Vísir - 21.07.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 21.07.1965, Blaðsíða 9
V 1 S I R . Miðvikudagur 21. júlí 1965. Steinasöfnunin er ur laðað mig út í náttúruna „Sumir veiða lax, aðrir hafa ánægju af því að athuga fugla- lífið, og einstaka safna steinum og ég er í þeim hópi,“ segir Birgir Kjaran, sem nú mun eiga eitt fjölbreyttasta safn ís- lenzkra steina hér á landi. „Að mínum dómi er það þó ekki að- alatriðið hvaða erindi maður á út í náttúruna, heldur að menn eigi eitthvert erindi, sem lokar þá og laðar úr hávaða og eril borgarinnar upp í fjöll og ó- byggðir". Við stöndum frammi fyrir allstórum skáp í stigaganginum heima hjá Birgi — þeim fjórða eða fimmta, sem hann hefur sýnt mér inn i. I skápum þess- um eru allar hillur hlaðnar steinum af ýmsum stærðum, lit og lögun og sumir þeirra einkar fallegir — ekki hvað sízt þeir, sem Birgir hefur látið slípa, svo að litir þeirra og sérkenni njóta sín enn betur. Þó þykir mér hvað merkilegast að skoða í þennan skáp, því að þar geymir Birgir steingervinga, sem hann hefur fundið víðsveg- ar á landinu; steinrunnar viðar- tegundir, sem hér hafa vaxið fyrir hundruð þúsund árum, steina með greinilegum mynd- um af blöðum trjáa, sem féllu af grein fyrir kannski milljón árum, þegar líkur benda til að loftslag og veðurfar hafi verið svipað hér og nú er suður í Pó- dalnum. — Hvað er langt síðan að þú hófst steinasöfnun? — Það er langt síðan að ég byrjaði að tfna upp steina sem urðu á leið minni, en um eigin- lega söfnun hefur ekki verið að ræða nema síðustu tíu árin. Hún byggðist mikið á því að ég eignaðist bíl, og fór þá að ferðast um landið ásamt fjöl- skyldu minni, og við höfum öll gaman af að safna steinum. Við höfum þá farið á þær -slóðir, þar sem steina er helzt að finna, austur og vesturlandið. Ekki þar fyrir, að það má finna margar tegundir steina, sem gaman er að safna þó að skemmra sé farið — til dæmis hef ég fundið talsvert af slíkum steinum við Hvalfjörðinn, í Hestfjalli í Borgarfirði og vest- ur á Snæfellsnesi. Áhugi á steinasöfnun virðist hafa farið hér mjög vaxandi síðustu árin, og má kannski segja að það sé bæði til góðs og ills. Eins og ég sagði, þá er gott að eitthvað laði fólk út í náttúruna, en fólk, sem safnar steinum ætti að gæta þess að fá leyfi hjá hlutaðeigandi bændum; það er ekki nema sjálfsögð tillitssemi. — Finnast verðmætir steinar hér á landi? — Hér á landi finnast yfir- leitt ekki eðalsteinar, einungis svokallaðir hálf-eðalsteinar; þ. e. steinar, sem ekki hafa sömu hörku og demantar. Það er eink um kvarz-flokkurinn, jaspísar og þvíumlíkt. Þessir steinar hafa að vissu leyti sitt verð- mæti — ef maður finnur harð- an, ósprunginn og fallega litað- an jaspfs, þá er þar um að ræða stein, sem slípaður er erlendis i skartgripi eða muni. En ákaf- lega verðmætur er sá steinn samt ekki, samanborið við hina svonefndu eðalsteina. Eini eðal steinninn, sem hér hefur fund- izt, er amethýstinn austur Hornafirði, nálægt Hraunkoti, en því miður virðist þeirri sögu lokið í bili — mér skilst að þar hafi einhverjiraðkomumennunn ið það skemmdarverk, að klett- urinn, þar sem amethýstarn- ir fundust, sé eyðilagður um langt skeið. Þarna fundust mjög fallegir amethýstar, til dæmis á frú Sigríður Árnadóttir í Hraun koti mjög fallega og stóra ame- thýsta, allt að því á gildleika við þumalfingur, og um fimmt- án sm að jengd — stærstu. ís lenzku amethýstana, sem ég hef séð — og svo marga smærri. Og svo eru það ópalarnir uppi í Vatnajökli, en þeir eru senni- lega of stökkir í sér til þess, að þeir séu hæfir til slípunar. En þeir geta verið ákaflega fallegir, og þó sér í lagi