa um allt þetta mas náungans Ur utanríkisráðu- neytinu. Ég gæti nU bezt trúað, að allt sem hann sagði hefði farið inn um annað eyrað þitt og út um hitt, ef hann væri ekki fjári laglegur strákur. Og nú hló Redfern dátt. — En ég segi, dóttir góð, þeir eru búnir að fá það á heilann að kjarnorkuvísindamenn séu stöðugt í lífshættu ef þeir voga sér i nánd við þetta svo kallaða járntjald — jafnvel að þeim verði rænt. Af hverju slapparðu ekki af og lítur á þetta sem skemmtilegt sumar- leyfi eins og það er. — Skemmtilegt sumarleyfi, end- urtók. hún og brosti, en það var hæðnisvottur í brosi hennar. Já, það hefði átt að geta verið það. Og hún hafði sannarlega haldið, að það mundi verða það. Að vísu voru tildrögin þau, að faðir hennar var hvattur til þess a?S fara einmitt til Berlínar, vegna þess að þar var læknir, frægur sérfræðingur, er framar öðrum mundi geta lækn að hann af því, sem þjáði hann, en er hún hafði rætt við „mann- inn f utanríkisþjónustunni" hafði henni skilizt, að það gæti verið viss áhaetta 4fyrir föður hemiar því samfara, að fara einmitt til Vestur Berlínar. Þess vegna reyndi hún þegar í upphafi að fá föður sinn of an af því að fara þangað, — hann gæti alveg eins leitað til sérfræð inga í London eða í Parls. En faðir hennar var bUinn að taka sína á- kvörðun, og tæki hann ákvörðun, var gersamlega tilgangslaust að fá hann til þess að hvika frá henni. Og svo fór hún með honum til | Vestur-Berlínar og slðan þau komu jtil Vestur-Berlínar hafði henni ekki tekizt að slappa af eina ein- ustu sekúndu. HUn hafði nefnilega þegar orðið þess vör, að í þessari miklu borg, sem var skipt i tyo hluta, var loft allt lævi blandið. Þau höfðu nú verið þarna þrjá daga og hún hafði orðið þess vör, að I þessari borg gerðist margt dularfullt, annarlegt, á yfirborðinu og undir því. Stund- um vaknaði hún með andfælum um miðja nótt við fótatak á götunni og þá fór eins og hrollur um hana, eða við það að klukka slð I kirkjuturni — vitanlega þurfti ekk- ert annarlegt að vera við það, þótt hún vaknaði við fótatak eða ann- an hávaða, en áhrifin voru svona á hana. Redfern prófessor lauk við að drekka kaffið sitt, þurrkaði sér um munninn og reis á fætur. — Ég fer upp í herbergið mitt, sagði hann, og dunda við að lesa prófarkir af nýju bókinni minni. Slðan getum við farið I skemmti- göngu til Pherdhofstrasse. Mig lang ar til að sýna þér litlu forngripa- verzlunina, sem þar er, og ég þeg- ar hefi sagt þér frá. Eigandinn, Hans Lehmann, hefir þar vissulega góða hluti og eftirsóknarverða á boðstðlum. Linda sat alein við borðið eftir að hann var farinn upp. Hún bað um meira kaffi og reyndi að bægja burt öllum óttahugsunum, en til- finningin um, að einhver hætta vofði yfir föður hennar, hafði far- ið vaxandi með hverjum degi, með , hverri stund. HUn óskaði sér þess innilega, að hún væri komin heim í litla syfjulega bæinn Camvell í Dorset, þar sem faðir hennar vann að kjarnorkurannsóknum sínum. Oft hafði henni leiðzt þar og hún hafði óskað sér þess, að hUn gæti komizt eitthvað burt, ferðazt, séð