Vísir - 05.08.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 05.08.1965, Blaðsíða 11
Hann vann 17.000.000 króna - og það var orsök allrar hans ógæfu Flesta dreymir um að fá Stóra vinninginn í happdrætt- inu einn góðan veðurdag og í Bretlandi geta menn orð'ið margfaldir milljónerar með því að veðja rétt á knattspyrnuvell inum. Þennan draum átti John Nic- holson einnig einu s'inni, sem svo margir aðrir, en draumur- inn rættist, og nú sér hann mest eftir þeim degi, er hann las um það í blöðunum, að hann hefði unnið 143.000 sterl ingspund (17 millj. ísl. kr.). En lítum aðeins á hvað hefur kom- ið fyrlr hann siðan hann fékk stóra vinninginn: Hann hefur misst konuna úr höndum sér. Hann hefur einnig misst böm sín. Hanp hefur verið heilan mán uð í fangelsi. Hánn skuldar 16.000 sterl- ingspund. Þetta verður varla talinn lúx us, og John Nicholson. sem fyrrum seldi notaða bfla kenn- lr stóra vinningnum um öll þessi ósköp. John var áður ósköp venju- legur fjölskyldufaðir sem vann sína Vinnu og sat heima hjá fjöl- skyldunni á kvöldin, átti notað an, 11 ára gamlan Vauxhall bfl og dró fram lífið á rétt þokka- legan hátt, þannig að launin hrukku fyrir útgjöldum. En einn dag sá hann í blöðunum vinn- ingsnúmer og ennfremur að það númer hefð'i hlotið 143 þúsund pund. Eins og oft áður leit hann —. svona rétt fyrir siðasakir, á miðann sinn og sá hvers kyns var. Hann var auðvitað í sjö- unda himni, réði sér ekki fyr'ir kæti og lét það verða sitt fyrsta verk að gefa konunni 10 þús- und pund og láta í sparisjóðs- bók hvers h'inna fjögurra barna sinna sömu upphæð. Þegar hann fékk vinninginn bjuggu þau í leiguhúsnæði en lögðu 10 þús- und pund til hliðar til að kaupa sér íbúð. Einhvern veginn tókst þeim þó aldrei að koma sér saman um hvemig hún skyldi vera. En þá fóra líka ósköp'in öll að dynja yfir. Fjórum mán- uðum eftir að þau höfðu hreppt vinninginn sótti kona hans um skilnað. Við lentum í r'ifrildi út af einskisverðu smáræði, segir John núna. Og þama stóð hann uppi, einn og einmana, rlkur maður en vansæll. Hálfu ári síðar reyndu þau að taka sam- an á ný og byrja á nýjan leik. Þau fóru í fjögurra mánaða sumarfrí, öll fjölskyldan. Fyrir 20 þúsund pund keyptu þau hótel £ Berwickshire til að reka sem fyrirtæki og tekjustofn, En ári síðar skildu þau fyrir fullt og allt. — Það var annað smáræði, segir John, — en ég vissi að það kæmi að þvl. Kon an kunni aldrei við hótellífið. — Ég reyndi örvæntingarfull ur að fá hana til að koma aftur, hélt John áfram, — en ekkert dugði. Ég lofaði henni að ég skyld'i kaupa stórt hús f fínu hverfi I Edenburgh, en það gat ekkert fengið hana til þess að koma aftur. Vegna þeirra aðferða, sem John beitti til að reyna að fá konuna t'il að snúa aftur, leit- aði hún til dómstólanna þar sem John var harðlega bannað að hitta hana eð gera nokkra tilraun til að ónáða hana við uppeldi bamanna fjögurra, sem era á aldrinum 6-15 ára. En dag nokkurn mætti hann henn'i á götu í Edinburgh og það end aði næstum með skelfingu. í júnf nú í ár var hann dæmd ur í heilsmánaðar fangelsi fyrir að brjóta þær reglur sem hon um höfðu verið settar. — Mig langað'i bara svo til að hafa fjölskylduna f kring um mig, sagði veslings John Nicholson, — að ég reyndi öll brögð. Meðan hann sat inni fékk konan svo loks lögsk'ilnað á þeirri forsendu að hann beitti hana ofbeldi. Henni var dæmd umsjón og uppeldi barnanna og Nicholson skyldi gre'iða viku lega 500 krónur til hennar fyrir hvert barnanna. En ég hef ennþá nóga pen- inga til að lifa, og ég þarf ekki að gera handtak það sem eftir er lífs’ins, segir John, — að vísu skulda ég 16.000 pund, en það er aðallega vegna þess að ég er búinn að festa mest af mfnum peningum í fyrirtækjum. En samt er ég allt annað gn ánægð ur. Ég þrái að fá fjölskylduna til baka og ég vildi fórna öllu til þess. Og frú Davina Nicholson seg ir líka: — Það var ólíkt betra líf áður en John vann þessa peninga. Mlgi UAWIÁAUB—I ! Kári skrifar Af vettvangi tízkunnar Það mun óvéfengjanieg stað- reynd, að tízkukóngamír séu voldugustu menn veraldar. Munu þeir tvimælalaust einu valdhafarnir, sem