Vísir - 13.08.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 13.08.1965, Blaðsíða 9
V1S IR . Föstudagur 13. ágúst 1965. Hjá góðu fóíki í Borgarfirði... talaði við guð í hjásetunni eins og maður við mann ... vissi að til voru heiðingjar, en hafði ekki hugmynd um kristni- boð... „fólk hélt að ég væri ruglaður í kollinum, og lái ég því það ekki, eins og ailt var þá... “ ' ■ ■ ■ . . . ég var við nám í tvo vetur. Sig- urður sendi mér nokkrar bækur. Löngu síðar skrifaði ég honum frá Kína, tjáði honum þakkir mfnar og skýrði honum frá hve mikla þýðingu þetta hefði haft fyrir mig. Hver var þá skólastjöri að Hvítárbakka? — Sigurður Þórólfsson, stofn andi skólans. Hugsjónamaður, sem vann stórkostlagt braut- /yðjendastarf með þvi að koma þessum skóla á fót, og skapa sveitaSeskunni þarmeð fyrsta tækifærið, sem henni bauðst til að mennta sig. Fyrir það á þjóð in honum mikið að þakka. En dálítið þykir mér undarlegt að hugsa til þess nú, að hann skyldi velja skólanun. stað á Hvítárbakka eins og umhorfs var þar í kring í þann tíð, blaut ar mýrar og vegleysur, — þó að rétt væri að staðsetja síika stofnun í Borgarfjarðarsýslu. Þetta hefur kannski ekki gert neitt til þá, því að ekki var um að ræða aðra fararskjóta en hest — Ég hafði þá verið tvo vetur við nám að Hvítárbakka, eins og ég gat um áðan. Þó að náms tíminn væri ekki lengri, nægði hann til þess, að við þóttumst karlar í krapinu, þessir skóla- sveinar. Og þetta var á hinum miklu bjartsýnisárum, fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Senni- lega hefur íslenzka þjóðin aldrei verið bjartsýnni f trúnni á sjálfa sig og framtíðina, en einmitt þá. Við fylgdumst það vel með, unglingarnir. því sem þá var að gerast, að við vissum að það var ekki lengur í tízku að trúa á Guð. Þannig var ég stemmdur þá; enda þótt ég væri trúhneigð ur að eðlisfari, kom sú trú- hneigð ekki fram. Þegar ég var ungur. var ég smali í fjögur sumur og sat yfir ám. Fólk hafði orð á því hve rólegur ég væri f hjásetunni, — „Óla er óhætt, honum leiðist ekki“, var við- kvæði þess. Það hefði átt að vita hvernig mér var innan- brjósts. í Ieiðindum mínum sneri ég mér til Guðs. í einver Borgarmúrinn kringum Tenhsien, en þar starfaði Ólafur seinna tímabil sitt í Kína, eða sjö ár. Slíkir múrar voru þá algengir kringum kínverskar borgir en munu yfirleitt horfnir nú. Þeir voru gerðir í sama stíl og „Kínverski múrinn frægi”, úr brenndum leirsteini. með? Það voru heiðingjarnir. Ég vissi það af landafræðinni að til voru heiðingjar, en um kristniboð hafði ég ekki minnstu hugmynd. Ekki þá. Eina trúboð ið, sem ég hafði heyrt minnzt á, var trúboð mormóna hér á landi, og einhverjar sögur af hjálpræðishernum höfðu borizt upp í Borgarfjörð — og ekki aldeilis jákvæðar. Seinna átti ég eftir að kynnast hjálpræðis- hernum og læra að meta starf hans. — En hvað um það. Ég átti að fara til heiðingjanna. Sú því, að hann mundi reyna að hafa vit fyrir mér; leiða mér fyrir sjónir hvílík fásinna væri að brjótast með mér. Var raun ar reiðubúinn að sætta mig við það . . . — Séra Magnús Andrésson var einn af öndvegisklerkum íslenzkrar kirkju í þá tíð, og grandvar maður, sem aldrei sagði neitt vanhugsað. Þegar ég hafði sagt honum hverskyns var, þagði hann góða stund, en ég beið í ofvæni eftir svari hans. Þegar hann svo tók til máls, talaði hann um þetta eins Og inn, og mýraflóarnir voru hon- um færir. — En ekki get ég skilízt svo við þetta tímabil, að ég minn- ist ekki á hana Ragnheiði Gísia dóttur í Hvammi blessutiina. FYRRI HLUTI Hún var fyrsti kennarinn min.n eftir að náminu fyrir fermingu lauk, sem áður er getið. Meðal annars kenndi hún mér ensku. Mér er það minnistætt, þegar ég hóf enskunám hjá henni. Fyrsta orðið, sem ég lærði fyrir utan „yes“ og „no“ var svo ákaflega erfitt viðfangs, að mér fannst það næstum því ómögulegt. Það var „impossible" — ómögulegt. — Seinna átti það fyrir mér að liggja að nema aðra tungu, þar sem mér fannst sérhvert orð „impossible“ — fyrst í stað. Úr Norðurárdalnum til Noregs. Hvað bar til þess, að þú af- réðir að gerast kristniboði? — Það var á hvítasunnudag, 1914, sem ég fékk þá köllun, en þá var ég átján ára að aldri. Þann dag hlýddi ég messu hjá séra Tryggva Þórhallssyni, sem þá var fyrir skömmu orðinn prestur að Hesti í Borgarfirði Hann var þá ungur, manna glæsi legastur og áhrifamikill kenn- maður. Að sjálfsögðu átti það sem gerðist hið innra með mér undir guðþjónustunni, þennan hvítasunnudag, þó sinn aðdrag- anda. unni í hjásetunni talaði ég við Guð, rétt eins og ég