Vísir - 22.07.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 22.07.1965, Blaðsíða 4
V í S IR . Fimmtudagur 22. júlí 1965. VERÐLAUNAGETRAUN VI. / / GETRAUNIN ER UM LEIU KYNNING A BILUM BG TIZKUFATNAÐI LAND ROVER LAND ROVER er enskur í húð og hár, jeppabíll, sem löngu er orðinn landskunnur hér á landi og víðast hvar annars staðar í löndum heims. Hér er hann jafnþekktur i sveit og við sjó, sem landbúnaðarbíll, veg leysufarartæki og jafnvel sem heimilisbíll í þéttbýli eftir að menn komust upp á Iag með að klæða hann að innan, eins og hvern ■nnan fólksbíl. Það er Heildverzlunin HEKLA H.F., sem hefur umboð fyrir THE ROVER COMPANY LTD_ i Birmingham í Englandi. En þetta enska fyrirtæki framlei’ðir auk jappabílsins ýmsar gerðir fólksbíla m. a., sem eru meðal þess vandaðasta i bílafram- leiðslu Englendinga. Heildverzlunin HEKLA H.F., szm einnig hefur umboð fyrir VOLKS- WAGEN bílana vestur-þýzku, hefur nýlega flutt í nýbyggt stórhýsi á LAUGAVEGI 170—172, þar sem skrifstofur, verzlanir og þjónusta eru i hinu fullkomnasta húsnæðla LAND ROVER er hægt að fá í mörgu m útgáfum en venjulegasti bíllinn hér er svo kallaður landbúnaðarbíll með yfirbyggingu úr alúminíumblöndu og galvaniseruðu stáli. Mál þeirrar gerðar eru þessi: Lengd 3.62m, lengd milli hjóla 2.23 m, breidd 1.63 m, hæð 1.97 m, hæð undir lægsta punkt oa203 m og beygjuhringur 11.58 m. Benzínvélin er 4 strokka með yfirlokum, 77 hestafla við 4.250 snún. á mína Dieselvélin er 62 hestöfl við 4000 snún. á mín. Ganghraðar eru 4 áfram og hraðaskipting milli 3. og 4a En tvískiptur milligírkassi gefur möguleika á 8 ganghröðum áfram og tveim afturá- bak. Vökvahemlar eru á öllum hjólum. Fjaðrir eru hálfsporöskjulaga og bæði að aftan og framan eru strokklaga höggdeyfar. Hjólbarðastærð er frá 600x16 upp I 750x16 eftir vali. Dráttarafl bílsins er 1800 kga Ymislegt má fá með bílnum til fjölbreyttari nota gegn aukagjaldi. Verð bílsins er með benzínvél um kr. 146 þús. en með dieselvél um kr. 163 þús ............................... ; ............................................................................................................ Vafalaust hefði LAND ROVER-inn komizt klakkiaust beint af augum yfir sprænuna, en það var sjálfsagt að nota brúna, fyrst hún var til staðar Vala renndi á meðan fyrir fisk, hvers nafn við kunnum ekki að nefna. Á þessari kynnisferð með LAND ROVER var Vala klædd frá LONDON, dömudeild, í Austurstræti. Hér er hún I riffluðum flauelsbuxum og með belgískan apaskinnsjakka meðferðis. Sumir kunna að láta sér detta í hug, að það sé ekki kvenmannsverk að aka landbúnaðarbíl — kannski enn síður, þegar hann er með diesel- vél. En tækninni fleygir fram í gerð þessara bíla, eins og öðru, og það er ekki lengur ýkja mikill munur á að aka jeppabíl og venjulegum fólks- bíl. Þar við bætist sókn kvenþjóðarinnar til jafnréttis við hitt kynið. Það var því ekki nema sjálfsagt, að Vala Guðmundsson settist undir stýri á LAND ROVER, eins og myndin hér að ofan sýnir. ERUÐ ÞÉR FRÓÐ UM BÍLA? Vitið þér af hvaða bfltegund og hverrar þjóðar gerðin Marcury er? Ef svo er, þá skrifið svarið og kilppið þennan reit úr og geymið þar til öll getraunin hefur birzt. SVAR: NAFN og heimili sendanda 6. verölaun Fatnaður frá LONDON, dömudeild fyrir 5 jbós. kr. eftir eigin vali LONDOII Heildverzlunin HEKLA h.f. Tízkuskóli Andreu wrv^7«.wv.v.vAw.wAwwAVAv.w.OA^w<^,y«vw/.y.s:.y.:.y.y'>>>:.:i>^,:w:.’.!4vw<W»?WX Á eftir renndi Vala augum yfir veiðisvæðið og var þá klædd svörtum helanca buxum, framleiddum hjá L. H. Muller, og grænni odelon peysu, framleiddri af Prjónastofu Önnu Þórðardóttur. — Næsta mynd er að vísu ekki tekin uppi á öræfum, en vel gæti svo verið_ LAND ROVER er ekki aðeins la ndbúnaðarbíll, heldur einnig vegleysufarar- hollenzkar helanca buxur, hvítar hollenzka delana peysu og hettuúlpu úr teygjunælon svampefni, einnig hollenzka. — Eins og fyrr segir er allur fatnaðurinn, sem Vala sýnir okkur hér, frá LONDON, dömudeiid, en þar er yfirleitt seldur hvers konar kven- fatnaður og annað sem honum tilheyrir. Verzlunin er á tveim hæðum í Austurstræti tæki, sem þolir ótrúlegustu raunir. Og enn sýnir Vala fatnað frá LONDON, ljósar 14, en á horninu í sama húsi er Tóbaksve rzlunin LONDON, rekin af sömu aðilum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.