enginn þorir að rfsa gegn. Er þetta þó enn merkilegra fyrir það, að þeir ráða þeim þegnum sem örðugast e’iga með að láta stjómast af öðrum og ráðríkastir mega teljast. En hvað um það — þessir náungar kunna tökin, og er undarlegt í rauninni að mann kynið skuli ekki fyrir löngu hafa falið þeim yfirstjórn allra sinna mála. Samkvæmt þvi, sem kvisast hefur um síðustu á- kvarðanir þeirra, skal nú lengj ast að mun sá hluti kvenlfkam- ans, sem stendur niður úr pils- faldinum og má þar af marka hve takmarkalaust er éinræðis- vald þeirra, þegar þeirgetaleyft sér svo róttækar breytingar á öllum kvenleika. Kvað eiga að koma þessu þannig fyrir í fram kvæmd að minnka milið milli falds og strengs á spjörinni, og verði í rauninni ekki annað eft- tr af henni en strengurinn — að vísu í breiðara lagi, að minnsta kosti fyrst f stað . .. Enn hefur ekki heyrzt hvaða ráð þeir voldugu einræðisherr- • ar munu hitta til að klæða af a hlutann á milli sokkafitjar og • pilsfalds, og er ákvörðunum • þeirra þar að lútandi beðið með • talsverðri eftirvæntingu, eins • og gefur að skilja ... mun þó • eftirvænting þeirra, sem fyrst J og fremst verða að teljast áhorf • endur, sízt minni en hinna. J Halda sumir því fram, að tízku J kóngamir hafi jafnvel í bígerð • að stytta kvenlfkamann um J þetta bil, en þó mun mála • sannast, að þeir fari ekki að stofna alræðisvaldi sínu f þá • hættu, þar eð slíkt yrði óvin- J sælt mjög, að ekki sé fastara • að kveðið. Hvað snertir klæðn J aðinn ofan pilsstrengs, hefur • helzt um hann frézt, að hann • muni enginn verða upp að höku J en hins vegar verði hetta dreg- • in að höfði, svo að hylji andlit- * ið, en það hefur löngum verið J hverri konu áhyggjuefni — þó • að Iíkaminn neðan höku megi J méiri kallast, hefur andlitið • nefnilega oft ráðið ískyggilega • miklu um örlög hans, en með J upptekt hettunnar virðist þar • nokkurt lýðræðisfyrirkomulag J tryggt í framtíðinrii... TVylega átti ég tal við starfs- mann félagsheim'ilis úti á landi, sem ekki var alltof hrif- inn af þeirri starfsemi sem þar fer fram. Sóðaskapur í félags- heimilum. Hann sagði, að þar í sve'it væra eins og vfðar annars stað ar sem hann þekkti til haldin sveitaböll, sem væru þjóðinni til háborinnar skammar. Einna verst mun útreiðin verða á sal- emum, ekki sfzt kvennasalern- um. Venjulega ríkir á þessum böllum mikið og almennt fyll- erf og salernin líta ver út en svínastía.. Þar gengur fólk örna sinrii beint á gólfið og oft Iiggja dauðadrukkin ungmenni flöt f þessum sóðaskap, — æl- andi. Á teppalögð gólfin er hent tyggigúmmíi og sígarettustubb um. og í salnum sjálfum eru oftast brotnir stólar og jafnvel rúður. Þjóna ekki réttum tilgangi. Þegar þess'i félagsheimili voru reist í upphafi var ætlun- iri að þarna væri aðsetur heil- brigðar félagsstarfsemi, — hvert félag skyldi vera nokkurs konar menningarmiðstöð 1 sinni sveit. En hvað gerist svo? Þessi hús eru geysidýr f byggingu og til þess að standa straum af kostnaðinum er reynt að afla fjár á þann hátt að lokka þang að unglinga á drykkjuhátíð'ir. — Það þarf enginn að segja mér, sagði þessi starfsmaður — að forráðamenn húsanna viti ekki hvað er á seyði. Þeim er það fullljóst en reyna bara að loka augunum fyrir staðreynd- um. Það hefði verið nær að verja þessum peningum f upp- hafi til sjúkrahúsabygginga eða jafnvel drykkjuhæla. Fólk, sem ekki getur hagað sér skár en örgustu vijlidýr, á ekki skil ið að yfir það séu byggðar milljónahallir. Sýslumenn fylgist með. Það var margt óhugnanlegt, en fróðlegt f frásögn þessa manns. Starfsfólk þessara fé- lagsheimila ætti að þekkja manna bezt t'il málanna, enda hefur það verkið með höndum að hreinsa til eftir svallveizl- umar. Það væri nauðsynlegt, að sýslumenn og aðrir, sem á þessum málum halda, kynntu sé hvers konar samkundur fara þarna fram. Raðhús — Vesturbæ Höfum til sölu vandað raðhús í Vesturbæn- um, 5—6 herbergi og eldhús, allt sér. Rækt- uð og girt lóð. Góð eign. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Austurstræti 10. 5. hæð. Sími 24850. Kvöldsími 37272. isket;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.