Vísir - 05.08.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 05.08.1965, Blaðsíða 7
V í SIR . Fimmtudagur 5. ágúst 1965. 7 ☆ Tjau höfðu þekkzt í ellefu ^ mánuði, — og í þrjá mán- uði höfðu þau elskast. Svo kom hinn mikli örlaga dagur, þegar allt ætlaði af göflunum að ganga Brezka stórblaðið Daily Ex- press birti Ijósmynd af Beatrix krónprinsessu Hollands, þar sem hún var á skógargöngu með þýzka sendiráðsritaranum Claus von Amsberg. Og á þess- ari mynd sem kræfur blaða- ljósmyndari náði úr launsátri með fjarlægðarlinsu mátti sjá svo ekki var um neitt að vill- ast, — þau leiddust eins og ungir elskendur. Allskyns orðrómur og flugu- fregnir fóru í stormkviðum um Holland. Undrun og reiði greip marga þegar þeir sáu hvemig komið var. Hafði sjálfur ríkis- erfingi Hollands Beatrix prin- sessa gerzt svo djörf að brjóta allar siðareglur hirðarinnar og leyft sér að falla fyrir óbreytt- um borgara, sem hvorki átti til bláan blóðdropa né nokkra fjármuni. Og það sem verst var af öllu, unnusti hennar var Þjóð verji og það var ekki liðinn langur tími síðan landar hans höfðu ráðizt á hið hlutlausa Holland varpað sprengjum á borgir þess og búið hollensku þjóðinni ömurleg örlög við misk unnarlaust hemám, og það var staðreynd að þessi þýzki mað raddirnar. Sama gerðu margir áhrifamenn og stjómmálamenn landsins og jafnvel menn sem höfðu verið f forystu hollenzku neðanjarðarhreyfingarinnar á sfnum tíma. En þýðingarmest ! af öllu var þó að stúlkan sjálf tilvonandi drottning Hollands var ófáanleg til að slíta trúlof Ðemharð prins mælti hug hreystandi orðum til hins unga manns tilvonandi tengda- sonar síns: „Auðvitað verðið þið að þola storma og stórsjó áður en þið komizt til lands. Það var líka örðugt hlutverk sem ég tók að mér, er ég bað um hönd þáverandi krónprin- sessu Hollands. Ég var sjálfur Þjóðverji og þér getið nærri að lífið var mér ekki auðvelt þeg ar nasistamir hemámu land okkar en í baráttunni gegn þeim vann ég trúnaðartraust þjóð- arinnar. Og þér munuð vinna traust hennar, þótt eng- inn Hitler komi til.“ Cvo gæti virzt af þessu vanda ^ máli, sem nálgaðist það að skapa hollenzka stjórnarkreppu, að Beatrix prinsessa hafi hér láðst að hafa taumhald á sjálfri sér. Henni hefði borið að láta hagsmuni ríkis og konungsætt- ar sitja fyrir sinni einkaást. Það sé því miður farið að hún hafi meir látið stjórnast af geð hrifum en rólegri yfirvegun hins væntanlega þjóðhöfðingja. Menn segja að hér hafi hún Hin konunglegu hjónaefni, Beatrix krónprinsessa .og Claus von Amsberg sem er af borgaralegum ættum. valdi sér sjáíf eiginmann ur hafði gengt herþjónustu á stríðsárunum, þótt hann hafi þá ekki starfað f Hollandi. lYTótmælaalda reis upp í Holl- landi. Jafnvel þau blöð sem eru trúust og tryggust kon ungsfjölskyldunni birtu æsinga full bréf frá lesendum um að slfkur hjúskapur gæti ekki geng ið. Þar var m. a. bent á, að það yrði óþolandi að maður sem áður hafði þjónað þýzka hemum, yrði látinn leggja blómsveiga á minnismerki fall- inna hetja úr hollenzku mót- spyrnuhreyfingunni. Ríkisstjórn Hollands hélt skyndif. um hin alvarlegu við- horf eftir að uppvíst varð um ástarævintýri krónprinsessunn- ar og sérstök tilkynning var gef in út í skyndi frá hirðinni sem hljóðaði svo: „Orðrómur sá sem gengur um að í vændum sé á næstunni tilkynning um trúlof- un Beatrix prinsessu er ekki réttur". JJinum