Vísir - 05.07.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 05.07.1965, Blaðsíða 16
itisik Mánudagur 5. júK 1965. Síldveiði geng- ur treglega Þrátt fyrlr gott veður á síldar- miSumun eystra um helgina, hefur skipunum gengið frekar illa að ná f síldina, sem er stygg og dreifð. í gær og nótt fengu 7 skip 3600 mál og tunnur. Gott veður var þá á suðurmiðunum en þoka seinni hluta nætur. Þessi skip hafa fengið afla frá því á aðfarnótt laugardagsins þangað til í morgun, og er það all- ur síldarafTinn, sem komið hefur á land, síðan stöðvuninni lauk: Vonin 150 tunnur, Sigurður Bjarnason 300, Helgi Flóventsson, 300, Víðir II. 200, Ingiber Ólafs- son 150, Höfrungur III. 350 Barði 300, Rifsnes 100, Ólafur bekkur 300, Einar Hálfdáns 170, Skarð.s- vfk 200, Sif 100, Sæþór 100, Bjarmi II. 250, Jörundur III. 160, Akurey 140, Þórður Jónasson 100, Gullfaxi 800, Hvanney 500 mál, Lómur 1000 mál og Árni Magnús- son 900 mál. Margar bílveliur og umferðarslys Nokkur umferðarslys og önn ur umfcrðaróhöpp urðu á ýms- um þjóðvegum utan Reykjavik ur um helgina og hefur Vísir haft spurnir af nokkrum þeirra' einkum á þjóðvegum f Árnes- syslu, en þar var meiri bifreiða umferð heldur en dæmi eru til áður á þessu sumri. Samkvæmt upplýsingum sem Visir fékk, bæði hjá lögregl- unni á Selfossi og Mka á Laug- arvatni urðu nokkur umferðar- slys og óhöpp á vegum til Laug arvatns og eins á Laugavatni sjálfu. Meðal annars ultu tveir bílar á Laugarvatni á föstudaginn. Annar þeirra var jeppabifreið sem valt á Maðinu, en einn var Opelbifreið frá Akureyri og urðu talsverðar skemmdir á báðum, en ekki meiðsli á fólki. Á laugardaginn varð bflvelta á Mosfellsheiðarvegi móts við Seljabrekku og önnur b'ifreið valt á Hellisheiði er krani var að draga bfl. Ökumaður bílsins missti stjórn á bllnum með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veg'inum og valt. í hvorugu þessara tilfella urðu slys á fólki. Aðfaranótt sunnudagsins var ekið á tvær manneskjur á Laug arvatni, pilt og stúlku, en sitt í hvort skipið. Pilturinn mun lítið hafa meiðzt, en stúlkan fanst liggjandi í götunni sikor- in í andlíti og skrámuð. Gerð var bráðabirgðaaðgerð þar eystra á meiðslum hennar, en síðan flutt til Reykjavíkur, þar sem hún á heima. Bfllinn sem Framh. á 6. síðu. Dönsku leikmennirnir komá á Reykjavíkurflugvöll í gær. Þétt þoka var yfir veUinum, þegar þeir lentu og voru miklir erfiðleikar á að lenda. Vonandi vefst það jafn niikiö fyrir liðinu að sigra f kvöld. Mörg verkföll í vikunni Mikið verður um verkföll í vikunni, sem nú er að hefjast, en ekki verður um samfelldar aðgerðir að ræða hjá verkalýðs- félögunum. Engir sáttafundir hafa veriS boðaðir. — Seinasti sáttafundur var haldinn siðast- liðinn föstudag, en hann bar eng an árangur. í dag og á morgun verður verkfall Dagsbrúnar hjá olíufé- lögunum og stöðvast vinna á öllu því svæði, sem Dagsbrún hefur samninga fyrir við olíu- félögin. Það verður því engin afgreiðsla á benzínafgreiðslu- stöðum olíufélaganna i dag og á morgun, en á öðrum benzin- afgreiðslustöðvum sem ekki eru rekin af oliufélögunum, verður hægt að fá benzín. Þessir stað- ir eru Nesti við Elliðaár og í Fossvogi, Bæjarleiðir og Hreyf- ill. Á fimmtudag gera félögin í Málm- og skipasmlðasamband- inu verkfall. Hefst það kl. 24 á miðvikudag og stendur til kl. 24 á fimmtudag. Á föstudag og laugardag gera verkamannafélögin og verka- kvennafélögin í Reykjavik og Hafnarfirði verkfall. Þetta eru verkamannafélögin Dagsbrún og Hlíf og verkakvennafélögin Framsókn og Framtíðin. Verk- fallið nær til alls verkafólks á starfsvæði þessara félaga, nema starfsfólks Mjólkursamsölunn- ar, Áburðarverksmiðjunnar og olíufélaganna. Föstudag og laugardag hefur Mjólkurfræðingafélag Islands boðað til