Vísir - 21.07.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 21.07.1965, Blaðsíða 15
V í S IR . Miðvikudagur 21. júlí 1965. JENNIFER AMES: /5 wm Mannrán og ástir SAGA FRÁ BERLlN — Það þarftu ekki að títskýra fyrir mér, sagði hún háðslega. Harm hló hátt. — Við skulum að minnsta kosti látast vera vinir. Hefirðu séð síð- degisblöðin. Já„ ég sá þau. Hvern- ig finnst þér myndirnar af þér? — Ég skil ekki hvers vegna þú hefir sett þessar myndir í blöðin. Þar sem ég er hér undir fölsku nafni hefði ég trúað að bezt væri, að ég væri auglýst sem minnst. — Ég vissi ekki betur en að þú hefðir komið hingað til þess reyna að ná til föður þíns, svaraði hann rólega. — Já, að sjálfsögðu. — En hvernig ætti hann að fá vitneskju um að þú ert hér ef þú værir ekki auglýst með þessu móti. Sjái hann myndina af þér mun hann leggjá saman tvo og tvo, að þú hafir tekið þetta starf í hópnum að þér undir fölsku nafni, til þess að reyna að hjálpa honum — Afsakaðu, sagði hún og beit á vör sér og bætti svo við. — Ég gerði mér ekki grein fyrir, að þessi væri tilgangurinn. Ég vona svo sannarlega, að hann lesi blöðin. Sjái hann þau mun han vafalaust reyna að ná sambandi við mig sjálf ur ef hann getur, annars með að- stoð annarra. Hann kinkaði kolli. — Þessi var tilgangurinn, Linda. — Þakka þér fyrir, sagði hún. Afsakaðu fljótfærni mína, sagði hún óstyrkri röddu. Hann brosti til hennar og það brá fyrir glampa í augum hans. Hann þrýsti hönd hennar. — Mér virðist þú eiga allerfitt með að láta þakklæti þitt £ ljós? Hún svaraði þessu engu. — Ég verð víst að flýta mér að hafa fataskipti, flýtti hún sér að segja. Geturðu sagt mér hvernig ég kemst til Grand Hotel. — Ég þarf ekki að segja þér það, j ég ætla að fylgja þér þangað, svar | aði hann í léttum tón. 8. kapituli. Það var þröng manna í salnum, Grand Hotel, þar sem meyjaflokk ur Daviðs Holdens átti að skemmta. Það var ósjaldan sem f- búar Austur-Berlínar fengu tæki- færi til þess að sjá slíka skemmti flokka frá öðrum löndum. Linda uppgötvaði sér til furðu, þegar hún var kominn inn á sviðið með hinum stúlkunum, að henni þótti gaman að þessu. Að skemmtuninni lokinni var hlutverk þeirra að ræða við gestina, dansa við þá — og fá þá til þess panta vínföngin óspart. — Þetta er það mikilvægasta, ungfrú sagði gistihússtjórinn við hana, fyrir okkur — og ykkur. Það er á þessu sem við græðum — og þið hagnist á þessu líka. En ég er ekki vön, sagði Linda. En hún lauk ekki við setninguna. Hún sá, að hún varð að horfast í augu við það, að þetta var þáttur í starfinu, sem hún hafði tekið að sér. —.......ég skal leggja mig fram sagði hún ' brosandi, við gistihúk-': stjórann, sem var maður gildvax- inn, of klappaði henni feitri hendi á nakta öxl hennar. — Þér eruð ung og fögur — og ákaflega sakleysisleg, þér getið verið viss um, að það kunnum við karlmenn irnir að meta. Gangi yður vel, ung frú. Lindu fannst það erfiðari raun, en að komast inn í Austur-Berlfn að ganga milli borðanna, með allra apgu starandi á sig, enda slíku alls óvön. Henni leið sannast að segja eins og hún gengi þarna um alls- nakin, í flegnum kjólum og að- þrengdum svo að líkamsvöxtur inn nyti sín sem bezt. Hún ósk- aði sér þess að jöðin gliðnaði sund ur og gleypti hana, en þá varð hún þess vör að augu