Vísir - 19.07.1965, Page 16
VISIR
iTuiiixtudgur ítf*' juii
Tök jokka með
9200 kr. I
Rannsóknarlögreglan handtók í
gær mann sem stoliS hafði jakka
og kr. 9200 sem voru í veski í
jakkanum. Nánari málsatvik eru
þau, að fyrir helgina sátu nokkrir
menn að ðrykkju um borð í ísl.
sidpi í Reykjavflcurhöfn. Þótti
mönnum nokkuð heitt f veizlunni
og fóni þeir því úr jökkunum.
Einn af gestumun þótti heldur 6-
velkominn og gerðist það næst að
Framh. á 6. sfðu.
Fyrir nokkru ákvað bæjar-
stjórn Vestmannaeyja að leita
eftir tilboðum í vatnsleiðslur til
að flytja neyzluvatn frá Iandi
til Eyja. Með þessu má segja
að bæjarstjómin hafi endanlega
horfið frá því að reyna frekari
boranir eftir vatni f Eyjunum
sjálfum, eina leiðin er að fá það
úr landi. Vatnsskortur hefur
verið tilfinnanlegur í Eyjum
nærri allt þetta ár og stafar það
mikið af því, hvað úrkoma hef
ur verið lítil um allt Suðurland.
Þórhallur Jónsson verkfræð-
ingur, er áður var bæjarverk-
fræðingur í Eyjum en býr nú
í Kópavogi annast frágang út-
boðslýsingar og mun útboð
verða tilbúið nú um mánaðar-
mótin. Tilboða verður leitað
f tvennu lagi. í fyrsta lagi í
pípuefnið og í öðru lagi í það
verk að leggja það.
Pipur þær sem hér verða not
aðar eru plastpípur og er gert
ráð fyrir í fyrstunni tveimur
6 tommu pípum. Slíkar plast-
pfpur eru vfða notaðar erlend
is, bæði til vatnsflutninga, kló-
aks og utan um kapla. T.d. em
þær mikið notaðar til að flytja
vatn út í eyjar við strendur
Noregs og Svíþjóðar. Á einum
stað við Svíþjóð er m.a. 24
tommu vatnsleiðsla lögð á sjáv
arbotni um 4 km. leið.
Leiðin milli lands og eyja er
13 km. og mesta dýpi er 90
metra djúpur áll. Plastleiðslurn
ar eru léttari en vatn og þvf
Framh. á bls. 6
Löndun gekk mjög erfiðlega og biluðu dælurnar hvað eftir annað. Á myndinni sést amerískur sérfræð-
ingur, sem hingað kom f sambandi við flutningana, athuga aðra síldardæluna.
Máli brezka togarans Corena frá
Fleetwood, sem varðskip'ið Þór
tók um m'iðja sfðustu viku, lyktaði
þannig á laugardaginn, að skip-
stjórinn Mr. WiHiamsson undir-
gekkst með dómsátt að greiða 26
þúsund krónur f sekt auk kostnað-
ar. Sekt þess'i er samsvarandi
hinni svokölluðu hlerasekt, það er
refsing fyrir að vera með óbúlkuð
veiðarfæri.
Við yfirheyrsiur í málinu hafði
111 ................ ■ —............
Williamsson neitað því eindregi?
að hafa verið að ve'iðum innan land
Jielgi. Þar sem landhelgisgæzluna
skorti og sönnunargögn fyrir því
var þetta talin eðlileg lausn á
málinu eft'ir að skipstjórinn hafði
viðurkennt að veiðarfæri hans
hefðu verið óbúlkuð innan land-
helgi. Málið var t'il meðferðar á
ísafirði hjá fulltrúa bæjarfógeta
Einari Gunnari Einarssyn'i.
Féll niður af svöl-
um og beið bana
Um kl. 23.30 á Iaugardags-
kvöldið fánnst ungur piltur
liggjándi við fjölbýlishúsið LjÓs
heima 8 hér í borg. Þegar í stað
var kallað á lögreglu og sjúkra-
Iið. Pilturinn var fluttur á
Slysavarðstofuna, en þegar
þangað kom var hann látinn.