þýzka elskhuga brá í br 'n við öll þessi mótmæli og læti. Hann tók þá ákvörðun sem heiðursmanni einum sæmdi. „Ég verð að hverfa úr lífi Beat- rix“, sagði hann. „Það er skylda mín, þvf að þjóðerni mitt mun valda henni þvíiíkum erfiðleik um, að ég má ekki leggja það á hana“ Hann fór til þýzka utan rikisráðuneytisins og óskaði þess að verða fluttur frá sendi ráðinu f Hollandi og fá nýja stöðu f fjarlægasta landi. En þá kom annað og óvænt á daginn. Það var lagt að hon- um að breyta beirri ákvörðun s'inni, sjálf Júlfana Hollands- drottning og Bernharð prins eig inmaður hennar boðuðu hann á sinn fund og báðu hann um að taka ekki nærri sér mótmæla- skyndilega orðið skotin í mynd arlegum manni og þar með var öll aðgæzla horfin út í veður og vind. En þetta gerðist ekki svo skyndilega og Beatrix er ekki þannig stúlka að hún láti stjóm ast af einhverjum skyndihvöt- um. Hún er greind og myndar leg stvlka og hefur frá því f barnæsku verið alin upp og bú- in undir það að þurfa að bera mikla ábyrgð, sjálfa krúnu Hol lands á höfði sér. Hún hefur tekið það hlutverk mjög alvar lega og aldrei látið löngun sfna eða hvatir stjóma ferðinni and- stætt hagsmunum ríkisins. JJin fyrstu kynni þeirra Beat- rix og Claus urðu ekki ást við fyrstu sýn. Slíkt hefði Beat rix aldrei leyft sér. Þau kjmnt- ust og geðjaðist vel hvort að öðm. En það skyldi aldrei verða neitt meira, það virtist f fyrstu útilokað að það yrði meira en kunningsskapur og vinátta. Þrátt fyrir konungsblóð sitt hefur Eeatrix ekki verið alin upp í hugmyndum um stétta- mun. Hún gekk f alþýðuskóla og bær vom sjö saman stúlkum ar sem luku stúdentsprófi með hennj frá menntaskóla í Baarn. Sfðar stundaði hún nám eins og venjuleg stúdína innan um hundruð annarra stúdenta í há- skólanum í Leiden. Og það var fjarri því að til vinahópsins þar tilheyrðu aðeins þeir sem höfðu blátt blóð f æðum. Þegar hún var spurð, hvern- ig hún vildi að tilvonandi eigin maður hennar yrði, svaraði hún: — í fyrsta lagi á hann að vera eldri en ég, f öðru lagi þarf hann að vera þannig að ég geti dáð hann og elskað og f þriðja lagí verður hann að vera gáfaður, sómakær og ið- inn og helzt að hafa komizt vel áfram af sjálfsdáðum. En svo bætti hún við: — En þá giftist ég líklega aldrei, því að maður sem er þessum kostum búinn léti sér víst aldrei til hugar koma að takast á herðar þann kross að vera giftur drottningu Hollands. Tj’n f júní 1964 gerðist undrið, þá hitti hún slíkan mann í fyrsta skipti. Það gerðist f brúðkaupsveizlu prins Moritz af Hessen og Tatjönu prinsessu af Witt.genstéin. Bróðir brúð- gumans fékk að koma með vin sinn til veizlunnar. Þessi vinur hans var Claus von Amsberg og það bar nokkuð á honum í veizlunni aðallega fyrir það, að hann var sá eini í hópnum, sem ekki %rar af aðalsættum. Þar hitt ust þau í fyrsta sinn, en skipt ust aðeins á nokkrum kurteisis- orðum. En nokkrum vikum síðar hitt ust þau aftur. Þá stóð svo á, að einn frændi Bernharðs prins og drottningarmanns efndi til dálftillar garðveizlu og bauð m. a. Beatrix prinsessu þangað. Eins og venjulega í slíkum til- fellum lagði hann lista boðs- gesta fyrir föður hennar og lét þau ummæli falla að þarna neðst á listanum væri ungur maður, sem ekki væri af nein- um aðalsættum, hvort Bernharð hefði nokkuð á móti þvf. — Nei nei, svaraði Bernharð prins, heldur þú að við séum einhverj