gistihússtjórans hvíldu á henni, og um leið sá hún að rosknir kaupsýslumenn, sem sátu þama við borð, gáfu henni bendingu um að koma. Hún varð að taka á öllu, sem hún átti til, til þess að halda áfram í áttina að borði þeirra en þá reis hávaxinn maður allt í einu á fætur ,en hann hafði setið út við vegg, og gekk hann nú í veg fyrir hana og sagði: — Komdu, og drekktu glas með mér, Linda. Hún andvarpaði af ánægju og var smeyk um, að það hefði heyrzt um allan salinn. — Þökk, sagði hún, er hún næst- um hneig niður við borð hans. Það munaði minnstu, að hún brysti í grát. — Þetta er í annað skiptið f dag sem þú kemur mér til hjálpar, hvfslaði hún. — Ég sá þá þarna gefa þér bend ingu, sá gimdina f augum þeirra — og ég hefði getað kyrkt þá. Rödd hans var köld, næstum ógn andi. — En þetta er vfst það, sem ég hef tekið að mér með undirskrift minni, sagði hún og reyndi að hlæja. — Þú ert meiri kjáninn, sagði hann alvarlega, að láta þér detta í hug, að þú gætir gert annað eins og þetta. — En gleymum þessu í bili. Hvað viltu drekka — kampavfn? — Ég vildi helzt glas af aldin- safa, hvfslaði hún. Hann brosti. — Þú kannt víst ekki við orðið „kampavíns-skylda“ — hér em menn skuldbundnir til þess að panta kampavfn og ég gæti trúað að gistihússtjóranum líkaði það ekki vel, ef þú pantaðir aldinsafa. Það var uppgjafarsvipur á brosi hennar, er hún svaraði: — Það er víst satt, að ég muni til annars betur fallin en starfs sem þessa. Ég vona bara, að ég komist sem fyrst í samband við föður minn, svo að ég þurfi ekki að halda þessu áfram. — Ég sá myndir af þér f blöðun um f dag, Linda. Var hyggilegt að birta þessar myndir? — Það kom ekkert til minna kasta með þetta. Davfð setti þær í blöðin án minnar vitundar. — Mér virðist þe?si Dayid Hold en nöílcuð éinráSur óg"fr&kkur, sagði hann kuldalega. — Jú, svaraði hún. Hún gat ekki neitað að svo væri. — Ég hef aldrei séð þennan ná- unga, og ég verð að segja, að ég hlakka ekkert til að kynnast hon- um. Hans Seller gat ekki dulið gremju sína. N — Ég sé enga ástæðu til þess að þú komir þér f kynni við hann, eða að ég kynni þig fyrir honum. Linda var allfljótmælt, er hún sagði þetta. Henni hafði allt f einu orðið ljóst að ekki var æskilegt að þeir hitt- ust David og Hans — það vaknaði jafnvel beygur f brjósti hennar af tilhugsuninni að það gæti haft ein hverjar alvarlegar afleiðingar. — Ég vil nú samt kynnast hon um, þótt ekki sé til annars en að segja honum í allri hreinskilni hvaða álit ég hef á honum. Hann kreppti hnefana svo að hnúamir hvftnuðu. — Ferðast um með dansmeyjar — fráleitt karimenni, sennilega kvenlegur f sér, hugleysingi... — Nei, Hans, flýtti hún sér að segja, en svo varð það ekkj meira, I því að hún iann, aö hún 'gat en!t:j lýst David fyrir Hans. Hvernig svo sem David var. náöi, það engri átt að hann væri kven- legur eða hugleysingi. Hún bar þá saman. Hans var kannski hærrj og glæsilegri, en David var krai - legri, já, karlmannlegr? maöur. Hann greip allt í einu um báðar hendur hennar. — Þú ætlar þó ekki að fara að heillast af þessum náunea Linda? Hún var dálítið hreykin af því að hún gat svarað eðlilega: — Auðvitað ekki. Mér geðjast ekki að honum hvað þá meira. Hann sleppti höndum hennar skyndilega. — Það er ágætt, sagði hann. Eg hef uppgötvað allt