Alþýðublaðið - 17.05.1921, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.05.1921, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 f glStunarbarmi. Það hefir verið mikið rætt og ritað utn uppeldismál og menta- mál þjóðarinnar, en þó erum við mjög skamt á veg komnir í þeim efnum, sem við getum fyllilega sannlærst um, ef við veitum lifn- aðarháttum ungdómsins hér i höf- uðstað okkar nýbakaða sjálfstæð- isrfkis nokkra eftirtekt. Eg ætla hér aðeins að nefna eitt dæmi — máli mínu til skýr- ingar — sem er því miður ekki einstakt í sinni röð. Pjltur nokkur — sem eg ekki hitði um að nefna í þessu sam bandi — inn.*.n við tvítugsaldur, hefir um tímabil dvalið hér í bæ, án þess þó að hafa haft tækifæri til þess að vinna nokkuð, sér eða þjóðiuni til gagns. Þegar hann var 7 ára, var hann — sem ósjálfstætt barn — knúð- ur af eidri samtiðarmönnum sínutn að drykkjarkerum Bakkusar. Fyrir nokkrum dögum var eg á gangi á einni af fjölfarnari göt- um þessa bæjar, og sá þá tvo lögregluþjóna með pilt þenna á milii sín, auðsjáanlega lamaðan af vínnautn. Vonleysi og eymd stóð greypt í andlitsdráttura þessa hirð- ingarlausa unglings. Múgur manns var þarna saman kominn, til þess að seðja dýrs- lega forvitni sína með því að horfa á sálarkvalir þessa ungmennis, eins og hér væri um sjálfsagða skerat- un að ræða. í stað þess að leiðbeina, og glæða hið góða í manni þessum, hefir hann verið fyrirlitina af þeim sem hafa þóst honum meiri, já, jafnvel sparkað út úr mann- Iegu félagi, ef eg mætti svo að orði kveða, með því að gera hon- um sem örðugast fyrir að lifa, þjóð sinni til gagns og sóraa. Hinum glöðu fallegu framtiðar- draumum, sem óspiltri barnssál eru svo eiginlegir, hefir hin harð- ýðgislega samtfð kæft í myrkri vanþekkingar og þroskaleysis, Éngum mannlegum mætti er það fært, að sýna fram á hversu mörgum gullkornum þjóðarheildin kastar á glæ, raeð þessari fram- komu sinni gagnvart einstakl- ingum. Það er alment álltið sjálfsagt, að veita þeim mönnum hjúkrun og læknisbjálp, sera hafa af sjálfs- dáðum orðið fyrir áhrifurn skað vænna gerla, og verja stórfé til eflingar því, að þeir nái heilsu sinni aftur. Eu hafa þá ekki þeir, sem fyrir miskunarlausa harðýðgi eru orðnir þjóðinni til byrðarauka, eins þörf fyrir að vera meðhöndl- aðir á mannúðlegan hátt? Það hefir komið tii orða að taka hingað austurrísk börn, til þess að forða þeim frá hungur- dauða, og er það óneitanlega fall- egur hugsunarháttur ; en geta þegn- ar hins fsleazka ríkis gert það með góðri samvizku, vitandi ung- dóm síns eigin heimalands á giötunarbarmi. Mér fyndist það að minsta kosti, ekki ilia viðeigaudi, aö þeir menn, sem hafa svo mikla kær- ieikslöngun, að þeir þurfa að fara suður í Mið-evrópu, til þess að koma henni f framkvæmd, væru jafn fúsir til þess, að vera hjálp- Iegir löggjafarvaldinu f sínu eigin landi, við að koma upp lfknar- heimili fytir munaðariaus börn og ungmenni hér í bæ, sem hafa hvergi höfði sfnu að að halla. Eg þykist vita, ad menn séu yfirleitt svo góðviijaðir nýgræðiag þjóðarinnar, að þeir geri ekki viljandi tilraunir til að kæfa þroska hans. Svamr. lítlenðar jréttir. Franskir hermenn nærgöngnlir ylð þýzkar stiilknr. t Köln kom það fyrir, fyrir nokkru, að í skærum ienti milli þýzkra borgara og franskra setu- liðshersveitar. Atvikaðist það þannig, að frakkarnir gerðust nærgöngulir þýzkum stúlkum á götu, en það gátu Þjóðverjar ekki þolað. Lenti f orðasennu, sem endaði með þvf, að Frakkar skutu á andstæðingane, sem köstuðu grjóti á móti; særðust allmargir Þjóðverjar. Stærsti einkabanki Noregs var stofnaður um siðustu mánaða- mót, með þvf að steypa saman „ Andersensbánk" og „Bergens Kreditbank*1. Bankarnir hafa sam- anlagt 115 raiijón króna stofnfé og 600—700 miljónir í veltufé. Hér er sýnilegt hvað er að ske, Peningaverzlunin er að komast á færri hendur og — magnast í eign einstakra manna. y Bússlanð og Kína. Kfnverska stjórnin hefir sent mann tii Rússlands til þess að gera samning við sovjetstjórnina, sem fari í svipaða átt og ensk-rússneski samningurinn. (Rosta.) Frá Finme. Sem kunnugt er eadaði Fiume- æfintýri ítaiska skáldsins d’Ann- unzio á þvf, að hann varð f skyndi að flýja borgina í flugvél. Ekki eru þó -deilurnar um Fiume þar með búnar, því 27. apríl s. I. náðu Fascistarnir (flokksmenn d’Annunzio) ráðhúsinu á vald sitt og mynduðu bráðabirgðastjórn, Var Giganté fyrv. borgarstjóri kosinn stjórnarformaður og hefir hann lýst yfir því, að nýja stjórn- in taki á sig alla ábyrgð á fram- kværad iaga. Þrjú ávörp hafa verið birt borgarbúura, Eitt þeirra ógiidir kosningarnar, sem fram fóru 24. aprfl. Mikill mannsöfnuð- ur fór daginn eítir um götumar og hylti Ítalíu og d’Annunzio. Útburðir. Eg heyrði einn æpa og emja utn ánauð og svika-lielsi, og ákalla haf og himinn og hrópa á líkn og frelsi. — Þá ómálga orðin ei skildi og engu því svara kunni. — Svo hræddist eg brostna brosið, er blikaði á þessum munni. Og feginn þá flýja vildi að fjarlægjast bölvað vælið. — En alstaðar kveða við ópin svo ekkert er fundið hælið. Því útburðir eru á reiki á öræfum þings og f söium. — Og ávalt kveða við ópin f íslands skuggadölum. Þá settist eg hjá”mér sjálíunu, ef sofna blund eg kynni, — en óðara varð eg vakinn af vcelinu f sál mér inni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.