Vísir - 20.07.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 20.07.1965, Blaðsíða 11
Risaflugvélar Bandaríska flugfélagið Pan American er nú að kanna að- stæður til þess að hefja flug- ferðir yfir Atlantshaf með risa stórum flugvélum. Er ætlunin að flugvélar þessar taki hver um sig 700 farþega. Með því móti er líklegt að lækka megi fargjaldið yfir Atlantshafið svo stórkostlega, að allir geti veitt sér þá ánægju að skreppa á milli heimsálfanna, t.d. um helgi að skemmta sér. Jafnframt er búizt við, að flutningaþörfin myndi stóraukast svo að þessar risaflugvélar myndu fá nóg að gera. Bandarikjamenn hafa þegar framleitt herflutningaflugvél, sem ætti að geta með talsverð um breytingum borið mörg hundruð farþega, en það tekur tíma að gera þær breytingar á i sem nauðsynlegar eru. Farþega rýmið í flugvélum þessum myndi vera á tveimur eða þrem ur gólfum og troðið í vélamar. Það eru ekki Bandaríkjamenn Framh. á 6. síðu Bítlar á ferð og flugi Rolling Stones munu á næst- unn’i senda frá sér nýja hljóm plötu: „I can get no satisfac- tion“. Fyrst af öllu verður hún seld í Englandi (auðvitað) en í öðrum löndum jafnskjótt og hægt er að afgreiða pantanir. Hermans Hermits flugu í fyrradag til Bandaríkjanna t’il að leika í tveim kvikmyndum. Ringo Starr hefur keypt „villu“ í útjaðri London fyrir 3,5 m'illjónir. Peter & Gordon urðu að sleppa tilboði um að koma fram í bandarískum sjónvarpskvik myndum, vegna þess að þeir fengu ekki atvinnuleyfi þar vestra. . Lulu heitir ný ensk-skozk söngstjarna, sem náð hefur skjótum vinsældum í Breta- veldi og hefur fengið tilboð um að koma fram í bandaríska sjónvarpsþættinum „Shindig". The Scarlets, danska bítla- hljómsve’itin hefur hafið leik sinn aftur eftir að söngvari þeirra, Johnny Reimer, stórslas aðist í bílslysi og ákvað að hætta söng. Með þeim verður systumar Licia og Lucenne. Marianne Fa’ithfull, hin vin- sæla enska söngkona, er lögð af stað í aðra ferð sína ta Bandaríkjanna, en hún hefur einmitt, eins og margir aðrir brezkir skemmt'ikraftar, náð gífurlegum vinsældum hjá unga fólkinu þar. Þing og ráðstefnur Einhverntíma var það, að öll alþjóðleg þing og milliríkjaráð stefnur áttu samastað í Parfs, enda var París þá miðstöð allr- ar næturgleddu og yfirle'itt allr ar gleddu í hinum vestræna heimi. Svo komu Vínarvalsarn ir og vínarbrauðin, öll nætur- l gledda fluttist til Vínar, og nokkurnveginn samt. fluttust öll alþjóðleg þing og milliríkja ráðstefnur frá París þangað ... Að vísu þarf ekki endilega að vera þar beint samband á milli en margt bend'ir þó til þess, meðal annars það, að á milli styrjaldaráranna tók Kaup mannahöfn að miklu leyti við þessu hlutverki — en þá var Nýhöfnin, Valencia, Tromme salen og sVipaðir staðir þar f fúllsving ... og nú þegar Reykja vík hefur gerzt arftaki þessara þriggja gagnmerku gleddu- borga, sem aðalsamastaður alls konar þinga, funda og ráð- stefna, þarf eiginlega ekki frekar vitnanna við um sam- band'ið... Það kann að þykja öfugmæl- iskennt að orða okkar kæra höfuðstað við næturgleði, þar sem allir vita að hér er öllum skemmtistöðum lokað snemma og gestir reknir á brott, þegar gaman'ið er rétt að byrja, og ennfremur að það er staðreynd, að hér fyrirfinnast engir nætur klúbbar með stripptísi og öðr- um þeim menningarlegu skemmtiatr'iðum, sem aðrir höfuðstaðir geta stært sig af ... mætti þvf kannski spyrja hvers vegna þeir færu ekki þangað með þingin og ráðstefnumar, ef áðurnefnd niðurstaða væri rétt... Mætti kannski segja að jafnvel þótt þingfulltrúar, ráðstefnuþátttakendur og fund- armenn hefðu verið uppá heim inn áður fyrr, þá væri annað nú — sístarfandi, alvörugefnir menn, sem aldrei litu upp úr fundarskjölunum nema til þess að halda ræður, þrungnar sí- gildri speki... og hefð'i þvf höf uðstaður okkar orðið fyrir val inu, að þar væri næðisamast, hljóðast og mest f stfl v’ið al- vöruna og ábyrgðarkenndina.. Það er ekki nema sjálfsögð kurteisi við hina háttVirtu gesti vora, að láta sem maður trúi