önnur lönd, en nU þegar hún hafði fengið slíka ósk uppfyllta langaði hana mest af öllu til þess að vera komin heim aftur. Að minnsta kosti burt frá þessari dularfullu stórborg — Berlín. ' Allt í einu lyfti hún höfði og Ieit til aðaldyra þaðan, sem hún sat utan gistihUssins. Aðstoðar-gisti- hússstjórinn, herra Schmidt var að ganga út á tröppurnar. Hann var ungur maður, ljós yfirlitum, og hún hafði talað við hann nokkrum sinnum. Schmidt hraðaði sér nú á- samt burðarmanni að bfl, sem num ið hafði staðar á innkeyrslunni. Út Ur bílnum kom einkennilegt mannsafn, tveir óbreyttir enskir hermenn, herlögreglumaður og kapteinn Ur hernum, og I miðjum hópnum hár, veiklulegur maður, sem þeir studdu milli sín. Andlit hans var þjáningarfullt og það var sem-augun, væru hálfsokkin inn: í. augnatóttirnar. Hann gat varlaystað'. ið á fótunum og þeir urðu næstum að bera hann upp tröppurnar. Þeg- ar þeir voru komnir inn reis Linda snöggt á fætur. Herra Schmidt varð hennar var —hann hafði ekki farið inn með hinum, gekk á móti henni. Linda var ein gesta I gistihúsinu þarna — hinir allir farnir eftir að hafa drukkið kaffi að hádegisverði lokn um, annað hvort til herbergja sinna til þess að fá sér lUr, eða eitthvað út f bæ til þess að skoða sig um. — Hafið engar áhyggjur af þvl, sem þér sáuð sagði Schmidt. Hann brosti til hennar en virtist óstyrk ur nokkuð á taugum. Ég get full- vissað yður um það, ungfrú Red- fern, að þetta þarf ekki að valda neinum áhyggjum. — En veslings maðurinn, hann leit hræðilegt út, sagði Linda af mikilli samUð. Hann hlýt- ur að vera mikið veikur. Eða kom eitthvað fyrir hann? Herra Schmidt var hikandi á svip. Svo dró hann fram stól. — Með yðar leyfi — eigum við að setjast snöggvast? Linda kinkaði kolli. — Ef ég segi yður nánar frá þessu, sagði hann, verðið þér að lofa mér að láta það liggja I þagn- argildi? Yður skilst vafalaust, að ég hefi mínar ástæður til þess að fara fram á þetta. — Vitanlega, herra Schmidt. Það fór ekki fram hjá Lindu, að honum var mikið niðri fyrir, þótt hann væri rólegur á yfirborðinu. — Ég hefi ekki leyfi til þess að segja yður hver hann er, en það kunnið þér að frétta frá einhverj- um ensku gestanna, sem hér eru. Og sjálfsagt eitt og annað og er varlegast að trúa ekki öllu, en þessi maður er nýsloppinn frá sovézka hernámssvæðinu. Brezku hernáms- yfirvöldin hafa beðið okkur fyrir hann. Við höfum gert þeim slikan greiða fyrr og þeir vita, að þeir geta treyst okkur — Slapp hann frá sovézka her- námssvæðinu? Eigið þér kannski við að það hafi verið farið með hann þangað gegn vilja hans? Það lá við, að hún tæki and- köf áður en hún gat stunið þessu upp. Og svo sagði hún af sömu sam úðarhlýju og áður: —Veslings maðurinn. Hann leit alveg hræðilega út — Það er alveg satt, sagði herra Schmidt hægt, en sem betur fer er hann nú hingað kominn og við skulum sjá um, að hann verði ekki tekinn aftur. — Tókst honum að flýja af eiginn rammleik? Hann leit ekki út fyrir að geta bjargazt án aðstoðar ann- arra? Herra Schmidt hikaði enn, áður en hann