verkfalls. Sólarhrings síldarafli við Eyjar mestur 23 þús. tn. Nokkur síldveiði var vlð Eyjar í gærkvöldi og nótt Talsvert var um kræðu, sem ánetjaðist. Mest- an afla hafði Eldey 1500 tunnur, Keflvíkingur Helga og Bergur 5- Nýtt flug- vallagjald UndanfariS hafa fariS fram viS- ræSur milli samgöngumálaruneytis og flugfélaganna um innheimtu flugvaUagjalds, svokallaSs, sem FlugráS hefur heimilaS aS inn- heimt verSi af farþegum, er fara héðan til útlanda. Slíkt gjald hefur verið til um- ræðu siðan 1960, og með nýju loftferðalögunum frá 1964 er tíl ótvíræð heimild um innheimtu slfks gjalds. Flugráð lagðist hins vegar gegn innheimtu sllks gjalds Framh. á bls. 6. 700 mál hver bátur og nokkrir l Eyjar eða síSan 3/7, en þá nam slatta. Súld var á miSunum f nótt. aflinn 23.000 tunnum og var þaS jbezti sólarhringurinn. Undangengni tvo sdlarhringa hef j Bátum á sfldvéiSum mun heldur ur veriS fremur treg sfldveiSi viS I hafa fjölgaS en hitt. „Afram Island!" Níundi Bandsleíkurínn við Dani fer fram í kvöld a Laugardalsvellinum í Rvík f kvöld reynum við aftur. Níunda tilraunin verð- ur að heppnast. Frá 1946 höfum við alltaf oðru hverju reynt að vinna Dani í landsleik í knatt- spyrnu, en ekki tekizt. Síðasta tilraunin var bezt. Þá gerðum við jafntefli við þá í Kaupmaimahofn í undankeppni Olympíuleikanna, 1:1, og það voru Danir, sem hrósuðu happi, skoruðu jöfnunarmark- ið rétt fyrir leikslok. Hvers vegna skyldum við þá ekki geta sigrað þá á heimavelli í Laugardal? Formaður KSl, Björgvin Schram, sagði i gær, að miðasalan hefði aldrei gengið jafn vel og nú. Það má búast við miklu fjölmenni, ekki sizt ef veðurguðirnir verða lands- leiknum hliðhollir. Á blaðamannafundi fyrir helg ina sagði Björgvin Schram við blaðamenn ,að það væri álit sitt að áhorfendur geti gert meira til að hvetja sitt lið en gert er almennt á leikjum lands liðsins. Þetta sama hafa margir landsliðsmannanna siðan stað- fest. Þetta mál hefur oftlega ver ið rætt faér á síðunni, bæði nú f sumar og undanfarin sumur. „ÁFRAM ÍSLAND" ætti þvi að hljóma á Laugardalsvelli þær 90 mínútur, sem leikurinn stend ur, með öllum þeim raddstyrk, sem þær þúsundir, sem þar verða samankomnar, hafa yfir að ráða. Það Hggur í hlutarins eðli, að sú stemning, sem verð- ur á áhorfendapöllunum smitar ósjálfrátt leikmennina. Þess vegna er „taktfkin", sem not- uð verður á áfaorfendapöllum, ekki minna virði nú en sú, sem Framh. á 6. síðu. Borgin tæmdist að mestu Samkvæmt upplýsingum, sem Vfsir fékk hjá Vegamálastjórn- inni i morgun fóru 20.470 bílar yfir ElUðaárbrúna um helgina, eða frá þvf kl. 5 e. h. a fðstudag til jafnlengdar á sunnudaginn. Hér er að vísu átt bæði við þá blla, sem fóru úr borginni og komu til hennar, en þð talið, að um 80—90% þeirra hafi þó stefnt burt úr henni. Straumurinn til borgar- innar var aðallega eftir fram- angreindum tima í gærkvöldi. Þessi umferð gefur nokkuð til kynna, að Reykjavik hefur verið að meira eða minna leyti tóm borg um helgina, enda hafði lögreglan áþekka sögu að segja — óvenjulega lítið að gera og róleg helgi. Umferðin yfir Elliðaárbrúna um síðustu helgi er þó ekkert einsdæmi þrátt fyrir aukinn bila kost landsmanna. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Vega- gerðin gaf Vísi, varð umferðin t. d. meiri um verzlunarmanna- helgina I fyrra, enda er það mesta umferðarhelgi ársins. Um Reykjanesbraut var um- ferðin um siðustu helgi með minna móti miðað við það, sem venja er til. Yfir Fossvogsbrúna fóru t. d. 14.500 bílar á sama tíma og nær 20.500 fóru yfir Elliðaárnar. En þar hefur um- ferðin komizt upp í 19000 bila um eina helgi. Annars hefur sem næst 10% umferðaraukning orðið víðast hvar á þjóðvegum landsins, mið að við s.l. ár.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.