Vísir - 25.08.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 25.08.1965, Blaðsíða 11
Hversvegna ég stal 140 þúsund punda málverkinu Upplýst hefur verið í Eng- Iandi eitt furðulegasta mál sem þar hefur komið upp í áraraðir, þjófnaðurinn á málverki Goya, Hertoginn af Wellington. Sá, sem játaði að hafa stolið verk- „Ég ætlaði að koma upp styrktarsjóði fyrir hina öldruðu", segir 61 árs gamall maður sem stal verki Goya af Hertoganum af Wellington fyrir 4 árum Kempton Bunton stal „Hertoganum". inu var 61 árs gamall maður, fyrrverandi vörubflstjóri að nafni Kempton Bunton. „Ég ætlaði að nota pening- ana til að koma upp hjálpar- sjóði fyrir gamalt fólk. Sjóð- urinn átti að borga sjónvarps- gjöldin fyrir gamla fólkið“. Hinn þreklega vaxni Bunton stal verkinu fyrir 4 árum síð- an. Hann komst inn í National Gallery með þvf að skríða inn um glugga á jarðhæð inn á snyrtiherberg'i. „Verðirnir I safninu voru að fá sér tebolla, og á meðan notaði ég tækifær- ið“, sagði Bunton fyr'ir réttin- um. Bunton, gráhærður karl með burstaklippt hár hallaði sér makindalega aftur í stólnum sínum í réttinum í Bow Street. Öðru hvoru skotraði hann aug- unum á málverkið af hertogan- um — sýningargrip 11, eins og það heitir ó máli listasafns- fólksins. „Ég ætlaði mér aldrei að eiga verkið eða svipta þjóðina eignarréttinum", sagði Bunton gamli, „það vakti aðeins fyrir mér að reyna að hjálpa fólk- inu, sem virðist algjörlega gleymt í þessu þjóðfélagi, gamla fólkinu". Gullrammi málverksins, senni Geimskot & geimferðir Þeir bandarísku éru enn á sveimi um geiminn þegar þetta er ritað; það var einhver smá- vægileg bilun f e'inhverju kerfi hjá þeim, og því nokkur óvissa um framhald ferðalagsins; það flaug fyrir að Rússar hefðu boðið þe'im bandarísku að senda upp viðgerðarmann — það mætti ekki henda að Kín verjar fengju tilefni til að glotta að þessu géimbrölti . . . Þá eru þeir bandarísku og rúss nesku að búa sig undir að semja geimumferðarlöggjöf, og virðast sammála um flest nema grundvallaratriðin — sumsé hvort taka beri upp vinstri eða j hægrihandarakstur uppi þar, og er óþarft að taka fram hvor að ilinn sé fylgjandi hvoru. Það i skyldi þó ekki verða að vinstri i handarreglan yrði látin taka I gildi um alla heima og geima nokkum veginn jafnsnemma og hún verður felld úr gildi hjá i okkur? Að sjálfsögðu verður skipuð geimferðalögregla með tíð og tíma, og kannski verða þeir valdir í hana, sem eru mest ir á lofti á götuhomum og krossgötum — hver veit nema okk ar umferðarlögregla eignist þar nokkra fulltrúa þegar þar að kemur, og skapist þannig þýðingamiklir útflutningsmögu- leikar í þessari stétt . . . Að sjálfsögðu létu franskir líka til sín taka úti í geimnum uppi yfir Skógasandi um sama leyti og þeir bandarísku hófu afrek sitt; Dúgól er nú einu sinni þannig skapi farinn, að hann kann illa við að sinna sé hvergi getið, þegar aðrir eru hafnir upp fyrir skýin . . . Þetta geimskot manna hans tókst víst prýðilega, þegar því var loks hleypt af og ekki þarf að efast um vísindalegan árang ur af tilrauninni — en mun Dúgól þó ekki hafa fengið end anlega staðfest hvort englamir tali einungis frönsku, eða hvort hún sé aðeins notuð þar sem al þjóðamál . . . Enn undirbúa franskir annað skot, en þó er merk'ilegra að þeir ráðgera fyrstu geimför sína upp frá ís- landi; nánar til tekið Syrtlingi; hyggjast stinga ge'imflauginni með farinu ofan í gíginn og láta Syrtling sjá um það fyrsta áfangann — og er þar með loks fengin skýring á áhuga franskra á gosstarfseminn'i í Vestmannaeyjum . . . „Hertog- inn“ lega 100 punda virði, hefur enn ekki fundizt og er talið að Bunton hafi eyðilagt hann og komið fyrir kattamef e'inhvers stáðar á Thamesbökkum. Og hvernig ætlaði Bunton að fá fé út úr þessari mynd? Hann ætlaði einfaldlega að krefjast lausnargjalds fyr'ir