Vísir - 25.08.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 25.08.1965, Blaðsíða 15
V í S IR . Miðvikudaginn 25. ágúst 1965. 15 EDWARD S. ARONS: Spæjarar Saga um njósnir og ástir á Ítalíu leit á hinn sem sinn hættulegasta andstæðing, mann, sem reyndi að koma sínu fram og þar með eyði- leggja allt, hvor fyrir sinni ríkis- stjóm. Báðir voru menn, sem vissu hvernig þeir gátu notað sér að- stöðu sína hverju sinni. — Hér getum við talað saman, sagði Pacek og nam staðar þar sem tröppur lágu niður að fljótinu. Þér hafið verið kvaddur hingað, bættí hann v'ið, vegna þess að mik ið liggur við. Durell svaraði engu. — Hefir yður tek’izt að komast að raun um hvar Jack Talbot er? — Yður mun manna bezt kunn- ugt um hvar hann er. — Það er alltaf slæmt, ef ein- hver starfsmaður — hvort sem um ykkar mann er að ræða eða okkar — fer að fara sínar eigin götur, tautaði Pacek. — Ég hefi ekki enn heyrt getið neinna sannana fyrir að Jack Tal bot hafi stolið málverkunum, svar aði Durell. — Ó það er víst ekk’i mikill vafi á því, að það er hann, sem stal málverkum prinsins, sagði Pacek og hló, — það var annarlegur ljómi í augum hans, sem bar vitni um hlakk yfir, að hann hafði unn- ið síðasta leik í taflinu. Og hann bætti við: — Það kemur vitanlega Tyrir, að maður verður að notast við þá menn, sem maður getur náð f, en mig furðar vissulega á því, að þið skylduð hætta á að treysta á mann sem Jack Talbot. Þið virðizt hafa treyst honum fullkomlega, en hann er ekki trausts verður. — Hvað hefur Talbot sagt yður? Durell sagði þetta eins og í til raunaskyni til þess að komast að e'inhverju. — Á ég að hafa talaS við hann? Hefur hann sagt yður það? Ó, ég skil, þið haldið að við höfum hann á okkar valdi. — Hugsanlegt er það. — E'ins og er vantreystir prins- inn öllum Bandaríkjamönnum. Okkur er það vitanlega gleðiefni. Ef þið afhendið honum ekki mál* verkin gæti hann reynzt svo smá- sálarlegur að vilja ekki v'ið ykkur ‘tala og láta okkur fá tinsamning- ana. Við höfum samingana tilbúna til undirskriftar. Og hann mun und irrita þá. Okkar sigur, herra Durell. — Við ráðum ekki yfir miklum tíma, sagði Durell og hugleidd'i að Pacek lét eins og hann vissi ekki hvar Talbot væri, en Pecek gat sem bezt verið að blekkja hann. Hann hallaði sér að grindverki hjá tröppunum. Vegfarendur veittu honum og Pacek enga athygli. Og Durell var viðbúinn hverju sem Pacek kynni að finna upp á, — og vel v'issi hann, að það sem Pac ek áformaði kynni ekki að taka nema nokkrar sekúndur. — Ég vildi, að ég hefði ver'ið í Amsterdam fyrir tveimur árum, sagði hann og horfð'i beint fram- an í Pacek. — Þér hafið sjálfsagt Robert Langstrom í huga? — Hann var vinur minn. Það var ekki nauðsynlegt að drepa hann. — Við vorum líka þe'irrar skoð- unar. Mér þykir það enn leiðara hvað fyrir kom vegna þess að hann var vinur yðar. — Hann vár eins náinn vinur og menn í okkar starfi geta verið. Komizt nú að efninu Pacek. Pacek horfði á hann hvasslega. — Hafið þér ákveðið að ryðja mér úr vegi? —-Ekki nema það gagni okkur. — Ágætt. Ég hef nefnilega tek- ið sömu ákvörðun, að því er yður varðar. Við sk'iljum þannig hvor annan. Og nú vil ég gefa yður gott ráð. Gefa yður það — þér fáið það með öðrum orðum ókeypis, en vitanlega treyst'ir hvorugur okkar hinum — ég dáist að yður fyrir dugnað yðar, og maður getur vel dáðst að hættulegum andstæðing'i, — en ráðið er að láta þetta mál I niður falla. Þið hafið þegár tapað Durell. Við höfum prinsinn í „vas- anum.