Vísir - 21.07.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 21.07.1965, Blaðsíða 11
 SíÐAN Hvað verður um alla gömlu spæjarana, sem upp komst um og síðan voru sendir í fangelsi eða urðu gagnlausir húsbænd- um sínum, vegna þess að nöfn þeirra og útlit var auglýst.? 1 e'ina tíð voru nöfn eins og Klaus Fuchs, Bruno Pontecor- vo, Allan Nun May, sem njósn- uðu fyrir Rússa og Vladimir Bruno Pontecorvo er fædd- ur á Ítalíu en starfaði við rann sóknarstofu í Bretlandi, en flúði þaðan með vestræn kjam orkuleyndarmál til Rússlands árið 1950. Allan Nun May er brezkur kjamorkufræðingur sem dæmd ur var f 10 ára fangelsi árið 1946 fyrir að smygla kjamorku Ieyndarmálum til Rússlands. Árið 1952 var hann látinn laus og starfaði þá í 10 ár í Bret- landi en fór síðan til Ghana. Klaus Fuchs er fæddur í Þýzkalandi en starfaði sem vís indamaður í Bretlandi. Árið 1950 var hann dæmdur 1 fang- elsi fyrir að láta Rússum í té kjamorkuleyndarmál. Hann var látinn laus árið 1959 en fór þá til Austur-Þýzkalands. Hvað verður um þá svikulu menn? Petrov og Igor Gouzenko, sem aftur á móti komu upplýsing- um vestur fyrir tjald, í fyrir- sögnum dagblaða og dáléiddur almenningur las um kjamorku leyndarmál, leynifundi og fleira, sem mennirnir voru viðr'iðnir. En með árunum gleymdust þess ir gömlu svikarar og nöfn þeirra hurfu í skuggann fyrir nýjum hröppum. En það gæt'i verið gaman að hefja þráðinn, þar sem frá var horfið, og líta aðeins á sögu þessara gömlu og „vinsælu" glæpamanna. 1) Bmno Pontecorvo er í dag ., vísindamaður við h'ina miklu kjamorkustöð Rússa við Dubna, norð austur af Moskvu og hefur í laun sem svarar 800. 000 krónum á ári. Rússar álíta starf hans merkilegt í þágu friðarins og em nú að byggja andi i kommúnistaflokknum. Hann er meðlimur í rússnesku vísindaakademíunni og talar málið algerlega vanzalaust. Hann býr með h'inni sænsku þægilegu húsi í háskólahverfi Accra. Hann býr þar með konu sinni, dr. Hildegaard Broda, en hann giftist henni ári eftir að hann fór úr fangelsi. Þaö er fróðlegt að athuga hvað verður um afdankaða njósnara 120 milljón króna rannsóknar- stöð þar sem hann mun stjóma liði 12 annara vísindamanna. Bruno., , grðipn rússneskur ríkisbórgári óg* vírkiir pátttak- Síðsumartízkan Ein af þeim sérfróðu frá helzta tízkuhúsi í París átti ferð hér um núna um helgina. Það var fyrir hendingu, að við höfðum fregn'ir af því nógu snemma til þess að geta gert henni fyrirsát suður á flugvelli, og með naumindum að okkur tókst að fá hana til að skýra okkur eilítið frá síðsumartízk- unni — ekki það að hún væri neitt afundin, öðru nær, heldur var hún bara viðbundin, í orðs ins bókstaflegustu merkingu ... með fimm ungar og fagrar sýn ingarmeyjar í band'i, rétt eins og þegar krakkar fara £ hesta leik, og næstum óskiljanlegt hvernig henni tókst að halda við þær, eins og þær strekktu á barinn og tóku k'ippi, hvenær sem einkennisbúinn flugmaður átti Jeið framhjá ... Við erum svo óskaplega ströng með sið- gæð'ið hjá sýningardömunum, sagði madomisell, ekki bragða vín, ekki láta karlmann snerta svo mikið sem eynasnepil, og þá verður að hafa þetta sl- svona... — Hvað getið þér sagt okk- ur um síðsumartízkuna? — Allt, en ég má bara ekk'i segja neitt. Það er farið með þetta eins og stífasta hernaðar leyndarmál, sagði madomisell. Ég gæti kannski gaukað því að yður, ef þér sverjið að bera m'ig ekki fyrir því, að við erum stöðugt að nálgast fyrir-synda- fall-tízkuna, skiljið þér. Það vill nefnilega svo skemmtilega til, að við höfum engar he'imildir um hvernig konan var klædd fyrir þann tíma, svo að tízku- húsin eiga þar hægt um vik. Semsagt... það eina, sem þau hafa að varast, er að færa hana ekki í ne'itt, sem heimildir liggja fyrir um að hún hafi klæðzt í eftir syndafallið. — Með öðrum orðum ... að færa hana ekki í neitt? — Karlmaðurinn... karlmað urinn, svaraði madesisell og hló við. Nei færa hana í sem mest, mundi ég heldur segja, og sem frábrugðnast öllu því sem hún hefur nokkurntíma verið í áður — það er að segja, eftir synda fall'ið. Færa hana í allan skoll- ann úr öllum skollanum, en sem sagt, þetta er allt hernaðar leyndarmál hvað nánari út- færslu snertir... svo sem stað setningu sjálflýsandi rennilása og aðrar fínessur... — Fyrirgefið, madom'isell, en stendur það ekki að þau hafi blygðazt sín, af þvf að þau voru nakin? — Oui, oui... en það var eftir syndafall'ið, minn kæri. Þér hljótið að skilja það, að ef þau hefðu ekki verið f neinu áður. . oui — þá hefði bara ekki