Pilturinn, sem hét Viktor Gunn
laugsson, til heimilis að Ljós-
heimum 12, sem er f sama fjöl
býlishúsi, hafði fallið niður af
svölum og beðið bana. Málið
er í rannsókn hjá lögreglunni
og í morgun var ekki vitað af
hvaða hæð Viktor hafði fallið,
en lítil stúlka sagðist hafa séð
hann í fallinu. Viktor var 18
ára gamail.
Rublsia-Fyrsta síldarflutningaskipið komið
til SV-lands, en ólag á dælum jbess
Sl. miðvikudag kom til Kefla-
víkur annað af þeim tveimur
sfldarflutningaskipum, sem Sfld-
arflutningar sf. hafa á leigu, en
að því fyrirtæki standa fjórar
síldarverksmiðjur við Faxaflóa.
Mjög erfiðlega hefur gengi’ð að
landa úr skipinu. Fljótlega eftir
að byrjað var að landa á mið-
vikudagskvöldið bilaði önnur
dælan og hin hefur alltaf verið
að bila öðru hverju. Hefir verið
unnið við löndun stanzlaust í
fimm sólarhringa og segja má
að henni hafi verið lokið um
fjögur Ieytið í nótt. Skipið, sem
er norskt og ber nafnið Rubista
er um 889 brúttólestir að stærð
og kom það til Keflavfkur með
um 9 þús. mál.
Sfldarflutningar sf., en aðilar
að því fyrirtæki eru síidar-
bræðslurnar í Keflavík, Hafnar-
firði, Akranesi og sfldarbræðsla
Guðmundar Jónssonar Sand-
gerði, hafa nýlega tekið tvö
skip á leigu til þess að annast
síldarflutninga til verksmiðj-
anna að austan. Rubista fór
beint á miðin og gekk vel að
dæla síldinni úr bátunum. Eftir
að skipið hafði tekið á móti
um 9 þús. málum hélt það áleið-
is til Keflavíkur, en slld'ina átti
að leggja upp hjá Fiskiðjunni
f Keflavík og sfldarverk-
smiðju Guðmundar Jónssonar,
Sandgerði. Hefur Rubista tvær
dælur og eru þær amerískar.
Til Keflavíkur kom Rubista
kl. 21,30 á miðvikudagskvöldið
og hófst þá síldarlöndun strax.
í fyrstu gekk ágætlega að dæla
úr tönkum skipsins, en sfðan
byrjuðu erfiðleikarnir. Önnur
dælan bilaði og hin tók að bila
alltaf öðru hverju. Gekk því
löndunin mjög seint. Hefur m.a.
vatni verið dælt niður í tank-
ana, ef vera mætti að það gæti
auðveldað löndun. En svo fór að
það tók alls um 5 sólarhringa að
dæla úr skipinu. Var því lokið
kl. 4 f nótt, en höfðu náðst rúml.
8 þús. mál úr tönkum skipsins.
— Rubista liggur enn í Kefla-
vík og óráðið er hvort um áfram
hald verður á síldarflutningum
með þessu skipi.
" '
Nítjánda norræna skóla-
mótið hefst á fhnmtudag
Sfldarflutningaskipið Rubista við bryggju í Keflavík. (Ljósm. Vfsis B.G.)
Eriendir þáttokendur yfir 800
Yfir 800 erlendir þátttakendur
verða hér á Nítjánda norræna
skólamótinu, sem hefst n.k.
fimmtudag, þann 22. júlí og stend-
ur yfir í þrjá daga, en alls verða
þátttakendur í mótinu á tólfta
hundrað.
Meðai mótsgesta verða kennslu-
málaráðherrar Danmerkur og Finn
lands þeir K.B. Andersen og Jussi
Saukkonen, menntamálaráðherra
Noregs, Helge Sivertsen og ráðu-
neytisstjóri, Sven Moberg frá Sví-
þjóð.
Hefst mótið með opnunarathöfn
í Háskólabíói fimmtudagsmorgun-
in kl. 9,15, þar sem formaður undir
búningsnefndar mótsins, Helgi Elí-
asson, fræðslumálastjóri, býður
þátttakendur velkomna með ávarpi
eftir að strengjahljómsveit hefur
leikið tvö lög. Þvf næst setur
menntamálaráðherra, dr. Gylfi Þ.
Gíslason mótið en að því loknu
flytja ráðherrar kveðjur frá heima
Framh. á 6. síðu.