Vísir - 22.07.1965, Blaðsíða 10

Vísir - 22.07.1965, Blaðsíða 10
10 VI S IR . Fimmtudagur 22. júlí 196», Næturvarzla vikuna jiilí Reykjavíkur Apótek. Næturvarzla í Hafnarfirði að- faranótt 23. júlí: Eiríkur Björns- son, Austurgötu 41. Sími 50235. títvtirpið 17.-24. 21.30 Skósmiðurinn, sem varð pró fessor Hugrún skáldkona flytur erindi. 22.10 Kvöldsagan: „Pan‘‘ eftir Knut Hamsun Óskar Hall- dórsson cand. mag. les. 22.30 Djassþáttur í umsjá Ólafs Stephensens. 23.00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 22. júlí. Fastir liðir eins og venjulega. 15.00 Miðdeg’isútvarp. 16.30 Síðdegisútvarp. 18.30 Danshljómsveitir leika. 20.00 Daglegt mál Svavar Sig- mundsson stud. mag. flyt ur þáttinn. 20.05 „Amorsleik’ir“, lagaflokkur eftir Debussy. 20.20 Á fömum vegi undir Eyja fjöllum Jón R. Hjálmarsson skólastjóri sér um dag- skrána. 21.15 Tónleikar í útvarpssal: Gfsli Magnússon leikur. hjonvarpio Fimmtudagur 22. júlí. 17.00 Fræðsluþáttur frá hemum. 17.30 Communism. 18.00 To tell the tmth. 18.30 Men Into The Space. 19.00 Frétt'ir. 19.30 Beverly Hillbillies. 20.00 Dupont Cavalcade. 20.30 The Jimmy Dean Show. 21.30 The Defenders. 22.30 Frétt'ir. 22.45 Kvikmynd. Till We Meet. Again. # % % STJÖRNUSPÁ Spáin gildir fyrir föstudaginn 23. júlí. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Sýndú hvorki of mikla til finningasemi né þrákelkni í sam bandi við starf þitt, eða gagn- vart samstarfsfólki þinu í dag. Sértu á ferðalagl skaltu láta erfiða samferðamenn lönd og leið. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Nokkur hætta á að þú takir skakka afstöðu til manna og málefna — einkum fyrri hluta dagsíns. Aflaðu þér eins góðra upplýsinga og þér er unnt, en dragðu að segja álit þitt ef þú getur. Tvíburamir, 22. mai til 21. júni:, Varastu öll bindand'i lof- orð, hugsaðu þig vel um, áður en þú tekur ákvarðanir. Þér mun auðvelt að treysta vináttu tengsl og öll kynni verða ein- Iægari, þegar liður á daginn. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Hafðu sem minnst sama við þá að sælda, sem vilja fá þig t'il að bera allan kostnað, en lítið leggja af mörkum sjálfir. Láttu ekki smjaður eða fagurgala villa þér sýn í þeim efnum. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Nokkur likindi til að þú eigir i höggi við heldur se'inláta og jafnvel þverúðarfulla aðila í sambandi við eitthvað sem þér er mjög í mun að fá fram- gengt. Farðu að öllu með festu — en gát. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept. Orð eða skrif annarra geta vald ið þér nokkrum vonbrigðum í dag. Láttu ekkert uppskátt um neitt það, sem þér hefur verið trúað fyrir og sýndu vinum var fæmi. Kvöld'ið getur orðið sæmilegt. Vogin, 24. sept til 23. okt.: Hafðu augun hjá þér I öllum viðskiptum og peningamálum — það er ekk'i óliklegt að ein- hverjir vilji hagnast á þinn kostnað. Hafðu þig að öðru leyti sem minnst í frammí. Drekinn, 24. okt til 22. nóv.: Einhverjir örðugleikar he'ima fyrir eða á vinnustað, sem koma sér bagalega fyrir þig elns og á stendur. Gerðu þér ekki vonir um tillitsemi eða skilning af annarra hálfu. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Fólk umhverfis þig, eða einhverjir atburðir, sem þú bjóst ekki við, geta tafið fyrir þér við störf, sem kalla að, þegar á daginn líður og í kvöld, ætt- irðu að hafa náið samband við ástvín þinn. Steingeltin, 22. des. til 20. jan.: Tefldu hvergi á tvær hætt ur, sizt í peningamálum, og haltu þér frá öllu því, sem vald ið getur þér áhyggjum eða of- þreytu. Reyndu að taka lífinu með ró og sinna daglegum skyldustörfum. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Þú átt að líkindum við andstöðu að etja í dag. Forð- astu að knýja fram úrslit, ef þér verður ekki þröngvað til þess, en reyndu að láta allar mikilvægari ákvarðanir biða betri tíma. Fiskamir, 20. febr. til 20. marz: Einhver minniháttar von brigði líkleg, ef til vill I sam- bandi við ferðalög eða heim- sóknir. Með kvöldlnu verður allt betra og ættirðu að geta notið ánægjulegra stunda í skemmtilegu umhverfi. Rauðakross- unglingar fljúga til Svíþjóðar Sfðastliðinn laugardagsmorgun flugu þrír unglingar með Loft- leiðavél til Svíþjóðar á vegum Rauða Krossins. Unglingamir taka þátt í ungliðamóti, sem haldið er í tilefni 100 ára af- mælis sænska Rauða krossins. Mótið er haldið I Elvskogen skammt fyrir utan Stokkhólm, dagana 19.