svaraði. — Nei, hann naut aðstoðar ann- arra, annars væri hann ekki hingað kominn. „Riddarinn" bjargaði hon um og vann þar enn eitt afrek sömu tegundar. „Riddarinn", endurtók hún undr andi. — Já, svaraði hann. Allir Berlín- anbú'ar^kalla-hamiu.iþýi' iöafnj, Mig furðar, á því, að þér. skúlið' ekki hafa heyrt hann nefndan, þótt dvöl yðar hér sé enn skömm, en nafn hans er á hvers manns vðrum, en enginn veit hans raunverulega nafn og enginn virðist hafa séð hann eins og hann Htur út I raun og veru, en samt er hann alls stað ar og hefir margoft hjálpað Vest- urveldunum. Rússar mundu greiða milljónir, til þess að hremma hann, já, kannski bara til að fá að vita um nafn hans og þjððerni, eða einhvers vlsari, sem gæti leitt til þess að þeir næðu honum. En þeir vita ekki enn meira en við — og ef þeir vissu eitthvað mundu þeir steinþegja um það. En vegna þess að enginn veit um hann hefir hann getað haldið áfram björgunar starfsemi sinni og hlær að RUss- unum. Setjum nú svo, að einhver hverfi, en Riddarinn veit ekki að- eins hvar hann er að finna, hann fer og bjargar honum og kemur með hann. Þessi veslings maður fannst liggjandi utan f enskum bíl, nðlægt-Potzdam Platz. Enginn veit hvernig hann komst þangað, en hans hafði verið saknað vikum saman, og allir gizka á — já, telja vfst, að Riddarinn hafi bjarg að honum. — Manni dettur helzt I hug ein- tsnss WHEN WV FATHEK'S FATUEK L1VEP,TAKZANV UKURUS KLILLEC PLEWTY PEOPLE-ANP LAU6HEP. BUT NOW, WHEN WE K.ILL A\EWlWESOKK.Y...EVEK WHEN THEY'K.E EVIL MEN WHO W0UU7 KILLUSÍ HE SAIP HE'7 LEFT HlS TKAPEK'S > PEKMT NAILEP TO HIS TRACING' STATION'S WALL, FRIEU7 AMTI. I HAVE A 5ET WITH WVSELF \WE WOK'T FlkP IT ' Tanrzan og Ururumennirnir flýta sér yfir óbyggða sléttuna þá grunaði að verzlunarmaðurinn dauði hafði ekki getað sýnt leyf- ið vegna þess að hann hafði ekki leyfi sem verzlunarmaður. Þegar faðir föður míns var á lífi Tarzan drápu Ururumenn fjölda fólks og hlógu af því. En núna, þegar við drepum menn þykir okkur það leitt, jaf nvel þegar það eru vondir menn, sem hefðu drepið okkur. Hann sagði að hann hefði skilið verzlunarleyfi sitt neglt við vegg stöðvarinnar Miti vinur ég þori að veðja um að við finnum þa8 ekki. flytur ciaf-tega m. a.: nýjustu fréttir f máli og myndum sérstak. efn« fyrir unga fólkit iþróttafréttir myndsja rabb uu mannlífið, séð i spegilbroti bréf fr» lesendum stjörnuspá myndasögur framhaldssögu þjóðmáiaf réttir og greinar dagbók s ler ódýrasta dagblaðið |til fastra kaupendð-.. — áskriftarsimi ! Reykjavík er: 11661 AKRANES lAfgrei'Aslu VISIS á Akranesi )annast Ingvar Gunnarsson, isfmi 1753 Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangaö ber aS snúa sér, ef um kvartanir er að rseða. AKUREYRI |Afgreiðslu VISIS á Akureyri jannast Jóhann Egilsson, ,sfmi 11840 ATgreiðslan skráir nýja kaupendur, og þangað ber af snúa sér, ef um kvartnir er að rœða. VÍSIR ASKRIFENDAÞJONUSTA Áskriftar- Kvartana- siminn er 11661 virka daga (ci. 9-20. nema taugardaga kl. a-ia.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.