þessu... rétt eins og það er stolt okkar að benda á þá stað- reynd, að í höfuðstað okkar séu engir næturklúbbar og ekkert næurklúbbastripptís ... en loka að minnsta kosti þriðja auganu fyrir annarri staðreynd... að höfuðstaðurinn er allur einn næt urklúbbur og ... jæja, nóg um það, að öðrum kosti væru áreið anlegir hér upp næturklúbbar með öllum sfnum viðurkenndu skemmtiatriðum... Ne'i, það er síður en svo að kenningin um orsök þess að 3 áðurnefndar borgir voru hver á sínum tíma samastaður fyrir alþjóðaþing og milliríkjaráð- stefnur, þurfti að afsannast þar fyrir a’ð höfuðborg vor hefur tekið þar við, sem sú fjórða í röðinni... Fyrsti bíllinn gegnum jarðgöngin Hér sést fyrsta bifreiðin aka inn í Mont Blanc göngin. Þau voru opnuð s.l. föstudag af for- setum Frakklands cg ítalíu. 1- talski forsetinn, Saragat, klippti á silkiborða i frönsku fánalit- unum og de Gaulle Frakklands forseti klippti á silkiborða í í- tölsku fánalitunum. Báðir fluttu þeir ræður. Saragat lagði á- herzlu á nauðsyn þess að styrkja Efnahagsbandalag Evr- ópu. De Gaulle minntist ekki einu orði á Efnahagsbandalagið, enda er hann ósáttur við forráða menn þess. Síðan stigu þeir upp í bifreið ítaliuforseta og óku fyrstir manna í gegnum hin miklu und- irgöng, sem eru svo góð sam- göngubót fyrir Evrópulönd. Var myndin tekin, er þeir voru að leggja inn í göngin. Bingo (Ringo) er óvinsæli nágranni „Eins og sagt er frá, annars staðar á síðunni, hefur Ringo Starr keypt sér villu í útjaðri Lundúnarborgar fyrir um það bil þrjár og hálfa m'illjón ís- lenzkra króna, en gallinn er bara sá, að nágrannarnir eru ekki sérlega miklir aðdáendur Bítlanna. Einn þeirra eru frú John de Pas, sem er g'ift bankastarfs- manni og segir: — Þetta er ákaflega leiðin- legt, þótt- ég efist ekki um að Ringo sé élskulegur ungur mað ur. En ég er bara hrædd um að hann dragi að sér he'ilar hjarð- ir af þessum óhugnanlegu, skríkjandi smástúlkum. Frú John de Pas hefur illan bifur, ekki sízt vegna þess að vinkona hennar býr í nágrenni Við annan Bítil, John Lennon. Vinkonan sú hefur frætt frú John, de Pas á því, að smástélp ur flykkist þangað æpandi og skrækjandi til þess eins að fá að sjá John Lemmon. Og frúin heldur áfram: — Við höfum borgað hundr- uð'ir þúsunda til að fá að vera hérna í friði, en nú er sælan víst á enda. önnur nábýla, frú Howard Sadgrove, er ekki ánægðari. Hún segir: — Það er bezt að segja það hreint út, v'ið eigum ekkert sameiginlegt með þessum Bingo ... Ringo, segir maður hennar leiðréttandi. En á meðan R'ingo greyið stóð í þessum nábúaerjum fengu félagar hans, John Lenn on og Paul McCartney fimm Ivor Novello-verðlaun (svipuð og kvikmyndaverðlaun) fyrir framúrskarandi tónlistarsmíði. Verður lífið tómt nábúakritur. Kári skrifar: „það má glöggt sjá, að geysi legur fjöldi innlendra og erlendra ferðamanna heimsæk- ir Þingvelli og um hverja helgi er mannmargt á staðnum. Þar er hægt að fá leigða báta og gera sér margt til dundurs og ennfremur er þar til staðar stór matsölustaður, í sambandi við Hótel Valhöll." Þannig kemst „Borgarbúi" að orði í bréfi tii Kára. Gamalt, nýtt kjöt. „En menn gera ósjálfrátt all miklar kröfur til matsölu á svo merkum stað, og vænta þess að fá þar fyrsta flokks mat, enda er máltíðin ekki gefin á þeim stað. Ekki vil ég halda því fram að þar sé um að ræða heilsuspillandi kjöt og vissu- lega er vandað til framle'iðslu, en þegar gestir borga kr. 175.00 fyrir svínakjöt eiga þeir rétt á að fá nýtt kjöt, ekki sízt þegar þjónustan fullyrðir áður að svo sé. Ég er ekki að segja þetta ve'itingasölunni til lasts, heldur benda almennt á að þeg ar kvartanir hafa borizt frá fleiri en einum aðila, ætti vert- inn að bragða mat'inn sjálfur, og sjá slðan um að öðrum gest um sé ekki boðinn sami matur óafvituðum. En hitt má einnig á benda, að í veit’ingasölunni að Þingvöllum er sérlega þokka legt og hreinlegt og afgreiðsla hvergi síðri en gengur og gerist á matsölustöðum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.