Vísir - 22.07.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 22.07.1965, Blaðsíða 3
V1SIR . Fimmtudagur 22. júlí 1965, ii lllillPllifWWrnMWWaWMllflB KENNSLUSTUND í JARÐFRMI ☆ Bandarísku geimfaraefnin ellefu, sem hér dvöldust í viku- tíma sneru aftur heim til sín nú um helgina. Þeir kynntust ís- lenzkum óbyggðum og öllu því veðurlagi sem öræfin bjóða, sólskini, rigningu og jafnvel eilítilli snjókomu. Og fyrst og fremst kynntust þeir því að ís- land er eldfjallaland, þeir dvöldust tvo daga við Öskju við Ódáðahraun og sáu verks- ummerki síðasta Öskjugoss og síðar fóru þeir suður í Krýsu- vík þar sem brennisteinshver- inn ólgar og gufan brýzt upp úr iðrum jarðar. Fyrir okkur heimamenn var þessi heimsókn geimfaranna líka ánægjuleg. Það er ein- kennileg tilviljun, að stór hóp- ur manna, sem á í vændum heimsfrægð fyrir fyrstu ferðir til annarra hnatta skuli koma hingað til lands. Þegar þessir menn fara á komandi árum að svffa með eldflaugum út í geiminn munum við minnast þeirra og höfum þannig fengið nokkra snertingu við geimferð- ir framtíðarinnar. Tilgangurinn með ferð geim- faranna hingað var að veita þeim nokkurs konar kennslu- stundir í jarðfræði. ísland er óvenjulegt land frá jarðfræði- sjónarmiði með eldfjöllum sfn- um| hraunum og öskulögum. Eru sumir þeirrar skoðunar, að landslag á vissum svæðum hér kunni að vera líkast þvf sem gerist á tunglinu. Því þóttu þessi svæði tilvalin til þess að gefa geimförunum nokkra inn- sýn í hvernig yfirborð tungls- ins væri. Myndir þær sem hér fylgja eru af einu bandaríska tungl- faraefninu Bassett að nafni og voru teknar meðan hann dvald- ist austur í Öskju. Þær sýna nokkuð að hverju þeir geim- fararnir störfuðu. Þeir kynntu sér jarðfræði og steinafræði. Bassett er hér að skoða stein- ana f einni hlfðinni. Hann brýt- ur hér vikurmola úr jarðlögun- um og skoðar hann f stækkunar gleri. — Ýmsar kenningar eru uppi KAUPUM HREINAR LÉREFTSTUSKUR Prentsmiðja VÍSIS Laugavegi 178 um það, hvemig yfirborð tunglsins sé, sagði Bassett við fréttamann Vísis. En ég hallast persónulega að því að tunglið sé eldfjallaland. Það er ekki hægt að skýra öll fyrirbrigði á tunglinu með því að loftsteinar hafi valdið þeim. Sennilegast er jarðeldur undir niðri þar og hann hefur brotizt út f gosum. Þar með er ekki sagt að jarð- lögin eða steinarnir séu lík því sem gerist í hraununum hér á íslandi. Hraunið kólnar við önnur skilyrði þar sem ekkert andrúmsloft er og því enginn loftþrýstingur og steinamir taka sennilega á sig annað mót. Enn eitt JT i Elliðaárbrekkunni Mikil mildi var að ekki yrði stórslys f Elllðaárbrekkunni sl. þriðjudag, þegar sendiferðabif- reið valt þar, og stöðvaðist á þakinu. Rúður brotnuðu og glerbrotum rigndi yfir öku- manninn og fa^þega hans. Báð- ir sluppu þeir omeiddir, en bif- reiðin skemmdist nokkuð. Hér var um að ræða Transit sendiferðabifreið frá Landsíma íslands og var hún á leið niður Elliðaárbrekkuna. Nerðarlega í brekkunni ætlaði bifreiðastjór- inn að aka fram úr sendiferða- bifreið, en sú síðarnefnda beygði þá til hægri. Ökumaður símabifreiðarinnar ætlaði þá að forða árekstri og snarbeygði, en með þeim afleiðingum að bifreiðin valt. Að undanförnu hefur allmik- ið verið um umferðaróhöpp f þessari brekku, en þetta óhapp ætti að vera öðmm ökumönn- um aðvörun um að sýna fyllstu aðgæzlu. Vegagerð ríkisins hef- ur unnið að því að breikka brekkuna og verður bráðlega einni akbraut bætt við.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.