Vísir - 31.08.1965, Síða 5

Vísir - 31.08.1965, Síða 5
5 V í S IR . Þriðjudagur 31. ágúst 1965. útlönd í' morizun , útiör morgun .önd í uiorgim utlönd í morgun SKRIÐJOKULSHLAUP VELDUR MIKLU TJÓNI I SVISS Tugir munnu fnrnst Skriðjökull rann fram í gær og niður Saasdalinn í austur- hluta Sviss og sópaði öllu með sér. Rann hann fram þar sem um 1000 verkamenn — flestir ítalskir — voru að störfum á mesta annatíma dagsins — og er ekki enn kannað hversu marg ir gátu forðað sér er ósköpin dundu yfir. Ekki voru fundin nema 5 lík í morgun, en björg unarstarfið er ákaflega erfitt meðal annars vegna þess, að lendingarstaðir eru raunveru- lega engir fyrir þyrlur, sem reynt er að nota við björgun- ina. Þar sem skriðan féll er unnið að mikilli fyrirhleðslu, en vinna hófst við hana í maí 1961, og átti verkinu að verða lokið samkvæmt áætlun á næsta ári . í fréttum brezka útvarpsins í morgun og NTB-fréttum er sagt, að það byggist enn á ágizk unum hve margir hafi farizt, og samkvæmt fréttum í nótt taldir vera um 50 eða helmingi færri en í upphafi var ætlað. Það voru sem að ofan getur ítalskir verkamenn sem unnu að fyrirhleðslunni, einnig all- margir svissneskir. Þúsundir lesta af ís, grjóti og aur rudd ust fram og sópuðu með sér vinnu- og matskálum og mundi manntjón hafa orðið enn meira, ef verkamenn hefðu ekki yfir leitt verið úti við. Ljóskastarar voru notaðir í nótt til þess að lýsa upp svæð ið, þar sem unnið er að björg unarstarfi með stórvirkum vinnuvélum. — Or þyrlu sem flogið var í gær yfir dafínn sást að vinnubúðimar eru í rústum og mildð af því verki sem unn ið hefur verið að er meira eða minna eyðflagt. Sá hluti Allal- ins-skriðjökulsins, sem rann fram er talinn 300,000-1.000.000 rúmmetrar. Þyrlumar á að nota til að flytja meidda tfl sjúkrahúsa f Sion og Brigue. 1 sjónvarpi í morgun var sagt, að hreyfing væri enn á skrið jöldunum. Slysstaðurinn er í 2100 metra hæð uppi f Ölpunum. Vinnu- svæðið heitir „Mattmark orku- ver“, segir í NTB-frétt, og er 200 metra fyrir neðan Allalinjök ulinn. Samkvæmt síðari fréttum féll skriðan ekki á fyrirhleðsluna en vinnubúðimar f rústum, sem fyrr var sagt. Er þetta haft eftir þyriuflugmanni að nafni Geiger. — Ef til vfll verða gerðar til raunir til þess að sprengja stóra Framhald á bls. 6. 3 kvöld í röð í Stokkhólmi Uppþot teinnig í K.höfn og Gnutnborg í gærkvöldi kom til alvarlegra götuóeirða þriðja kvöldið í röð í Stokkhólmi, en nú var lög- reglan viðbúin og sló hring um Hötorget. Þar og í grennd höfðu safnazt saman um 2000 ung- menni. Gekk lögreglunni betur að fást við götulýð þennan en á laugardags- og sunnudags- kvöld. Um 20 ólátaseggir voru handteknir. Þegar einn forsprakkinn hróp- Kunnugt um næsta skref Koustmtíns konungs í dag Þriðja tilraun Konstantins kon- ungs til þess 'að leysa stjórnar- kreppuna fór út um þúfur aðfara- nótt sunnudags, er tillaga um traust á stjórn Ts'irimokosar var felld með 24 atkvæða mun (159: 135), en 6 þingmenn sátu hjá. Ts- irimokos tilkynnti svo, að hann mvndi biðjast lausnar og gerði það formlega í gær á konungs- fundi. Tsirimokos kvað konung hafa beðið sig að gegna störfum til