Vísir - 31.08.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 31.08.1965, Blaðsíða 4
V í SIR . Þriðjudagur 31. ágúst 1965. ,SVONA GETUR ÞETTA EKKIGENGIÐ LENGUR4 réttamaður Vísis hitti nýlega Jakob Hafstein forstjóra, sem eins og alkunnugt er sendi frá sér í sumar mikið og fall egt rit um Laxá í Aðal- dai, þessa draumaá ís- lenzkra stangveiði- manna. En Jakob hefur fest mikið yndi við þessa fögru á og farið til henn- ar á hverju sumri í tvo áratugi. Við spurðum Jakob fyrst, hvort hann hefði ekki haldið uppteknum hætti og farið til árinnar sinnar í sumar. Og jú, vfst kvaðst hann hafa gert það. Hann hafði dvalizt við hana tvisvar, í lok júní og í lok júlí. —Og Laxá hefur þá að lík- indum veitt þér verðug bókar- laun. — Hún launar mér alltaf þeg ar ég kem til hennar, svaraði Jakob, hún launar með yndis- þokka sínu.n og kærleik. Og í bæði skiptin sem ég kom þang- að í sumar var dýrðlegt veður á bökkum Laxár. En hvað veið- ina snertir var ekki um nein laun að ræða. Laxá hefur eins og margar norðlenzku árnar gefið ákaflega litla laxveiði í sumar. Þó er hún alltaf með vænsta laxinn. Það fengust úr henni í sumar eins og jafnan áður, nokkrir í kringum 30 pund. — TTrðu þér vonbrigði að veiðinni? — Já, það eru auðvitað ógur- leg vonbrigði að fá sama og enga veiði. En þó svo hafi farið í sumar, hefur Laxá áfram sama aðdráttaraflið. Hún er perlan í hópi íslenzkra laxveiðiáa og auðvitað fer maður þangað aft- ur líka næsta sumar. En það er bara þetta með Laxá, heldur Jakob áfram, eins og með allar ár, að þetta geng- ur ekki lengur svona. Stað- reyndin er, að „Man kan ikke altid höste“; Það yrði lítið um sprettu, ef bóndinn ekki bæri á. Það er heldur ekki hægt að kappveiða íslenzku ámar ár eft- ir ár án þess að auka við stofn- inn með ræktun. Þetta er þeim mun alvarlegra vegna þess að þessi verðmæti hafa hækkað svo gífurlega í verði á síðustu ámm. Ámar eru ekki minna verðmæti en túnin og grasrækt- unin. Höfuðatriðið er að menn verða að gera sér grein fyrir þýðingu þeirra. — Tj'r lítið um fiskirækt í Aðal dalnum? — Bændur í Aðaldal hafa haft hug á að hefja fiskirækt. Þeir settu í klak til fiskimála stjómarinnar 200—250 þús af þessum öfluga stofni, en þeir hafa ekki fengið neitt af honum til baka. Hins vegar skeður það merkilega ,að einkaaðilar, sem þekkja Laxá og vilja henni vel hafa af hreinum áhuga farið að reka laxaklak. Þannig er t. d. með Snorra Haligrimsson lækni og próf. Kristin Stefáns- son sem hafa rekið laxaklak upp á eigin spýtur og veiðirétt- areigendur fengu þannig í sum ar 12.500 eldisseiði, sem var sleppt og dreift í ána og auk þess fékk Landnám ríkisins sem Pálmi Einarsson er fyrir 2500 seiði, sem var sleppt í Reykja- kvfsl, er rennur út í Laxá rétt sunnan við Laxamýri. Þetta finnst mér stefna f rétta átt. Áhugamenn hér hafa haft laxakiak í bílskúrnum sínum og bara haft Gvendarbrunnavatn- ið úr krananum. Nokkrir þeirra hafa flutt inn hinn fræga laxa- stofn úr Alta í Noregi, sem verður óhemjustór, allt upp í 60—70 pund. Sá innflutningur mætti þó einkennilegri mót- spyrnu á æðri stöðum. Þetta fékkst þó á endanum. Sciðin eru syo alin upp í bílskúr inni á Silfurteig og hafa verið sett f Goðdalsá á Ströndum. Sá á- hugi er vissulega mjög virðingar verður. Sama er að segja um klakið í Búðaósi á Snæfellsnesi. Það er ákaflega skemmtilegt, rekið af privatmönnum. Þessir einstaklingar gera ekki minna gagn en Kollafjarðarklakið. Og hugsaðu þér þessa menn sem eru með klakið í bílskúrn- um hjá sér, hugsaðu þér, hvað væri hægt að gera í hverjum bæjarlæk, að maður nú ekki tali um hvernig hægt væri að nota sér jarðhitann. Fiskirækt gæti orðið gífurlega stór atvinnu- grein. Hvað gerir ekki Dansk- urinn. Hann flytur út fyrir 150 milljónir d. kr. eða 900 millj. íslenzkar á ári. Og þó hafa þeir ekki árnar okkar, ekki vötnin okkar og ekki laxinn okkar, ekki urriðann og ekki bleikj- una. Hv líka fyrir laxi sem hefur styggzt, orðið yfir sig hræddur og er særður. Hvað verður úr hrygningunni hjá honum. Það er alvarlegt mál sem allir verða að hugsa um. — TTverjar telurðu annars að séu helztu skýringarnar á því, hvað laxveiðin hefur ver- ið lítil f sumar í ám á Norður- landi? — Ástæðurnar geta verið margar. En fyrst og fremst vatnsleysið. Það hefur verið lít- ið sem ekkert um nýtt vatn að ræða. Þess vegna hefur hitnað mjög mikið í ánum. Laxinn verð