orðið neitt syndafall... En nú strekktu þær fimm hreinu sýningarmeyjar svo í taumana, að madomisell varð heldur en ekki að spyrna við fótunum, enda ærið tilefn'i .. fullskipuð bítlahljómsveit með hár í stfl við Adam, áður en höggormurinn hvíslaði því að Evu, að hún skyldi kl'ippa hann. Semsagt... allt nálgast það, sem var — fyrir syndafall. konu sinni, Ullu, í sex her- bergja timburhúsi nálægt Volgu bökkum, og fer til vinnu sinnar með stræt'isvagni hvern morg- un. > iii Hann er mikill íþróttamaður og innleiddi vatnaskíði í Dubna með þeim ágæta árangri, að þrír af hinum 3000 verkamönn um bæjarins eru nú sovézkir meistarar í þeirri gréin. Bruno heldur uppi bréfasam bandi við móður sína, frú Ang elo Pontecorvo 81 árs gamla, sem segir það sfna éinustu ósk að fá að sjá Bruno áður en hún deyr. En því miður virðast litlar líkur á því. 2) Árið 1962 fór Alan Nun May til Ghana, þar sem hann gerðist prófessor í eðlisfræði við háskólann þar. Þar hefur hann um það bil eina milljón króna í árstekjur og býr í litlu, Hann starfar þar ekki við nein störf á svið'i kjarnorku, en hefur þó sagt, að ef sér byðist það myndi hann ekki hafna L slíku boði. 3) Klaus Fuchs stjómar í dag aðalrannsóknarstofu kjarnorku vísindanna í kommúnistíska Þýzkalandi og hefur þar í árs- laun hvorki meira né minna en eina og hálfa milljón króna. Hann er kvæntur æsku- vinu sinni, Gretu Keilson, og allt líf hans snýst um starf ið á rannsóknarstofunni og fjöl skylduna í villunni nálægt Dresden. Hann er ekki sérlega heilsuhraustur og fer ár hvert í ýtarlega Iæknisskoðun, og allt útlit hans minnir á hinn viðut an prófessor. Hann kemur oft fram í sjónvarpsþáttum í kommúnistasjónvarpinu, og það hafa verið gerðar um hann sjónvarpskvikmyndir, þar sem ferill hans sem njósnara er gleymdur en þess f stað er hann gerður að gáfaðri hetju. Hann á tvo bíla og við og við heldur hann blaðamannafundi, en einungis með blaðamönnum frá kommúnistablöðunum í Austur-Þýzkalandi. (Framh.). Nauðungaruppboð annað og síðasta, á hluta í húseigninni nr. 22 við Ásgarð, hér í borg, talin eign Karls Guð- mundssonar, fer fram á eigninni sjálfri föstu- daginn 23. júlí 1965, kl. 2,30 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Kári skrifar: ]VTjög hefur á því borið undan fama daga í dálkum dag- blaða, að fólk skrifi bréf og greinar um verndun tungunnar. Vissulega er það gleðivottur og sýnir ljóslega að þrátt fyrir hol skeflur erlendra orða og orð- taka finnast þó enn málsvarnar menn íslenzkrar tungu. Þeirra á meðal er „ES“. sem sendi Kára eftirfarandi bréf: Erlendar slettur „Ég kvíð'i því næstum að þurfa að fletta dagblöðunum á morgnana eða opna útvarpið á kvöldin, því alltaf á ég á hættu að fá sem stein í höfuð- ið misþyrmingar á tungunni. Dagblöðin Virðast fremur hugsa um magn en gæði og líku er farið með útvarpið okkar bless að. Þar troða sér fram menn, sem virðast hafa lært móður- málið eriendis, í það að minnsta flytja þe'ir allt að helmingi máls síns á erlendum tungum. Ég þykist þess meðvitandi, að meginþorri fólks slettir orðum meira og minna, en dagblöð og útvarp, og sjónvarp er það kem ur, ættu án sk'ilyrðis að hamla því að menn sem ekki tala ’fulla fslenzku fái að vaða uppi með málvillur sínar opinber- lega. Blessuð bömin okkar hlusta þó oft á útvarp og lesa blöð, og er þau heyra þjóð- fræga menn tala um að eitt sé negatívt og annað pósitít finnst þeim sjálfsagt að nota þau orð í stað þess að segja að annað sé neikvætt en hitt jákvætt. Götumálslínan gefin Þá verður það að teljast til algerrar skammar, að eitt dag- blaðanna í Reykjavfk hefur á baksíðu fastan dálk um götu- mál unga fólksins, þar sem dregin eru fram og fundin upp hvers kyns óyrði. í flestum til- fellum ensk orð, rituð eftir framburði, og í mörgum tilfell- um ekki höfð eftir ungu fólki. Það kann að vera ágætt að b'irta einu sinni sýnishom af götumáli, en til skammar að reyna að finna. upp nýyrði á því sviði, þegar stöðugt er unn ið að málhreinsun. Dæm'i: — Skvísan mín var soldið sjalú ... þá varð hún aftur sæt og happy... svaka geta menn ver ið háfleygir þegar þeir spfka um tryllitækin... o. s. frv. Fattlausir blaðamenn. Þessi dæmi em valin af handahófi úr dagblaðakörfunni, en öll úr sama blaðinu Ég skil varla að ábyrgir blaðamenn stund'i slík skrif, en minnist þó þess, að á baksíðu Alþýðublaðs ins stóðu þessi orð: — Sumir em svo fattlausir, að þeir fatta ekki hvað þ-ir eru vitlaus'ir. ES.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.