bráðabirgða. Stjórnarfundur verð ur í dag og að honum loknum gengur Tsir'imokos á fund kon- ungs að nýju. Að þeim fundi lokn um verður ef til vill kunnugt um næsta skref konungs. — Ef til vill kallar hann saman ráð krúnunnar en í því eiga sæti allir fyrrver- andj forsætisráðherrar, — ef til vill felur hann stjórnmálamanni utan miðflokkasambands'ins að mynda stjórn, og er helzt til nefnd ur leiðtogi Róttæka þjóðemis- sinnaflokksins, sem er íhaldssinn- aður flokkur, Canellopoulosi að mynda stjóm en fréttaritarar í A- þenu segja, að það sé almenn skoðun manna, að ekki verði ger legt fyrir konung að leysa stjórn arkreppuna án samstarfs við Pap andreou og hans menn. Megiiltilgangur konungs seg'ir I einni frétt er að koma í veg fyr ir að kosningar verði haldnar á meðan ólga er jafnmikil í landinu og nú. Tsirimókos kveðst hafa ráðlagt konungi að kveðja saman „kon, ungsráðið" en f því eiga sæt'i fon- sætisráðherra, utanríkisráðh., fyrir rennarar þeirra og flokksleið- togar. — Pappandreu kveðst ekki sitja fundinn, ef þeir Novas og Tsirimókos, sem mynduðu stjórn en fengu ekki traust þings ins, sætu hann. — Hverja konung ur kallar á fundinn er óvíst, en tal ið að kunnugt verði um næsta skref hans í dag. aði: Til Sturetorgs, í gær- kvöldi, ætlaðl allur skarinn að æða niður Kóngsgötu (Kungs- gatan), en lögreglan kom fram af festu og kom f veg fyrir það. Þurfti hún hvorki að beitli kylf- um eða sverðum, segir í NTB- frétt. Um óeirðimar um helgina var rætt f fyrri NTB-fréttum á þessa leið: Lögreglan f Kaupmanna- höfn er athafnasöm um þessar mundir við að .uppræta eitur- lyfjasölu (marihujana-vindlinga, Haschish o. fl.) og hafa margar handtökur átt sér stað. Komið hefur til alvarlegra götuóspekta milli lögreglunnar og götu-ung- linga. Svipaða sögu er áð segja frá Gautaborg og Stokkhólmi. Þar var um alvarlegt uppþot að ræða og nokkrar handtökur áttu sér stað s.l. laugardag og sunnudag. 1 Gautaborg hófust uppþotin með því, að 6—800 skólaunglingar 13—1S ára köst- uðu blómapottum, mold og flöskum á vegfarendur á Göta- torgi, enginn meiddist en maður sem á vanda til að fá floga- velkiköst fékk kast, var nærri troðinn undir, en var fluttur f sjúkrahús. Sænska lögreglan hefir tll athugunar að beita vatnsfallbyssum framvegis gegn uppivöðslulýð, en á sunnudags kvöldið varð hún að senda flokk 50—60 ríðandi lögreglumanna til þess að hindra götuuppþot á og í grennd við Hötorget í Stokkhólmi. Um 50 ungmenni voru handtekin. Brezk ákvörBun um eldflaugar vek- ur tortryggni í Bonn Dr. Adenauer fyrrv. kanzlari V.- Þýzkalands veittist harkalega að Bretum f kosningaræðu í fyrradag fyrir ákvörðun þeirra, að flytja heim eldflaugar sínar af gerðinni Corporal, en ar opinberri hálfu var sagt í London, að með þessu yrðu varnir V.-Þ. ekki gerðar ótraustari. í fyrsta lagi yrðu þær ekki flutt ar heim fyrr en seint á árinu 1965 og yrðu þá orðin úrelt vopn, — og Rínarher Breta myndi áfram ráða yfir HONEST JOHN-eldflaug- um. Talsmaður vestur-þýzka utanrík isráðuneytisins sagði í gær í Bonn að stjórnin myndi leggja málið fyr ir NATO. Hún krefðist ýtarlegrar skýringar á ákvörðun brezku stjórnarinnar og einnig á tillögum sem kanadiska stjórnin hefir borið fram á afvopnunarráðstefnunni í Genf nýlega. Hinn opinberi tals- maður Bonnstjórnar, Gunther von Hassel, sagði í gær að nokkurs kvíða gætti í V.