Vísir - 22.07.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 22.07.1965, Blaðsíða 8
p V I S I R . Fimmtudagur 22. júU 1965. VISIR Otgefandi: Blaöaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schrám Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóran Jónas Kristjánsson Þorsteinn ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. ð mánuðl t lausasölu 7 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur) Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. jr Agreiningur vina ]\ú hefur sem snöggvast sletzt upp á vinskapinn milli Þjóðviljans og Tímans út af strætisvagna- og hitaveitugjöldum í Reykjavík. Ekkert skal fullyrt um, hvemig á þessum misskilningi stendur, en staðreynd- in er sú, að hér hefur eitthvað bilað í samstarfskerf- inu. Eftir því sem bezt verður skilið af skrifum Tím- ans, var enginn ágreiningur um það í borgarstjórn- inni, að hækkun þessara gjalda væri óhjákvæmileg, án hliðsjónar af þeim launahækkunum, sem urðu við síðustu samninga. Þessir menn mega gerst vita, hvað þeim fer á milli og hvað þeir bralla bak við tjöldin, en eitt er víst, að þeir eru hjartanlega sammála um að gera borgarstjómarmeirihlutanum eins erfitt fyrir og þeir geta. Þar er nákvæmlega sama afstaða og gagnvart ríkisstjóminni.Þegar þessar hækkanir voru ákveðnar, voru þó allir borgarfulltrúar á einni skoðun um það, að þær stæðu í engu sambandi við þær launahækk- anir, sem síðar urðu, en værUj.nauc komu þeirra borgarfyrirtækja^sem hí vegna hækkana, sem orðið hafa á rekstrarkostnaði þeirra síðan í desember 1963. Nú má vel vera, að Framsóknarflokkurinn hafi hlaupið þama eitthvað út af línunni, eins og honum er gjarnt — því hvorki kommúnistar né aðrir geta nokkru sinni treyst honum. En þó er líklegra, að full- trúi Framsóknarflokksins hafi í þessu tilliti litið raun- sætt á málið og mótað afstöðu sína samkvæmt því. Hitt er svo ekki vitað, hvort hann hefur síðar fengið bágt fyrir hjá yfirboðurum sínum, en jafnvel Fram- sóknarmenn láta stundum samfæringuna ráða og gæta þess ekki, að það kunni að vera óþóknanlegt á „æðri stöðum“. — En hvað sem því líður, hefur Guðmundur Vigfússon, borgarfulltrúi kommúnista, sýnt fádæma lítilmennsku í hringsnúningi sínum. Hann var, eins og aðrir borgarfulltrúar, sammála um nauðsyn þessarar hækkunar, en lét svo á síðustu stundu Moskvu-Kommúnista hræra í sér til þess að snúast gegn því, sem hann áður hafði talið sjálf- sagt og nauðsynlegt. Er laxastofnin í hættu? Fregnir þær, sem borizt hafa um stóraukna veiði á laxi í sjó við Grænland, hljóta að valda okkur ís- lendingum, eins og öðrum þjóðum við Atlantshaf, miklum áhyggjum. Við vitum það raunar ekki enn, hvort laxastofn okkar leggur leið sína fram með Grænlandi, þegar hann leitar heim til æskustöðv- anna; en ýmislegt bendir þó til að við eigum eitthvað af þeirri „hjörð“, sem fer um þær slóðir Þess vegna er full ástæða til að fiskifræðingar okkar séu vel á verði og hafi samstöðu með þeim þjóðum — gegn Dönum einum — sem vilja takmarka þessar sjó- veiðar við Grænland, og helzt banna þær með öllu. Dr. jur.Guðmundur Grímsson fyrrv. hæstaréttardómari (1878 - 1965) Eins og kunnugt er af blaða fréttum, lézt Guðmundur Gríms son, fyrrv. hæstaréttardómari f Norður-Dakota, í Grafton, N. Dakota, þriðjudagsmorguninn 22. júní síðastliðinn, en hann hafði átt heima þar í bæ sein ustu árin. Útför hans var gerð frá Grafton Lutheran Church