Vísir - 22.07.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 22.07.1965, Blaðsíða 1
VÍSIR 55. árg. - Fimmtudagur 22. iúlí 1965. - 164. tbl. Gífurlegur fjöldi var saman kominn í Háskólabíói, margir sátu á lausum stólum, aðrir stóðu og enn aðrir hlustuðu frammi í anddyrinu. skólamótið, þar sem saman voru komnir um 1200 fulltrúar frá öllum norðurlöndunum, þar af 350 íslenzkir. Mótið hófst með því að strengjasveit undir stjórn Björns Ólafssonar lék tvö ís- lenzk þjóðlög. M ávarpað'i Helgi Elíasson, fræðslumála- stjóri samkomuna og bauð gesti velkomna. Menntamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gfslason setti síðan mótið með ræðu. Minntist hann sögunnar af skáld'inu Stephan G. Stephanson, er grét þá hann sá félaga sína ríða til náms. Ræddi dr. Gylfi síðan um hlut verk skólanna í þjóðfélaginu og lagði á það ríka áherzlu að skólinn mætti ekki vera sem ó- virkt hjól í samfélaginu. Kvað hann eitt aðalmarkmið skól- anna að þroska og bæta hvern einstakling. Að lokinni ræðu Gylfa lék strengjasveit Bjöms Ólafsson- ar íslenzka þjóðsönginn og við staddir risu úr sætum. Þá fluttu ávörp menntamálaráðherra Dana og Finna, K. B. Andersen og Jussi Saukkonen, norski ráðherrann Helge Sivertsen og sænski ráðuneytisstjórinn Sven Moberg. Að lokinni ræðu hvers h'inna erlendu ræðumanna var fluttur þjóðsöngur viðkomandi lands. Setningunni lauk síðan með einsöng Kristins Hallsson- ar með undirléik Árna Kristjáns sonar, píanóleikara. Meðal gesta við setningu mótsins var forseti íslands, Hr. Ásgeir Ásgeirsson. Fyrirlestrar hófust síðan laust fyrir hádegi og munu standa í dag til klukkan 16.15, en þá er síðdegiskaffi f boði Borgar- stjórnar Reykjavíkur. Menntamálaráðherra, dr. Gylfi Þ. Gfslason setur skólamótið. BLAÐIÐ i DA Bls. 3 Kennslustund i jarð fræði. — 4 Verðlaunagetraun — 8 Grein um Guðmund Grímsson, dómara. — 9 Heimsókn í gamla bæinn áð Glaumbæ. á mikla framtíð fyrír sér — segir Páll í Gunnarsholti Heykögglaframleiðsla hefur um skeið átt sér stað í Gunnars- holti og framleiðsia grasmjöls úr sólhöfrum og er þessi fram leiðsla vaxandi. Vfsir átti stutt viðtal í gær í síma við Pál í Gunnarsholti út af því, að útvarp og blöð hafa birt fréttir um það, að í ráði væri að varpa niður hey- kögglum úr flugvél til fimm menninganna, sem eru á ferð norðan jökla milli Egilsstaða og Kalmanstungu með 25 hesta, en búast má við hagleysum á þeirri leið. Heykögglar eru sem kunnugt er aðeins framleiddir í Gunnarsholti hér á landi. Ekki hafði verið leitað eftir slíkri að- stoð í Gunnarsholti enn sem komið væri. Þar er staðsett á- burðardreifingarflugvél Sand- græðslunnar, svo að þarna eru skilyrði fyrir hendi til að veita þá aðstoð sem að ofan er vikið að, verði hennar þörf. Heykögglaframleiðslan hefur verið í Gunnarsholti um skeið og var m.a. frá henni sagt í Vfsi í fyrra. „Ég held, að þessi framleiðsla eigi framtíð fyrir sér“, sagði Páll í Gunnarsholti við tíðinda- mann blaðsins, „sökum margra Framh. á 6. síðu. • 9 — segja 13 kátir Svisslendingar, sem vilja heldur sjá Gullfoss og Geysi en að klífa fjöll Þau hafa enga vantrú á töi- unni 13, svissneski ferðahópur- inn, sem gekk á iand f Reykja- vík úr Gullfossi í morgun. Þau vöktu fyrst athygli okkar, þar sem þau stóðu með allt sitt haf- urtask í rigningunni fyrir fram an skóbúð þeirra Hvannbergs- bræðra í Hafnarstræti, greini- Vísitnlan óbreytf Kauplagsnefnd reiknaði út vfsi- tölu í byrjun júlí og reyndist hún vera 171 stig eða hin sama og í byrjun júní. Lítilsháttar breytSng- ar urðu á nokkrum liðum vfsitöl unnar, örlítil hækkun á matvöru- verði og fatnaðarverði en svo lítil að ekki hefur áhrif á vís'itöluna. lega vegavillt í þessu landi elds og fsa, sem þau höfðu svo lengi hlakkað til að sjá. Þau eru þrett án sem ferðast saman, allt far- fuglar frá Ziirich á aldrinum 17-28 ára. Góðviljaðir vegfarendur leið- beindu hópnum í farfuglaheimil ið á Laufásvegi 41 og þar kom hópurinn sér fyrir. „Það rigmr vonandi ekki alltaf svona mikið sagði lítil ljóshærð stúlka með skærblá augu, norræn yfirlitum. Við gátum fullvissað hana um að það rigndi ekki alltaf svona mikið en þó væru rigningardag- arnir hér fleiri en við kærðum okkur um. Það sem vakti sérstaka at- hygli okkar á svissneska hópn- um var það hve unga fólkið var fallegá klætt og hreinlegt, en eins og flestir þekkja eru þeir sem ferðast á „puttanum" oft heldur óhrjálegir í snjáðum og rifnum fötum og heldur 6- hreinlegir. „Við ætlum að sjá Gullfoss Framh. á 6. síðu. Svisslendingarnir við Galtafell á Laufásvegi í m orgun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.