Vísir - 25.08.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 25.08.1965, Blaðsíða 8
V í S IR . Miðvikudaginn 25. ágúst 1965. " VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Augiýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði 1 lausasölu 7 kr. eint. — Sími 11660 (5 Ilnur) Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Sovétsamningarnir þjóðviljinn hefur tekið mjög illa í skrif Vísis undan- farna daga um afurðasölumálin og samningana við Sovétríkin. Hefur blaðið viljað telja lesendum sín- um trú um, að Vísir og önnur málgögn ríkisstjómár- innar vildu ekkert fremur en spilla svo málinu að ekkert yrði af samningum við Sovétríkin. Hér skýzt hinu skýra blaði sem fyrri daginn. Vísir benti einmitt á, í forystugrein um markaðssamningana, að fiski- markaðarnir í Sovétríkjunum hefðu lengi verið ís- lenzku þjóðinni mikilvægir, og vonandi hefðu Sovét- menn einnig talið þá sér hagstæða. Væri vissulega illa farið ef með öllu slitnaði upp úr þeim samningum, sem hafa enn því miður reynzt árangurslausir. Hins vegar benti Vísir á það, að í viðræðunum í Moskvu hefðu það verið Sovétmenn sem allsendis ófáanlegir voru til þess að semja um kvóta fyrir sömu afurðir og eru í núgildandi samningi, með nokkuð breyttu magni. Það er þess vegna fyrst og fremst af- staða Sovétnefndarinnar sem hefur valdið því, að samningar eru enn árangurslausir. Er Vön að alla þjóð ina furði á því, eftir hin stóru orð Lúðvíks og Einars er þeir sneru heim frá Moskvu og höfðu talað við Bréznev. Þá stóð ekki á loforðum þeirra félaga. Ekki voru markaðsvandræðin h^fð í hámælum þá. Því er von að Einar og Lúðvík beri nú nokkurn kinnroða, er þjóðin sér hvert mark er á þeim takandi, jafnvel þótt Sovétmenn eigi í hlut! Það skýrir æsingarskrif Þjóðviljans um málið. Þau skrif eru hvorki heillavaén- leg fyrir lausn markaðsvandans eða til þess fallin að efla álitið á íslenzkum kommúnistum. Sönnu nær væri að spara stóryrðin og gera sér grein fyrir því að Sovétbúar eru kaupmenn eins og aðrir menn. Kynlegt misrétti fjandaríska flugfélagið Pan American hefur nú til- kynnt, að það muni senn hefja flugferðir héðan frá íslandi til Kaupmannahafnar. Verður það vissulega góð samgöngubót fyrir þá sem kjósa að ferðast með félaginu á þeirri leið, en Pan American er eina félagið sem býður upp á ferð með þotum þangað. Við þessari ákvörðun Pan American að taka upp beinar ferðir til Hafnar ber vissulega ekki að amast. En það leiðir hug ann að því, að ennþá er öðru íslenzka flugfélaginu, Loftleiðum, meinað að nota hinar nýju Rolls Royce flugvélar sínar til þess að fljúga til Kaupmannahafnar. Þar mega Loftleiðir aðeins lenda gömlu vélunum sínum — á sama tíma og öðrum félögum er leyft að fljúga þsmgað með þotum frá Bandaríkjunum og ís- landi.. Þessi afstaða dönsku loftferðayfirvaldanna er vægast sagt mjög kynleg og ber vott um harla litla sanngirni í viðskiptum. fslenzku loftferðayfirvöldin á nú nýtt spil á höndina í þeirri sjálfsögðu baráttu ;inni að skapa íslenzku flugfélögunum heilbrigðan samkeppnisgrundvöli á Norðurlöndum. SKREIDARFRAMLEIÐSLA HELMINCIMINNIIAR EN í FYRRA Það er nú ljóst orðið að skreiðarframleiðslan í ár verður allt að helm- ingi minni en á s.l. ári. Skreiðarsamlagið upp- lýsir blaðið um það, að framleiðslan muni nú aðeins verða 5500 til 6000 tonn á móti 11,500 til 12 þúsund tonnum í fyrra. Ástæðan fyrir þessu er ein- faldlega að vetrarvertíðin var nú miklu minni en hún var s.I. ár og svo hitt að menn hafa fremur kosið að verka saltfisk, þar sem töluverðar verðhækkan ir hafa orðið á honum Það má líka búast við ein- hverjum hækkur.um á skreið, en þó hefur framleiðsluminnkunin hér á landi ekki mikil áhrif á markaðsverðið ennþá, þar sem Norðmenn munu nú hafa fram leitt meiri skreið en i fyrra. Talsverður hluti íslenzku skreiðarinnar hefur líka frosið, aðallega sú skreið sem hengd var upp í ianúar febrúar og marz og hún getur ekki farið á dýrari markaðinn á Ítalíu, held- ur verður hún Afríku-skreið. Sá fiskur sem hengdur var upp i apríl og fram í maí er betri vara. SkreiSin fer nú að verða til- kúin ti! útflutnir.gs, þegar kem- ur fram í ágúst. Útflutnings- mánuðirnir er september til áramóta. Annars er það alltaf stærsta hættan að menn flytji skreiðina of fljótt út svo að markaðurinn mettist í bili og getur slikt stuðlað að verðlækk