Vísir - 31.08.1965, Side 6

Vísir - 31.08.1965, Side 6
6 VÍSIR . Þriðjudagur 31. ágúst 1965.' Sviss — Framh. bls. ft ísjaka, sem frekari hætta getur stafað af. Jarðfræðingar hafa á- hyggjur af því, að hreyfing er enn á jöklinum. Um allan Saasdalinn kvað við klukknahljómur í gærkvöldi, en kirkjuklukkunum var hringt til þess að kalla menn til bæna og við tálmanir á vegum sem liggja að slysstaðnum stóðu þöglir hóp ar. Við vaktaskiptin kl. 18,30 er ósköpin dundu yfir áttu um 60 menn að fara til vinnu, en um 30 voru í matstofu sem skriðan reif með sér. Eigandi Alpakofans „Britanj- ia“, en þaðan sést vel til jökuls ins, sagði í gærkvöldi, að ef skriðjökullinn færi aftur af stað, gæti þrefalt meira af Is, grjóti og aur runnið fram en í gær. Augustus Lombard prófessor sagði í gær í Genf, að ekki hefði verið hægt að sjá fyrir ,að All- alin-jökullinn myndi renna fram þar sem hann hefur verið að minnka undangengin 5 ár eins og aðrir svissneskir jöklar. Framhaldsfréttir herma, að leitin að lfkum sé hætt í bili, þar sem menn óttist frekara hrun úr skriðjöklinum. Tveir þaulvanir fjallgöngu- menn hafa verið fluttir í þyrlu upp á jökulinn og hafa samband f talstöð við björgunarliðið f dalnum. Vikur geta liðið þa rtil öll lfk finnast og seinustu fréttir herma , að f ljós kunni að koma um sfðir, að yfir 100 menn hafi farizt. Þetta eru mestu náttúruham farir slíkar sem þessar f Sviss síðan skriða hljóp á hæinn Elm 1881 og létu þá 197 manns lífið. Bók eftir Christie Agathe gamla Christie er enn i fullu fjöri. Á sl. ári send'i hún frá sér enn eina bók, „The Carabbean Mysterie" — leynilögreglusögu að sjálfsögðu — og ekki nóg með að hún hlyti góða dóma, heldur telja sumir gagnrýnendur að gamla kon an sé í framför, þetta sé með henn ar beztu sögum. Nú er kvikmynd- un sögunnar f undirbúningi ,og þrátt fyrir James Bond æðið. hef- ur bókin sett sölumet á brezkum markaði, hvað snertir leynilög- reglusögur síðustu sex mánuðina. Þessi nýja saga Agathe Christie er fyrir skömmu komin út f ís- lenzkri þýðingu á forlagi Regn- bogaútgáfunnar, og er þegar upp- seld hjá útgefanda, svo að henni er ekki síður tekið hér en annars staðar. Smygl — Framhald af bls 1. Tollgæzlustjóri sagði, að af- greiðslu sumra þessara mála væri enn ekki lokið og þar af leiðandi ekki búið að gera allar vörurnar upptækar ennþá, enda þótt lagt hafi verið hald á þær þar til afgreiðslu málsins væri lokið. Afmæli — Framh. af bls. 8 á þrjátíu krónur yfir sumarið. „Ég vann allan daginn og fékk ekkert kaup. Þessu hef ég aldrei getað gleymt". æskufólk Norræna félagið efnir til kynn- ingarkvölds i TjamarbúS uppi mið vikudaginn 1. september ld. 20.30 fyrir æskufólk, sem sótt hefur um námsvist í norr. lýðháskólum í vetur fyrir milligöngu félagsins. Eins eru þeir velkomnir, sem áð ur hafa stundað nám í slíkum skólum og væri æskilegt, að sem flestir gætu kom’ið á fundinn, bæði til þess að leiðbeina þeim, sem nú fara utan og til þess að nota tæki færið og biðja fyrir kveðjur. Aðgangur er ókeypis og heimilt að taka með sér gesti. Magnús Gíslason framkvæmdastjóri félags ins, mun ræða v’ið æskufólkið um nám á norrænum lýðháskólum og gefa hagnýtar upplýsingar í því sambandi. Skógrækt — Framhald af bls. 16. ar ályktanir, sem hér hefur verið sagt frá. — Á laugardagskvöldið var hald in kvöldvaka í félagsheimilinu á