Vísir - 31.08.1965, Síða 3

Vísir - 31.08.1965, Síða 3
V1 S IR . Þriðjudagur 31. ágúst 1965, 3 ' '• < W8L 5í -4 iii Uryggisráðstafanir og snyrti- mennska eru nauðsyn við byggingar Eftir slysafréttum að dæma, eru nýbyggð hús, eða hús í byggingu mik- ið hættusvæði, jafnt starfandi mönnum sem og ungum bömum, er mikið leita þangað til að leika sér. Eins og myndirnar hér á síð unni gefa til kynna, er aðstaða vinnandi manna við byggingar svo og frágangur við þessi hús vlða algerlega ófullnægjandi, þótt skýrt sé tekið fram í Bygg ingarsamþykkt Reykjavíkur, hversu frágangi nýbygginga skuli háttað og hverja aðsöðu skuli veita starfsmönnum við bygginguna. 1 flestum tilfellum liggur sökin hjá verktökum þeim er annast framkvæmdir, svo og væntanlegum húseigendum, er byggja á eigin spýtur. Þótt heim ild sé til fyrir byggingarfulltrúa, að svipta þá menn byggingar-1 leyfi, er ekki fullnægja settum skilyrðum, þá hefur verið til þess reynt að forðast þá ráð- stöfun. En hin tíðu og stöðugt vaxandi slys á vinnustöðum þessum hljóta að leiða til þess að gripið verði til róttækra ráða. Einkum eru hörmuleg þau slys, sem börn hafa orðið fyrir á byggingarlóðum. Trassaskapur þessi er ekki einungis hættulegur, heldur og veldur hann viðkomandi verk- taka eða húsbyggjanda fjár- hagslegu tjóni, beinu eða ó- beinu, vegna þeirra tafa á fram kvæmdum sem orsakast af skipulagsleysi og skemmda á byggingarefni er liggur i hirðu- leysi úti við. Það er til að mynda nokkuð algengt, að gluggar séu geymdir úti heilt sumar, hvernig sem viðrar, og er þá varla hægt að reikna með að þeir séu jafn góðir þegar á að fara að láta þá í að hausti, og þeir voru nýir. Bindijárn og mótavír liggur títt eins og vöru- flutningabifreiðin skildi við það þegar komið var með það að húsinu, og þegar á að nota jámið eru bílar búnir að aka yfir það og afiaga. Mótatimb- ur liggur sem hráviði umhverf- is sum hús, og þegar þungir steypubílar koma að húsinu aka þeir yfir heilleg borð og planka og valda skemmdum. Myndimar á síðunni eru frá skrifstofu Byggingarfulltrúa Revkjavíkurborgar og sýna, sem fyrr segir, dæmi um ófull- nægjandi frágang við nýbygg- ingar. Á efstu myndunum tveim má sjá, tvö stórhýsi hér í borg, þar sem verktakar hafa ekki gengið frá gluggum, svo stórhætta er á að böm, sem þangað fara eða starfsmenn við byggingarnar kunni að fara sér að voða. Hinar myndimar sýna slæman frágang utanhúss, sem einnig getur valdið slysum og tjóni. það er þvl ekki að ástæðu- lausu, að borgaryfirvöldin em að hefja herferð gegn þessari ómenningu og munu að öllum líkindum beita þeim viðurlög- um, sem heimilt er samkvæmt Byggingarsamþykktinni. Á fundi sínum fyrr f þessum mán. lagði formaður Byggingar nefndar Reykjavíkur, Páll Lín- dal, fram eftirfarandi tillögur: „Þar sem byggingarnefnd telur að umgengni á byggingar- vinnustöðum, sé víða stórlega ábótavant og öryggisráðstafan- ir ófullnægjandi, felur hún byggingarfulltrúa í framhaldi af bréfi hans frá í júní síðastl., að hlutast til um að bætt verði úr, meðal annars með því, að tilkynna hlutaðeigandi bygging- armeisturum, sem ábyrgð bera á slíku, að þeir geti átt á hættu áminningu eða sviftingu rétt- inda, ef ekki er bætt úr, þannig að viðunandi sé“.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.