seinni partinn á föstudaginn 25. júnf. Var athöfnin um allt hin virðulegasta og margt fólk við- statt. í þeim hópi voru fulltrú ar hæstaréttar, héraðsdómara og Lögfræðingafélags ríkisins. ís- fenzki ræðismaðurinn í N. Dakota var viðstaddur sem full trúi Islands og jafnframt sem sérstakur fulltrúi Ríkisháskól- ans f Norður Dakota (Univers- ity of North Dakota), en þar stundaði Guðmundur dómari laganám sitt. öll helztu blöð ríkisins fluttu ítarlegar minning argreinar um hann og fóru mikl um lofsyrðum um dómarastörf hans og önnur opinber störf, og um hann persónulega. Hann var jarðsettur f Bismarck, N. Dakota, síðdegis á laugardag- inn 26. júnf við hlið konu sinn ar, sem látin er fyrir nokkrum árum. '- Með-Guðmundi Grímssyni er - m £&teix genginn maður, sem“ átti að baki sér óvenjulega langan og merkilegan æviferil, og glæsilegan embættisferil að sama skapi. Hann var einn þeirra lslendinga, sem hæst hafa borið merki íslenzks mann dóms vestan hafs og samtímis hróður þjóðar vorrar viðs vegar um Vesturálfu. Hann var fæddur 20. nóv. 1878 að Kópareykjum f Reyk- holtsdal f Borgarfjarðarsýslu. Foreldrar hans voru þau hjónin Steingrfmur Grfmsson og Guð- rún Jónsdóttir, og fluttist hann með þeim vestur um haf f júlí mánuði 1882. Gerðust þau land nemar f grennd við Milton, N Dakota, og þar ólst Guðmundur upp. Kynntist hann þvf Iffi og baráttu landnemanna fslenzku á þeim slóðum af eigin reynd. Hef ir hann lýst þvf, og þá ekki Sfður foreldrum sínum, f sonar legri og prýðilegri grein um þau sem prentuð er f ritgerðarsafn inu Foreldrar mfnir (Endurminn ingar nokkurra íslendinga vest an hafs), er dr. Finnbogi Guð- mundsson bjó til prentunar (Reykjavík 1956). Kemur þar á daginn, að foreldrar Guðmund ar hafa verið mikil merkishjón, enda nutu þau almennrar virð ingar og vinsælda. í umræddri grein lýsir Guðrún, systir Guð mundar, glöggt og vel ætt for eldra þeirra og ferli á íslandi. áður en bau fluttust vestur um haf. Guðmundur ólst upp á heim- ili, þar sem bækur voru í heiðri hafðar og lesnar, og íslenzkar menningarerfðir metnar að verð leikum. Fer hann um það þess um orðum f endurminningum sínum: „Á kvöldin las faðir inn oft upphátt fyrir mömmu oö okku systkinin, sem öll höfð- um eitthvað fyrir stafni. Okkur var kennt að lesa á fslenzku og okkur þannig innrætt ást á ís- lenzkri tungu og bókmenntum". Foreldrar hans urðu að vinna hörðum höndum í nýbyggðinni til þess að koma til manns stórum barnahóp sínum, en eft irfarandi ummæli Guðmundar bregða björtu ljósi á skaphöfn þeirra og horf við lífinu: „Eini munaðurinn, er foreldrar mfnir veittu sér, var þessi: að taka vel á móti gestum og kaupa nokkrar bækur og blöð frá Is- landi til að lesa, þegar næði gafst“. Þess eru einnig, góðu heilli, mörg dæmi í sögu íslend inga vestan hafs, að einmitt úr slfkum menningarjarðvegi hafi sprottið miklir kjamakvistir. Guðmundur Grímsson var einn þeirra. Hugur hans hneigð ist snemma til mennta. Hann hóf skólagöngu sína heima f byggðinni, með svo góðum á- Guðmundur Grímson. rangri, að sextán ára gamall varð hann barnakennari, og hélt því starfi áfram, þangað til hann innritaðist f Ríkisháskól- ann f N. Dakota í Grand Forks haustið 1898. Vann hann, með ýmsum hætti fyrir sér sam- hliða námi sfnu, meðal annars sem pógtafgreiðslumaður í há- skólanum. Lauk hann þar B.A. prófi 1904, M.A. prófi vorið eft- ir, og lögfræðiprófi (LL.B.) 1906 en 1905—1906 