Vísir - 05.08.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 05.08.1965, Blaðsíða 3
V í SI R . Fimmtudagur 5. ágúst 1965. 3 Úr ferSabók um verzlunarmamwhelgina Brandarasmidurinn og synir í Bifröst í Bifröst á mánudag, þegar gleði helgarinnar var að ljúka og danslögin höfðu fjarað út að mestu áðu ferðamenn þar til að njóta síðdegissólarinnar og hressingar. Flugvél sveimaði lágt yfir hraunið. Bílar, sem renndu að, voru heitir úr lang- ferðum og gáfu frá sér olíu- og benzínlykt, svo að angan kjarrsins fannst ekki sem skyldi. Faðir og tveir synir gengu upp á veitingapallinn. Móðirin hafði brugðið sér frá. Svavar Gests og fjölskylda voru að koma að norðan. Hann sagðist eiginlega hafa verið tiu daga á ferðalagi, fyrst nokkra daga á Vestfjörðum að skemmta, og þaðan fór hann suður til að sækja fjölskyldu sfna. „Þetta var eins konar sumarfrf,“ sagði Svavar, „en undanfarna þrjá daga var ég að skemmta fyrir norðan: á Akureyri, Skjól- brekku í Mývatnss. og Skúla- garði á Tjömuesi“. Yngri strák- urinn, Gunnar, aðeins 2ja ára, hafði klifrað upp á háan hraun- garð. „Pabbi, hvernig kemst ég niður?“ ,Hvernig fórstu upp,?“ spurði Svavar. „Ég klifraði pabbi“. „Þá ferðu eins niður.“ Það var hlegið að brandaranum, sem kostaði nákvæmlega ekki neitt. ,Hafa strákamir þínir húmor?“ „Það held ég,“ sagði Svavar. „Talarðu við þá gaman- mál, eins og við fólkið, sem þú skemmtir?“ „Við reynum að hafa létt yfir því.“ „Skilja þá synirnir brandarana?" „Það hugsa ég. Það er ekki erfitt að skilja þá suma.“ Skammt fyrir norðan Hóla hóla á Snæfellsnesi, þar sem er íþróttavöllur frá náttúrunn- ar hendi, sáust tjaldbúðir rétt við veginn undir grónum klett- um. Jökullinn var sem óráð- Tjaldbúðir undir Jökli in gáta að vanda, dularfullur, þar sem hann horfði yfir láð og lög. Bervfkin var skammt framundan f vestur. Þar var snurv.oðarbátur að veiðum upp í landsteinum eins og ekkert hefði í skorizt. Ekki fjarri það- an, út af Öndverðarnesi, sást til ferða tveggja hvalveiðibáta sem mættust — annar stefndi í vestur, en hinn var á suð- urleið. Veðrið var milt, en ekki sólarmikið þessa stundina, jökul skallinn var sveipaður mistri, en gaf fyrirheit um, að hann kæmi bráðlega í Ijós. Þetta var nokkru fyrir hádegi á sunnu- daginn var. Þegar nær var kom ið .birtist fólk, sem var á stjái rétt við tjöldin. Börn voru að leik eða að tína krækiber, sem virtist krökkt af þama. Kon- ur elduðu mat við prímus eða á grilltækjum. Karlmenn teygðu úr sér eða slöppuðu af og voru hvíldarlegir. Blærinn yfir mann skapnum minnti allt í einu á frásögn af þjóðflutningunum miklu — eða var það missýni? Var þama ekki eitthvað, sem minnti fremur á þáð, þegar ætt klan f miklu veldi — kemur saman og gleðst og skapar sér tilbreytni. Enda kom það á dag inn: Þarna voru á ferð séra Láms Halldórsson og frú og börn þeirra ásamt venzla- og skylduliði. Þau höfðu lagt af stað úr Reykjavík laust fyrlr kl. þrjú e.h. daginn áður. Þegar á nesið kom ,höfðu þau leitað sér að tjaldstað í Búðahrauni og úti undir Stapa og víðar, en hvergi fundið það, sem beim lík aði. Ymist var fólk þar fyrir ellegar hvergi vatn að fá. Það var ekki fyrr en yzt á annesið kom, að þau fundu sprænu á allri leiðinni frá Stapa. Þau höf’ðu komið þangað seint um kvöldið, og nú hugðust þau fara vestur á Sand og inn f Ó1 afsvík og sömu leið til baka til að skoða náttúruundrin við Stapa og lfta á Lóndranga f leiðinni. Þau voru á tveim jepp- um, 13 samtals, náttuðu f þrem tjöldum, fulltrúar þriggja kyn- slóða sem nutu fegurðar Iands- ins á góðum stundum. — s* Klerkur ferðast með rútu Síra Björn O. Björnsson var ist nokkuð, svo hvikur var einn farþega með rútunni að hann í hreyfingum og óþreytu- norðan, sem kom við í Bifröst legur. Hann hefur áreiðanlega Frásögn og myndir: sfg f Stykkishólmi var statt Sumarleikhúsið undir stjórn Gísla Halldórssonar. Leikflokk- urinn hefur verið á mánaðar- ferðalagi og sýnt tvö leikrit eftir Jökul Jakobsson. Bryndís Schram var að bakka leikbíln- um út af st33ðinu utan við bíóhúsið. Gísli leikstjóri leið- beindi. Þetta var stutt og eftir- tektarverð kvikmynd.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.