tala við þig núna. Mér datt ekki í hug að það væri bæn — þó að það sé kannski sannasta bænin. En við þessa guðsþjónustu í Bæjar- kirkju, vorið 1914, varð ég fyrir svo djúpum áhrifum, ekki ein- ungis af glæsileik og hrífandi framsetningu prédikarans, held ur fyrst og fremst af boðskapn um sjálfum. Að Guð var. Að Guð var lifandi Guð, hin mikla staðreynd — hin eina staðr., þar sem allt átti sinn uppruna. Þetta var mér óumræðilegt fagnaðar- efni. Eftir að ég hafði afrækt Guð í full tvö ár, var sem stífla brysti hið innra með mér. Fyr ir annað en Guð fannst mér ekki unnt að lifa, og þá á þann hátt að segja öðrum frá honum. Og hverjir þurftu þess mest hugsun lét mig ekki í friði, þó að hún brytj í bága við alla mína framtíðardrauma. Ég fyrir varð mig hennar vegna, þorði ekki að trúa nokkrum lifandi manni fyrir henni; gerðist þung lyndur og fór einförum. Ég hug leiddi það að fara á fund séra Tryggva og skýra honum frá þessu, en brast kjarkur til þess, enda var ég honum ókunnur. En það var séra Magnús Andrés son á Gilsbakka, hann þekkti ég, því að ég hafði gengið til hans einn vetur. Fyrir honum bar ég mikla virðingu og þótti vænt um hann, svo að mér fannst að honum gæti ég treyst og trúað fyrir öllu. Og tveim mánuðum eftir hvítasunnu, tók ég hest og reið upp að Gils- bakka og talaði við séra Magn- ús. Ég gerði fastlega ráð fyrir og sjálfsagðan hlut — mér til mikillar undrunar. En hann kvaðst lítið þekkja til kristni- boðsstarfsemi, og ekki vita nema um einn prest, séra Sigur björn Á. Gíslason, sem fróður væri um þau mál, og ráðlagði mér að leita upplýsinga hjá honum — hvað ég gerði. — En nú er bezt að fara fljótt yfir kafla — nema ég hrökklað- ist norður á Siglufjörð næsta sumar, 1915. Fólk áleit að ég væri eitthvað ruglaður í kollin- um, sem því, raunar var ekki láandi eins og allt var þá. Norð ur þar vann ég að hleðslu sjó varnargarðs undir stjórn Felixar heitins Guðmundssonar, sem seinna varð þjóðkunnur maður. Þarna stalst ég á samkomur hjá hjálpræðishernum, og sam- komur, sem norskir sjómenn Fyrir utan kristniboðstjald, sem Ólafur notaði, þegar hann hélt amkomur í náiægum bæjum og þorpurn. Það voru kritniboðvinir hér heima, sem auruðu saman í þetta tjald — en endalok þess urðu þau að það féll í hendur ræningjum. höfðu með sér í kirkjunni á Siglufirði — stalst, því að ég fyrirvarð mig gagnvart félögum mínum vegna hugarástands míns, og fór mjög einförum. Vissi hvorki hvað ég átti af mér að gera, né hvað um mig mundi eiginlega verða. Sótti til dæmis um inngöngu i Kennara- skólann í Reykjavík næsta vet- ur . . . — Þá gerðist það, að ég kom inn á vitnisburðasamkomu hjá norsku sjómönnunum. Sjó- mennirnir vitnuðu um persónu- lega trú sína og trúarreynslu. Ég skildi að vísu fæst af því, sem þeir sögðu — en allt í einu var ég líka staðinn upp og far- inn að vitna. Ekki um það, sem gerst hafði við guðsþjón- ustuna í Bæjarkirkju í Borgar- firði á hvítasunnudag, vorið 1914, heldur eitthvað annað — trú mína á lifandi Guð. Að sjálfsögðu skildu Norðmennirn- ir ekki frekar mál mitt en ég þeirra, en engu að síður vakti þetta víst talsverða athygli, þvi að margir komu til mín að sam komunni lokinni og töluðu við mig, en þó fyrst og fremst einn af norsku sjómönnunum, sem tók undir hönd mér, leiddi mig. Þannig gengum við lengi sam- an um kvöldið; Norðmaðurinn talaði margt ,en ég skildi fátt eða ekkert af því, nema það, að hann bauð mér að koma út til Noregs. Það skildi ég — og þá var eins og klefadyrum væri lokið upp fyrir fanga og frelsið blasti við. — Þetta var skipstjóri á stóru fiskiskipi frá Álasundi, trúað- ur maður. Ég fór svo út með honum um haustið. Hann átti heima skammt frá Álasundi, in- dælt heimili og góða trúaða konu, og átti ég þar ástúðleg- asta atlæti að fagna. Um vet- urinn var ég í skóla, en um sumarið með skipstjóranum á fiskiveiðum við ísland. Þá var stríðið skollið á, og við kom- um hvergi í land. Vorum á þorskveiðum úti fyrir Aust- fjörðum, ýmist 1 niðaþoku eða roki, fiskuðum ákaflega vel, hlóðum skipið, sigldum með afl ann til Þrándheims og seldum við góðu verði - fórum síðan til Siglufjarðar á síldveiðar, og er þetta líklega í eina skiptið, sem mér hafa græðzt peningar. — Og nú hafði ég sótt um inngöngu í kristniboðsskólann i Osló. Nú hafði ég líka peninga til að stunda nám, og þeir urðu mér drjúgir, því að ég hafði vit á því að biðja skip- stjórann um að geyma þá, en sendi honum svo reikninga fyrir öllum kostnaði. Þennan fyrsta Framh. á 6. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.