unum. Ætti að vera óþarfi fyrir íslenzka útflytjendur að hraða sér of mikið við útflutninginn nú að þessu sinni, þegar mark- aðurinn er góður. Reyndar er markaðurinn í Afriku farinn að verða all erfið- ur síðustu árin einkum í Nigeriu Verðið á norskri og íslenzkri skreið hefur farið hækkandi með auknum tilkostnaði og þá hafa Nigeriumenn svarað með því að auka siálfir sínar fisk- veiðar. Þeir byggja frystihús í vaxandi mæli til að geyma í fisk inn og stefnir þróunin stöðugt í þá átt. Þá er vitað að Japanir og Rússar hafa stundað veiðar við strendur Nigeríu síðustu ár og landað fiskimim þar. Pólsjór hefur streymt til Norður- og Austurlands og valdið sjávarkuldanum þar Það hefur ekki dulizt mönn- um, að ástandið í sjónum fyrir norðan og austan land á þessu ári hefur verið mjög óvenjulegt. Hefur þetta komið fram bæði í hinu mikla hafísreki fyrir Norðurlandi seinnipart vetrar, en þá hafði hafís ekki komið í meira en 30 ár. Svo I sumar hef ur þetta komið fram í hinum 2 mikla sjávarkulda, sem virðist fram að þessu hafa eyðilagt sildveiðarnar við Austurland, þar sem ekki urðu skilyrði fyrir átumyndun. Blaðið hefur vegna þessa snú- ið sér til Svend Aage Malm- bergs haffræð'ings sem hefur annazt ýmiss konar hafrann- mjög kaldur, getur orðið allt að 1.8 stig undir frostmarki og veldur seltan því að hann frýs ekki fyrr. Þessi straumur stefn- ir til suðurs með austurströnd Grænlands, enda er hann kall- aður Austur-Grænlandsstraum- ur. Hann mætir hlýsæum út af Vestfjörðum. Samkvæmt athugun dr. Unn- steins Stefánssonar er í hafinu milli 'íslands og Jan Mayen hringstraumur sem snýst rang- sælis. Vestur og suður hluti þessa straumhvirfils er Austur- íslandsstraumur. Straumur þessi á venjulega ekki nema að l'itlu Ieyti upptök sín í Austur-Græn- landsstraumnum. Svend Aage Malmberg haffræðing- ur segir frá orsökum sjókuldans sóknir á vegum Fiskide'ildar og beðið hann að skýra nokkuð hvernig á þessum mikla kulda í hafinu standi. Hann hóf frásögn sína með því að rekja það, hvem'ig tvær sjógerðir mætast við ísland, kaldur pólsjór að norðan og hlýrri Atlantshafssjór að sunn- an. Hinn hlýi straumur kemur að sunnan og leitar vestur með landi og út af Vestfjörðum leit ar hann sumpart með Norður- land'inu og sumpart með land- grunnshalla Austur-Grænlands. Pólsjór myndast fyrir áhrif íssins í Norður-íshafinu og við austurströnd Grænlands. Hann er þá tiltölulega ferskur, en Kaldasti hluti Austur-íslands- straumsins kemur að vísu úr norðri, en sú kvísl fellur venju Iega austan við hinn eiginlega Austur-Grænlandsstraum. Er það sennilega ástæðan fyrir því að hafís berst ekki með Austur- fslandsstraumnum, eða a.m.k. hefur hann ekki gert það nokkra síðustu áratugina að undan- skildu þessu ár'i. Venjulega gæt ir því pólsjávar ekki f Austur- íslandsstraumnum nema að mjög takmörkuðu leyti. f vor hefur hins vegar brugð- ið út af venjunni á framhaldi af hafísnum. Nú hefur pólsjór ver'ið ríkjandi í Austur-íslands- straumnum allt frá yfirborðinu og niður á 200 m. dýpL Má e.t. v. telja það orsök hafíssins sem harst austur með landi og sjávarföll og vindar hrundu síð an inn á firði austanlands. Kuldinn í sjónum hefur hald- izt í allt sumar nema í yfir- borðslögunum, þar sem áhrifa sólar gætir. Það er ekki unnt að segja um það, hvort straumþungi Austur-íslandsstraums'ins er meiri en venjulega, en kuldinn er meiri en nokkru sinni hefur mælzt síðan mælingar hófust á þessum slóðum fyr'ir 16 árum. Ástandið í hlýsænum fyrir sunnan og vestan land er hins vegar ekki frábrugðið því sem verið hefuf. Hins vegar hafa mælingar Norðmanna og Rússa á hlýsæn- um milli Noregs og íslands leitt í ljós að hiti hans var óvenju lágur, en sá sjór á nokkurn þátt í blöndun Austur-íslands- straumsins. Hvort þar sé að finna ástæðuna fyrir sjávarkuld- anum austanlands skal þó ó- sagt lát'ið. Svend Aage Malmberg telur sýnt af þessu, að meginástæð- an fyrir sjávarkuldanum fyrir Austurlandi sé að meiri pólsjór en áður hefur streymt inn í hringstraum'inn milli íslands og Jan Mayen og þar af' leiðanöi einnig inn í Austur-íslands- strauminn. Hann kveðst gera sér vonir um að með haustinu, þeg ar aftur fer að frysta á norður- slóðum kunni aftur að draga nokkuð úr þessu kalda að- streymi norðan að og að sjór- inn muni þá hlýna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.