Vísir


Vísir - 21.07.1965, Qupperneq 2

Vísir - 21.07.1965, Qupperneq 2
2 V í S IR . Miðvikudagur 21. júlí 1&S5. FH EKKIÁRENNILEGT IÚTIHANDKNA TTLEIK Unnu Hnukn með 41:9 Guðmundur Jónsson að kljást við boltann. Handknattleikslið FH í 1. deild virðist ekki í mikilli hættu á Hand knattleiksmóti íslands, sem hófst í fyrrakvöld á Hörðuvöllum í Hafn arfirði. Einna helzt gætu Valsmenn gert strik í reikninginn, en samt er vart hægt að gera ráð fyrir því. FH vann Hauka, keppinautana í Firðinum með miklu „bursti“ í fyrsta leik mótsins með 41:9, en í hálfleik var staðan 21:3. Að vísu vantaði í lið Haukanna tvær skær- ustu stjörnur liðsins, Þórð Sigurðs son og Viðar Símonarson. Skæð- ustu skyttur FH voru þeir Geir Hallsteinsson og Páll Eiríksson, sem skoruðu rúman helming mark anna. Lið FH er greinilega í góðri^ æfingu og hefur lftið eða ekkert verið slakað á æfingum eftir inn- anhúss „vertíðina“ í vetur. Ármann vann Þrótt með 29:17 í næsta leik á eftir og Valsmenn áttu afar auðvelt með ÍR-inga, unnu 31:7. Valsmenn eru sterkir, hafa lið með frískum leikmönnum og góðum skyttum. í kvöld heldur mótið áfram og þá leika Haukar og Þróttur og strax á eftir Ármann og ÍR. Hefst fyrri leikurinn kl. 20 og er leikið á Hörðuvöllum. BÆJARSTJÓRNIN VANN 5:4 Þeir hafa skorað mörkin 1. DEILD Sjaldan hefur annað eins sam spil sést hjá einni bæjarstjórn eins og í gærkvöldi. Þetta gerð ist ekki í plussklæddum fundar sal, heldur á mjúkum grasvelli f Smárahvammi í Kópavogi, þar sem bæjarstjórn Kópavogs vann frækilegan sigur yfir liði Breiða bllks. Leikur liðanna vakti óhemju fögnuð hjá f jölmörgum áhorfend um. Mörk bæjarstjórnarinnar voru vitanlega öll skoruð af „stjórnarliðum”. Herbert Guð- mundsson skoraði tvö, Axel Jónsson, alþingismaður eitt og Hörður Ingólfsson eitt, en úr- slitamarkið skoruðu Breiða bliksmcnn sjálfir, en leiknum lauk 5:4. Bezti maður vallarins í gær var bæjarstjórinn Hjálmar Ólafs son. Það var greinilegt að Hjálmar hefur staðið í markinu áður, en hann var Ieikmaður hjá Val lengi vel og þótti mjög vel liðtækur á yngri árum og er raunar enn. Þetta er hið frækna bæjarstjórnarlið í Kópavogi. í fremri röð frá vinstri eru Axel Benediktsson, Hjálm ar Ólafsson, bæjarstjóri, Ólafur Jensson, Axel Jóns son og Ólafur Jónsson. Aftari röð frá vinstri: Her- bert Guðmundsson, Bjarni Bragi Jónsson, Kristinn G. Wíum, Sigurður Grétar Guðmundsson, Sigurður Þorkelsson, Sigurður Helgas., Guttormur Sigurbjörn sson og Hörður Ingólfsson. Breiðablik mætti hálfum öðrum tímu ofseint til leiks — og skapaði mikla erfiðleika á ísafirði ísafirði, 17.7 ’65 Isfirzka liðið í 2. deild og áhorf- endur, sem voru óvenju margir, þar sem glfurlegur ferðamanna- straumur var á ísafirði um síðustu helgi, mættu inn á velli til að horfa á leik Breiðabliks og Í.B.l. f mjög góðu veðri, en sólarlausu. Fólk fór að verða órólegt þegar leikur hófst ekki 15 mín. eftir til- settan tíma. Þá fór það að kvisast að Breiðabliksmenn væru ekki Leikdagar ókveðnir Ákveðnir hafa verið leikdagar hjá Rosenborg og