mjmdina, sem er 140.000 punda virði. Hann ætlaði að „selja“ ríkinu hana aftur fyrir „að- eins“ 5000 pund. Bunton seg'ist hafa farið með málverkið undir hendinni niður að Thamesbökkum og braut þar rammann af myndinni vegna þess hve fyrirferðarmikill hann var. „Hertogann" geymdi hann í efstu hillu í skápnum f svefn- herbergi sínu. Hann sendi framkvæmda- stjóra listasafnsins orðsend'ing- ar, þar sem hann krafðist lausn argjaldsins. Sendi hann 12 slík- ár orðsendingar og 8 þéirra rit- aðar með eigin hendi. Litlar eða engar skemmdir urðu á þessu l'itla (24x20 þuml.) en verðmæta málverki að öðru leyti en því að ramminn hefur eyðilagzt. ☆ Kári skrifar: llííKÍ Ég hafði hugsað mér að gera í dag að umtalsefni frétt'ir dag- blaðanna sfðustu dagana varð- andi afskipti lögreglunnar af hestamönum í nágrenni höfuð- borgarinnar. Var skýrt frá því að lögregl- an hafi orð'ið að afhesta stóran hóp riddara, sem flæktust dauðadrukknir eftir þjóðvegin- um á Kjalarnesi og stofnuðu umferðinni í voða. Mikil slysahætta Það dylst engum að það staf ar stórkostleg hætta af þessum drukknu reiðmönnum. Sumir hverjir láta dólgslega, telja sig eiga veginn og hafa ánægju af því að halda honum fyrir bif- reiðaumferð. Aðrir vita ekki sitt rjúkandi ráð, kippa í tauma og skekja reiðskjótann þvers og krus eftir veginum án þess að huga nokkuð að bifreiðaum- ferðinni á veginum. Það fór Ifka þannig að ekið var á hest á sunnudagskvöldið uppi í Kollafirði og hann meidd ist það mikið að skilja varð hann eftir. Það furðulega er að ékki skuli ‘ hafa hlotizt enn fleiri og stórkostlegri slys af þessum sökum en raun er á. Hert á eftirliti með hestamönnum. Ég hef borið þessi mál í tal við lögregluna í Reykjavík. Hún gerir sér ljóst að þessir drukknu reiðmenn skapa vand- ræðaástand og mikla slysa- hættu á götunum. Hún kvaðst hafa snúið sér til hestamanna- félagsins Fáks og rætt málið við þá. Ráðamenn félagsins gera sér hættuna líka ljósa og þeir hafa meira að segja skrifað fé- lögum sfnum bréf og farið þess á leit við þá að þeir færu ekki ofurölvi á hestbak. Lögreglan hefur látið í það skína að verði ekki breyting á þessu til batnaðar á næstunni og ef hestamenn láta sér ekki aðgerðir lögreglunnar á sunnu dagskvöldið að kenningu verða verði jafnvel gripið til róttæk- ari aðgerða en verið hefur til þessa og að hert verði á eftir liti með drukknum hestamönn- um. Sviptir hestaleyfum. Hér þarf þó að taka tillit til fleiri sjónarmiða, en þeirra sem snúa að umferðinni á þjóð- vegunum og slysahættunni sem af þessu stafar. Sjónarmið ið sem snýr að hestunum sjálf um er engu veigaminna. Þetta eru málleysingjar sem ekki geta kvartað. En við getum gert okkur í hugarlund líðan þeirra þegar drykkjurútarnir rykkja f taumana sitt á hvað og skekja þessi veslings dýr eftir eiginn geðþótta og á fullkom- lega tillitslausan hátt. Ég vil þvf mæla með tillögu eða uppástungu sem einn kunn ingi minn kom með. Hún er sú að hestaleyfi verði tekið af þeim reiðmönnum sem á einn eða annan hátt haga sér ómannúð lega. eða óviðurkvæmilega við hestana. Slík hestaleyfi séu svipt eftir ákveðnum reglum, alveg eins og ökumenn eru sviptir réttindum til bifreiða- aksturs í lengri eða skemmri tíma. Hjarta bifreiðarinnar er hreyfiilinn, andlitið er stýrishjólið Það er margt hægt að gera til að fegra stýrishjólið, en betur en við gerum það er ekki hægt að gera. Er það hagkvæmt? - Já, hagkvæmt, ódýrt og end- ingargott og... Viljið þér vita meira um þessa nýj- ung - Spyrjið viðskiptavini okkar, hvorr sem þeir aka einkabifreið, leigubifreið, vörubifreið. eða jafn- vel áætlunarbifreið. - Allir geta sagt yður það. Upplýsingar I síma 34554 frá kl. 9-12 f. h. og 6.30 -11 e.h. Er á vinnustað (Hæðagarði) frá kl. 1-6 e.h. ERNST ZIEBERT, Hæðargarði 20. :«PB a

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.