“ — Hann skiptir um skoðun, þeg- ar ég kem með málverkin. — Fyrst verðið þér að finna þau. — Ég mun hafa upp á þeim. — Það er ekki víst nema búið sé að fara með þau úr landi. — Það liggur ekkert fyrir um það. — Talbot getur líka verið fíú- inn — úr land'i. Tillit hinna bláu augna Durells var kuldalegt: — Vit'ið þér ekki Pacek, hvort svo er eða ekki? — Þér getið ekki skil'ið það, að salandi yðar getí gerzt sekur um landráð. — Það er auðveldara að álykta að þið hafið hann í haldi og mál- verkin, til þess að geta engt prins inn upp á móti okkur. — Ég gerð'i ráð fyrir að þér kynnuð að komast að þessari nið- urstöðu. — Er hún rétt? Hann bjóst ekki við svari og það kom ekk’i heldur. Hann beit á vör sér og horfði á skuggalegt fljótið. Leigubifreið var ekið framhjá og um leið gaf bílstjórinn veikt merki með flautu sinni — vafalaust Pac ek. Án þess að hafa augun af Pacek gaf Durell bílnum gætur þar til hann var horfinn. Nær- staddur var enginn vegfarandi, sem hafði numið staðar. Durell sá sér greinilega í hag að láta hann koma með ág'izkanir, en jafngreinilegt var, að Pacek vildi honum e'itthvað — ef til vill stinga upp á einhverjum „viðskipt- um.“ Hann vissi allt sem um Pac ek var vitað, að hann var slæg- vitur, snarráður, hættulegur, sveifst einskis, og var vel gefinn, og málamaður engu síðri en Dur ell — hann taiaði ensku frábær- lega vel. Hann minntist Bobby Lang- ströms. sem eitt andartak var ekki varkár, og féll fyrir hendi Pac- eks. Hann horfði á sterklegar hend ur Paceks. Nú studdi hann þeim á efstu þverslá stálgrindanna þarna við tröppurnar. Svo horfði hann framan f hann og Pacek mælíi: — Ég vildi gjarnan mega stinga upp á, að við báðir reyndum að haga okkur skynsamlega. Sannast að segja veldur mér það áhyggjum, að einm'itt þér skylduð vera kvadd ur til þess að taka að yður þetta mál Við vorum ekki við því bún ir að maður af yðar málmi steyptur skyldi koma fram á sjón arsviðið. Ég hef fengið mínar fyrir skipanir, eins og þér vafalaust haf ið ályktað og það verður ekki fyr- irgefið, ef mér verða einhver mis- tök á. Og mér stafar Viss hætta af yður, en ég virði yður ,eins og ég áður sagði. Þess vegna vildi ég helzt, að þér færuð strax frá Genf Það væri ósköp auðvelt. Ég gæti komið yður á falska slóð og þann ig orðið þess valdandi að þér — til dæmis — færuð íil Parísar. Þér gætuð verið þar í þrjá daga. Mis tök myndu ekki hafa eins hættu- legar afle’iðingar fyrir yður og fyr ir mig. — Ég vildi helzt, að yðar eigin menn hengdu yður, sagði Durell, — eruð þér að reyna að múta mér? — Munduð þér þiggja fé? — Þér vitið vel, að þér gætuð ekki boðið nóg. — Vitanlega ve'it ég það. — Þá er þetta hótun. — Aðeins uppástunga. Ég get ekki þolað neina íhlutun. Ég verð að líta á það sem tilraun til að koma mér fyrir kattarnef, ef þér verðið hér kyrr og reynið að finna ,Jack Talbot. — Þér eruð örlátur og stórlynd- ur, Pacek, sagði Durell og hló. Þér skiljið þann’ig eftir smugu fyrir mig til þess að reyna að finna hann, en í rauninni telj'ið þér það lífsspursmál fyrir yður, að ég sé ekki að flækjast fyrir yður hér, Pacek. — Vissar aðstæður — Vissir keppinautar 1 aðalstöðinni — nei, sleppum því. Ég hef mín vandamál og þér yðar. Við hugsum báðir skipulega og vitum, að ef við höf um tækifæri til að kre'ista aldinið fáum við safa til þes að gæða okk ur á. — Ég skil, sagði Durell, þér hafið von um að framast — fá kannski vara-ráðherrastöðu sem yfirmaður VAJA - yfirstjórnar KGU í Prag, en það er bara sá galli á gjöf Njarðar ,að hann veit hvað fyrir yður vakir og myndi feginn vilja losna við yður til þess að þurfa ekki að óttast ,að þér nálguðust veldisstól hans — þótt til þess þyrfti að gera yður höfðinu