Vísir - 20.07.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 20.07.1965, Blaðsíða 5
VÍSIR . .Þriðjudagur 20. júlí 1965. utlönd í mo^fzun utlönd 1 morsun utlönd i morgun ut 1 önd'^í ■ morglm Harðnamli átök í GRIKKLANDl — Pappandreu hyllfur af hundruðum þúsunda Pappandreu fyrrv. forsætis- ráðherra Grikklands var hyllt- -ar af svo miklum mannfjölda, er hann ók í gær frá heimili sínu inn í Aþenu, að slíkt mun varla dæmi í Grikklandi. Sagt er að menn hafi fagnað honum f hundraða tali, og fréttamenn segja, að það hljóti að vera kon unginum og Novasi forsætisráð herra aukið áhyggjuefni hve mikið fylgi Pappandreu hefur. Hann ók til aðalstöðva flokks síns, steig þar fram á svalir, og ávarpaði mannfjöldann, spurði hvort konungurinn ætti að stjórna eða ríkisstjómin, og svar hans var að í stjómarskrár bundnu konungsdæmi, ætti rík- isstjórnin að ráða, en konungur inn að vera leiðbeinandi. Harm bað menn halda til heimkynna sinna og fara með friði. Konungurinn kemur til Aþenu í dag og er þá gert ráð fyrir, að fleiri ráðherrar sverji honum hollustueið. Meðal róttækra manna í Grikk- landi er mikill áhugi fyrir lýð- veldisstofnun og í gær báru margir spjöld, sem sýndu and- úð á konungsfjölskyldunni, sem sökuð er um að vera hlynnt fasisma. Að margra ætlan gætu atburð ir þeir, sem nú eru að gerast í Grikklandi orðið til þess að hraða þvf, að konungsveldi lfði undir lok á Grikklandi. ERLENDAR FRÉTTIR í STUTTU MÁLI George Papandreu á fimdi með fréttamönnum. ► Engar frekari myndir verða birtar af Marz, að því er banda rfsklr vísindamenn tilkynna, fyrr en allar em komnar til jarð ar og hafa verið athugaðar. ► Tveggja daga umræða um utanrikismál hefst í dag í neðri málstofu brezka þingsins og verða aðalræðumenn Harold Wilson og Sir Alec Douglas Home fyrrverandi forsætisráð- herra. Wilson mun leggja á- herzlu á að telja stjóm sinni til gildis fmmkvæði hennar að reyna að koma af stað sam- komulagsumleitunum við komm únistalöndin um frið í Vietnam. ► Rússar hafa skotið á loft nýrri „geimstöð“ af ZOND- gerð. Þetta er þriðja slfk tilraun þeirra. Zond-geimfari var skot- ið á Ioft 1. 11. 1962 og öðm 30. 11. 1964, báðum til þess að afla upplýsinga um plánet- una Marz, en tilganginum varð ekki náð, — báðar tilraunimar misheppnuðust. ► Adlai E. Stevenson var jarð settur í gær í heimabæ hans, Bloomington í Illinois, að við stöddum Lyndon B. Johnson Bandaríkjaforseta og öðmm helztu leiðtogum þjóðarinnar. ► Frétt var birt um það í morgun, að tveir dmkknir bandarískir flugmenn í Suður- Vietnam hefðu ætlað að fljúga til Hanoi og varpa sprengjum á borgina. Þessu var afstýrt, vegna þess að þeir vom drukkn ari en svo, að þeir gætu sett sprengjuflugvélar sínar I gang. Zurich — Framh. af bls. 7. gegnir miklu hlutverki. Lega Zúrichborgar er fögur. Hún liggur f dal og utan í hlíð ardrögum fyrir enda Zúrich- vatnsins, sem er lengra en frá Reykjavik og austur að Kamba brún. Vatnið er mjótt, breiðast um 3 km, en beggja vegna við það rís samfelld byggð með miklum og fögmm görðum og aldingróðri. Vatnið er skip- gengt og um það ganga lítil og stór skip vetur jafnt sem sum ar. Við suðurenda vatnsins rísa snæviþakin Alpafjöllin. Stund- um þegar fönvindar geisa, virð- ist sem fjöllin dragist helmingi nær en ella. Undarlegur andskoti. Já, þessi fönvindur er undar- Iegur andskoti — ef þannig mætti að orði komast. Það er fallvindur sem á upptök yfir miðjum