KR í Evrópu- keppni bikarliða. í Reykjavík verð ur leikið 24. ágúst en i Þránd- heimi 25. september. •mættir, þrátt fyrir það að flugvél- in hafði lent hér kl. 13 um dag- inn. Var þá tilkynnt að leikurinn færi fram kl. 5. Fór fólk burt sár- óánægt. Kl. um 4,30 sást flugvél lenda og fólk fór að streyma inn á völl aft- ur um kl. 5 og enn var babb kom ið í bátinn, því ekki hófst leikur og klukkan að verða 5.30 fór fólk að streyma í burt aftur, eftir að það hafði heyrt, að nokkrir leikmenn Breiðabliks og dómari væru komn- ir f bæinn, en aðrir væru enn inn á flugvelli og fengju ekki bíl í bæinn. Það má teljast furðuleg ráðstöf- un hjá fararstjóra, að sjá ekki flokki sínum fyrir farartæki alla leið á ákvörðunarstað, og einkenni legt að hafa ekki samráð við Is- firðinga um þetta, því ekkert hefði verið sjálfsagðara en að hjálpa upp á sakirnar. Áfram hélt tíminn að líðá og ekki hófst leikurinn og klukkan varð sex. En nú urðu miklir erfið- leikar hjá forysturnönnum knatt- spyrnumanna á ísafirði. Hafði Vestfjarðarmót í 2. flokki verið auglýst kl. 6 og Súgfirðing ar og Bolvíkingar mættir til leiks með ærnum tilkostnaði. Nú varð að taka skjóta ákvörðun því öðr- um hvorum leiknum varð að fresta, og var stungið upp á að fresta 2. deildar leiknum til kl. 4 á sunnudag, en þar sem það hefði skapað Breiðabliksmönnum mikinn kostnað þá sýndu Bolvíkingar og Súgfirðingar þann drengskap að bíða á meðan leikurinn fór fram og leika síðan strax á eftir þót.t þeir sköpuðu sér stórútgjöld með því að láta bíla bfða eftir sér svo lengi. Síðan hófst leikurinn kl. rúml. 6, og voru þá farnar að þynnast á- horfendaraðirnar. Leik með Matthews frest- að um sinn Eins og frá var skýrt fyrir nokkru átti Stanley Matthewsl að leika á Laugardalsvelli annað kvöld, en nú hefur orðið að 'fresta þeim leik þar til í næsta mánuði. Stanley hefur mjög mikið að gera um þessar mundir. Höfðu fyrirsvarsmenn íþróttai fréttamanna tal af Matthews á; heimili hans og kvaðst hann reiðubúinn til að koma hingaðl hvaða dag sem væri í næsta; mánuði. Verður því vonandi af heim-i sókn hans hingað, en sennilega; mundi hann leika hér með' gömlum stiörnum úr íslenzkum liðum, t.d. Albert, Ríkharði,; Þórði Þ., Donna, Sveini Teits- syni, Guðjóni, Herði Felixsyni,! Helga Dan og fleirum slíkum.; Baldvin Baldvin Baldvinsson KR 9 Ríkharður Jónsson, Akran. 4 Hreinn Elliðasson, Fram 4 Gunnar Felixson, KR 4 Eyleifur Hafsteinsson, Akran. 3 Rúnar Júlíusson, Keflavík 3 Skúli Ágústsson, Akureyri 3 Steingrímur Dagbj., Val 3 Bergsteinn.jyiagpússon Val 3 2. DEILD Haukur Axel Axelsson, Þrótti 8 Haukur Þorvaldsson, Þrótti 8 Jón I. Ragnarsson, Breiðabl. 8 Eiríkur Ilelgason, FH 7 Ingvi G. Skarph., Vestm. 6 Kristm. Kristm., ísafirði 5 Gunnar Gunnarsson, Víking 4 Grétar Kristjánsson, Breiðabl. 4 Sigmundur Pálmason, Vestm. 4 Erlingur Sigurlaugsson, Isaf. 4 Ragnar Jónsson, FH 4 I-Ialldór Guðbjarnarson, ísaf. 4. ntmrnn-'i r~ rn~ iu i n iiiéiiii wmi i naiiiiii Bnwfmi-'feiafcaa V

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.