Jakob Hafstein ur þá dasaður og leitar niður í gjótur og gjár og undir steina. Mývatn hitnaði líka mikið og Laxá var mér sagt að hefði komizt upp í 18 stig. Þá má heita alveg vonlaust að fá nokkra veiði. Þó gefast menn ekki upp fyrr en í fulla hnefana. — Hvað heldurðu um hafís- inn og sjávarkuldann fyrir Norð urlandi, heldurðu að það hafi haft áhrif? — Já, ég ímynda mér það, að sjávarkuldinn hafi torveld- að mjög göngur sums staðar. Ég held að ísinn hafi haft mjög mikil áhrif. Á Húsavík hefst ufsaveiði venjulega f maí-mán- uði, en hún var nú mánuði seinna en venjulega á ferðinni. Rækjumið hafa verið við Flat- ey á Skjálfanda en nú brást rækjuveiðin og eins var því far- ið um þorsk og ýsuveiðar. Allt er þetta minna og seinna. Lax- inn gekk líka mánuði seinna en venjulega, eða jafnvel enn síðar. Enn er eitt sem ég vildi nefna og það er veiðibjallan. Hún er vargur við ósana. Þær demba sér yfir seiðin og fylla sig af þeim. Er ómælt það tjón sem veiðibjallan gerir laxveiðinni auk þess sem hún er voðalegur skaðvaldur í æðarvarpi. Veiði bjallan er nú orðin versta land plága á íslandi, verri en refur eða minkur. — Tæja, Jakob, að lokum. Hvað heldur þú að laxinn kosti þig og aðra stangveiði- menn í ár. Er ekki orðið all- dýrt pundið í honum? — Jú, það er orðið dýrt og ýmsar tölur nefndar. Það háa verð er þó ekki það dýrasta. Hitt er miklu verra, að þegar veiðin er orðin svona kostnaðar söm, þá hefst hin mikla aftur- för laxveiðiánna. Gallinn er sá, að þegar veiðileyfið er farið að kosta mörg þúsund á dag, þá fara menn að hugsa of mik ið um það ,að fá eitthvað upp í leyfið. Það verður breyting til hins verra á viðhorfi veiði- mannsins. Hann tapar yndi sínu Rabbað við Jakob Hafstein um ána hans Laxá í Aðaidal og aimennt um lax- veiðar af að njóta náttúrunnar, stend ur við veiðina frá morgni til kvölds. Það gleymist nú sem áð ur var aðall stangveiðiíþróttar innar, að hún er ekki til að græða fé á, heldur verða menn ef þeir vilja njóta hennar að af skrifa strax og hugsa ekki hæt- ishót um kostnaðinn. Þetta geta menn ekki lengur þegar kostn- aðurinn er orðinn svo gífur* legur sem nú raun ber vitni. Og þetta hefur það um leið í för með sér, að veiðimennim- ir fara óánægðir heim. Þeir finna ekki þennan „sjarma“, þessa fegurð og yndi sem fylgir stangveiðum og dvölinni úti í náttúrunni. Sumir þeirra koma ekki aftur næsta ár. Þetta verða veiðiréttareigend ur að gera sér ljóst. Og laxveiði mennirnir hljóta að fara að stinga við fæti, þeir fara að standa betur saman og það fer að verða erfiðara að leigja árn ar. í sumar hefur verið áber- andi, að menn sem voru búnir að kaupa sér veiðidaga vildu losna við þá aftur. Þess eru mörg dæmi, að þeir hafi selt þá aftur á hálfvirði. Já, auðvitað geta laxveiðieigendur alltaf haft það svar á takteinum, að það sé þá hægt að leigja ámar út- lendum milljónamæringum. Ja, þeir um það. Við skulum sjá hvað gerist næsta vor. Þ. Th. [vernig er það með Laxá, er ekki netaveiði líka stunduð þar? — Jú, það er sama meinið og í sumum öðrum laxveiðián- um. Ég ræddi við bændur í Aðal dalnum. Þeir hafa áhuga á að gera stórátak í fiskiræktarmál- um. En það er ekki nóg að bændur í Aðaldalnum skilji vandamálið, meðan bændur við Vestmannsvatn og Reykjadals- á, er tilheyra vatnasvæði Lax- ár kappveiða lax í net. Ég er þeirrar skoðunar, að það ætti tvímælalaust að banna alla neta veiði. Menn sem veiða lax I net skilja ekkert nema Mammon. Þegar tekið var að leigja veið- ina í Laxá stangveiðimönnum, þá voru laxakisturnar við Laxa- mýri teknar upp. Bændumir þar sjá ekki eftir því. Og það er sannarlega sár- grætilegt fyrir stangveiðimann inn að fá annan til þriðja hvern lax netsmoginn. Sá lax þekkist mjög vel, má sjá á honum að oft hefur hann háð langa bar áttu við nétið. Og hvernig fer w Arekstur í Vogunum Gamli Keflavíkurvegurinn er einna hættu- legastur, þar sem hann liggur í Vogunum. Þar eru margar krappar og erfiðar beygjur og hafa orðið þar mörg stórslys. Nú fer senn að líða að því, að nýi, steypti vegurinn verður tekinn í notkun og leggst þá vegurinn gegnum Vogana af sem aðalsamgönguæð Suðurnesja. Á miðvikudag inn í vikunni sem leið, varð þarna mjög harður árekstur milli tveggja glæsilegra bíla, og eyðilögðust báðir. Myndin sýnir, þegar bílar frá Vöku hirða flökin. (Ljósm. B. G.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.