rauði ópallinn, sem ég á þarna eina þrjá af. — En hvað um málmstein? w - v i/ni-'oia w ÍJ9S ölDnBJgJj ÖB 4OV2 F Birgir Kjaran við einn af hinum mörgu skápum, sem geyma steinasafn hans. og mér er sagt að einhvers stað ar þarna fyrir austan finnist bauxit sem notað er við alumín gerð. Marmara hefur maður fundið, hvítan austur í Horna- firði, og raunar finnst marmari árum og hefur verið mjög dug- legur við það. Austur í Horna- firði eiga margir orðið góð steinasöfn — það er eiginlega orðin árátta þar að safna stein- um, annarhvor maður, sem hef- Raett við BIRGI KJARAN um söfnun steina og steingerfinga — Jú, það er gaman að finna ýmsa málmsteina. Ég á t. d. dá- lítinn stein, sem sagt er að sé járnauðugri en margt af því járngrýti, sem unnið er í Sví- þjóð. Hann er vestan úr Patreks firði, en magnið af slíkum járn steini er svo lítið, að ekki kem ur nein vinnsla til greina. Svo er koparsteinnninn íSvínhólum víðar á landinu. Eins og ég sagði, þá eru þeir orðnir all- margir, sem safna steinum; sum ir eiga orðið góð steinasöfn, en ég geri þó ráð fyrir að mitt sé eitt hið stærsta. Sveinn Guð- mundsson í Vestmannaeyjum á ágætt steinasafn, og Eystei/m Jónsson, fyrrverandi ráðherra, hóf steinasöfnun fyrir nokkrurc Litlar dýramyndir og öskubakkar úr íslenzkum stei ni. ur komið sér upp smásafni. Og maður rekst víðar á þetta; t. d. á bæjarstjórinn í Stykkis- hólmi allgott safn. En það vant ar tilfinnanlega góða bók um þessi efni hér, sem almenningur, er við þetta fæst, geti haft sér til leiðbeiningar. Fólki hættir við að safna steinum eingöngu eða mestmegnis vegna litanna í þeim, og tínir þá oft upp líparít og aðrar tegundir, sem eru lítils virði, en veit ekkert um hörku steintegunda eðlisþyngd, strik- litinn, eða annað, sem mestu máli skiptir. — Safna útlendingar steinum hér á landi? — Hingað hafa verið gerðir leiðangrar erlendra m-anna til að ná í steina, og þá aðallega zeolita, sem Teigahorn var heimsfrægt fyrir á sínum tima og seldir voru á söfn um allar jarðir. En nú mun hafa gerzt þar svipuð saga og um amethýstana; mér er sagt að fyrir ári síðan hafi útlendingar verið þar á ferð, búnir áhöld- um, farið í klöppina og brotið niðurú hirt mikið magn af zeol- ítum og haft út með sér og líður áreiðanlega langur tími þangað til bergið hefur veðrazt svo að þar verði aftur zeolíta að finna, og mun herverk þetta hafa verið framið í algeru heim ildarleysi. Að vísu má finna zeolita viðar á landinu, en hvergi jafn mikið magn á ein- um stað, eða eins fallega og' fjölbreytta og þarna var um að ræða. Loks er það silfurbergið, sem var verðmæt útflutnings- vara fyrir allmörgum árum, en tapaði verðgildi vegna þess að fundið var upp eitthvert gervi- efni, sem kom víst að líkum notum — en nú virðist áhuginn á því vaknaður aftur erlend- is, og ég hef t. d. fengið marg- ar fyrirspurnir um það frá Ameríku, Þýzkalandi og Frakk- landi. — Og svo eru það steingerv- ingarnir? — Já, þar er um að ræða fræði, þar sem ég kann lítið fyrir mér. En ég hef safnað þeim allvíða; norður á Tjörnesi úr skeljalögum þar og skelja- lögum austur á Öræfum, Tind- um, Berunesi en þó hef ég fundið langstærstu og merki- legustu steingervingana að Brjánslæk. Fyrst í stað var ég í vandræðum með þá, þetta vildi flagna og molna sundur, en svo fór ég að leita ráða, m. a. hjá Gísla Gestssyni safn- verði, og hann benti mér á plastblöndu — þá sömu og þeir baða Faraóana upp úr á British Museum — og sem ég hef síðan orðið mér úti um og notað og gefizt vei. — Og þarna hefurðu fundið merkilega hluti? — Eins og ég sagði, þá er Framh. á 6. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.