Vísir - 06.08.1965, Page 1
BLAÐIP í DAG
55. árg. - Föstudagur 6. ágúst 1965 - 175. tbl.
Flugmenn undirbúa hóp-
flug norður á Sauðárkrók
Þama er hið nýja
SILDIN- NYJA SÍLDARFLUTNINGA
SKIPID KOMID í HEIMAHÖFN
í gærkvöldi kom Sildin stærsta
síldarflutningaskip íslendinga til
heimahafnar s'innar, Reykjavíkur.
Þar tóku stjómarmenn Síldar- og
fiskimjölsverksmiðjunnar á móti
skipinu, en verksmiðjan á þetta
nýja skip. Löndun hófst þegar og
í morgun var unnið af kappi
og síldinni ekið inn að Kletti og
út í Örfir'isey í bræðslu.
Starfsmennimir við löndunina
sögðu blaðamönnum Vís'is að þeir
mundu reyna að þrauka ailt þar til
síldin væri búin í skipinu, en ekki
bjuggust þeir við að það yrð'i fyrr
en á morgun eða annað kvöld. Það
er því erfið vakt, sem þeir eiga fyr
ir höndum við löndunina á þeim
18.000 málum, sem Síld'in kom
með.
Ekki er hægt að dæla síldinni
beint úr skipinu á vörubílana,
heldur verður að nota til þess iönd
unarkrabba, sem er vitanlega sein
legri aðferð. Til að hægt væri að
nota dælur beint úr tönkum skips-
ins á vörubílspaliana yðri að dæla
sjó í tankana til að létta undir
með síldinni enda er hún orðin
nokkuð kiesst eft'ir flutninginn.
Erfiðleikar sköpuðust þegar í
nótt vegna þessara flutninga, þvf
leið'in að Kletti, aðallega á Skúla
götunni, varð mjög hál af síldar-
lýsi, sem rann af bílunum. Lét lög
reglan aðvara bifreiðastjóra í morg
unútvarpi, enda ekki vanþörf á því
því þá þegar höfðu bílstjórar orð
ið varir v’ið að þeir voru á fljúg-
andi hálku, þegar þeir óku austur
QtiílQoöfn
Á athafnaplássi „litlu“ flug-
félaganna voru allir á þeytingi í
morgun. „Við getum varla misst
nokkurn mann á flugsýninguna
á morgun — það eru allir í Eyja
flugi, þetta er nokkurs konar
jólahátíð hjá okkur — aldrei
minna en tólf ferðir á dag“,
sagði Sigurður Elli (Guðnason)
aðstoðarflugmaður hjá Flug-
sýn.
Fimm eða sex grimmilega síð
hærðir náungar voru að stíga
upp í eina af flugvélum Björns
Pálssonar. „Ég man nú ekki
hvort þeir heita „Gómar“ eða
„Hljómar" — nei, þeir heita
„Tónar“ og eru að fara til
Vopnafjarðar“, sagði einn af-
greiðslumannanna. Bjöm Páls-
son ætlaði sjálfur með þá.
— Sendir þú einhverja vél
norður, Björn?
— Ja, maður hefur nú bara
svo lítið heyrt um þessa sýn-
ingu. Jú, ætli það fari ekki
ein flugvél eða tvær héðan frá
okkur. Ég býst við því.
Og sem Björn rennir flugvél
inni út á brautarenda kemur
keikur og unglegur maður með
myndavél á maganum út úr
flugturninum. Agnar Kofoed
Hansen. Flugmálastjóri ætlar
sjálfur norður, enda á hann að
setja mótið. Þarna verður fjöldi
einkaflugvéla frá Reykjavík og
Akureyri — lika margar svif-
flugur — og enn meiri fjöldi á-
horfenda. Það er svifflugfélag
Sauðárkróks sem stendur öðr
um þræði fyrir þessu móti, því
það er mikill flugáhugi norðan
lands. Það er meira að segja
búizt við að fólk allt norðan úr
Þingeyjarsýslum sæki flugdag-
inn á Sauðárkróki á morgun.
Landað úr „Síldinni" 1 morgun.
Agnar Kofoed Hansen, flugmálastjóri, flýgur sjálfur vél Flug-
málastjórnar á flugdeginum á Sauðárkróki. (Ljósm. — b.sigtr.)
VERDLAGSNEFND HELDUR FAST
jT
VIÐ FIMMKIL 0AP0KA
Fyrstu íslenzku kurtöflurnur komnur ú murkuðinn
Fyrstu íslenzku kartöflurnar
komu á markaðinn á föstudag-
inn var. Er sami háttur hafður
á og í fyrra að hafa þær í
tveggja og hálfs kílóa umbúðum
en þá voru þær umbúðir fyrst
teknar upp. Kostar hver 2l/2
kílóa skammtur 40 krónur og
40 aura og kílóið því krónur
16.15
Lítur vel út fyrir kartöflu-
uppskeru, þannig að upp úr
tíunda þessa mánaðar verði
komið nóg framboð á íslenzk-
um kartöflum og verðið fari þvi
lækkandi en þangað til verður
eitthvað af útlendum kartöflum
selt með.
Blaðið náði tali í morgun af
Jóhanni Jónassyni, forstjóra
Grænmetisverzlunar landbún-
aðarins, sem veitti þessar upp-
lýsingar. Sagði Jóhann í sam-
bandi við nýju umbúðirnar að
tveggja og hálfs kílóaumbúðirn-
ar, sem teknar hefðu verið upp
Framh. á 6. slðu.
Bls. 3 Undirbúningur
þjóðhátíðar í
Eyjum.
— 4 Samtal við hafnar
stjóra um Reykja-
víkurhöfn.
— 7 Föstudagsgrein um
hernaðinn í Viet-
nam.
— 9 Heimsókn Vísis í
eldflaugabækistöð
ina á Skógasandi.