Blönduósi og sóttu það þingfulltrú ar og allmargir gestir úr nágrenn- inu. Þar voru gerðir heiðursfé- lagar þeir Gunnlaugur Briem ráðu- neytisstjóri og Eiríkur Hjartarson rafvirkjameistari, sá sem ræktaði garðinn í Laugardal, sem nú er verið að gera að grasgarði og gaf Skógræktarfélagi Eyfirðinga jörð- ina Hánefsstaði í Svarfaðardal, eftir að hafa unnið þar mikið að skógrækL Þá véitti félagið Stein- grfmi Davfðssyni fyrrverandi skóla stjóra á Blönduósi og konu hans, Helgu Jónsdóttur, silfurbikar fyrir góð störf í þágu skógræktar, en þau gáfu m.a. jörðina Gunnfríðar- staði til skógræktar. Ennfr. var systkinunum frá Veisu veitt viður kenningarskjal fyrir mikla skóg- raekt á Végéirsstöðum f Fnjóska- dal. — Fulltrúar rómuðu mjög góða aðstöðu í félagsheimilinu á Blöndu ósi og gestrisni Húnvetninga, sagði Hákon Guðmundsson að lok- m 2 stjóm Skógræktarfélags Is- lands eru nú: Hákon Guðmunds- soo formaður, Einar Sæmundsen, Haukur Jörundsson, Hermann Jón- asaon og Sigurður Bjamason frá Vignt. Formaður Skógræktarfélags Awstur-Húnvetninga er Jón ísberg sýstamaður. 8 sleppt — Framh. at bls. 1: Vörur þessar voru faldar á 13 stöðum í skipinu, yfirleitt á milli þilja, þó voru faldar 1644 flöskur af genever í farmi í lest. Málið var kært til sakadóms j Reykjavfkur 11. þ.m. og var skips | höfn þá öll úrskurðuð f farbann; og jafnframt 16 skipverjar úrskurð | aðir í gæzluvist. Síðan hefir rann-; sókn málsins verið haldið stöðugt i áfram, 14 skipverjar hafa viður- kennt að eiga áfengið og tóbakið, sumir lítið, aðrir meira eða frá 11 flöskum og upp í 50 kassa af gene ver, 8 skipverjum hefir þegar ver- ið sleppt úr gæzluvist en þáttur þeirra í málinu er nú ljós. 1 gæzlu vist eru enn 10 skipverjar, þeir áttu allir verulegt magn af áfengi, m.a. áfengí það sem fannst í lest- um skipsins. Ljóst er að um samtök skip- verja hefir verið að ræða, um að kaupa áfengið og fela það í skip- inu. Dómsrannsókn heldur enn á- fram. Jóhann Nielsson. Snjór — Framh. af bls. 1: til Vatnsdalsréttar og réttað þar í gær. Þarna var um'mörg þús- und fjár að ræða, eða að því er bændur telja sem næst helm- ing þess fjár, sem gengur á afréttinum f sumar. Svíndælir sóttu fé .inn fyrir heiðargirð- ingu 1 gær og munu rétta f Auð- kúlurétt í dag. Á suma fjallvegi snjóaði svo að þeir urðu ill- eða ófærir yfir- ferðar. Þar á meðal var Kaldi- dalsvegur og komust bflar ekki leiðar sinnar eftir honum. Lágheiði og Siglufjarðarskarð voru aðeins fær stórum bílum í' gær, en f morgun var Siglu- fjarðarskarð ófært, en byrjað að moka og mikill mokstur talinn framundan. A.m.k. sólarhrings mokstur -3a meira þótt vel gangi. Lágheiði aftur á móti er talin slarkfær bílum með keðj ur. Möðrudalsfjallgarður var orð inn mjög þungfær f gærmorgun en þá voru sendir vegheflar á hann og mun vegurinn nú vera | kominn f gott lag að nýju og fær öllum bflum. Samkvæmt upplýsingum frá i Veðurstofunni í morgun er norð j anáttin nú að ganga niður. Kom j ið stillt og gott veður um allt j vestan vert Norðurland, en enn- þá er norðvestan kaldi, skýjað, sumsstaðar jafnvel lítilsháttar úrkoma á Norðausturlandi. Kaldast var í Búðardal í Dala- sýslu í nótt, 1 stigs frost, bæði á Hellu á Rangárvöllum og Þing völlum var hiti við frostmark. Gert er ráð fyrir'veðurbreyt ingu í dag og nótt. Búizt er við að þykkni upp um vestanvert landið f