Vísir - 05.08.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 05.08.1965, Blaðsíða 5
Vf SIR . Fimmtudagur 5. ágúst 1965. 51 utlönd í raorgun útlönd 'i' morsun' útlönd : í''mor sun utlönd í mor^iuí Vietíonglið sprengdi í nótt í loft upp olíugeyma á DaNang-flugvelli Vietcongliðar gerðu árás í nótt á olíubirgöastöð banda- rísku flugstöðvarinnar í Da Nang, en hún er um 15-16 km. frá flugstöðinni sjálfri og úti á >tröndinni. JokkuB óljósar fréttir bárust ': : þessa árás þegar f morgun. Virðist svo, sem Vietcongliðið hafi hafið árásina i skjóli myrk urs, varnarliðið hafi ekki verið óviðbúið, og þegar hafið skot hríð, en árás þessi hafi verið nægilega-öflug til þess að ryðj ast inn í birgðastöðina og kveikja þar í olíugeymum. Munu þannig hafa eyðilagzt 2 milljónir gallóna eða yfir 10 milljónir lítra af benzíni og olí- um. Árásarliðið hörfaði því næst brott og er árás þessi talin nýtt áfall fyrir Bandarikjamenn í Vietnam. Fréttin um hana kom í kjölfar annarra frétta, sem all ar sýna hve geipilega örðug- leika bandaríska herliðið og stjórnarherinn eiga við áð stríða og f kjölfar frétta um að John- son forseti hafi farið fram á 1700 milljón dollara aukafjár- veitingu til hernaðarþarfa f Vietnam, og að boðuð hefur verið aukning Bandaríkjahers um 340.000, og er það Uð hefur verið kvatt til vopna muni Bandaríkin hafa alls 3 milljónir manna undir vopnum. Forsetinn ræddi í gær við MaxweU Taylor, sem flutti hon um lokaskýrslu sfna um ástand og horfur í Vietnam, og hefur forsetinn kvatt lielztu ráðu- nauta á sinn fund f dag til þess að ræða hana. ,4^^a Pappandreu — leitar nú Kon- stantin til hans eða rýíur þlng? Norskt skip sekfað lyrir veið- m innan 12 mílna við Hjalt land í NTB-frétt £ morgun er sagt frá þyí að norskur fiski- skipstjóri hafi í gær verið dæmdur í rétti í Leirvík á Hjaltlandseyjum til að greiða sem nemur 24 þúsund Isl. krónum fyrir landhelgisbrot. Hafði hann verið að veiðum á fiskiskipi sínu „Kvalsund Senior" innan tólf mílna landhelgi við Hjaltland. Brezkt eftirlitsskip tók Norð- manninn fastan á mánudaginn og virðist sem takan hafi koraið á óvart, þar sem Norðmenn hafa veittt talsvert innan tólf mílna landhelginnar og taUð sér það heim ilt. Vegna þess að hér er verið að herða á reglunum ákvað dómarinn í Leirvík, að sleppa skipstjóranum að þessu sinni við upptöku veiðar færa, en veiðafæri skipsins voru metin á um y2 millj. ísl. króna. En dómarinn lét þess getið, að I framtíðinni yrði ákvæðum um upptöku beitt til fulls og skyldu norskir fiskimenn við Hjaltland hafa þetta til viðvörunar. Þessi frétt er ell athyglisverð Minnast menn þess að þegar fs- lenzku síldveiðiskipin fóru út tU Hjaltlandseyja fóru þau ekki inn fyrir tólf mílur, meðan Norðmenn þóttust eiga rétt til þess. Svo virð ist sem sá réttur hafi eigi verið öruggur. PAPPANDREU SIGRAÐI STJÓRN NOVASAR FÉLL Stjórn Novasar, sem var við völd í 3 vikur, er fallin. Hún beið ósigur með rúmlega 30 atkvæða mun í nótt, að lokinni umræðu, sem hófst í fyrri viku, og hefur verið allsöguleg. Novas baðst þeg ar lausnar fyrir sig og stjórn sína. Umræður voru tiltölulega frið- samlegar í gær og fyrradag þótt talsvert væri um óp og köll, en úti fyrir var stöðugt allstór 