—30. júlí, og taka þátt I því RK-ungliðar frá öllum Norðurlöndunum. Ungliðamótið 1 Elvskogen er sérstaklega undirbúið fyrir fatl- aða unglinga, sem ekki hafa ann- ars tækifæri til að dvelja í sum- arbúðum. Munu þeir dvelja á mótinu sem gestir Rauða Kross ungliðanna. Frá ungliðadeildum Rauða Kross Islands fóm þau Helga Bjömsdóttir, frá telpnadeild RKf á Ólafsfirði, og Magnús Axelsson frá Vestmannaeyja- deild RKf. Ásamt þeim Helgu og Magnúsi fór gestur þeirra, Jó- hann Þorkell Jóhannesson úr Kópavogi. Þetta er í fyrsta skipti, sem ungliðum frá Rauða Krossi ís- lands er boðið að taka þátt í ungliðamóti sem þessu, og er það RKÍ mikil ánægja að getá þegið þetta ágæta boð sænska Rauða Krossins, fyrir hönd ung- liðanna og gests þeirra. Formáður Vestmannaeyjadeild ár RKÍ er Einar Guttormsson, spitalalæknir, en forráðamaður ungliða í Eyjum er Lýður Brynj- ólfsson, kennari. Frú Guðlaug Gunnlaugsdóttir er formaður Ól- afsfjarðardeildarinnar. • VIÐTAL DAGSINS Karl Marinós- son, sveitar- foringi Hjálp- arsveitar Skáta í Reykja vik r — Hafið þið ekki einhvern viðbúnað í Þórsmörk um verzl unarmannahelgina? — Jú, það er ömggt að við fömm í Mörk'ina um verzlun- armannahelgina og höfum þar sjúkrabifreið og sjúkratjöld. — Þið hafið áður haft við- búnað á fjölsóttum samkom- um? — f sumar höfum við verið með v'iðbúnað á þrem stöðum, Landsmótinu á Laugarvatni, Hestamannamótinu á Þingvöll um og á Laugarvatni um hvíta sunnuna. Þetta verður fjórða helgin f sumar sem við verðum með þennan útbúnað okkar, slysaþjónustu og sjúkraþjón- ustu. En undanfarin 2-3 ár höf um Við verið á helztu manna- mótum með þessa þjónustu. — Hefur þetta reynzt eins og þið gerðuð ykkur von um? — Þessi þjónusta hefur kom ið að mjög miklum notum. Við höfum flutt og aðstoðað fjölda fólks, sem gat sér enga björg veitt. — Vegna drykkjuskapar? — Meiðsla vegna drykkju- skapar. Um hvítasunnuna urðu mörg slys, sem orsökuðust af drykkjuskap. Við reynum að hafa lækni til staðar, því að ef um meiriháttar slys er að ræða er alltaf happadrýgst að hafa lækni við hendina. — Nú er ykkar starfsemi e'innig fólkin í öðrum verkefn um en að sinna slysaþjónustu? — Okkar aðalstarf er að leita að fólki. En núna hefur svo brugðið við að ekki hefur verið eitt éinasta útkall síðan í des- ember 1964 svo að við höfum átt rólega daga í sambandi við það. En við höldum okkur allt af í þjálfun með æfingum, t. d. í sambandi við björgun Við ýms ar aðstæður, þar sem þarf að beita stigi eða klifri. Hjá okkur er líka geysilega mikið lagt upp úr hjálp f viðlögum og jafn- mikið upp úr áttavitakunnáttu. — Hvernig er sveit'in útbúin að tækjum? — Sveitin sjálf á engan út- búnað. Við höfum fengið að láni ýmsan útbúnað hjá Slysa- vamafélag'inu og öðrum stof/i unum, sem eiga björgunartæki. Það er þetta, sem hamlar okkur mest í að hjálpa fólki á al- mannamótum en við voiyjtmst til að það standi til bóta. Við erum líka bílalausir og höfum fengið lánaða bila hjá mönn- um I sveitinn'i. í því sambandi vil ég sérstaklega þakka Ólafi Pálssyni, forstjóra Jarðýtunnar s. f. fyrir þá hjálp, sem hann hefur veitt okkur. — Hafið þið starfað í sam- ráði við aðrar hjálparsveitir? — í samráði við Slysavama félag íslands en ekki aðrar svéit ir. Aðrar sveitir hafa það ekki á stefnuskrá' sinni að léita inn anbæjar eða I nágrenninu, það eru einungis Hjálparsveitir skáta í Reykjavík og Hafnar- firði, sem þjálfa sig upp í það. UTLA KRGSSGÁTAN Svíþjóðarfarar RKÍ, sem taka þátt 1 ungliðamótinu í Elveskoken I hoði sænska Rauða Krossins. Frá vinstri: Magnús Axelsson, Vest- mannaeyjadeild, Helga Bjðmsdóttir, Ólafsfjarðardeild og gestur þeirra Jóhann Þorkeil Jóhannesson frá Kópavogi. Lárétt. 1. farartæki, 6. tal, 7. öðlast, 9. tónn, 10. slæm, 12. flík, 14. einkennisst. 16. tveir eins, 17. greinir, 19. skapvond. - Lóðréétt. 1. álitleg, 2. tveir eins, 3. hund, 4. einstigi, 5. tæla,- 8. sund. 11. vegur, 13. leikur, 15. æði, 18. verkfæri. BIFREIÐA SKOÐUM Ef þessi náungi nokkru sinni raknar við, kemst hann ekki langt foringi. Gott láttu mig hafa svæfingabyssuna, ég hef hug- mynd. Vertu reiðubúinn að fara að sofa greyið. Þegar þú vaknar hef ég tilbúna aðra máltíð handa þér. Fimmtudur 22. júlí: R-10651 - R-10800. Föstudagur 23. júlí: R-10801 — R-10950.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.