-Þ. út af kanadisku tillögunum og hefði hafið umræð- ur bæði við ríkisstjórn Bretlands og ríkisstjórn Kanada, þar sem málið varðað'i varnir Þýzkalands. Þrátt fyrir það, að brezka stjórn in hafi borið það til baka, að það hafi verið gert t'il að þóknast Rúss um að taka ákvörðunina um Corp oral-flaugarnar og hafi því ekki stjórnmálalega þýðingu, hefur á- kvörðunin og tillögur Kanada vak- ið nýja tortryggni i Vestur- Þýzkalandi úm tilgang banda- manna. Stjómmálamenn i Bonn segja að stjómin sé ekki ánægð með þær skýringar. sem hún hafi fengið af hálfu ríkisstjórnanna í London og Ottawa. I Vestur-Þýzkaland'i ríkir vax- andi ótti i kosningabaráttunni vegna öryggis landsins, þar sem hugsanlegt sé, að til kommúnist- ískrar árásar get’i komið, og mikill klofningur er i ríkisstjóminni um varnar- og utanríkismál. heimS' horna milli A5 tUhlutan Johnsons for- seta er haldið áfram tilraunum til málamiðlunar í deilu stál iðnaðarmanna, en leyst er deila skipafélaga og yfirmanna. Stóð hún 75 daga og töfðust 100 skip hennar vegna í höfnum á austurströnd Bandaríkjanna við Atlantshaf og Mexikóflóa. ► Forseti Kýpur sagði í gær að ekki væri að vænta neinnar lausnar á Kýpuvandamálinu í náinni framtíð. ^ 12 menn biðu bana af um- ferðarslysum í Sviþjóð um sein ustu helgi og er þetta ein mesta slysahelgi þar fyrr og siðar. ^Enn kom til átaka í Santo Domingo um seinustu helgi. Réðst herflokkur uppreisnar- manna sem styður Caamano ofursta á braziiiska hermenn, sem svöruðu skothríðinni. Eihn uppreisnarmaður beið bana og annar særðist. ^ Dean Rusk utanrikisráð- herra hefur skýrt frá þvi að af öryggisástæðum fái kynvill- ingar ekki störf hjá utanríkis- ráðuneytlnu. ► I NTB-frétt frá Baku segir, að 17 ára stúdent frá Kurd- istan í Irak hafi verið dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir að hafa orðið stúdent frá Ghana að bana 17. marz s.l. i slagsmál- um. ► Árekstur varð aðfaranótt s.l. sunnudags milli jámbrauta- lesta í Frakklandi og biðu 12 menn bana. ► Bandaríkjadagur verður haldinn í Finnlandi í þessari viku. Averill Harriman verður þar sem fulltrúi Johnsons for- seta. ► Gervihnöttur, sem skotið var á Ioft frá Kennedy-höfða, fór ekki á braut kringum sólu eins og tilætlunin var. ► Ellefu Austur-Þjóðverjar flýðu frá Neðra-Saxlandi til V.- Þýzkalands siðast liðinn þriðju- dag. Þeirra á meðal vom 3 strákar á fermingaraldri, sem syntu yfir Saxelfi. ► Uppreisnarmenn i Kongó hafa enn nokkra bæi á sinu valdi í austurhluta Kongó, að því er hermt er í NTB-frétt frá Bangassou, en almennlngur ris ið upp gegn þeim. Stjómarher- sveitir á leið þangað undir stjóm hvitra málaliða munu ekki hafa komizt á vettvang vegna rigningartimans. ► í Portúgal hafa 420 póli- tískir fangar verið náðaðir og 1000 menn, sem fangelsaðir höfðu verið fyrir minni afbroí.. Náðunin nær ekki til kommún- ista eða annarra, sem hafa haft samstarf vð þá.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.