'hopur stuðningsmanna Pappandreu, og er fréttin um fall Novasar barst, lagði hann af stað í fylkingu um nær auðar götur borgarinnar, til þess að boða fall hans, með ópum og köllum, svo sem „alþýðan sigr aði", „Pappandreu sigraði" o. s. frv. Meðan atkvæðagreiðslan átti sér stað gekk Pappandreu inn f þingsalinn (hann hafði setið í kaffi stofu lengstum skammt frá þing- húsinu) og kallaði: Ég segi nei. Novas hafði farið fram á, að þingið samþykkti traust á sig og stjórn sfna. Ekki. yar búizt við, áð hann myndi fá. traustið sam- þykkt Konstantin konungi er nú mikill vandi á höndum. Brezka útvarpið hefur það eftir fréttariturum, að konungur eigi vart annan kost en að fela Pappandreu stjórnarmynd- un.______________________ £¦ Á miðnætti síðastUðnu var útrunninn frestur, sem stjórnin f Sudan hafði veitt uppreisnar mönnum í suðurhluta landsins. ^ Heath hefur skipað „skugga stjórn" sína, þ. e. tilnefnt sem talsmenn í málstofunni þá menn sem mundu verða aoálráðherr- ar, ef íhaldsflokkurinn myridar stjórn. Þeirra meðal eru Maúd- ling og Poweil, keppinautar hans um flokksforustuna, Sir Alec Douglas-Home, Selwyn Lloyd og Holmes. MINNINS: Sumarliði Halldórsson fyrrum skógarvörBur 1 dag verður jarðsunginn hér í Reykjavfk Sumarl'iði Halldórsson fyrrum skógarvörður, en síðar um langt skeið starfsmaður við Kirkjugarða Reykjavíkur. Hann lézt að heimili sonar síns, Isleifs skógarvarðar að Vöglum í Fnjóska dal, hinn 29. júlí sl. Með honum er genginn grandvar sómamaður, sem f engu mátti vamm sitt vita. Hann mun vera hverjum þeim er honum kynntist minnisstæður, sak ir ljúfmennsku og góðvildar. Sumarliði var fæddur 13. júní 1881, að Litlu-Fellsöxl í Skil- mannahreppi í Borgarfjarðarsýslu. Hann var við nám í Flensborgar- skóla 1904-1906, en fór að því loknu til Danmerkur og lagði stund á verklegt skðgræktarnám í zy2 ár. Var hann einn fjögurra fyrstu íslenzku skðgarvarðanna, er hófu starf sitt hjá Skðgrækt ríkisins um þetta leyt'i. Með Sumarliða er þessi hópur allur horfinn sjónum. Gutt ormur Pálsson lézt fyrir rúmu ári nær áttræður að aldri og nú Sum- arliði 84 ára. Þeir Guttormur, Sumarliði og fað'ir minn voru námsfélagar í Danmörku og er mér í fersku minni er þeir hittust og rifjuðu upp minningar ajskuáranna. Þótt þeir væru um margt ólíkir, var auðheyrt á þéim, hversu mikils þeir matu hver annan og hve ein- læg vinátta var í milli þeirra. Þeir varðveittu til h'inztu stundar fölskvalausa gleði æskunnar og um leið trúna á þaS starf er peir ungir að árum völdu sér. Þeir störfuðu uni skeið á þessum náms- árum á heiðunurn útX á Jótlandi, þar sem þá var verið að hefja skógrækt. Sumarliða var það jafn- an fagnaðarefni að frétta um ár- angurinn af starfi þeirra þarna. Að liðinni hálfri öld frá dvöl þeirra þar, fór Guttormur um þess ar slóðir og sá rísa hávaxna skóga þar sem þeir félagar gróðursettu fyrstu smáplönturnar og þéttriðíð n;' skjólbelta veitti víðlendum ökrum skjól þar sem áður voru ó- frjó heiðalönd. Ég varð þess oft var nú á seinni árum hversu vel Sumarliði fylgdist með allri þróun á þessum slóðum. Þegar Sumarliði kom heim frá skógræktarnámi hóf hann störf hjá Skógrækt ríkis'ins og varð skógar- vörður á Vesturiandi árið 1910. Hann