ir snobbar. Cvo virðist sem þetta boð hafi haft mjög mikla þýðingu. Þegar Beatrix kom heim úr því, sagði hún foreldrum sínum frá því ,að hún hefði kynnzt þarna óvenju geðþekkum skemmtileg um og menntuðum manni, sem starfaði f þýzku utanríkisþjón- .mufivunlsla i ustunni. Þau höfðu setið lengi á tali og rætt um efnahagsað- stoð við vanþróuð ríki og al- mennt um stjórnmál. Hún sagði að hann hefði verið einbeittur og ákveðinn í skoðunum. — Ég vildi gjarnan hitta hann ein hverntíma aftur. En nú leið langur tími, nokkr ir mánuðir milli samfunda. Þá var það í janúar s.l. sem Beat- rix fór í boð til skyldfólks síns af Wittgenstein ætt. Það var veiðihátíð og stunduðu herrarn- ir villisvínaveiðar, áður en veizl an var haldin. Þar í hópnum var hinn þýzki maður. Eftir veizl- una bauð Beatrix svo öllum hópnum til kvöldsamkvæmis í Drakesteyn höll sem konungs- fjölskyldan hefur til umráða. Og nú gafst þeim betra tækifæri til að kynnast. Um mánuði seinna fóru þau bæði samtímis upp í svissneska skíðabæinn Gstaad. Þar mátti segja að saga foreldranna endurtæki sig. Prins Bernhard og Júlfana höfðu nálg ast hvort annað þegar þau hitt ust á vetrarolympíuleikunum i Garmisch Partenkirchen 1936, Þaðan fóru þau svo rakleiðis til Vilhelminu drottningar móð ur Júlíönu og tilkynntu þá á- kvörðun sína að vilja eigast. Tjegar þau Beatrix og Claus voru að renna sér og stökkva á skíðum uppi við Gstaad datt þó engum óviðkom andi enn f hug, að kvikna myndi ljós með þeim og það var ekki fyrr en um vorið, þegar kon- ungsfjölskyldan fór á skíði upp í Lech am Arlberg, sem þá nán- ustu fór að gruna margt. Um sama leyti kom Claus upp i næsta skíðabæ St. Christoph og nú vörðu þau löngum stundum saman. Þau gengu um veitinga hús og knæpur f ullarpeysum eins og hvert annað skíðafólk og skemmtu sér konunglega. Það var éinmitt upp úir þessu sem hollenzka hirðin fór að æskja vissra upplýsinga frá Þýzkalandi um þennan starfs- mann f utanríkisþjónustunni, trúnaðarupplýsingar um feril hart> og störf. Spurningar voru jafnvel lagðar fyrir gamla skóla félaga hans, kennara og ná- granna. En fyrst og fremst var spurt um þátttöku hans i stríð- inu. En Claus hafði verið 18 ára sfðasta stríðsárið og þjón- aði þá í skriðdrekaherdeild. En Bernharð prins varð glaður við, þegar hann frétti að yfirmaður hans f herdeildinni hefði verið hershöfðingi að nafni Baade, hann þekkti þann hershöfðingja persónulega en orð hafði farið af honum fyrir riddaralega fram komu f stríðinu. Aðrar upplýs- ingar voru einnig mjög jákvæð- ar. Claus von Amsberg var að vísu ekki af aðalsættum, en hann var flekklaus og heiðarleg ur maður. TVTú fór Claus að verða algeng- ' ur gestur i konungshöllinni en öllum kynnum hans við Beatrix skyldi enn haldið leynd um um sinn. Það voru aðeins nokkrir nánustu kunningjar og skyldfólk sem fékk að vita um þetta. En það tókst ekki lengi að viðhalda leyndinni. Dag nokk- urn voru þau Beatrix og Claus eins og oft áður á gönguferð úti f skóginum kringum Draken steyn höllina. Og þá vildi óhapp ið til, það var f líki ókunnugs manns með ljósmyndavél. Hann græddi stórfé á þessari einu ljósmynd en þar með var af- hjúpað mesta ríkisleyndarmál Hollands. Beatrix gerði eins og skap- gerð hennar bauð henni. Hún hafði valið sér þann mann* og engan ella. Hún var ekki á þvf Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.