Vísir - 16.09.1965, Page 16

Vísir - 16.09.1965, Page 16
s v. yr kggggHg V*. 'í- : ...y,' ••< M ■: ;•• • . ,. ■• • Guðni Jónsson, skipstjóri Unglingar falsa nafnskirteini VarÖar allt oð 10 þús. kr. sektum Lagning olíumalar gengur vel. ; Lögreglan i Reykjavík hefur kom | izt á snoðir um að talsverð brögð hafa verlð að þvf undanfarið, að unglingar villa á sér heimildir í ! sambandi við nafnskírteinin nýju. ÍBÚARNSR LÁNA BÆN- UM FYRIR OLfUMÖL Lánið virðist leika við bæjar- yfirvöld í Kópavogi, hvað snert- ir gatnagerð á þessu sumri. Er það naumast vonum fyrr, þar sem líða tekur að uppgjöri fyr- ir enn einar kosningar og varla vanþörf á nokkurri sálubót. Þannig gerðist það í vor, að fyrirtæki eitt í Reykjavík, sem hafði fengið mikinn áhuga á að gera tilraunir með lagningu olíumalar í stórum stíl á götur landsins, bauð Kópavogskaup- stað og fleiri aðilum að kaupa tilraunalagningu á nokkra kíló- metra. Var þessu boði tekið, og þar með hefur bæjaryfirvöldum tekizt að hrinda f framkvæmd varanlegri gatnagerð, sem stað- ið hefur til árum saman án þess að úr nokkru yrði. Nú hafa nokkrir íbúar í Vest- urbænum tekið sig saman um að lána Kópavogskaupstað fyr- ir lagningu olíumalar á tiltekna götu, sem þeir búa við, og þar með teygt enn úr fyrra happi bæjaryfirvaldanna. Að auki er það kaupstaðnum nokkur ný- lunda að menn gerist ólmir í að lána honum fé til fram- kvæmda eða annars. Er það þó reglulega vel gert. Þetta síðara happ bæjaryfir- valda í Kópavogi er þannig til komið, að fbúar við Kastala- gerði, 9 húsráðendur alls, tóku sig saman og sendu bænum formlegt tilboð um að lána 4 þús. kr. á hús eða 36 þús kr. alls, til þess að leggja olíumöl á götuna. Lánið er til tveggja ára, vaxtalaust, en greiðist þá í einu lagi, — verður sennilega dregið frá útsvörum viðkom- andi aðila! er lögreglan hefur tjáð Vísi að unglingar fá lánuð skirteini hjá sér eldri unglingum, skipta um myndir í þeim og falsa á annan hátt, t.d. með nafnbreytingum eða breytingu á fæðingardegi. Er hér um refsivert athæfi að ræða, jafnt hjá þeim sem reynir að mis- nota skírteinið og eins hjá hinum, sem lánar það. Lögreglan vill því alvarlega vara við hvers konar tilraunum til mis- notkunar á • nafnskírteinum og bendir á, að brot gegn lögum um notkun nafnskírteina varða sektum allt að 10 þús. kr., auk þess sem fölsun á opinberu skjali er refsi- vert athæfi skv. hegningarlögun- um. Þá vill lögreglan beina þeim til- mælum til foreidra og annarra for- ráðamanna bama og unglinga, að þau reyni að fylgjast með því, hvort böm þeirra hafi í sínum fór um aðfengin eða breytt nafnskír- teini, og reyni þá að koma í veg r'yrir misnotkun þeirra með því að taka af þeim skírteinin og hiutast til um að þau fái sér önnur ný. Afhending nafnskírteina skv. lögum nr. 25 21. apríl 1965 hefur nú staðið yfir hér í Reykjavík síð an f júní sl. Allmargir hafa þó ekki enn sótt skírteini sín og fer afhending þeirra nú fram á lögreglustöðinni, Pósthússtræti 3, III .hæð og eru menn hvattir til að vitja skírteina sinna sem fyrst. Samfara útgáfu hinna nýju nafn ^kírteina hefur nú víða verið tek’ in upp sú regla að krefja menn um skilríki á þeim stöðum, þar sem tiltekinn aldur er skilyrði fyrir viðskiptum eða fyrir komu eða dVöl á staðnum. Er þar einkum Framh á bls 6 MIÐBÆR - HUSNÆÐI Blaðaútgáfan VÍSIR H.F. óskar eftir ca. 100—150 ferm. húsnæði fyrir afgreiðslu- og auglýsingaskriistofu, í eða sem næst Mið- bænum. BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Fimmtudagur 16. sept. 1965. Syrtling- ur mæidur Varðskip gerði í gærdag mæling ar á Syrtlingi. Reyndist hann vera orðinn 66 metra hár, og var aust- urhlið hans 624 metra löng. Gíg- urinn er nú lokaður og sprengju- gos tíð, en lágskýjað var er mæl- ingin var gerð. Alvarlegt slys í Keflavík Alvarlegt slys varð við Aðalst. í Keflavík í gær um kl. 17.30 þegar bfll úr Reykjavík var að losa mal bik að pallur bíisins brotnaði og varð e'inn starfsmanna undir pall- inum þegar hann féll til hliðar. Slasaðist maðurinn mjög mikið og liggur nú þungt haldinn á sjúkra húsinu í Keflavik. Maður þessi er rúmlega fertugur og er úr, Reykja- vík. Síldin í Reykjavíkurhöfn. GENGUR VEL MEÐ SÍLDAR FLUTNINGANA Á „SlLDINNI Samfal við skipstjórann sem staddur er i Reykjavikurhöfn Síldarflutningaskipið Síldin er nú búin að losa sfldarfarm í þriðja sinn í sumar og þá hafa tank ar og þrær verksmiðj- anna á Kletti og Faxa tekið við um 60.000 málum til bræðslu, en skipið er eign Síldar- og Fiskimjölsverksmiðj- unnar, sem rekur þessar tvær síldarbræðslur. „Þetta hefur gengið ágætlega og snuðrulaust", sagði skipstjór inn á Síldinni, Guðni Jónsson, í viðtali sem Vísir hafði við hann í morgun, en þá var hann um borð í skipi sinu, sem beið þess að starfsmenn frá vélsmiðju lykju við smávægilega viðgerð á því. Guðni sagði okkur að það hefði gengið mjög vel að dæla úr bátunum úti á miðunum en í góðu veðri er hægt að dæla úr tveim samtímis sínu frá hvorri hlið skipsins. „Þá er nú aldeilis handagangur í öskj- unni“, sagði Guðni. Þegar bezt lætur dælir síldardælan 500— 600 málum á klukkutíma. Það sem verst er í sambandi við síldarflutninga þessa, kvað Guðni vera losunina hér í Reykjavík. „Krabbarnir“, sem notaðir eru við að losa skipið eru mjög óþrifalegir og skipið er allt löðrandi í síldargrút, svo að það er vart farandi um borð fvrir sóðaskap. Hefur reynzt mjög erfitt að ná grútnum, en ! nú er ætlunin að reyna nýtt i efni, sem vonir standa til að j reynist vel. „Úti á miðunum er skipið miklu þokkalegra og þeg- ar dælt er um borð sést hvergi óþrifnaður", sagði GuðnL Síldin hefur aðallega haldið i sig á miðunum milli íslands og Jan Mayen og kvað Guðni sjó- ! i'ramh 4 6 sfð k

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.