Alpafjöllum. Hann streymir með ofsalegum þunga eins og íslenzkur landsynning ur, og fer suður um suðurdali Sviss en norður norðurdalina. En það eru ekki einu kenjarn- ar hans. Ég sagði áðan að hann ylli missýningum og færði heil fjöll um set. Hann veldur höf- uðveiki, taugaæsingu, uppköst um og gigt hjá fjölda manns. Þá daga sem fönvindur geis- ar er jafnan óvenjulegt annríki hjá lögreglunni, sjálfsmorð og glæpir margfaldast á við það venjulega, bflar eru í stöðug- um árekstrum, harðsvíraðir pip arsveinar taka upp á þvf að biðja sér kvenna og fá jafnvel jáyrði. Menn verða utan við sig, sleppa sér á taugum, fá reiði eðá grátköst eða þá að þeir elska úr hófi fram. En það eru reyndar föruvindar víðar til en í Zúrich. Úr Zúrichvatni fellur lygn en næsta vatnsmikil á. Hún heitir Limmat og rennur f gegnum þvera borgina. Enginn sam- göngutrafali er þó að henni, þvf brýr liggja yfir hana á nokkurra metra millibili. Zúrich er í senn gömul borg og ný. Elztu hverfi hennar eru aftan úr svörtustu miðöldum með gömul hús og há .Götumar eru krókóttir krákustígar, flest ar ófærar nútíma farartækjum nema þá helzt hjólbörum og hjólhestum. Sem andstæða þessa em nýtízku hallir og stór hýsi, sem einkum hafa þó risið upp í úthverfum borgarinnar, því annars staðar var hvergi pláss. Fermetri lóðar kostar 400.000 krónur. Dýrasta verzlunargata ver- aldar er í Zúrich, en ekki í París', London eða New York. Það er Bahnhofstrasse eða Járn brautargatan. Hún er ekkert frábmgðin verzlunargötum stór- borga, nema ef það væri af þvf að vörur em þar dýrari en annars staðar og þess vegna flykkjast auðkýfingar veraldar þangað að gera innkaup. Ef þú vilt kaupa þér húslóð við þessa götu til að byggja við hana kofa, þá er það ef til vill hægt, — en það kostar peninga. Und- ir 40 þús. svissneskum frönkum eða 400 þús. fsl. kr., þýðir ekki að bjóða fyrir fermetrann. Lóð undir 100 ferm. hús myndi kosta 40 millj. króna — en svo lítil hús verða ekki byggð við Bahn hofstrasse. Það þarf því meiri peninga til. Einhvers staðar hef ég lesið, að það eru aðeins þrjár mann- tegundir sem leyfa sér að fara VV"1! ■\\/fnn - f verzlun við Jámbrautar- götu. Þessaf manntegundir em milljónerar, vitfirringar og inn- brotsþjófar. Það er líka sagt, að við Járn- brautargötu sé meira gull fólg ið og geymt en við nokkra aðra götu í veröldinni. Þar er banki við banka og bankamir þar era ríkustu bankar heims. Það er varla til sá auðkýfingur sem ekki á innstæðu í svissneskum banka. Þar þykir fé betur geymt — jafnvel vaxtalaust — heldur en í nokkra öðru landi. Þetta orðspor hefur komizt á og það virðist duga til að draga pen- ingana að sér. Mest um vert þyk ir e.t.v. þagnarheiti svissnesks banka. Fé sem þeir geyma þarf ekki að gefa upp til skatts. Mér hefur verið tjáð að ekki aðeins Mussolini, Göring, heldur og margir aðrir nazistaforingjar hafi lagt ofsalegar fjárfúlgur inn í svissneska banka og ætlað að geyma þær þar til elliár- anna. Þetta fé verður ekki af- hent nema til eigendanna sjálfra eða gegn vottfastri und ir skrift þeirra og tilvísun. Þá fer mannj smám saman að skilj ast að bankarnir séu ekki ginn keyptir fyrir smáaumm og séu ekki tilneyddir til að borga háa vexti. Því að þessar innstæður verða aldrei að eilífu afturkræf- Á 15. hundrað milljóna- mæringar. Það má segja með nokkmm sanni að Zúrichbúar séu það ríkir að þeir viti ekki aura sinna tal. Samkvæmt opinberum skýrslum voru 1414 