í einu, að ég mundi verða hræðilega afbrýðis- samur, ef þú yrðir um of hrifinn af einhverjum — hverjum sem það væri. Hann horfði á hana rannsakandi augum. — Þú ert indæl, Linda, indælasta stúlkan, sem ég hef nokkurn tíma , kynnzt. O, Linda, ég vildi að við | værum einhvers staðar ein — þá mundi ég ekki geta stillt mig um að taka þig f faðm mér og kyssa j þig- — Nei, Hans ... hún stóð upp ; eins og skelfingu lostin. Hann brosti. — Vertu ekki svona óttaslegin á svip, væna mín. Þú veizt, að þú getur alltaf treyst mér — ég myndi aldrei gera neitt, sem þér væri á móti skapi. Lilli op Lou voru búnar að sýna sitt atriði og það var auðheyrt á lófatakinu. að mönnum hafði geðí azt vel að þeim og nú kom Fav Montague fram á sviðið og fór að svngja. Hún gekk um sviðið og svo niður af því og milli borðanna og hélt áfram að syn|ja. fremur dimmri röddu. seiomágháðri.' og hún var miöf? fögur og hið liósa hár hennar glitraði f birtunni frá geisla lióskastarans. sem fvlgdi henni eftir hvert sem hún fór. — Hún er sannarleg mjög fögur stúlka, sagði Hans. — Já, hún er það víst, sagði Linda þurrlega. og var siálfri sér reið samstundis fvrir að hafa ekki getað stillt sig um að láta þetta út úr sér. Hans hló — og var dálítið skemmt. F.kkert fór framhiá hon- um — heldur ekki hver var orsök þess, að Linda hafði sagt þetta. — Þú þarft ekki að vera afbrýð isöm út í hana, Linda, sagði hann þú ert fegurri en hún hefur meiri persónuleika. — Hvers vegna ætti ég að vera afbrýðisöm út f hana? spurði hún og reyndi að tala f léttum tón. Hann yppti öxlum. — Ég var ekki fæddur í gær, væna mín, sagði hann. Já, hvers vegna skyldir þú vera afbrýðiscöm út f hana? Vegna þess, sem ég sagði? Ég vona, að sú hafi verið ástæðan. Eða var það vegna þess að eitthvað er á milli hennar og vinar þíns, Davids Holden. ■ ASKRIFÉN D AÞJON UST A Askriííaí- Kvartana- siminn er 1661 virka daga kl. 9 - 20. nema iaugardaga tti. 9— 13. HÝSIiS I VSSi e^fer viÍsldptSn iJ't m Afgreiðslu VfSIS í Kópa vogi annast frú Birna ííCarlsdóttir, sími 41168. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa , sér, ef um kvartanir er að ræða. HAFNARFJÖRÐUR Afgreiðslu VÍSIS i Hafnarfirði annast frú Guðrún Ásgeirsdóttir, sími 50641. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða. VOU CONTINUE T0 5E STUPI7, kOZENKU!/ X HAVE N0 PLAN TO TOCTUkE SO 7 VALUABLE' AN ENEWV! HE ONLV CAUSEÞ VOU TROUBLE BECAUSE HE'S f /SttARTERTHANYOU! HOTAif, KOZENKU! SEMTO! TAKZAN'S SAVASES AKE CLIIABINS OVEK OUK FENCEl 6ETGUNS,QUlCK' Ég skal ekki valda þér von- brigðum herra. Tarzan sefur segna svefnmeðals þíns þangað ti! að flugvél'in kemur eftir honum. Get ég farið af varðstöðunni og horft á þig pynda hann. Hann hefux valdið mér miklum vand- ræðum. Þú veður áfram í vill- Unni Kozenku. Ég hef engar ráða gerðir um að pynda svo dýr- mætan óvin. Hann olli þér að- eins vandræðum vegna þess að hann er sniðugri en þú. En ekki : mér Kozenku, Benito, viilimenn- irnir hans Tarzans eru á leiðinni | yfir girðinguna okkar. Náðu f byssurnar fljótt. KEFLáyiK Afgreiðslu VÍSIS í Kefla vík annast Georg Orms- son, sími 1349. Aigreiðsiart skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa; sér, ef um kvartanir' er að ræða. f

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.