kvöld og má gera ráð fyrir sunnan eða suðaustan rign ingu í nótt. TTúsið nr. 32 á Vesturgötunni kallaðist Kapteinahúsið Þar bjuggu jafnan skipstjórar. Þeir byggðu það faðir Herdfsar, Ásgeir og afi hennar Sigurður Símonarson. Gamla húsið var rifið 1916 og annað reist á sama stað. Þegar frú Herdís giftist Tryggva Ófeigssyni, fluttust þau á efstu hæð húss- ins og bjuggu þar til 1934 eða samtals 14 ár. Frú Herdís gekk í Kvenfélag- ið Hringur í formennskutíð frú Kristínar Jacobsen Vídalíns og varð virkur þátttakandi. Hún hefur beitt sér fyrir ýmsum mannúðar- og velferðarmálum, t. d. fengið kirkjufélögin til þess að liðsinna gömlu fólki úr sinni sókn; breytingu á fram- færslulögunum, sem tryggir kon um óreiðu- og drykkjumanna % af Iaunum þeirra sé hægt að sanna, að þeir drekki út launin; byggingu fæðingarheim- ilis, þar sem 1000 börn fæðast árlega; orlofsmálinu; heilbrigðis gæzlu í samvinnu við Krabba- meinsfélagið. „Ég er þakklát guði fyrir að hafa þegið þá náð að fá að vinna að málum, sem hafa verið mér hugstæð og beinzt i þá átt að vera systrum og meðbræðr- um til gagns — ég vona, að þetta hafi að einhverju leyti tekizt stundum ...“ Hún sagði, að hún hefði vitað frá þvi hún var barn og lenti í veikindum, hvert hún ætti að leita til að verða sterk. Hún sagðist vera minnug atviks, sem gerðist norður á Ströndum, þar sem faðir hennar ólst upp. Eitt sinn gerði aftakaveður. Föður- bræður hennar höfðu þá farið í róður. Voru þau heima Þor- steinn afi hennar og frú Herdís kona hans, amma hennar. Var hún farin að óttast um syni sína. Þá gengur maður hennar út og gáir tíl veðurs. Þegar hann kemur inn aftur varpar hann fram þessari stöku; „Ekkert guði er um megn ég hans náðir þekki. Minna verður rok en regn raunum kviði ég ekki“. Storminn lægði stuttu á eftir og síðan byrjaði að rigna. „Það er kannski þessi arfur, sem ég hef hlotið frá feðrum mínum, að treysta á þann, sem öllu ræður, sem hefur verið imdir- staða míns innsta eðlis“, sagði frú Herdís. Hún hélt áfram: „Mál málanna og undirstaða undir velferð okkar allra, grund völlur fyrir hamingju okkar er trúin á það, að maður getur alltaf reitt sig á handleiðslu guðs“. stgr. BLAÐBURÐUR Barn vantar til að bera blaðið út í KÓPAVOGI (Austurbæ) Vinsamlegast hringið í síma 4 11 68. VISIR Aukavinna Ungur maður óskar eftir vinnu á kvöldin og um helgar. Margt kemur til greina. Uppl. í síma 36242 eftir kl. 8 á kvöldin. TILKYNNING Skrifstofur lögreglustjóraembættisins í Reykjavík verða lokaðar miðvikudaginn 1. sept. n. k. vegna skemmtiferðar starfsfólks. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 30. ágúst 1965 Sendiferðabíll Chevrolet sendiferðabíll lengri gerð árg. 1955 til sölu. Sæti fyrir 11 fylgja með. Selst ódýrt. Uppl. í síma 50330 í kvöld og næstu kvöld. íbúð óskast Reglusöm og fámenn fjölskylda óskar eftir 2—3 herb. íbúð í 8—9 mán. frá 1. okt. eða 1. nóv. Fyrirframgreiðsla fyrir tímabilið. Uppl. í síma 21985. Lækningastofa mín verður frá og með 1. sept. í Fischersundi. Sími og viðtalstímar eins og getur í símaskrá Þórður Möller Ný vörubíls „hausing" „Hausing“ í Chevrolet ’49—’54 með drifi, öxlum, bremsuborðum og börkum til sölu. Sanngjarnt verð. Uppl. í síma 15812 eða 23479 Dugleg stúlka óskast til verksmiðjustarfa. PLASTPRENT, Skipholti 35

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.