hvarf úr þjónustu skógrækt- arinnar 1914 og mun þar hafa ráð ið mestu að starfsgrundvöllur hans varð allur annar í reyndinni, en upphaflega var ætlað, enda var þá þegar orðinn verulegur samdráttur í framkvæmdum skógræktarinnar, vegna lækkandi fjárveitinga. Vor- hugur sá er fylgdi Hannesi Haf- stein og skógræktarlögum hans frá 1906 var tekinn að dvína. Norð- urland og Austurland nutu hins upphaflega stórhugar, en Vestur- land og Suðurland urðu að mestu útundan. Það mun hafa vefið Sum arliða ærin raun að verða að hætta störfum við skögræktina en alla ævi héldu þau bönd er tengdu hann við ræktun og fegrun lands- ins. Hann var heill og sannur í því sem öðru. Sumarliði settist að á Akranesi og vann þar við ræktunarstörf, kennslu og verzlun fram til ársins 1940, er hann flutt'ist til Reykjavík ur og tók að sér umsjón með trjá- rækt kirkjugarða borgarinnar. Rækti hann það starf með stakri prýði og alúð um 15 ára skeið. Síðustu árin naut hann þess að vera með f starfi sonarins, Is- leifs skógarvarðar á Vöglum. Þar rættist draumur Sumarliða frá æskuárunum, og hann gladdist inni lega við hvern áfanga, er yngri kynslóðin náði og þar eins og hvar vetna annarsstaðar, sem ieið hans lá um, var hann hollráður og ljúfur leiðbeinandi, þeim sem voru að hefja störfin. Sumarliði var víðlesinn og fróður. Hann var ljóðelskur, enda vel hag mæltur. Birtust oft eftir hann ljóð og stökur í blöðum og tímaritum og eftir hann liggur ein Ijóðabók, er kom út árið 1934. Sumarliði kvæntist 1919, Sigríði Guðmundsdóttur frá Belgsholti í Melasveit. Einsog áður greinir bjuggu þau hjón á Akranes'i til 1940, en fluttu þá til Reykjavíkur. Sigríður átti um langt skeið við vanheilsu að stríða og lézt árið 1945. Þeim varð tveggja barna auð ið, en þau eru: Sigríður er starf ar á skrifstofu forstjóra i Reykja- vík, en hún hélt lengst af heimili með föður sínum og Isleifur skóg- aryörður á Vöglum, kvæntur Sig uriaugu Jónsdóttur frá Skarði í Dalsmynni. Hin síðari ár dvaldist Sumarliði löngum að Vöglum hjá syni sin um og tengdadóttur. Sonarbörnin voru að vaxa þar úr grasi og nutu í ríkum mæli umhyggju hans og ástar. Honum féll aldrei verk úr hendi og nú nutu þeirra jöfnum- höndum nýgræðingurinn í Vagla- skógi og börnin sem hann frædd'i og leiddi sér við hönd. Sumarliði var heilsuveill um skeið á yngri árum og gekk hann þá undir holskurð. Þótti undrun sæta að hann skyldi fá bata. Fyrir nokkrum árum kenndi hann að nýju meins og gekk undir upp- skurð og enn á þessu vori hér í Reykjavík. Honum var þá ljóst sjálfum að hverju stefndi. En hann þráði að komast norður í Vagli og sjá glókollana sina og bíða þess þar sem að fór. Hann var ein- lægur trúmaður alla ævi og á þess um þáttaskilum var hann búinn að átta sig fyrir löngu. Honum varð að ósk sinni og hann komst norður þótt að fársjúkur væri. Fjöl skyldan 811, dóttir, sonur og tengda dóttir vöktu yfir honum til hinztu stundar og veittu honum alla þá líkn sem I mannlegu valdi stóð. Aldinn heiðursmaður er horf inn sjónum og það ríkti harmur hjá þeim sem honum stóðu næst, en mildi og heiðríkja hvílir yfir minningu þessa grandvara og góða drengs. Einar G. E. Sæmundsen.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.