Vísir - 25.08.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 25.08.1965, Blaðsíða 5
V 1 SIR . Miðvikudaginis 25. ágúst 1965. 5 utl.önd: í • út-iöild' í 'möES-unútlönd i morgun • . utlond í mongun Feizal og Nasser aáðu samko mulagi Sallal á fundi Nassers "*i viðræðna um það Sullal forseti Yemen er kominn til Kairo til viðræðna við Nasser forseta, sem hélt heim rakleiðis eftir að hann hafði undirritað samkomulagið við Feizal konung í Saudi- Arabíu um að binda endi á þriggja ára borgarastyrjöld í Yemen. Samkomulagið er á þá leið, að hvor aðili um sig skuld- bindur sig til að hætta allri hernaðarlegri aðstoð við aðila í Yemen, egypzka herliðið verð- ur flutt burt, ráðstefna allra aðila haldin í nóvember til þess að ná samkomulagi um bráðabirgðastjórn og undirbúa þjóðaratkvæði og nýjar kosn- ingar, og loks, að stofnuð verði friðarnefnd, sem hafi eftiriit með því, að samkomulagið verði haldið. Stjórnmálafréttaritari brezka útvarpsins sagði í gærkvöldi, að brezka stjómin fagnaði hverri tilraun sem gerð væri til þess að koma á friði í Yemen, og vonandi leiddi af þessu sam komulagi, að hætt yrði að senda flugumenn frá Yemen inn í Aden til hermdarverka, en Bretar hafa oft haldið því fram, að þeir væm þjálfaðir af egypzka hemum í Yemen. Dæmd tilþrælkun- ar fvrir ást sína í Stokkhólmsfrétt segir, að þegar sænskur stúdent, Stig Han- son 33ja ára ætlaði að kvongast sovézkri konu, Galinu Petrovskaja, 32ja ára, hafi þau fengið tilkynn- ingu um, að fresta verði hjóna- vígslunni, en hún átti fram að Allt kyrrt íAþenu ► Um 1000 menn tóku þátt í kröfugöngu í Springfield, Mass. Bandar. á sunnud., og fór hún friðsamlega fram við eftirlit lögreglu- og þjóðvamarliðs- manna. Mótmælt var hörkulegri framkomu lögreglunnar i kyn- þáttaóeirðum í borginni fyrir skemmstu. Bandarikjamenn hertu loft- árásir á Norður-Vietnam um helgina. Flugveður hafði batn- að. Mikill mannfjöldi safnaðist sam- an fyrir utan þinghúsið f Aþenu í gær, er Tsirimókos forsætisráð- herra fór fram á traust þingsins. Gripið hafði verið til viðtækra öryggisráðstafana og kom ekki til neins alvarlegs áreksturs. Tsirimókos fékk gott hljóð. fara í „brullaupshöll“ í Moskvu hinn 13. ágúst. S.l. mánudag birti síðdegisblað í Moskvu þá frétt að Galina hefði verið gerð ræk frá Moskvu og dæmd til fimm ára líkamlegrar vinnu á sérstaklega völdum stað. Stig Hanson segir i viðtali við Dagens nyheter, að sér hafi orðið mikið um þetta og mun hann senda beiðni til Brezhnevs, flokks- leiðtogans aovézka, og leita ásjár hans í málinu. > Pappandreu var ekki á þingfundi, en stuðningsmenn hans sátu fund. Atkvæðagreiðsla um traust fer fram í vikunni — ef til vill fyrr en búiet hefir verið við, en i fyrra- dag var gert ráð fyrir, að um- ræðan kynni að standa fram undir helgi. Myndin er tekin, er iögreglan Ieitaði að vopnum og öðru i bækistöð eða bænahúsi blakkra Mohammeðstrúarmanna f L.A. — Blakkir í trúarflokki þessum ganga krúnurakaðir. Margir voru handteknir, er húsleitin var gerð. ijhv r.v,u.uc...uucoii»j untt ' < t r «>* . . ..... Verkamenn Verkamenn vanir byggingarvinnu óskast nú þegar til vinnu í Háaleitishverfi. Góð kjör. Uppl. í síma 12370. TRÉSMIÐIR Tresmiðir óskast til að slá upp fyrir 170 ferm. hæð. Uppl. í síma 40377. Málningarpressa Notuð. málningarpressa óskast til kaups. Uppl. í síma 14779. Gluggaútstilling Stúlka vön útstillingu getur fengið gott auka- starf. Uppl. í síma 19768. Frá Brauðskálanum Langholtsvegi 126. Köld borð, smurt brauð og snittur. Sími 37940 og 36066.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.