milljóner- ar í Zúrichborg á sl. ári. Þegar talað er um milljónera þar, er átt við að hann eigi a.m.k. 10 milljónir svissneskra franka í lausu fé eða fasteignum, en það jafngildir 100 milljónum ísl. kr. Og hér er auk þess aðeins um eignir að ræða sem þeir telja sig knúða til að gefa upp til skatts. Um hitt veit enginn hve mikið þeir draga undan. Það era margar stoðir sem renna undir auð Svisslendinga, en sú þó miklú mest að þeir em aldir upp við það að gæta fengins fjár og sóa því ekki að óþörfu. Þá vizku mættu íslend- ingar læra af þeim. Ég las það einhvers staðar í blaði, að þeg- ar svissneskur milljónamæring- ur færi í sumarleyfi, þá keypti hann sér og fjölskyldu sinni far miða, helzt á 3. farrými, hvort heldur á skipi eða í jámbrautar lest og leitaði síðan upp ódýr- ustu gististaðina í hverju landi fyrir sig. Ég ferðaðist fyrir nokkmm ámm með ríkum Sviss lendingi um Island. En það þori ég að fullyrða að af honum höfðu fslendingar litlu meiri gjaldeyristekjur heldur en af meðalbetlara. Að vlsu borgaði hann fargjald fyrir sig og bíl- inn sinn með skipi, og eldsneyti keypti hann hérlendis fyrir far- kostinn, en þar með var það búið. Hann flutti allt nesti til 7 vikna dvalar í bilnum, og hann svaf f bílnum á nóttinni — meira að segja þær nætur sem hann dvaldi í Reykjavík. Sumir telja þetta e.t.v. vera nízku, en þeir sem þekkja Svisslendinga vel, vita, að þeir eru ekki nfzkir heldur hagsýnir og sóa pening- unum ekki að óþörfu. Mesta ferðamannaland heíms. Sviss er sennilega mesta ferðamannaland heims, ef mið- að er við stærð landsins og mannfjölda. Zúrichborg fer ekki varhluta af ferðamannastraumn um, enda liggur hún nokkuð miðsvæðic og um hana skerast höfuðsamgönguæðar til austurs og vesturs, norðurs og suðurs. Við borgarmörkin er einn af stærstu og fullkomnustu flug- völlum Evrópu, Kloten, og þús- undir manna fara um hann á hverjum einasta degi. Til að geta veitt öllum þessum ferða- mönnum beina hafa 1400 veit- ingahús risið upp í Zúrichborg einni og telur hún þó innan við hálfa milljón íbúa. Auk þess að vera samgöngu- miðstöð, ferðamannaborg og verzlunarmannaborg er Zúrich einnig menningarborg svo sem áður er tekið fram. Flestir hljómlistarmenn og hljómsveit ir sem ferðast um Norðurálfu til hljómleikahalds staldra við í Zúrich og eru jafnan vel þegn ir gestir þar. Af þessu leiðir að í fáum borgum álfunnar er jafn mikið og gott hljómlistarlíf sem þar. Þar er einnig mikið um listsýningar og bókmennta- kynningar. 1 Zúrichborg er eini skólinn sem svissneska rfkið starfrækir og kostar. Það er tækniháskóli og er talinn í fremstu röð tækniháskóla í álf- unni. í einu tilliti þykir Zúrich- borg ekki svara kröfum ferða- mannaborgar. Skemmtanalíf, fyrir utan hljómleika, leiklist og þess háttar þykir í fátækleg- asta lagi og næturlíf er þar ekki til. Öllum veitingahúsum og þeim fáu skemmtistöðum sem þar em til á almenna vísu, er lokað kl. 11.30 að kvöldi og á því eru engar undantekningar gerðar. Fyrir þessar sakir er Zúrich af mörgum talin þungl.- leg borg og gamaldags og svara ekki til kröfum nútímans. Én einmitt í þessu koma sömu ein kenni Svisslendingsins fram og í fjármálunum, sem og reyndar I mörgu öðm. Hann byggir þjóð félag sitt og eigið líf á kjarna og traustleik. Hismi og öll yfir- borðsmennska, gjálifi og flysj- ungsháttur er honum fráhverft — óhugsandi hugtak.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.