hafði hann stund að framhaldsnám við Chicago- háskóla. Gerðist hann nú mála flutningsmaður í bænum Mun- ich f N. Dakota, og um tveggja ára .keið ritstjóri vikublaðs bæjarins, Munich Herald, en hann var ritfær vel, og skrif- aði síðar greinar um lögfræði Ie^ efnj og félagsmál f ýmis amerísk tímarit. Árið 1910 var hann kosinn ríkislögsóknari (State’s Attorn- ey) f Cavalier-héraði. endurkos inn hvað eftir annað. og gengdi þvi embætti óslitið fram til 1924. Ber það því vitni, hversu mikils álits hann naut f starfi sínu, bað var einmitt meðan ham> var ríkislögsóknari. árið 1922. að til hans kasta kom vandamái. sem gerði hann vfð- kunnan, en tildrögum þess máls og farsælum afskintum hans af því. verður eigi betur lýst f stuttn máli heldur en í þessum kafla úr æviágripi hans í Ár- bók Háskóla íslands (1929-30): „Á þeim árum gerðust atburð ir, sem urðu til þess, að nafn Guðmundar Grímssonar varð svo að segja á hvers manns vörum um öll Bandaríkin. Það var hið svonefnda Tabert-mál. Unglingspiltur norðan úr North Dakota (úr bænum Munich), Tabert að nafni hafði verið dæmdur fyrir smá yfirsjón suð ur í Florida, og þvf næst leigð ur til vinnu f sögunarmyllu, á- samt fleiri föngum. Sætti hann svo illri meðferð, að hann beið bana af. Guðmundur Grímsson gekkst fyrir þvf, að mál þetta væri tekið upp. Fór hann sjálfur suður til Florida og aflaði þar sönnunargagna. Þegar yfirvöld- in í Florida tregðuðust við að láta rannsaka málið, kom hann því til leiðar, að þingið f North Dakota samþykkti áskorun til stjómarvaldanna f Florida um að láta rannsaka það. Hafði slfkt aldrei gerzt fyrr í Banda- rfkjunum, að rfki léti þannig innanrfkismál annars ríkis til sín taka. Varð málið því að æs- ingamáli, og var það bæði sótt og varið af mesta kappi. Urðu þær lyktir máls þessa að lok- um, að ábyrgð var komið fram á hendur lii^ujp seku og ræki- leg gangskör gerð'al5 ’þvf að’ koma í ve‘g fyrir. að slík með- ferð aétti sér framvegis stað Hlaut Guðmundur Grímssor hina mestu virðingu af máli þessu, fyrir ósérplægni sfna dugnað og kjark“ Árið 1926 var Guðmundur kosinn héraðsdómari f norð austurhluta N. Dakotaríkis, or endurkosinn f það embætti þangað til Fred G. Aandahl rík isstjóri skipaði hann hæstarét' ardómara 1949. Eftir að Guð mundur hafði verið kosinn það embætti við almennar kosr ingar, og endurkosinn, skipað hann þann þess þangað til 195-c og var þá dómsforseti réttai ins tvö seinustu ár þess tfma bils. Gat hann sér hið ágætast- orð bæði sem héraðs- og hæsti réttardómari fyrir mikla dóm arahæfileika, réttsýni og mam úð. Lét hann sig einnig mikt- skipta ýmis önnur löggæzlum og félagsleg velferðarmál, u> annað fram vandamál æskulý ins. og átti hlut að merkilep löggjöf til umbóta á því svið Guðmundur Grímsson va gæfumaður í hjúskaparlífi sfnu Árið 1906 kvæntist ham kennslukonunni Inu Sanborn af skozkum ættum, myndar konu og athafnasamri, er reynr ist honum traustur og hæfu> förunatur á langri samleið. Þai eignuðust tvo mannvaenlegf syni, Lynn, lögfræðing f Grat ton, N. Dakota, sem skipað het ir ýmsar opinberar stöður, og Keith lækni, sem er prófessor í skurðlækningum við Duke University í Durham, Nortl Carlina, kunnur maður á sfni. sviði. Báðir eru þeir bræðui kvæntir og eiga uppkomin bör- og barnabörn. Eru því afkóm- endur Guðmundar dómara og konu hans orðnir all margir Framh. á 7. síðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.