styttri. Það var eins og augun í Pacek hefðu minnkað um helming, en hann horfði jafnhvasst á hann. — Þér vitið furðulega mikið, Durell. — Nákvæmar upplýsingar fyrir hendi efizt ekki um það. Ef þér skylduð detta nú rísið þér ekki á fætur aftur. Er það þess vegna, sem þér viljið hafa hér greiða braut þar sem ekkert getur orðið ýður til þindrunar? — Durell, ég vildi helzt kom- ast hjá að drepa yður. Durell brosti. — Það er líka allsendis óþarft. —Það verður persónulegt hlut- verk mitt, ef þér hafið afskipti af hlutverki mínu hér. — Hvað óttizt þér Pacek? — Ég er ekki hræddur. Ég er fastákveðinn í að inna hlutverk mitt af hendi. — Ef þér hafið drepið Talbot... — Það hef ég ekki, svaraði Pac ek. — Er hann á lífi? — Mér er ókunnugt um það. — Eru hólkarnir hérna í Genf? — Það veit ég ekki heldur. Ég er blátt áfram að aðvara yður. Far- ið til Parísar. Eða éitthvað ann að ,en ef þér haldið kyrru fyrir í Genf mun yður iðra þess. Durell kunni betri skil á Pacek en svo, að hann færi að draga ör- uggar ályktanir af því, sem hann hafði sagt, en hann gat heldur ekki gert sér grein fyrir ástæðum þess, að hann vildi hafa tal af hon um einslega. Hann vissi enn ekki hvort Pacek hefði náð Talbot — og málverkunum, eins og Ellen helzt vildi trúa, en svo datt honum állt í einu I hug, að alveg Jeins væri ástatt fyrir Pacek bg honum sjálfum: Að hann væri í vafa um allt eða flest varðandi hvarf mál- verkanna, en auðvitað var það Tékkanum í hag, að frestur til að verða við úrslitakostum var settur aðeins 3 dagar. Það mundi nægja til þess að Tékkar fengju samning ana undirritaða. En Pacek óskaði ekki að starfa f blindni frekar en hann. Durell hafði sannfærzt um það allt f einu, að Pacek hafði ekki Tal bot á valdi sínu. Hann fann það á sér — hér var um að ræða erfðan eiginleika frá Jónatan afa í Bayou Peche Rouge, fjárhættuspilaranum sem ávallt fann á. sér, ef hann með góðu móti gat gabbað and- stæðingana. I — Ég held, að þegar þessu verð ur lokið verði annar hvor okkar dauður, ofursti, en mér virðizt þér vera áhyggjufyllri en ég er. Þér eruð ákafari í að fjarlægja mig en svo til þess að ég geti engin af- skipti haft af málunum. Pacek var orðinn reiðilegur á svip. — Það er nákvæmlega það sem ég ætla mér að gera. BPWW.S SNYRTISTOFA STELLA ÞORKELSSON S nyrtisérfræðingur Hlégerði 14 . Kópavogí Sími40615 ♦WWV,fVWWW\AAA/VW VISIR ASKRIFENDAÞJONUSTA Askriftar- Kvartana- síminn er 11661 virka daga kl. 9 — 20, nema laugardaga ki. 9—13. VÍSIR I flytur dagiega m. a.: — nýjustu fréttir í máli og myndum — sérstak; efni fyrir unga fólkit — íþróttafréttir — myndsjð — rabb uin mannlifiS, séð i spegilbroti — bréf fr* iesendum — stjömuspá — myndasögur — framhaldssögu — þjóðmálafréttir — dagbók og greínar VÍSIR er ódýrasta dagblaðið til fastra kaupenda. - áskriftarsími f Reykjavik er: 116 6 1 AKRANES Afgreiðslu VISIS á Akranesi annast Ingvar Gunnarsson, sfmi 1753. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber a8 snúa sér, et um kvartanir er að ræða. AKUREYRI Afgreiðslu VlSIS á Akureyri1 Íannast Jóbann Egilsson, sími 11840. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur. og þancað ber a1 snúe sér ef urr Kvartm. e. at ræða Meduð tréð okkar getur borið enn ein fullþroska matimatiá- vöxt og það í dag. Við verðum að nota hann, við verðum að gera allt t'il þess að koma lífi 1 fætur Tarzans. Ef okkur tekst það ekki, verður hann að nóta töfrakassann sinn og kalla á himnavélina. Medu — Mombai, éég fipn eid í mjöðmunum og leggjunum, niður að hnjám, kom- lð. *

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.